Morgunblaðið - 03.04.1991, Page 18

Morgunblaðið - 03.04.1991, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3 APRÍL 1991 Um ný vinnubrögð í læknisþj ónustunni eftir Matthías Kjeld Vegna furðulegs áróðurs nokkurra stjórnmálamanna gegn læknastétt- inni, skrifaði ég þ. 27. nóvember sl. grein í Morgunblaðið undir nafninu „Hvar er Dulcinea?" Var þar fjallað í gamansömum stíl um ýmis fyrir- bæri og uppákomur í heilbrigðismál- um. M.a. var talað um bardagamann- inn Donka (stytting fyrir Don Quix- ote) og baráttu hans fyrir auknum völdum forsjársinnaðra stjórnmála- manna og aukinni miðstýringu í heil- brigðisþjónustunni. Ef til vill var ekki dregin upp nógu skýr mynd af Donka, en greinin fór fyrir brjóstið á Guðmundi Bjarnasyni, heilbrigð- ismálaráðherra, sem ranglega taldi sig vera Donka og svaraði hann greininni í Morgunblaðinu 15. des- ember með grein sem hann kallar „Heilbrigðiskerfið — fyrir hvetja?" Grein þessari beinir Guðmundur að þrem sérfræðingum, sem gagn- rýnt hafa ýmsar aðgerðir í heil- brigðiskerfinu. í svari til undirritaðs er reynt er að gera menn og vönduð störf í heilbrigðisþjónustunni tor- tryggileg. Mun ég ekki dveija við slík skrif. Hér á eftir verður í stuttu máli reynt að gera grein fyrir nýjum og vænlegum viðhorfum í læknisþjón- ustunni í dag. Ný viðhorf: Val fólksins Menn eru áreiðanlega sammála um, að heiibrigðisþjónustan er til fyrir fólkið í landinu en ekki fyrir stjórnmálamenn, embættismenn eða lækna. Hitt vitum við líka að fólk- ið, sjúklingarnir, sem eiga flestar heilbrigðisstofnanirnar ásamt Tryggingastofnun ríkisins og borga brúsann, ráða nánast engu um sig og sína frekar en sauðfé í rétt. Um þetta ástand eru menn hins vegar ekki sammála. Sumum finnst, að kerfið með menn á sínum snærum „í nafni fólksins", eigi að stýra og ráða þjónustunni alfarið. Embættismenn hafa jafnvel mælt með átthagafjötrum fólks í þessu til- liti. Þeirri skoðun vex aftur á móti fylgi, að fólkið sjálft eigi að velja þjónustuna og ráða henni að veru- legu marki. Þeir, sem veita þjón- ustuna, eiga síðan að stjóma störfum sínum og hafa fulla ábyrgð á vinnu sinni milliliðalaust. Fijálsar trygg- ingar eiga að sjá um að tryggja jafn- an aðgang án tillits til efnahags. Ný vinnubrögð: Odýrari þjónusta í grein minni (Mbl. 27. nóv.) var fjallað um mikla miðstýringaráráttu í heilbrigðisþjónustunni og þá hættu, sem henni er samfara. Þar var einn- ig vitnað til ágætrar ritgerðar eftir Benedikt Ámason, viðskiptafræðing, um greiðslur ríkissjóðs til ýmissa þátta heilbrigðismála á árabilinu 1960—1988 (prófritgerð í viðskipta- fræðideild, 1989). í könnun þessari kemur fram að greiðslur til sérfræð- inga hafa aukist svipað og til heilsu- gæslustöðva, þrátt fyrir verulega aukið verksvið þeirra fyrrnefndu. Hins vegar hafa nokkrir aðrir þættir hækkað mun meira, t.d. rekstur sjúkrahúsa og ýmis annar kostnaður. Það er augljóst, að því meir, sem unnt er að fullnægja þörfum sjúkl- inga utan sjúkrahúsa, þeim mun ódýrari er læknisþjónustan. Hún er líka vinsamlegri af því að flestir vilja fremur vera heima hjá sér en að dvelja inni á spítala. Framfarir í læknisfræði síðustu árin gera þetta mögulegt. Nú þegar starfa lækna- stofur, sem byggja á þessu, og von- andi verða þær fleiri. Nýjar rann- sóknastofur hafa hafið starfsemi á síðustu ámm. Hefur það bætt og stóraukið greiningu og meðferð utan sjúkrahúsa og þanneð þjónustu