Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 4
4 reer jííra í; íiuDAa'j>iiv«iW ŒGA.iaviuÐflOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 3. APRIL 1991 Kreditkort hf.: Greiðslujöfnun í allt að þijá mánuði KREDITKORT hf. hefur innleitt þj hafar geta jafnað greiðslum af kor á ári. Svipað fyrirkomulag er ein Bæði greiðslukortafyrirtækin hafa meðaltali 9 af hundraði. Gunnar Bæringsson framkvæmd- astjóri Kreditkorta hf. segir að kort- hafar geti framvegis skipt reikningi fyrir eindaga í allt að þrjár greiðsl- ur, greitt þriðjung af heildarskuld- inni á eindaga en jafnað eftirstöðv- unum á næstu tvo mánuði. Hann sagði að þetta væri fjármagnað á þann hátt að skuld sem samið er um á þennan hátt ber hlaupareikn- ingsvexti sem eru 19% auk 1% álags. Aður gátu korthafar samið unf greiðslur ef þannig stóð á en þá bar skuldin vanskilavexti sem eru nú 23% auk þess sem hömlur voru sett- ar á notkun kortsins. Gunnar sagði að ekki væri unnt að ganga frá van- skilaskuldum á þennan hátt, þetta i nýjung í starfsemi sinni að kort- ;i sínu í allt að þrjá mánuði tvisvar nig á döfinni hjá Visa-Islandi hf. hækkað árgjöld af kortum um að væri einungis hugsað fyrir þá við- skiptamenn sem standa í skilum. Gunnar sagði að töluverður fjöldi fólks hefði notfært sér þessa nýjung og að ljóst væri að korthafar kynnu að meta þetta. „Það eru yfírleitt tvö tímabil á ári sem fólk fær stærri reikninga en endranær, þ.e. í kring- um jglin og að afloknum sumarfr- íum. Korthafar hafa þá þennan möguleika ef á þarf að halda,“ sagði Gunnar. Einar S. Einarsson, forstjóri Visa- ísland, sagði að greiðslujöfnun hefði að vissu leyti verið fyrir hendi hjá fyrirtækinu. Korthafar hafi getað snúið sér til síns banka eða spari- sjóðs og beðið um greiðsludreifíngu sem hafi yfirleitt verið auðsótt mál. Það hafi verið í höndum hvers banka eða sparisjóðs að veita slíka fyrir- greiðslu. „Ég reikna með að nú verði staðið skipulegar að þessu í fram- haldi af útspili Kreditkorts. Ég reikna með að við bjóðum upp á éitt- hvað áþekka skilmála og jafnvel rýmri,“ sagði Einar. Árgjald af greiðslukortum hækk- aði í marsbyijun að meðaltali um 9% hjá Kreditkorti hf. Gjald af al- mennu korti hækkaði úr 1.600 kr. í 1.800 kr., gullkort hækkaði úr 7.000 kr. í 7.500 og Samkort úr 1.350 kr. í 1.500 kr. Svipuð hækkun tekur gildi hjá Visa-ísland 18. apríl nk., að meðaltali um 8-9%. Gjald vegna almenns korts hækkar úr 1.600 kr. í 1.750 kr., gullkort hækk- ar úr 6.500 kr. í 7.000 kr. og Far- kort úr 3.500 kr. í 3.800 kr. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 3. APRÍL YFIRLIT í GÆR: Austur við Noreg er 960 mb lægð sem hreyfist norðaustur en yfir Grænlandi er 1.015 mb hæð. Kólna mun í veðri. SPÁ: Norðan- og austanátt, allhvöss norðan- og austanlands, en heldur hægari annars staðar. Bjartviðri sunnanlands, en él í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Fremur hæg norðaust- anátt. Él á Norðaustur- og Austurlandi en að mestu úrkomulaust í öðrum landshlutum. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir — Þoka Þokumóða * r * r * r * Slydda r * r * ■# * * * # * Snjókoma ’, 5 Súld OO Mistur —(- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að isl. tima Akureyri Reykjavik hiö +3 1 veður úrk. í grennd léttskýjað Bergen 7 rigning Helsinki 4 rígnlng Kaupmannahöfn 9 þokumófta Narssarssuaq +2 snjókoma Nuuk +8 snjókoma Osló 10 skýjaft Stokkhóimur 9 alskýjað Þórshöfn 6 skúr á s.klst. Algarve 17 heiftskírt Amsterdam 11 þokumófta Barcekma 15 mistur Dorltr. oeniTi 11 rigmng Chlcago +3 léttskýjaft Feneyjar 15 þokumófta Frankfurt 16 skýjaft Glasgow 9 skýjaft Hamborg 9 þokumófta Las Palmas vantar London 10 rign.ogsúld Los Angeles 12 skýjaft Lúxemborg 13 skýjaft Madrfd 17 mistur Malaga 16 mistur Mallorca 17 léttskýjað Montreal 1 þokumóða New York vantar Oriando 13 léttskýjaft París 13 lóttskýjaft Róm 17 léttskýjað Vin 14 skýjaft Washington vantar Winnipeg 4-3 skýjaft Háskóli íslands: Rektorskjör fer