Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991 ð* Skipting Reykja- víkurprestakalls Seinni grein eftirsr. Þóri Stephensen Á þrettándanum 1938 ritaði formaður sóknarnefndar, Sigur- bjöm Á. Gíslason, bréf til ríkis- stjórnar og biskups. Hann segir það kunnugt, að þeir sr. Garðar Svav- arsson og sr. Sigurjón Þ. Ámason, sóknarprestur í Vestmannaeyjum, vilji bjóðast til að taka að sér störf aðstoðarpresta við Dómkirkjuna. Lýsir hann sóknarnefndina og báða dómkirkjuprestana því samþykka, að þessir tveir prestar yrðu kallaðir til starfa. Að ráði Jóns Helgasonar biskups voru aðstoðarprestarnir nefndir aukaprestar, enda áttu þeir að gegna þjónustu á afmörkuðum svæðum í prestakallinu. Sr. Garðar tók strax til starfa og tók laun frá ársbyrjun 1938. Sr. Siguijón hikaði hins vegar við að taka kölluninni, ef hann ætti jafnframt að sleppa embætti sínu í Eyjum. Er það frétt- ist, lýstu 7 þjónandi prestar og einn guðfræðikandídat sig reiðubúna til að hlýða slíku kalli. Ályktaði sókn- amefnd, að hún mundi, að sr. Sigur- jóni frágengnum, mæla með öðmm hvorum þeirra tveggja, sr. Gunnari Árnasyni á Æsustöðum eða cand. theol. Sigurbimi Einarssyni. Sigur- bjöm hafði þá árið áður, ásamt Helga Tryggvasyni, verið með barn- astarfið í Skildinganesskólanum. Þessu máli lauk þannig, að sr. Sig- uijón tók til starfa 15. september, en hélt Vestmannaeyjum og fékk Ieyfi til að halda þar aðstoðarprest á eigin ábyrgð til fardaga 1939. Starfssvið hans var í suðvesturhluta prestakallsins. Þar reyndist enn erf- iðara að fmna hentuga starfsað- stöðu en í Laugarneshverfínu. Skildinganesskólinn var lítill og óhentugur fyrir almennar guðsþjón- ustur. Upp kom hugmynd um að taka á leigu húsið að Shellvegi 4 og sameina þar þijár stofur í einn sal. Kirkjustjómin vildi þó ekki leggja í þann kostnað, sem þetta krafðist. Því var ákveðið að fjöiga bamamessum í Dómkirkjunni, þannig að þær yrðu nú hvem sunnudag og messur þá þijár í allt. Sr. Siguijón var með Biblíulestra fyrir fólk á sínu starfssvæði, en guðsþjónustur flutti hann í Dóm- kirkjunni. Húsnæðisskortur háði mjög starfí beggja aukaprestanna. Aðstaða var þó betri í Laugames- hverfinu og með tímanum fór að SANDPAPPIR ÁRVÍK ÁRMÚLI 1 - REYKJAVÍK - SÍMI 687222 -TELEFAX 687295 Sr. Siguijón Þ. Árnason. Sem aukaprestur í Reykjavík lagði hann grunn að safnaðarlífi í suð- urhluta bæjarins, þar sem nú er Nessókn. Herra Sigurgeir Sigurðsson bisk- up hafði mikil áhrif á að Alþingi samþykkti lög um skiptingu Reykjavíkurprestakalls. skapast þar safnaðarvitund. Nefnd- in, sem þar var kosin til að efla safnaðarstarfíð, vann af áhuga og ýtti mikið á kirkjubyggingarmálið. Enn hugað að kirkjubyggingum Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins lagði fram lauslegaii upp- drátt að kirkju í Laugamesskóla- hverfinu á fundi með sóknarnefnd 17. mars 1939. Fékk hún góðar undirtektir bæði hjá heimamönnum og sóknamefnd, sem ákvað að sækja um 25 þúsund króna framlag úr ríkissjóði til þessarar kirkjubygg- ingar. Á þessum sama fundi lagði Heba heldur við heilsunni Vornámskeið hefjast í dag, 3. apríl Holl hreyfing með tónlist Þol - magi, rass, læri