við fólkið í landinu. Á þessum stöðum ber starfsfólkið sjálft ábyrgð á rekstri og kostnaður lágmarkast. Hér er auðvitað ekki verið að rýra hlut sjúkrahúsanna, enda hafa þau ný og stærri verkefni en fyrr. Ágætt dæmi um gerbreyttar lækn- ingaaðferðir við algengum kvilla er meðferð vð gyllinæð. Fyrir nokkmm Matthías Kjeld „Það er augljóst, að því meir, sem unnt er að fullnægja þörfum sjúkl- inga utan sjúkrahúsa, þeim mun ódýrari er læknisþjónustan. Hún er líka vinsamlegri af því að flestir vilja frem- ur vera heima hjá sér en að dvelja inni á spít- ala. Framfarir í læknis- fræði síðustu árin gera þetta mögulegt.“ ámm lagðist sjúklingurinn inn á spít- ala til aðgerðar og lá þar í vikutíma. Nú er aðgerðin framkvæmd á lækna- stofu og sjúklingurinn fer heim innan nokkurra klukkustunda og horfir á sjónvarpið með fjölskyldunni um kvöldið. Hið sama gildir oft um æða- hnútaaðgerðir á ganglimum og mun- ar þá margfeldum í kostnaði miðað við fyrri tíð. Inn|agnir fólks á sjúkra- hús til forrannsókna vom algengar fyrir nokkrum árum. Þetta er að breytast. Sjúklingurinn heldur til heima hjá sér meðan hann er rann- sakaður. Innlagnir á sjúkrahús, sem er langdýrasti þáttur læknisþjón- ustunnar (30—40 þúsund krónur á dag), em því færri og markvissari. Þrátt fyrir að heimsóknir fólks til sérfræðinga séu nú yfir 400.000 á ári, kostar þessi þjónusta aðeins um 2,8% af útgjöldum trygginga- kerfisins vegna læknisþjónustu. Nýir tímar: Betri þjónusta Þegar talað er um bætta læknis- þjónustu í dag, er fyrst og fremst um það að ræða, að stytta biðtíma sjúklinga hvar sem er. Þannig grein- ast sjúkdómar fyrr, meðferð er al- mennt auðveldari, sjúklingurinn þjá- ist minna og kemst fyrr til heilsu og vinnu aftur. Um aðra þætti gildir það, að þeir verða því betri, þeim mun meira frelsi, sem fólk hefur til þess að leita sér lækninga, og lækn- ar til þess að gera sitt besta. Það ætti í flestum tilfellum að tryggja, að ekki komi til misvægis eða órétt- lætis í þjónustunni, og m.a. tryggja að sjúkdómar verði ekki bannaðir eins og AIDS var t.d. bannað í einu landi miðstýringarinnar, Rúmeníu. Sjálfstætt reknar rannsóknarstof- ur hafa oft verið fyrstar með nýja tækni og nýjar tegundir rannsókna og veitt læknum og sjúklingum þeirra greiðari þjónustu. Rannsókn- artegundum hefur fjölgað með þróun læknisfræðinnar. Nýjar og dýrari, sérhæfðar rannsóknir standa nú læknum og sjúklingum þeirra til boða, en sumar þær eldri hverfa úr notkun. Vegna þessa hafa heildar- greiðslur trygginga hækkað, en rannsóknarstofurnar hafa á móti getað lækkað taxta sína með meiri tæknivæðingu. Lækningastofur í handlækning- um, Iyflækningum, geðlækningum o.fl. greinum, hafa hafið starfsemi á síðustu árum. Þar fá sjúklingar mun hraðari þjónustu en kleift hefði verið með gamla skipulaginu. Þessar stof- ur hafa ekki fengið neina fyrir- greiðslu frá opinberum aðilum og hefur fremur verið nokkur mótstaða í ríkiskerfinu. Þessar stofur hafa stytt langa biðlista sjúkrahúsanna í mörgum greinum. Sumar stofurnar starfa án þess að vera í beinum viðskiptum við Tryggingastofnun ríkisins og hef- ur verið vel tekið þótt sjúklingarn- ir verði að greiða þjónustuna úr eigin vasa. Hér er því um nýtt og athyglisvert fyrirkomulag að ræða. Heyrst hefur að sjúklingum gangi illa að fá þetta endurgreitt hjá Tryggingastofnun, þar sem þeir eru tryggðir. Kann það að ganga gegn landslögum, þar sem