Morgunblaðið - 03.04.1991, Side 57

Morgunblaðið - 03.04.1991, Side 57
segja að svo vel tókst frænku til í hlutverki uppalandans að strákur- inn fann ekkert til þess að fjölskyld- an væri öðruvísi en fjölskyldur ann- arra barna. Hann vísaði keikur á frænku þegar önnur börn vísuðu á pabba. Ekki dugði frænku að vera leiguliði til frambúðar. Hún hóf að byggja með sírnarnönnum vestur á Birkimel, þvert ofan í svartsýnis- spár vina sinna sem töldu of mikið færst í fang fyrir veikburða konu á lágum launum. En þegar fram- kvæmdir voru hafnar komu vinirnir til að leggja hönd á plóg. Þá kom glöggt í ljós hvers virði það er að eiga og vera traustur vinur. Þau voru ófá handtökin, sagði hún mér, sem unnin voru í nafni vináttunnar. Það var stolt fjölskylda sem flutti inn í íbúðina hennar frænku á vor- dögum 1953. Þeir eru orðnir nokkr- ir skólanemarnir sem hún hefur hlúð að síðan og tel ég á engan hallað þó ég segi að Skúli frændi hennar hafi verið henni kærastur og hann ávallt reynst henni ákaf- lega vel ásamt sinni konu. Eitet er mér sérstaklega minnis- stætt í fari frænku sem uppalanda og vinar. Það er hin jákvæða af- staða og óbilandi trú sem hún virt- ist alltaf hafa á getu manns og viija til góðra verka í námi og starfi. Hún gat talað um slíka hluti af þeirri sannfæringu að það hefði jaðrað við helgispjöll að efast. Ég er viss um að ég var ekki sá eini sem hún dreif þannig áfram í námi. Arið 1959 skildu leiðir með þeim systrum er móðir mín giftist og stofnaði annað heimili. Eftir það átti ég tvö heimili þar til að ég stofn- aði fjölskyldu sjálfur, enn í námi. Þá var eins og það væri eðlilegasti hlutur í heimi að við byggjum hjá frænku. Var okkur tekið opnum örmum með nýfæddan son. Við höfum oft síðan dáðst að því hjón- in, hvernig frænku tókst, í þessi fimm ár er við bjuggum hjá henni, að gæta þess að trufla ekki sam- band okkar og fjölskyldulíf. Hún var þarna ávallt sem bakhjarl og vinur og naut þess að fá að passa litla augasteininn sinn þegar færi gafst. Seinustu árin hefur móðir mín svo getað litið til með systur sinni þegar heilsu hennar hrakaði, þó svo að hún byggi allan tímann á Birkimelnum og sæi að mestu um sig sjálf. Allan þann tíma höfum við öll átt að henni greiðan aðgang með áhyggjur okkar og gleði og hún tekið þátt í því af öllu einlægni og hjartahlýju. BIODROGA Lífrænarjurtasnyrtivörur Snyrtilínan án ilm og litarefna fyrir allra viðkvæmustu húð. Útsölustaðir: Stella, Bankastræti 3, Ingólfsapótek, Kringlunni, Bró, Laugavegi 72, Gresika, Rauðarórstíg 27, Lilja, Grenigrund 7, Akranesi, Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Eyfirðinga, Húsavíkurapótek, Vestmannaeyjaapótek. MORGUNBLAÐIÐ MlÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991 Það er því með miklum trega og þakklæti sem við hjónin og börn okkar kveðjum hana frænku þpgar hún nú fer héðan. Mégi hún í friði hvíla. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá að þá grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gilbran) Magnús Haraldsson Ég vil með örfáum orðum kveðja kæra föðursystur mína, Petrínu Magnúsdóttur, og þakka henni ára- tuga tryggð, vináttu og hlýhug. Þegar ég kom til náms í Reykja- vík haustið 1956, kom ég til að vera á heimili þeirra systra, Borg- hildar og Petrínu á Birkimel 8. Þar voru einnig föðuramma mín og Magnús, sonur Borghildar, en hann og hans fjölskylda hefur, allt til síðasta dags, hlúð að Petrínu af einstakri alúð. Þegar Borghildur giftist og flutti af Birkimelnum, reyndist Petrína mér sem besta móðir, en hún giftist aldrei og átti ekki börn. Hefi ég því oft kallað hana seinni mömmu mína. Hjá henni bjó ég svo þar til við hjónin fórum að búa 1961, ekki fjarri eða á Ægissíðunni. Alla tíð síðan hefur hún svo stutt okkur og aðstoðað með ráðum og dáð, nú síðastliðið sumar gaf hún okkur 12 fallegar aspir til gróðursetningar. Megi þær standa lengi, til minningar um hana. Við hjónin viljum með þessum fáu orðum þakka henni samfylgdina og biðjum Guð að blessa hana að eilífu. Skúli KVENNAÐEILD Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands AÐALFUNDUR deildarinnar verður haldinn íÁtthagasal Hótels Sögu miðvikudaginn 10. apríl kl. 19.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kaffiveitingar. Rauðakrosskonur - tilkynnið þátttöku í síma 688188. Stjórnin. Lokaátak til að í fullkomið lag Eftirlitsmenn heimsækja fyrirtæki og verslanir. Undanfama mánuði hafa fjármálaráðuneytið og embætti ríkisskattstjóra beitt sér fyrir kynningarátaki til að bæta úr vanköntum á söluskráningu í verslun og þjónustu. . Nú er hafinn lokaþáttur átaksins til að koma þessum málum í fullkomið lag. Næstu sex mánuði heimsækja eftirlitsmenn skatt- rannsóknarstjóra verslunar- og þjónustufyrir- tæki um allt land til að kanna ástand og notk- un sjóðvéla og sölureikninga. Ef í ljós kem- ur að söluskráningu er verulega áfátt hefur viðkomandi fyrirtæki 45 daga til að kippa sínum málum í liðinn. Að öðrum kosti verð- ur því Iokað í samræmi við lög sem nýlega voru samþykkt á alþingi. Mikilvægi löglegra sjóðvéla og fullkom- inna sölureikninga er augljóst: JÞetta er vís- bending um full og heiðarleg skattskil og neytandinn nýtur sjálfsagðs réttar og öryggis í viðskiptum sínum. Ef allir skila sínu í sam- eiginlegan sjóð landsmanna verður byrðin léttari á hverjum og einum. Full skattskil samkvæmt settum reglum eru grundvallar- forsendur heilbrigðs viðskiptalífs þar sem fyrirtækin standa jafnfætis á samkeppnis- grundvelli. Forsvarsmenn í verslun og viðskiptum! Takið vel á móti starfsmönnum skattrannsóknarstjóra - með ykkar mál á hreinu. FIARMALARÁÐUNEYTIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.