Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRIL 1991 31 Tólf tíma hraknmgar á Möðrudalsöræfum NÍU ferðalangar á tveimur bílum lentu í tölverðum hrakningum á Möðrudalsöræfum á annan í páskum. Eftir tólf klukkustunda ferð komust þau loks í hús í Mývatnssveit. Það var um hádegisbilið sem tvær fjölskyidur frá Neskaupstað lögðu af stað heim á leið frá Akur- eyri. Fjölskyldurnar voru ájeppabif: reið og fjórhjóladrifnum fólksbíl. í örðum bílnum voru hjón með þrjú börn og í hinum hjón með tvö börn. Áður en lagt var af stað hafði fólkið samband við Vegagerðina og fékk þær upplýsingar að öræfin væru fær jeppum og bílum með drif á öllum hjólum. Þegar á Möðru- dalsöræfin kom var færð hin versta og þegar fólkið var komið austur undir Jökuldalsheiði var ákveðið að snúa við. Veður var þá orðið leyðin- legt og ófærð mikil. Björgunarsveitin í Mývatnssveit var látin vita og fóru menn úr henni til móts við fólkið. Um klukkan tvö í fyrrinótt kom fólkið til Mývatns- sveitar heilu og höldnu. Góð færð var víðast hvar um páskana FÆRÐ á vegum var þokkaleg mestan hluta páskahátíðarinnar, en í gær versnaði veður heldur fyrir norðan og þurfti og ryðja nokkra fjallvegi. Það var helst fyrir vestan sem fjallvegir lokuðust um hátíðirnar. Reynt var að halda ijallvegum opn- um eins og kostur var. Steingríms- íjarðarheiði þurfti til dæmis að ryðja á skírdag, laugardag og annan í páskum. Hjá Vegagerðinni á Akureyri fengust þær upplýsingar að smáföl hefði verið á Öxnadalsheiði og í Vík- urskarði um helgina. í gær versnaði veður hins vegar og þurfti að ryðja fjallvegi en ekki var reynt að opna Möðrudalsöræfin vegna veðurs. Um færð annars staðar á landinu sögðu vegagerðarmann að hún hefði víðast hvar verið þokkaleg. Gijót- skriða féll á veginn í Hvalfirði á laug- ardag en olli engum skemmdum á farartækjum. Brugðið á leik í Dritvík á Snæfellsnesi. Morgunblaðið/Alfons Gengu á skíðum frá Laugum í Þórsmörk HÓPUR manna fór um páskahelgina á skíðum yfir hálendið, frá Laugum og í Þórsmörk. Ferðin tók fjóra daga og fékk skíðafólkið ágætis veður. í Snæfellsskála var lialdin afmælisveisla þar sem um 70 manns heimsóttu afmælisbarnið Fjöldi fólks fór í skipulagðar ferð- ir með ferðafélögum um helgina. Á vegum Utivistar fór ellefu manna hópur á skíðum frá Laugum, yfir hálendið og niður í Þórsmörk. Ferðalangarnir lögðu upp frá Laug- um á skírdag. Stigið var á skíðin við Sigöldu og haldið sem leið ligg- ur í átt að Þórsmörk. Ferðin sóttist vel í góðu veðri og á fjórða degi kom skíðafólkið í Bása. Ferðafélag íslands var með ferð- ir í Þórsmörk, Landmannalaugar og á Snæfellsnes auk styttri ferða í nágrenni Reykjavíkur. Fjöldi fólks, aðallega af Austur- landi, lagði leið sína í Snæfells- skála. Þar hélt Sigfús Árnason, slökkviliðsstjóri á Egilsstöðum, upp á sjötíu ára afmæli sitt og heim- sóttu hann um 70 manns. Auk þess komu margir fjallagarpar við á leið sinni upp á hálendið. Ferðalög þessi gengu vel og kom- ust aljir heilir til byggða á nýjan leik. Áætlað er að um 300 manns hafi lagt land undir fót með ferðafé- lögum um páskahelgina. Bifreið ekið í sjóinn m Grindavík. ÖKUMAÐUR bjargaðist er bifreið var ekið í höfnina í Grindavík aðfara- nótt laugardags. Hann hugðist komast undan lögreglunni sem vildi hafa tal af honum. Ökumanni hafði skömmu áður verið gefið til kynna af lögreglunni að stöðva bifreiðina. Að sögn lög- reglu skipti engum togum að öku- maður ók bifreið sinni á miklum hraða af Seljabót suður Svírabryggju í Grindavíkuhöfn og beint út í höfn- ina þar sem svokölluð rás er. Bifreið- in stakkst á kaf á töluverðu dýpi en ökumanni iánaðist að komast úr henni hjálparlaust og synda yfir á grjótgarð í innsiglingunni þar sem hann náðist. Ökumaður, sem er grun- aður