Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUMBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR &! APRÍL'1991 Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga: Ekki ráðið sum- arafleysingafólk EKKI er útlit fyrir að ráðið verði fólk til sumarafleysinga í járn- blendiverksmiðjunni á Grundartanga þetta árið. Að jafnaði fá um 30 manns vinnu þar á meðan sumarfrí starfsmanna standa yfir. Astæðan er, að sögn Jóns Sigurðssonar forstjóra Islenska járn- blendifélagsins, að dregið er úr framleiðslunni vegna sölutregðu á mörkuðum og aðeins annar ofn verksmiðjunnar verður í gangi í sumar. sé nánast hægt að sleppa því að ráða afleysingamenn. Hann sagði að áætlanir hafi verið miðaðar við það frá upphafi ársins að aðeins annar ofninn væri í gangi yfir sum- artimann. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu var áætlað að framleiðsla járnblendiverksmiðj- unnar drægist saman um fjórðung á þessu ári og að óbreyttu lítur út fyrir taprekstur.' Verð hefur lækkað á kísiljárni á heimsmarkaði í kjölfar mikils framboðs frá Aust- ur-Evrópu og Kína og hafa safnast fyrir birgðir á Grundartanga. Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að eins og nú horfi sé allt útlit fyrir að annar ofninnn verði úti yfir sumartímann og þá Fáskrúðsfj örður; Sjómenn segja upp störfum Báran ogBreki Vestmannaeyjum. ^ Þau léku ljúft hvort við annað báran og Breki VE, þar sem skipið öslaði í austurátt fyrir nokkru, eftir að hafa verið að veiðum við Surtinn. Haldið var austur á grunnin þar sem eitthvert kropp hafði verið því Breki. Grímur sjóMENN á togurunum Ljósa- Hafrannsoknastofnun. felli SU og Hoffelli SU, svo og bátnum Búðafelli SU frá Fá- skrúðsfirði sögðu upp störfum 26. mars síðastliðinn vegna óánægju með fiskverð en undir- menn á skipunum eru með tveggja vikna uppsagnarfrest. Sjómennirnir hafá krafíst 75 króna fyrir kílóið af þorski og ýsu, án tillits til stærðar og gert verði upp miðað við 100% mat. Þá hafa sjómennirnir krafist þess að fá 45 krónur fyrir kílóið af ufsa og 40 krónur fyrir kílóið af karfa en þeir fá nú 30% heimalöndunarálag, að sögn Guðjóns Guðjónssonar, sem er í samninganefnd sjómanna. Hof- fell SU og Ljósafell SU eru í eigu Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar hf. Minnka verður kvóta þegar Grænlandsþorskur er biiinn Fimm síðustu árgangar lélegir og afrakstursgetan einungis 200-250 þúsund tonn fræðings hjá Hafrannsóknastofn- MINNKA verður þorskkvótann eftir 2-3 ár, þegar búið er að veiða þorsk, sem reiknað er með frá Grænlandi I ár og á næsta ári, þar sem 5 siðustu þorskár- gangarnir eru allir lélegir, að sögn Ólafs Karvels Pálssonar Jónas Eggertsson bók- sali í Reykjavík látinn JÓNAS Eggertsson bóksali í Reykjavík lést á Landakotsspít- ala mánudaginn 1. apríl, 65 ára að aldri. Guðmundur Jónas Eggertsson fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1925, sonur hjónanna Eggerts Guð- mundssonar verkamanns og Sigur- rósar Jónasdóttur. Jónas hóf störf í Bókabúð Braga Brynjólfssonar 1944 og gerðist verslunarstjóri Bókabúðar Máls og menningar 1954. 1962 til 1972 var hann full- trúi Innkaupasambands bóksala og rak jafnframt eigin bókaverslun frá 1967. Þá veitti Jónas árlegum bóka- markaði Félags íslenskra bókaút- gefenda forstöðu frá 1962 ásamt Lárusi Blöndal bóksala. Jónas Eggertsson var formaður Félags íslenskra bókaverslana um árabil. Hann var varamaður í fram- kvæmdastjórn Kaupmannasamtaka íslands 1975-77 og gjaldkeri sam- takanna 1977-80. Hann var um skeið vararnaður í bankaráði Versl- unarbanka Islands. Jónas Eggertsson. Eftirlifandi eiginkona Jónasar er Ólöf Jóhanna Magnúsdóttir. Fimm nýjum lista- bókstöfum úthlutað Dómsmálaráðuneytið hefur úthlutað fimm nýjum listabókstöfum vegna framboða til alþingiskosninganna síðar í mánuðnum. Frestur til að sækja um listabókstaf rann út á hádegi í gær. Nýju listabókstafirnir eru þessir: kosningum, halda listabókstöfum E-listi Verkamannaflokks íslands, F-listi Fijálslyndra, H-listi Heima- stjomarsamtakanna, T-listi Sam- taka öfgasinnaðra jafnaðarmanna og Z-listi Græns framboðs. Þeir sinum. Ekki liggur enn fyrir hvort eða hvar öll þessi samtök bjóða fram í kosningunum en framboðsfrestur rennur út á hádegi næstkomandi fiskifræðings hjá Hafrann- sóknastofnun. „Þegar þessir lé- legu árgangar eru orðnir uppi- staðan í veiðistofninum getur það