Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐÁGUR 3. APRÍL 1991 UR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKiAVÍK: 28. mars - 2. apríl 1991. Tilkynnt var um 4 umferðar- slys. A föstudag meiddist öku- maður létts bifhjóls tillsháttar í árekstri við bifreið á Langholts- vegi. Aðfaranótt fimmtudags slasaðist gangandi vegfarandi lítilsháttar er hann varð fyrir bif- reið á Tryggvagötu. Á mánudag var tilkynnt um umferðarslys á Víkurvegi austan Gagnvegar. Farþegi í annarri bifreiðinni, van- fær kona, var flutt á kvennadeild Landspítalans. A mánudag var farþegi fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á Suður- landsvegi við Sandskeið. Hann meiddist lítilsháttar. Mikil umferð var um páskana í nágrenni höfuð- borgarinnar, sérstaklega um Suð- urlandsveg. Alls var tilkynnt um 20 innbrot og 12 þjófnaði á starfssvæðinu. í allflestum var um minniháttar atvik að ræða. Á fimmtudag voru þrír menn handteknir á veitinga- stað í borginni, en þeir viður- kenndu síðan að hafa brotist inn í veitingahúsið Lídó um miðjan dag á miðvikudag og stolið þaðan nokkrum flöskum af áfengi, auk þess sem þeir höfðu ógnað starfs- manni þar með skrúfjárni, þar var um góðkunningja lögreglunnar að ræða. Á fimmtudagsmorgun hafði lögreglan afskipti af tveimur pilt- um þar sem þeir lágu sofandi á heitri rist við Landsbankann í Hafnarstræti. í fórum þreirra voru hlutir, sem þeir höfðu tekið við innbrot í kjörbúð við Stórholt fyrr um morguninn. Á sunnudags- kvöld handtók lögreglan 7 manns í húsi nálægt miðbænum. Þar fannst mikið af fíkniefnaáhöldum og eitthvað af efnum. Einnig fannst þar poki með tómum flösk- um af áfengi, sem stolið hafði verið í innbroti á veitingastað fyrr um daginn. Hestafólk var mikið á ferðinni um hátíðarnar, enda veður yfir- leitt ákjósanlegt til útreiða. Einsk- is þeirra er saknað, en hestur með hnakk og beisli skilaði sér að Blikastöðum um miðjan dag á fimmtudag. Hesturinn var settur þar í hús, ef einhver skyldi sakna hans. Á fimmtudag óskuðu húsráð- endur í Gerðunum eftir aðstoð lögreglu við að stugga við rottu, sem þar var að flækjast í húsa- görðum. Lögreglan hafði góðan viðbúnað og sendi tvo víkingar- sveitarmenn á staðinn. Ekki dugði minna til þar sem húsráðendur réðu ekki einir við kvikindið og samkvæmt upplýsingum átti það að vera stórt með afbrigðum. En það var eins og við manninn mælt. Um leið og rottan sá að við ofurefli var að etja, lét hún sig hverfa og ekki er vitað til þess að hún hafi sést á þeim slóð- um aftur. Nokkurt gróthrun var á Vestur- landsvegi við Brynjudalsá á fimmtudag. Vegagerð ríkisins brá við skjótt og sendi mann og tæki á staðinn. Fjórir skemmtistaðir höfðu opið lengur en leyfilegt var á laugar- dagskvöld og aðfaranótt páska- dags. Eigendur þeirra báru því við að þeir hefðu verið að halda starfsfólki sínu teiti, en lögreglan lokaði samt, enda braut skemmt- anahaldið í bága við helgidagalög- gjöfina. Nú er í athugun hvort ekki sé ástæða til að beita þá leyf- ishafa vínveitinga, sem gerast brotlegir við lög og reglur, strang- ari viðurlögum, en verið hefur. Á föstudaginn langa varð lög- reglan að loka 7 söluturnum, en eigendur þeirra höfðu haft opið þrátt fyrir bann þar að lútandi. Lögreglan telur sér skylt að fram- fylgja skýrum ákvæðum um bann við afgreiðslu í verslunum á helgi- dögum. Nokkuð var