Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991 59 við búum við í dag, ýmist gegnum samninga eða lögverndaða sam- neyslu, allt var það á þessum árum einasta hugsjónir og framtíðar- draumar okkar jafnaðarmanna. En draumarnir rættust og hafa alið af sér aðra nýja. En það er fjarri því að þeir hafi ræst af sjálfum sér. Þeir rættust eingöngu vegna þess að íjöldi fólks, sem skildi og þorði, fólk eins ög Kristján Bene- diktsson, tileinkaði sér hugsjónir jafnaðarmanna sem lífsskoðun og var óþreytandi að næra hana af viti sínu og hjartalagi og bgrjast fyrir henni og breiða hana út. Og mikil er þakkarskuld samtímans við þetta baráttuseiga fólk. Kristján Benediktsson tileinkaði sér snemma hugsjónir jafnaðarstefn- unnar og var alla tíð einlægur og ljalltraustur liðsmaður Alþýðu- flokksins. Honum var hagur flokks- ins mjög hugleikinn og allt til síðustu stundar ræddi hann komandi alþing- iskosningar og þá vissu sína að þjóð- in þarfnist öflugs jafnaðarmanna- flokks, Og við í Alþýðuflokknum eigum oft eftir að minnast Kristjáns Bene- diktssonar sem góðs félaga og ör- ugglega mjög oft fyrir komandi kosningar og á kjördag, því að í áratugi undirbjó hann og skipulagði og sá um alla framkvæmd á öllum akstri fyrir Alþýðuflokkinn á kjör- degi í Reykjavík og allt flokksfólk í Reykjavík vissi hver hann var „hann Stjáni með bílana". Nú er þessi góði félagi okkar fall- inn frá og við söknum hans. En sár- astur er auðvitað söknuður þeirra er þekktu hann best. Þeim vottum við innilega samúð okkar. Sérstök er þó hluttekning okkar í sorg eftir- lifandi eiginkonu hans, Ólafar Kr. Isfeld, sem nú hefur misst samfylgd lífsförunautar síns og besta vinar. Við óskum þess og trúum að fagrar minningar og mannvænlegir afkom- endur hennar og Kristjáns megi verða henni harmabót. Að lokum vil ég fyrir hönd allra þeirra er notið hafa og njóta munu uppskerunnar af þjóðfélagsumbót- um jafnaðarmanna og fyrir hönd Alþýðuflokksins, Jafnaðarmanna- flokks íslands, þakka Kristjáni Benediktssyni fyrir hans þýðingar- mikla framlag til þeirra þjóðfélags- umbóta. íslenskir jafnaðarmenn kveðja félaga sinn yfir móðuna miklu með þeim ásetningi, að merkið skal standa þótt maðurinn falli. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks Islands. Helga var mikil hagleikskona í höndum. Hún var td. afar afkasta- mikil við lopapeysupijón. Fleiri gátu svo sem pijónað, en ef sérstaklega þurfti að vanda til verka kom eng- inn til greina nema Helga. Bæði var að hún var bóngóð og ekki í vandræðum með að uppfylla sér- þarfír hvers og eins í litavali og stærðum. Og það var eins og hún hefði alltaf tíma til að bæta við sig verki. Peysurnar hennar Helgu hafa farið vítt um lönd og hlýjað mörgum góðum gestum hússins. Annað litið dæmi um hagleik Helgu. Það hefur verið venja í Nor- ræna húsinu um árabil að starfs- fólkið komi saman kvöldstund á jólaföstu til að skera út laufabrauð. Þar naut Norðlendingurinn Helga sín vel. Við hin vorum sannkallaðir fúskarar í faginu samanborið við hana. Við reyndum nú samt að læra svolítið af henni og munum lengi minnast meistaraverka henn- ar i laufabrauðsskurði. Síðustu mánuðina höfum við fylgst með sjúkdómsbaráttu Helgu og fundið til með henni og ástvinum hennar, sem önnuðust hana til hinstu stundar. Stóru fjölskyldunni hennar vott- um við einlæga samúð. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samstarfs við Helgu og vináttu hennar gegnum árin. Dauðinn dó, en lífið lifir lífs og friðar sólin skær ljómar dauðadölum yfir, dauðinn oss ei grandað fær, lífið sanna sálum manna sigurskjöld mót dauða ljær. (H. Hálfd.) Vinir og samstarfsfólk í Norræna húsinu. Guðmundur Magn- ússon - Kveðjuorð Það sem Guðmundur Magnús- son lætur eftir sig nú þegar hann er allur, fer ekki undir neinn efna- hagslegan mælikvarða. Þær verða ekki mældar þær góðu minningar sem hann skildi eftir sig. Þeir tímar sækja á hug- ann þegar þau Anna Día og Mundi eins og þau voru ætíð kölluð bjuggu við Háveg og tóku eins á móti stórum sem smáum. Gott var að alast upp á Siglufirði og systk- inabörnin voru tíðir gestir á heim- ili þeirra. Mundi sem var hrókur alls fagnaðar gerði mikið af því að gantast við krakkana. Á þeim árum þegar lífsbaráttan var harð- ari og vinnutíminn lengri voru það dýrmætar stundir, þegar þeir full- orðnu sinntu okkur krökkunum. Þar skipar Mundi háan sess. Oft var það að hann tók í höndina á þreyttum labbakút og leiddi upp brekkuna sem var svo auðvelt að fara niður en hin mesta raun að fara upp. Þar sem Mundi vann ýmsa verkamannavinnu var hann oft á ferðinni og hafði vakandi auga með pottormunum sem voru að stelast niður á bryggjur, sem gátu verið varasamar. Mátti heita að Anna Día og Mundi litu á systkinabörnin sem sín eigin svo umhyggjusöm voru þau. Fyrir kom að þau tóku systk- inabörnin til dvalar í lengri eða skemmri tíma. Þau reyndust ómet- anlegur styrkur fjölskyldunni á Hávegi 12 þar sem barnahópurinn var stór og mörgum að sinna. Það kom í ljós að sú umhyggja sem Anna Día og Mundi sýndu krökkunum í uppeldinu birtist í ræktarsemi við þau seinna meir. Þótt sum flyttu burt frá Siglu- fírði, héldu þau áfram að koma í heimsókn og þá jafnvel með sínar eigin fjölskyldur og sagan endurt- ók sig, börnin finna fljótt hvar þau eru velkomin. Mundi var hávaxinn og þrótt- mikill og snar í snúningum. Hann var ákaflega viljugur og hjálpsam- ur öllum þeim sem leituðu til hans. Samband þeirra Önnu Díu og Munda var byggt á miklum kær- leika og okkur krökkunum var það ljóst, því þau fóru ekki dult með það og hefur vonandi kennt okkur ýmislegt um góða vináttu hjóna. Æskan er dýrmætur tími í lífi hvers manns og þau böm sem fengu að kynnást Díu og Munda standa í þakkarskuld við þau. Það var erfiður tími sem fór í hönd við fráfall Önnu Díu. Mundi var aldrei samur og dvaldi oft við leiði Önnu Díu og hugsaði vel um það. Guð blessi og varðveiti minn- ingu þeirra. Birgir Ingimarsson og Þórhallur Jóhannesson. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Verslunarbank- ans hf., Reykjavík, árið 1991, verður haldinn í Höfða, Hótel Loftleiðum, Reykjavík, fimmtudag- itin 4. apríl nk. og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvceðum greinar 3.03 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjómar félagsins til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1991. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra t íslands- banka, Kringlunni 7, dagana 3. og 4. apríl nk. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1990, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavík, 12. mars 1991 Stjórn Eignarhaldsfelags Verslunarbankans hf. iknandi nýtt Þeir rækta kaffijurtina af aldagamalli hefð við bestu aðstæður í frjósömum fjallahlíðum Colombiu. ^ Við veljum bestu baunirnar þeirra. Þú færð ilmandi nýbrennt Colombiakaffi í stjörnuflokki nánast beint úr kvörninni - njóttu þess. KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.