Teygjur - slökun Trimm- form meðferð HEILSURÆKTIN HEBA Auðbrekku 14, Kópavogi símar 642209 og 641309. Sr. Garðar Svavarsson lagði grunn að safnaðarstarfi í Laug- arnesprestakalli. Sr. Sigurbjörn Á. Gíslason var formaður sóknarnefndar í Reykjavík allan tímann sem nýj- ar sóknir voru að komast á legg. húsameistari fram lauslega skipu- lagsuppdrætti að Skólavörðutorgi með gmnnmynd kirkju þar. Óskaði hann að ræða við prestana og sókn- amefndina um stærð kirkjunnar og gerð, áður en hann legði verulega út í að gera uppdrætti að henni. „Var helst áætlað, að kirkjan yrði krosskirkja (helst rómanskur kross) og rúmaði um 8-9 hundruð manns í sæti.“ Það vekur athygli, að nú er beðið um allmiklu minni kirkju en 1930, þegar óskað var eftir kirkju, er tæki um 1.200 manns. Trúlega er orsökin sú, að menn eru famir að reikna með fleiri kirkjum. Samt er undarlegt, að þama er beðið um litlu fleiri sæti, en þá voru talin í Dómkirkjunni, sem ekki var talin nógu stór. Þessum fundi lauk með því, að óska eftir skrif- legu, föstu ákvæði bæjarstjómar um, að kirkjan skyldi standa á miðju Skólavörðutorginu. í umsókn nefndarinnar til bæjarstjómar seg- ir: „ ... er henni ætlað að bcra langt af öllum kirkjum þessa lands, bæði að stærð og útliti.“ Jákvætt svar barst frá bæjaryfirvöldum 13. maí 1939. Sem dæmi um áhuga manna fyrir þessari kirkju má nefna 25 þúsund króna gjöf frá ónefndum manni til þess að kaupa orgel í hana. Sóknarnefndin gerði á vordögum 1939 mikið átak til að koma af stað kirkjubyggingu í Laugamesskóla- hverfí. Ríkisstyrkur hafði brugðist, en nú var lagt til að veittar yrðu til þessarar kirkju 20 þúsund krón- ur úr kirkjubyggingarsjóði safnað- arins. Var það samþykkt. Áður hafði verið ákveðið að 5 þúsund ■ krénur,- sem kirkjuvinur hér í bæn- Laugarneskirkja reis fyrst hinna nýju sóknarkirkna í Reykjavík. Guðjón Samúelsson teiknaði. Sr. Friðrik Hallgrímsson dóm- prófastur, fyrsti prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis. Sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup og síðar dómprófastur. um gaf á 150 ára afmæli Reykjavík- urkaupstaðar 1936, skyldu ganga til Laugarneskirkju. Þessu til við- bótar var ákveðið að kaupa orgel- harmóníum fyrir guðsþjónustumar í Laugarnesskólanum og greiða fyr- ir það 400 krónur. Loks var svo sótt um lóð fyrir kirkju „á hæðar- bungunni suðvestan við barnaskól- ann í Laugameshverfi“. Bytjað var að grafa fyrir granni Laugarnes- kirkju fyrir árslok 1939, en því verki lauk ekki fyrr en á árinu 1940. Efnt var til fjársöfnunar í Reykja- vík fyrir kirkjubygginguna. í Lau- garneshverfí söfnuðust 3 þúsund krónur í peningum og vinnuloforð- um. Annars staðar í bænum söfnuð- ust 3 þúsund krónur í peningum og voru þá 33 þúsund krónur í byggingarsjóði Laugarneskirkju. Á aðalsafnaðarfundi 1939 var sam- þykkt, að kirkjubyggingarsjóði safnaðarins, að frádregnu framlagi til væntanlegrar Laugameskirkju, skyldi eingöngu varið til byggingar kirkju á Skólavörðuholtinu. Jafn- framt var samþykkt að skipa nefnd til að hafa með höndum annan sjóð, er ætlaður sé til styrktar byggingu kirkna á öðram stöðum í bænum. Sigurgeir