um ölvun við akstur, var orðinn nokkuð kaldur og þrekaður og var fluttur á Sjúkrahúsið í Keflavík og lagður inn. Kafari var sendur til að kanna bifreiðina og hún var síðan dregin upp úr sjónum. Hún er talin gjör- ónýt. Að sögn Sigurðar Ágústssonar hjá lögreglunni í Grindavík hafa 10 ökumenn verið stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur frá áramót- um miðað við 4 á sama tíma í fyrra. FÓ Morgunblaðið/Hafþór Ferdinandsson Jeppinn er mjög illa farinn eins og glögglega má sjá á myndinni sem var tekinn skömmu eftir að kviknaði í bílnum. Annir á Hveravöllum Jeppabifreið brann til kaldra kola JEPPABIFREIÐ brann til kaldra kola á föstudaginn langa á Blá- fellshálsi suðaustur af Langjökli. Tveir menn voru í bílnum og sakaði þá ekki, en bíllinn er talinn gjörónýtur. Hópur fólks var á leið um Blá- fellsháls á nokkrum jeppabifreið- um á leið til Hveravalla er eldur gaus upp í jeppanum, sem er af Suzuki-gerð. Glóð féll í kjöltu far- þega bílsins og kveikti í yfirhöfn hans, þaðan barst eldurinn í sætið og varð bíllinn alelda á skömmum tíma og gjöreyðilagðist. Tveir menn voru í bílnum og sakaði þá ekki; Þeir félagar fengu að sitja í hjá samferðafólki sínu og héldu ferðalaginu áfram. Mikil umferð var um Hveravelli um helgina. Á föstudaginn langa höfðu íbúar á Hveravöllum nóg að gera við að afgreiða eldsneyti til þeirra fjölmörgu sem hugðust gista þar, en urðu frá að hverfa og halda áfram norður vegna þess að allt gistirými var nýtt til hins ýtrasta. Fullt var í báðum skálun- um og_ allar aukadýnur dregnar fram. Á aðfaranótt laugardagsins gistu rúmlega eitt hundrað manns í skálunum á Hveravöllum. Færð var þokkaleg, en fremur snjólétt er á hálendinu um þessar mundir. Sögðu ferðalangar, sem höfðu snjósleða með í för, að ekki hefði verið hægt að nota hann fyrr en á Bláfellshálsi. Á skírdag var tölvert krap og voru þeir ófáir ökumennirnir sem festu faratæki sín þá. Öllum tókst þó að ná upp aftur. Örlítið snjóaði á laugardag- Það voru um sex þúsund manns sem flugu innanlands með Flug- leiðum um páskahelgina. Greið- lega gekk að fljúga nema hvað ekki var hægt að lenda á ísafirði annan í páskum og þá féll niður ein ferð til Húsavíkur. í gær bjug- gust Flugleiðir við að fljúga sex ferðir til ísafjarðar en þar biðu um 450 manns eftir að komast til Reykjavíkur og um 150 manns biðu þess að komast vestur. Þessar tíðu ferðir vestur í gær inn en „ekkert til að hafa orð á,“ eins og einn fjallagarpurinn orðaði það. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélagi Islands var mik- il umferð ferðamanna um allt land. Umferðin gekk vel og sögðu menn þar á bæ að helgin hefði verið óvenju róleg og ánægjuleg. riðluðu tölvert öðru innanlands- flugi en engu að síður var búist við að hægt væri að koma flestum á áfangastað. Flugvellirnir á Höfn og á Egilsstöðum voru að vísu lokaðir í gær og þangað var ekki hægt að fljúga. Arnarflug/Flugtak fór 60 ferðir frá fimmtudegi til mánudags. Ekki var hægt að fljúga til Flateyrar, Hómavíkur og Gjögurs á annan í páskum en í gær var flogið til allra áætlanastaða. 6 þúsund manns með Flugleiðum FLUGSAMGONGUR gengu ágætlega um páskahelgina nema hvað ekki var hægt að fjúga til Vestfjarða á annan í páskum. Flugleið- ir fluttu um sex þúsund manns sem er svipaður fjöldi og um síð- ustu páska. HYGEA, Austurstrsti 16, Reykjovík • REGNHLÍFABLIÐIN, Lougovegi 11. Reykjavik • HYGEA, Laugovegi 35, Reykjavík • SOFFIA, Hlemmtorgi, Reykjovík • TOPPTÍSKAN, Aóolstraeti Reykjovík • INGÓLESAPÓTEK, Kringlunni Reykjavik • SNYRTILÍNAN, Fjorðarkaupum, HofnorTirói • LÍSETTA, Som- koup, Njoróvik • RANGÁRAPÓTEK, Hellu, Hvolsvelli • STJÖRNU-APÓTEK, Akureyri • DIANA, Ólofsfirói.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.