ekki endað með öðru en minnkandi afla,“ segir Ólafur Karvel. Þorskkvótinn í ár, 300 þúsund tonn, er miðaður við að Grænlandsþorskur gangi hing- að í svipuðum mæli í ár og á næsta ári og hann gerði árin 1980 og 1981. Bráðabirgðaniðurstöður úr svo- kölluðu togararalli, sem lauk fyrir skömmu, sýna að 1990-þorskár- gangurinn er lélegur, þannig að síðustu fimm þorskárgangar eru allir lélegir. Ólafur Karvel Pálsson segir að ekki hafi áður komið fimm lélegir þorskárgangar í röð á þeim 40 árum, sem tölur liggi fyrir um. Afrakstursgeta þorskstofnsins er í besta falli 200-250 þúsund tonn á ári, þegar svona lélegir ár- gangar koma í röð en yngsti þorsk- urinn í veiðinni er fjögurra ára gamall. Ólafur Karvel upplýsir að þorsk- stofninn standi í stað en búast hefði mátt við að stofninn minnk- aði vegna þess að síðustu árgangar hafi allir verið lélegir og sterku árgangarnir frá 1983 og 1984, sem hafi haldið uppi stofninum, séu á hraðri niðurleið og 1985-árgangur- inn sé meðalárgangur. „Mér dettur í hug að þorskur frá Grænlandi hafi bætt þama úr en það kemur væntanlega í ljós þegar vetrarver- tíðinni er lokið hversu mikið er af honum hér,“ segir Ólafur Karvel. Bráðabirgðaniðurstöður úr tog- ararallinu sýna hvorki betri né verri útkomu en fiskifræðingar bjuggust við varðandi göngu þorsks frá Grænlandi í ár, að sögn Björns Ævars Steinarssonar líf- un. Bjöm Ævar segir að í togarar- allinu hafi veiðst sjö ára gamall þorskur með lægri meðalþyngd en Islandsþorskur. Grænlandsþorskur er léttari en Islandsþorskur, þar sem sjórinn á Grænlandsmiðum er kaldari en hér við land. Sjö merkt- ir Grænlandsþorskar hafa fundist hér í ár, þrír á svokölluðum Mjöl- sekk suðvestur af Reykjanesi, einn í Húnaflóa, einn í Víkurál, einn í Breiðafirði og sá síðasti fannst vestur af Faxaflóa 12. mars. Ólafur Karvel Pálsson segir að 1989- og 1990-ýsuárgangarnir virðist vera nokkuð góðir. Hins vegar virðist veiðistofn ýsu vera fjórðungi minni en í.fyrra. Hann segir að almenn umhverfisskilyrði séu góð núna en óvíst sé hvernig það skili sér í afkomu fískistofn- anna. flakkar„5em -buðu_ fnam. 1-síðu.st.u_föstudag-_■. . ■ Tollstjóri tekur Rolls Royce-bílinn úr umferð Brotið gegn tollalögum, segir Björn Hermannsson TOLLSTJÓRAEMBÆTTIÐ hefur tekið úr umferð bifreið af gerð- inni Rolis Royce, sem flutt var til landsins til einkaafnota. Björn Hermannsson tollstjóri telur að bifreiðin hafi verið notuð í atvinnu- skyni og þar með hafi ákvæði í tollalögum sem heimila tollfrjáls- an innflutning bifreiða til Iandsins til einkanota verið brotið. Magnús Steinþórsson, hóteleig- andi í Englandi og eigandi bílsins, sagði að hann hefði ætlað að dvelja hér í vikutíma og aka bíln- um í tilefni þess að fyrirtæki bróð- ur hans á 20 ára afmæli. Magnús sagði að í kjölfar þess að fréttir birtust í íslenskum fjölmiðlum um bílinn þar sem Ómar Ragnarsson fréttamaður settist undir stýri og ók bílnum, hefði tollstjóraembæt- tið tekið bílinn úr umferð á þeim forsendum'að hann hefði verið notaður í atvinnuskyni. Bíllinn sé nú í vörslu þess í Sundahöfn. „Samkvæmt lögum má ferða- maður flytja bíl á miili landa án þess að greiða toll af honum í allt að sex mánuði. Bíllinn er kannski athyglisverður og þar af leiðandi vildi Ómar prófa að aka honum. Mér var sagt að þessi bíll skyldi aldrei fara á götuna nema ég greiddi af honum öll gjöld áður. Eina sem ég fer fram á er að keyra bílinn minn meðan ég er hér í bænum,“ sagði Magnús. Hann sagði að túlkun tollstjóra- embættisins byggðist á því að í glugga bílsins hefði verið lítill miði sem á stóð Gull og silfur. Hann hefði boðist til að fjar- lægja miðann en þá hafi honum verið tjáð að það væri of seint að gera það, hann hefði þegar brotið landslög. „Bíllinn mun hafa verið flutt- ur inn sem ferðabíll þessa manns. Síðan var hann, að því er ég best veit, notaður í öðrum tilgangi, sem sagt í atvinnu- skyni. Hann gerði það ekki sjálf- ur heldur bróðir hans, að því er mér er ’sagt. Bíllinn mun hafa verið auglýstur sem þáttur í sölu skartgripa og jafnvel sjálfur auglýstur til sölu. Þetta eru ekki einkanot af bílnum sem er algert skilyrði fyrir tollfrels- inu. Maðurinn sjálfur er vel- kominn til okkar að ræða þetta mál, en ég held að það sé ekki rétt að ræða það frekar í fjöl- miðlum," sagði Bjöm Hermanns- son tollstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.