biskup tekur til starfa - Reykjavíkur- prestakalli skipt Vegna aðstöðuleysis mun sr. Sig- uijón hafa horfíð aftur heim til Vestmannaeyja á fardögum 1939. Nokkur umræða varð um framhald á starfi hans. Ekkert húsnæði fékkst til messugjörða, en barna- starfí var haldið áfram í Skildinga- nesskólanum og Biblíulestrum á einkaheimili. Sr. Siguijón gaf auka- prestsstarfíð alveg frá sér í ársbyij- un 1940. Ákvað sóknarnefnd þá að leita til Sigurbjörns Einarssonar, sem þá var orðinn sóknarprestur á Breiðabólsstað á Skógarströnd. Varð hann vel við þeirri beiðni og var sótt um það til biskups og kirkj- umálaráðuneytis að fá hann sem aukaprest að Dómkirkjunni. Um áramót 1939-40 urðu hér biskupaskipti. Sigurgeir Sigurðsson prófastur á ísafirði tók við embætti af Jóni Helgasyni biskupi. Herra Sigurgeir kom strax til samstarfs við sóknarnefnd Dómkirkjunnar og beitti sér af alefli fyrir fjölgun prestsembætta og kirkjusókna í höfuðstaðnum. Og einmitt um þess- ar mundir var þetta átak hans til stuðnings áralangri baráttu sóknar- nefndarinnar að bera árangur. í mars 1940 var lagt fram á Alþingi stjómarfrumvarp til laga um af- hendingu Dómkirkjunnar til safnað- arins og skiptingu Reykjavíkurpre- stakalls í kirkjusóknir. Varð því ekkert úr ráðningu nýs aukaprests, enda nú góðar vonir um farsælan framgang málsins á þingi. Framvarpið var samið af presta- kallaskipunarnefnd, en í henni voru þá, auk biskups, sr. Friðrik Rafnar vígslubiskup á Akureyri og sr. Frið- rik Hallgrímsson sem prófastur Reykvíkinga (Kirkjuritið 1940, bls. 273). Sóknarnefnd gerði sínar at- hugasemdir við frumvarpið, og það tók ýmsum breytingum í meðferð Alþingis. Endanleg útkoma varð sú, að Reykjavíkurprestakalli var með lögum 7. maí 1940 skipt í fjögur prestaköll, Dómkirkju- og Hall- grímsprestakall með tveimur prest- um hvort og Lapgarnes- og Nespre- stakall með einum presti hvort. Jafnframt var Dómkirkjan afhent söfnuðinum með 300 þúsund króna álagi. Skyldu 100 þúsund ganga til Hallgrímskirkju, en 200 þúsund skiptast á milli hinna safnaðanna þriggja. Byija átti að greiða álagið eftir 5 ár og skyldi það að fullu greitt 1975. Þá var það nú bundið í lög, að til jafnaðar skyldu vera 5 þúsund manns á hvern prest í Reykjavík og skyldi þeim fjölgað hvenær sem fjöldi þjóðkirkjumanna gæfi tilefni til. Loks var tiyggður húsaleigustyrkur þeim prestum, sem ekki hafa prestsseturshús. Undirtektir voru misjafnar. Menn vora eðlilega óánægðir með, hve seint álagið átti að greiðast, enda mun hafa verið úr því bætt. Margir voru Iíka óánægðir með, að ekki voru nein ákvæði í lögunum um, að menn mættu leita yfir hin nýju sóknarmörk til prestsþjónustu. Það var þó gert, varð að hefð og er enn, andstætt við það sem áður var venja hér á landi og er víða skylda með öðrum þjóðum. Hitt duldist mönnum ekki, að nú var miklum og merkum áfanga náð í safnaðarmálum Reykjavíkur. Þama voru skapaðar vinnureglur, sem hlutu að hafa áhrif annars stað- ar á landinu, þar sem fjölgaði í þéttbýli. Þeir leiddu starfið Á lokafundi Dómkirkjusafnaðar- ins um þessi mál, framhaldsaðal-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.