Morgunblaðið - 27.03.1991, Síða 56

Morgunblaðið - 27.03.1991, Síða 56
IBM PS/2 KEYRIR STÝRIKERFI FRAMTíÐARINNAR: IBM OS/2 tr0iínnWul>il» — svo vel sétryggt í SJOVAOrTALMENNAR MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Húsbréf: * Avöxtunarkrafa hækkar í 7,9% ÁVÖXTUNARKRAFA við kaup á húsbréfum var í gær hækkuð úr 7,7% í 7,9% hjá Landsbréfum hf., viðskiptavaka húsbréfa. Þar af leiðandi eru afföll af uppreiknuðu verði bréfanna orðin 15,95%, fyrir utan 0,75% söluþóknun, og hafa hækkað úr 14,46%. Sama ávöxtunarkrafa var gerð hjá öðrum verðbréfamörkuðum í gær, nema hjá Kaupþingi, þar var hún 7,7%. Sigurbjörn Gunnarsson deildar- stjóri hjá Landsbréfum hf. sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessi hækkun ávöxtunarkröfunnar væri í samræmi við þá þróun sem almennt virtist vera á markaðnum. Til dæmis hefði ávöxtunarkrafa Seðlabankans á spariskírteinum ríkissjóðs verið komin í allt að 7,55% á Verðbréfaþingi í gær. Hann sagði ákvörðun Landsbréfa um hækkun ávöxtunarkröfunnar fylgja í kjölfar almennra vaxtahækk- ana sem virtust víða vera í gangi. Þá hefði eftirspum eftir húsbréfum minnkað, menn virtust halda að sér höndum og áberandi væri að eftir- spurn eftir skammtímapappírum væri meiri en áður. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hækk- aði síðast í febrúarmánuði síðastliðn- Pólverjar stöðva ólög'legar laxveiðar PÓLSKA sendiráðið í Reykjavík hefur staðfest að Pólverjar hafi nú staðið við loforð, sem þeir Okkur varð hrollkalt „VIÐ stóðum tvær mæður hvor gegnt annarri í frystihúsiyu á Stokkseyri í morgun, og skyndilega varð okkur báðum svo hrollkalt, okkur sem aldrei verður kalt þótt blási, en ríú stend ég hér tveimur tímum síðar og tek á móti syni mínum sem hcfur verið bjargað úr lífsháska," sagði Þórhildur Guðmundsdóttir í samtali við Morgunblaðið á bryggjunni í Þorlákshöfn í gærmorgun þeg- ar Fróði kom með skipbrots- mennina sjö af Jósef Geir. „Okkur kólnaði svo einkenni- lega, okkur Andreu Gunnarsdótt- ur,“ en nú vitum við að þetta var á sama tíma og bátur sona okkar var að sökkva, þeirra Guðjóns Þórs Pálssonar stýrimanns og Sigurðar Borgarssonar háseta. Ég legg þetta saman og tel að það hafi verið æðri máttarvöld sem héldu verndarhendi yfir áhöfninni." Sjá nánar á miðopnu. höfðu áður gefið íslendingum um að bundinn yrði endi á ólöglega laxveiði í sjó og löndun á ólög- lega veiddum laxi í Póllandi. Pólska siglingamálastofnunin mun hafa fengið það verkefni að sjá um framkvæmd þessara ráð- stafana. 1 Áður tíðkaðist það að danskir bátar stunduðu ólöglegar laxveiðar í N-Atlantshafi undir pólskum fána. Einnig hefur verið tekið fyrir að slíkir bátar geti veitt undir Panama- fána. Gauksstaðaskipið komið á flot Islenska víkingaskipið sem tekur þátt í siglingu þriggja skipa vestur um haf til minningar um Vínlandsfund Leifs heppna er nú sjóklárt en það er byggt á eyjunni Haanholm í Noregi. Skipið er ná- kvæm eftirmynd Gauksstaðaskipsins og er alls 130 fermetrar að stærð. Tveir íslendingar hafa unnið að undirbúningi ferðarinnar og munu verða með í leiðangrinum. Annar þeirra er Vestmanneyingurinn Gunnar Marel Eggertsson, sem segir að allt gangi samkvæmt áætlun og verði lagt upp frá Noregi 17. maí. Á innfelldu myndinni er íslendingurinn Rikhard Pétursson að vefja hlífðarstreng utan um vant á mastri Gauksstaðaskipsins. Morgunblaðið/Gunnar Marel Eggertsson 474 millj. hagnaður af reglulegri starfsemi Landsbankans 1990: Hálfum milljarði