Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUIÍ 3. APRIL 1991 Snyrtivörur án þjáningar eftir Ásu Elísu Einarsdóttur Ég vil koma á framfæri athuga- semdum og frekari upplýsingum vegna greinar sem birtist í Morg- unblaðinu laugardaginn 19. jan- úar. Greinin er þýdd úr þýska tíma- ritinu Elle (desbmber 1990) og ber yfirskriftina „Snyrtivörur og urn- hverfið". Inntak greinarinnar er öllum holi lesning fram að þeim kafla þar sem fjallað er um dýratil- raunir við framleiðslu á snyrtivör- um. í greininni segir: „Gæðaeftir- lit er orðið mjög strangt og verða snyrtivöruframleiðendur nú að láta prófa vörur sínar aftur og aftur enda þótt þeir noti sömu hráefni ár eftir ár.“ Næsta málsgrein er úr öllu samhengi, höfð á undan, en er í þýska blaðinu í beinu fram- haldi: „Þess vegna er auglýsinga- slagorðið „snyrtivörur án undan- genginna tilrauna á dýrum“ ekki leyfilegt." Þessi síðasta fullyrðing er með öllu röng og mjög mikil- vægt að þetta sé skýrt nánar. 27. september 1976 var form- lega stofnuð nefnd innan Efna- hagsbandalags Evrópu sem sett hefur reglur varðandi öryggi snyr- tivara. Efni sem talin voru hættu- laus fyrir þann tíma voru leyfð sem hráefni í snyrtivörur áfram en öll ný efni verður að prófa og sýna fram á skaðieysi þeirra til þess að geta markaðssett þau. Einfaldast er að prófa þetta á dýrum. En hvaða prófanir eru þetta og hvaða dýr eru notuð? í Bretlandi einu voru árið 1988 notuð 16.989 dýr í þróun og prófanir á snyrtivörum, naggrísir voru þar í miklum meiri- hluta en einnig kanínur,_ rottur, mýs, hamstrar og hundar. A kanín- um er m.a. gert svokallað Draizy- próf til að kanna viðkvæmni augna fyrir tilteknu efni. Mikið magn af því efni sem prófa skal er sett í augun á kanínum og athugað hve mikið þarf til að valda varanlegum skaða. Það er ekki erfitt að ímynda sér hversu sársaukafullt þetta hlýt- ur að vera fyrir dýrið, hversu óþægilegt er það ekki að fá einn sjampódropa í augun. I þessari til- raun eru yfirleitt notaðar hvítar kanínur (albínóar) því þær geta ekki myndað tár og skolað efninu þannig burt. Naggrísir eru notaðir til að athuga húðnæmi (einskonar ofnæmispróf) og ljósnæmi (það er óeðlilegt næmi fyrir útfjólubláu ljósi). Eiturhrif á alian líkamann til styttri eða lengri tíma eru at- Ása Elísa Einarsdóttir Davíð Oddsson á ísafirði Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, efnir til almenns stjórnmálafundar í Stjórnsýslu- húsinu á ísaflrði, fímmtudaginn 4. apríl n.k. Matthías Fundurinn hefst kl. 20:30. Auk Davíðs flytur Matthías Bjarnason alþingismaður stutt ávarp. Fundarstjóri verður Einar K. Cuðflnnsson. Allir velkomnir. FRELSI OG MANNÚÐ „Eðli mannsins verður ekki breytt, en það er með öllu óþolandi að saklaus dýr þjáist, svo hundruðum þúsunda skiptir, á hverju einasta ári fyrir þessa hégóma- girnd.“ huguð á rottum, músum og hund- um. Þessar tilraunir eru alit frá því að vera óþægilegar fyrir dýrin til þess að valda þeim óbærilegum sársauka. Þar fyrir utan hafa þessi dýr aldrei fengið tækifæri til að lifa því lífi sem náttúran hefur áskapað þeim heldur mega þau dúsa frá fæðingu í þröngum búrum og bíða þess að þeim sé fórnað fyrir hégómagirnd mannsins. Frá örófi alda hafa konur og karlar reynt að fegra sig með ýmsum ráðum. Á tímum Elísabetar I. Englandsdrottningar báru konur blýgrýti (cerus) á sig þannig að andlitið varð eins og hvít gríma. Þetta athæfi dró margar konur til dauða langt fyrir aldur fram. Nú í lok 20. aldar eyðir fólk óhemju tíma og fjármunum til þess að fá á sig brúnan lit og á um leið á hættu að fá húðkrabbamein fyrir utan ótímabærar hrukkur. Allt fyr- ir fegurðina! Eðli mannsins verður ekki breytt, en það er með öllu óþolandi að saklaus dýr þjáist, svo hundruðum þúsunda skiptir, á hveiju einasta ári fyrir þessa hégó- magirnd þegar hægt er á einfaldan hátt að komast hjá því. Áður en hráefnið er prófað á dýrum eru gerðar prófanir. á frumuræktum (in vitro) og athug- að hvort frumurnar hljóti skaða Leiðrétting Annan í páskum fermdist í Fella- og Hólakirkju í Breiðholtshverfi Edda Lilja Guðmundsdóttir, Vesturbergi 116. Föðurnafn henn- ar misritaðist í blaðinu og stóð Guðmannsdóttir og leiðréttisi það um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum. Hvaðer Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 Auglýsingasímitm er69 11 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.