um hnupl í verslun- um á miðvikudag. Alls var til- kynnt um 10 slík og jafnmargir handteknir vegna þess. Borgarráð; Sex íþróttafélög fá styrk BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu frá íþrótta- og tómstunda- ráði, um skiptingu á rúmlega kr. 94,7 millj. í styrki vegna mann- virkja þjá sex íþróttafélögum í borginni. Styrkirnir miðast fyrst og fremst við uppgjör vegna framkvæmda, sem lokið var við á síðast- liðnu ári auk styrks til Knattspyrnufélagsins Víkings vegna nýfram- kvæmda. v Iþróttafélagið Fylkir fær rúm- lega 8,1 millj. og er það loka- greiðsla vegna framkvæmda við grasvelli og girðingar. Knatt- spymufélag Reykjavíkur fær rúm- lega 10,1 millj. vegna framkvæmda við áhorfendastúku og er það loka- greiðsla vegna áfangans. Knattspyrnufélagið Þróttur fær kr. 9,2 millj. lokagreiðslu vegna framkvæmda við tennisvelli, stúku og girðingar. Ungmenna- og íþróttafélagið Fjölnir fær kr. 12,3 millj. og er það lokauppgjör vegna malarvallar og Knattspymufélagið Valur fær kr. 15 millj. vegna tengi- byggingar, bað- og búningsher- bergja fyrir velli og hús. Þá var samþykkt að veita Knatt- spymufélagi Víkings kr. 40 millj. vegna bygginga félagsins i Stjörnu- gróf og er það samkvæmt sérstök- um samningi borgaryfirvalda og félagsins. Þetta er fyrsta greiðsla. A L L I R M E Ð / Nú er gott tækifæri til að skella sér í leikfimi og komast í gott form fyrir sumarið. Þú getur mætt að vild í fjölmörg mismunandi námskeið á öllum tímum dags. Þér mun líða betur, þú munt líta betur út og verða ánægðari með lífið og tilveruna. ÓTRÚLEGT TILBOÐ Skelltu þér með og taktu tilboði okkar um ótakmarkaða mætingu í leikfimi í 3 mánuði og 10 tíma í einum bestu ljósabekkjum landsins fyrir aðeins 8.990 kr. Það gerist ekki betra. • Líkamsrækt • Fitubrennsla • Vaxtarmótun • Átak í megrun • Old boys • Start • Jazzballett • Fyrir barnshafandi * Morguntímar • Dagtímar • Barnagæsla frá kl. 9.00-16.00 Hún Ásdís Samúelsdóttir byrjaði á námskeiðinu NÝR LÍFSSTÍLL í október í haust. Fyrstu þrjá mánuðina missti hún 20 kíló og nú eru kílóin orðin 26. Slíkur árangur getur náðst með því að breyta um mataræði, stunda líkamsrækt og fylgja þeim ráðleggingum sem gefin eru á námskeiðinu hjá HRESS.Við bjóðum þér að taka upp "Nýjan lífsstíl" og þú munt ekki sjá eftir því. 'Ég get óhikað mælt með námskeiðinu NÝR LÍFSSTÍLL. Ég hef aldrei náð jafn stórkostlegum árangri í baráttunni við aukakílóin" GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ OG HAFÐU SAMBAND VIÐ 0KKUR í SÍMA 65 22 12 HRESS ■■■ E e ubocabd1 I.lKWLSRÆKX (Xí IJOS BÆJARHRAUNI d/VIO KEFLAVIKURVEGINN/SIMI 65 2212 TH 4500 Helluborö „Moon“ keramik yfirborð, snertirofar, svartur rammi eða stálrammi, fjórar hellur, þaraf tvær halógen og ein stækkanleg, hitaljós, tímastilling á hellum. TH 2010 Helluborð Keramik yfirborð, svartur eða hvítur rammi, fjórar hellur, þaraftværhalógen %$ $ og ein stækkanleg, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. TH490 Helluborð 0„Moon“ kermik yfirborð, stálrammi, fjórar hellur, æ þar af tvær halógen, \f,'y[ sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. TH483B Helluborð OKeramik yfirborð, svartur eða hvftur rammi, fjórar f hellur, þaraftvær Lr halógen, sjálfvirkur s—I hitastillir og hitaljós. Funahöfða 19 sími 685680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.