Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGl'K 3. APRÍL 1991 Afmæliskveðja: Jónína og Geir Ofeigs- börn, Næfurholti Ekki tekst öllum að rata aftur í paradís bamæsku sinnar, en því láni átti ég að fagna. Vorið 1947 varð mér það til happs að Hekla gaus stórgosi aldar- innar. Ég var þá við störf í Finn- landi, sagði upp vinnunni og strax fyrstu helgi eftir heimkomuna stóð ég í rigningarsudda við hraunjaðar- inn. Eftir það varð ég að koma hvað eftir annað til að þreifa á stað- reyndinni, að líf væri í Móður Jörð. Svo mikið líf, að ég brenndi botninn úr buxunum. Ferðaskrifstofa rikisins hafði um hönd vikulegar ferðir að Næfur- holti. Ég missti af engri þeirra og við komuna tók ég strax strikið beint að hrauninu. Aðrir farþegar úr fullsetnum hópferðabílnum flykktust inn til að þiggja góðgerð- ir og greindu frá að maðurinn, sem kom aldrei inn í bæinn, væri Rússi. Vinur minn, jarðfræðingur, þekkti Heklu eins og vasa sinn. Hann sagði mér, að Næfurholtsbæ- inn hefði þurft að flytja tvisvar vegna náttúruhamfara. Hann lét þess óg getið, að búendur í Næfur- holti væru skemmtilegir með af- brigðum, og þegar verið væri að brynna tuttugu og fjórum ferða- mönnum, væri ekki tiltökumál að gefa hinum tuttugasta og fimmta kaffi líka. Að því kom, að ég þurfti að leita á náðir Næfurhyltinga, þegar ég missti af bílnum, og Geir fylgdi mér á hesti í áætlunarbíl frá Skarði í Landi. Við það tækifæri var mér boðið í bæinn, og ég drakk minn fyrsta en ekki síðasta sopa þar. Ég varð strax snortinn af andrúmslofti heimilisins. Þegar við fyrstu kynni vöknuðu hjá mér angurblíðar minn- ingar um sveitasælu í Hegranesi. Þar nyrðra hafði ég lifað tvö bestu sumur mín, enda kallaði ég þau mína síðari og betri bernsku. Og hér í Næfurholti var sams konar Eden. Um síðir gat ég mér til óblandinnar ánægju sýnt í verki, hve mikils ég mat heimilisbraginn. Þar bjó þá ljúflynt gamalmenni, Elín Guðbrandsdóttir frá Lækjar- botnum í Landsveit, ekkja Ófeigs Ófeigssonar ásamt fjórum af fimm börnum sínum. Þau hétu Ófeigur, Jónína, Geir og Ragnheiður. Þau voru ekki sérlega lík hvert öðru, en báru sterkt svipmót ættar, sem hafði setið óðal sitt síðan frá því fyrir móðuharðindin. Sæmilega ómannglöggum gesti tókst þó fram- an af að rugla saman Jónu og Rögnu. Af þessum glaða hópi eru aðeins Jóna og Geir á lífi. Þau fæddust 3. apríl 1916. Þau voru um langt skeið stoð og stytta búsins. Nokkuð snemma ævinnar sýndu þau dugnað sinn með því að vinna kapphlaup. Þau voru fljótari á ferð en Villa velríðandi, því þegar hún kom í mark, voru systkinin fædd, og móð- irin hélt sitt hvorri hendi undir litlu kollana. Vilhjálmína Ingibjörg Filippusdóttir var ljósmóðir. Líklega er rétt að taka fram að Geir og Jóna eru alls ekki eineggja tvíburar. í trausti þess að ég þekki skap þeirra rétt, geri ég ráð fyrir tveinjur möguleikum. Annar er sá, að Jóna fæddist fyrst, þar sem hún er blossandi eldhugi. Þá mun Geir hafa fylgt á eftir, því að hann kann listina að flýta sér hægt. Hinn kost- urinn er sá, að Geir hafi verið fyrri til, en þá mun Jóna hafa rekið vel á eftir honum. Síðar hefur Geir ekki alltaf farið að áeggjunum syst- ur sinnar: Einhvem þriðja mögu- leika tek ég ekki til grpina. Við bústörfin fylgdu tvíburarnir fornri hefð um hlutverkaskipti kynj- anna. Hann