fram á föstudag REKTORSKJÖR við Háskóla íslands fer fram næstkomandi föstu- dag, en hljóti enginn tilskilinn meirihluta greiddra atkvæða þá verð- ur kosið að nýju föstudaginn 12. apríl. Kjörgengir eru allir skipaðir prófessorar í starfi, en í prófkjöri sem fram fór 1. mars fengu flest atkvæði þeir Þórólfur Þórlindsson, prófessor við félagsvísindadeild, sem hlaut 37,3% atkvæða, og Sveinbjörn Björnsson, prófessor við raunvísindadeild, sem hlaut 28,5% atkvæða. Rektor er kjörinn til þriggja ára í senn, og tekur nýkjörinn rektor við störfum með byrj- un næsta háskólaárs. Atkvæðisrétt í rektorskjöri eiga prófessorar, dósentar og lektorar og allir þeir sem fastráðnir eru eða sett- ir til fulls starfs við Háskólann og stofnanir hans og hafa háskólapróf. Einnig eiga allir stúdentar sem skrá- settir voru í Háskóla íslands 5. fe- brúar 1991 atkvæðisrétt, og gilda greidd atkvæði þeirra sem einn þriðji hluti greiddra atkvæða alls. Á kjör- skrá eru 497 kennarar og aðrir starfsmenn og 5.013 stúdentar. Kosið verður frá kl. 9-18 í hátíða- sal í aðalbyggingu Háskólans og í kennslustofu á 3. hæð f Lækna- garði. Kennarar og aðrir starfsmenn ásamt stúdentum, öðrum en stúdent- um í læknadeild og tannlæknadeild, kjósa í hátíðasal, en stúdentar í tann- læknadeild og læknadeild, þar með taldar námsbrautir í hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun svo og lyfjafræði iyfsala, kjósa í Læknagarði. Háskólaráð hefur skipað kjör- stjórn til að annast undirbúning og framkvæmd rektorskjörs og eiga sæti í henni: Jón Ragnar Stefáns- son, dósent (formaður), Davíð Þór Björgvinsson, dósent, Jón Friðjóns- son, dósent, Stefán B. Sigurðsson, dósent, Pétur Már Ólafsson, stúd- ent, og Siguijón Þ. Ámason, stúd- ent. Flugleiðir: Tóku leigu- vél vegna veikinda VEGNA veikinda flugmanna um páskana þurftu Flugleiðir að leigja þotu frá hollensku flugfé- lagi til millilandaflugs í áætlun- arflug til Basel í Sviss. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, er ekki ta- lið að um aðgerðir flugmanna sé að ræða í þessu sambandi vegna yfirstandandi kjaradeilu. Hins veg- ar sagði hann að fiugmenn sýndu ekki sömu lipurð og áður sem kæmi fram í að ekki hefur verið kostur á að fá þá til að fljúga utan vaktatöflu á undanfömum dögum. Stakk sam- býlismann sinn með hnífi 34 ÁRA gömul kona stakk 43 ára sambýlismann sinn með hnífi á heimili þeirra. í Teigahverfi aðfaranótt laugardags. Maður- inn hlaut djúpt sár á öxl og grunnan skurð á kvið og var útskrifaður af sjúkrahúsi á laug- ardag. Konan var í haldi lög- reglu. Hvorttveggja þeirra er óreglufólk, sem ítrekað hefur komið við sögu lögreglu. Meðal annars hafa þau verið sakfelld fyrir manndráp. Gestir fólksins höfðu kallað á lögreglu en þegar lögreglan hugð- ist fara inn í íbúðina kom konan blóðug á móti og hugðist vama lögreglunni inngöngu. Þurfti að færa hana í handjárn. Að því búnu fann lögreglan manninn blóðugan og máttfarinn inni í íbúðinni. Kon- an hafði veist að manninum með hnífí í ejnu herbergi íbúðar þeirra í vitna viðurvist. Allir sem í íbúð- inni vora vora mikið ölvaðir. 175 milljón- ir töpuðust á gjaldþroti Bylgjunnar SKIPTUM er lokið í þrotabúi Bylgjunnar h/f á Suðureyri, sem meðal annars starfrækti skip til kúfiskveiða, og varð gjaldþrota í mars 1989. Tap kröfuhafa nemur 175 milljón- um króna, auk vaxta og kostn- aðar frá gjaldþrotadegi. Eignir búsins reyndust 30 millj- óna króna virði. Kröfur utan skuldaraðar námu 174,9 milljón- um króna og dugðu eignirnar til greiðslu á 17,7% þeirra. Ekkert greiddist hins vegar upp í 43,9 milljóna króna forgangskröfur og almennar kröfur. Földu 354 flöskur í vélarrúmi TOLLVERÐIR í KeHavík fundu 354 flöskur af léttu víni, 40 kassa af bjór og 48 flöskur af sterku áfengi í vélarrúmi Sandgerðis- togarans Ólafs Jónssonar á páskadag. Togarinn kom þá til hafnar í Keflavík úr siglingu til Bremerhav- en. Þrír skipveijar hafa gengist við að eiga varninginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.