bætt á afskriftareikmng útlána Mest hætta á töpuðum lánum í fiskeldi og ullariðnaði HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Landsbankans á síðasta ári var 474,5 milljónir króna en hann var 324 millj. á árinu 1989. Bankaráð Lands- bankans hefur ákveðið að Tillögur um fraktflug á Keflavíkurflugvelli: Nefnd vill að afgreiðsla í vöruflugi verði gefin frjáls NEFND sem skipuð var fulltrúum forsætisráðuneytis, samgöngu- ráðuneytis og utanríkisráðuneytis til að fjalla um fraktflug frá landinu og almenna stefnumótun vöruútflutnings leggur til að hafnar verði viðræður við Flugleiðir um að gefa vöruafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli frjálsa. Skýrsla nefndarinnar var kynnt á ríkisstjórnarfundi í gær. í skýrslu nefndarinnar segir að óvíst sé að nokkur aðili, sem stund- ar vöruflug til og frá Keflavík, telji sér hag í að annast vöruaf- greiðslu sjálfur, og því sé enn minni ástæða til að binda slíkt í samningi sem tryggi einkaleyfi. „Af hálfu flugmálayfirvalda verður að reyna að ná samningum við Flugleiðir um að þeir sinni eft- ir sem áður flugþjónustu við vöru- flug, sem þeir hafa sinnt til þessa, eða a.m.k. bjóði öðrum flugrek- endum upp á þá þjónustu gegn gjaldi, sem um kann að semjast þeirra í milli,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Nefndin birtir upplýsingar sem hún segir sýna að lendingai- og afgreiðslugjöld á Keflavíkurflug- velli séu ekki hærri en gengur og gerist hjá sambærilegum flugvöll- um í nágrannalöndunum. Segir í tillögunum að ekki þurfi samþykki flugmálayfirvalda fyrir þær upp- hæðir sem Flugleiðir semdu um vegna flugþjónustu við vöruflug. leggja aukalega 500 millj. kr. inn á afskriftareikning útlána til að mæta erfiðri stöðu nokk- urra atvinnugreina vegna hættu á töpuðum útlánum á næstunni. Bankinn hefur nú lagt alls 2,7 milljarða kr. á af- skriftareikning útlána, sem er 3,8% af hcildarútlánum. Hagn- aður eftir afskriftir og önnur óregluleg gjöld nemur því 31 millj. kr. A síðasta ári seldi bankinn hlutabréf sín í Skand- inavian Bank og nam hreinn söluhagnaður 276 milljónum kr. Þá rýrnaði eiginfjárhlutfall bankans litillega á árinu, eink- um vegna sameiningar Sam- vinnubankans. Að sögn Brynjólfs Helgasonar, aðstoðarbankastjóra, eru töpuð útlán bankans einkum í fiskeldi og ullariðnaði en tapið jókst á síðasta ári samanborið við 1989. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, staðfesti ársreikning Landsbankans á fundi bankaráðs og bankastjórnar í gær. Heildar- eignir Landsbankans voru 94,9 milljarðar kr. í árslok, sem er aukning um 4,1% frá árslokum 1989 þegar með eru taldar eignir Samvinnubankans í árslok bæði árin. Eigið fé bankans var 5.767 millj. kr. í árslok og eiginfjárhlut- fall 6,8% og hefur það lækkað úr 7% árið 1989 sem er minni lækk- un en búist var við m.a. vegna sameiningarinnar við Samvinnu- bankann. Að sögn Brynjólfs gekk rekstur bankans þokkalega á síðasta ári. Heildarvaxtamunur lækkaði á ár- inu í 3,5% úr 3,9% á árinu 1989. Aukning innlána var 15,3% á ár- inu og námu heildarinnlán ásamt bankabréfum í árslok 55,1 millj- arði kr. Útlán án erlendra endur- lána jukust um 9% á árinu en að meðtöldum endurlánuðum erlend- um lánum um 2,6%. Stöðugildum hjá bankanum hefur fækkað á árinu en þau voru alls 1.131 samanborið við 1.190 í Landsbanka og Samvinnubanka samanlagt í árslok 1989 en bank- inn seldi tvö útibúa Samvinnu- bankans á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.