sá um skepnuhaldið en hún um mannahaldið. Samkvæmt því stuðlaði Geir ekki að viðkomu mannkyns, heldur jók hann fjár- stofninn meira en systirin gat ijjölg- að mannfólkinu. Jafnframt búskap ráku systkinin merka uppeldisstofnun, nokkurs konar heimavistarskóla. Nafn skól- ans finnst að vísu ekki. á skrám menntamálaráðuneytisins, en það er engin furða. Einkamál eins og þessi einkaskóli þurfa ekki á opin- beru heiti að halda. Börn frá Reykjavík og alla leið frá Hrísey hlökkuðu vetur eftir vetur til að komast aftur í sumarskólann í Næfurholti. Þar þekktist enginn námsleiði. Þaðan útskrifaðist meðal annarra heiðurskvenna og -karla vélstjóri, flugstjóri, fiðlusnillingur, lögfræðingur og alþingismaður. Besta árangri náði tvímælalaust viðkunnanleg rauðhærð mær af höfuðborgarsvæðinu. Hún er orðin ómissandi aðstoðarhúsmóðir og tengdadóttir sjálfrar Jónínu, fyrrum skólastýru hins áður um getna manndómsskóla. Fyrir hennar framlag til mannahalds á bænum bíða nú þegar tveir tilvonandi vinn- umenn eftir að hefjast handa. Þótt aðeins annar þeirra sé alnafni Geirs Ófeigssonar, óska ég bæði honum og Hjalta Ófeigssyni að erfa staðf- ast geð og óbifandi jafnvægi, sem er aðal ömmubróður þeirra. Megi farsselt mannlíf lengi blómgast þar í faðmi hinnar lifandi Moður Jai'ðar. Kári Valsson, Hrísey. I | Blcidió sem þú vaknar við! Æ5sH > ÍU, w&vut'* ~i > ■yjmrnjmh. ±i tmjisyj -jr Opib-______ í barf n.K. 'au9®''ío-?4 huga að mingargjöfinni vilistækihf. hafamargt á að bjóða, hér er insbrotafþví 'a úrvali sem hægt er á bæði í Sætúni 8 PHILIPS rafmagnsrakvélin. (SH 255) Rakvél fyrir ungu mennina. Með tveimurfjaðrandí hnífum. Bæði fyrir 110 og 220 W. (Einnig fáanleg með rafhlöðu). 4970r I 1 kr.stgr. PHILIPS hárþurrka. (HP4321)Lítil, létt og fer vel í hendi. Tvær hitastillingar. Smart hárþurrka. Kraftmikil 1500 W. PHILIPS hljómflutningssamstæða. (AS 9300) Hálfsjálfvirkur plötuspilari. ** Útvarp með FM MB og LB. Magnarinn er 2x20 mústk Wött með tónjafnara. Tvöfalt snældutæki með tvöföldum upptökuhraða Góðir hátalarar. 4980- 5 ■ 0900, «HBI kr.star. SUPERTECH útvarpsklukka. (CR 25) FM og miðbylgja. Innbyggt loftnet. Vekjarastiliing á útvarp og hljóðmerki. 9 V rafhlaða til öryggis ef rafmagn fer af. SUPERTECH útvap (MR1000 L) „Smart“ útvarp með öflugum SUPERTECH vasadisko. magnara. Góður hljómur úr stórum hátalara (W5)Frábærsterioskilífisléttheyrnartæk- framan á tæki. 220V og rafhlöður. in. Hraðspólun. Stoppar sjálft. Beltis- klemma. SUPERTECH heyrnartæki. „Dynamic" heymartæki, betri sterio hljómgæði. Svart og gulllitað. Innpútt fyrir' 3.5 og 6.3 mm. Snúra 2 metrar. PHILIPS 14“ litasjónvarp. (GR 1224) Friðarstillir. Nýtt útlit. Hágæða litaskjár, eðlilegir litir. Fjarstýring. Sjálfleitari. Góður hljómur. SUPERTECH sterioútvarp og segulband. (SCR 801) Handhægt og létt. Sjálfvirk upptökustilling. Innbyggður hljóðnemi. Frábær hljómgæði. 4Q930, 8 %pl kr.stqr. JLJL Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515« KRINGLUNNI SÍMI6915 20 í SOHtfUttgtíM, PHILIPS geí slaspilari. (CD 614) Philips er brautryðjandi i framleiðslu geislaspila*a. Möguleikarnir eru ótrúlegir og tæknin nánast fullkomin. Sjálfvirkt afspilunarminni Spilar bæöi 8 og 12 sm diska. Sjón er sögu ríkari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.