kveðið er á um að landsmenn eigi rétt á þeirri bestu læknismeðferð, sem völ er á hveiju sinni. Þessi læknisþjónusta, þar sem hún á við, er á engan hátt lakari, og kann að vera betri en innlögn á sjúkrahús, enda hafa sjúkrahúsin, eins og áður segir, nýjum og stærri verkefnum að sinna. Meira hugsað um völd en verðmæti Það er ekki nýtt að meira sé hugs- að um völd, en verðmætasköpun. Þegar tjöldin voru dregin frá aust- urblokkinni, kom í ljós gleðisnautt eymdarlíf. í áratugi hafði völdun- um verið kippt úr sambandi við dugnað og góðan árangur. Stein- runnið valdakerfi smákónga, mi- slangt í burtu frá vinnustöðum, hafði, með hjálp óttans og ófrelsisins, bren- glað almennt verðmætamat og sest ofaná frumkvæði og sköpun. Og þetta var gert í nafni fólksins og jafnréttisins. Menn reyna að ná og halda völdum undir yfirskini hvers sem er, þótt það kosti heilsu og ham- ingju þjóða. I þessari grein hefur í örstuttu máli verið rætt um ný og fijálsari vinnubrögð, sem eru að bijóta sér leið í íslensku heilbrigðisþjónustunni, þrátt fyrir andstöðu í ríkiskerfinu. Þegar þröngsýnum kerfismönnum finnst sér eða sinni hugmyndafræði ógnað með einhvetjum hætti, má búast við að ráðist sé gegn frumhetj- um nýrra vinnubragða og verðmæta- sköpunar með ýmsum vafasömum vognum. í gegnum aldir hefur frelsið skilað mannkyninu áfram á þróunarbraut- inni þrátt fyrir myrk tímabil ófrelsis og stöðnunar. í íslensku heilbrigðis- þjónustunni er frelsið sá aflgjafi, sem nútímaleg læknisþjónusta getur ekki verið án, ef tryggja skal gæði og framfarir eins og íslensk lög gera ráð fyrir. Höfundur er læknir. MEÐAL ANNARRA ORÐA Kosningar eftir Njörð P. Njarðvík Nú fer í hönd kosningabarátta, tími sem einkennist af skrumi og blekkingum ef ekki beinum ósannindum og er leiðinlegastur allra tíma. Ég held að ég sé ekki einn um svo kvíðablandna hugs- un, og það er í raun dapurlegt. Það ætti að vera fagnaðarefni að geta fært sér í nyt þá dýrmætu gjöf lýðræðisins að taka þátt í að velja fulltrúa til setu á löggjafar- þingi þjóðarinnar og hafa þannig óbein áhrif á skipan næstu ríkis- stjórnar. Ég segi óbein vegna þess að lengra ná áhrif okkar ekki. Við veljum lista stjórnmála- flokks, ráðum litlu um skipan hans innbyrðis, og engu um hugs- anlegan samstarfsflokk eða flokka í ríkisstjórn og engu um val ráðherra. Þannig er þátttaka okkar í Iýðræðinu næsta takmörk- uð. Það hygg ég að valdi vonbrigð- um okkar og takmörkuðum áhuga. En reyndar kemur fleira til sem fælir margt hugsandi fólk frá íslenskum stjórnmálum. Þekking og þroski Hugsjón lýðræðisins byggist á þekkingu. Hún gerir ráð fyrir nægilegri yfirsýn yfír framvindu þjóðmála til þess að fólk geti tek- ið afstöðu sem byggist á skynsemi samfara lífsskoðun. Og jafnframt gerir hún ráð fyrir að fólk hafi aðgang að slíkri þekkingu óbrenglaðri. En svo er ekki. Það er hin einkennilega þversögn þeirra tíma sem kenndir eru við upplýsingastreymi á fjölmiðlaöld að þeir sýnast í raun valda fá- fræði. Streymi upplýsinga er svo strítt að það kaffærir fólk. Flug fregnanna er svo ört að það berst líkt og skæðadrífa af tætlum, sem ekki er á allra færi að skeyta saman í heild. Það er eins og fréttaflutningur hafi breyst í fár- viðri sem stráir gleymsku með krafti sínum og hraða. Hver man hvað gerðist fyrir ári? Á þessa gleymsku reyna stjórnmálamenn að leika í kynlegri tvöfeldni til þess að breiða yfír eigin mistök um leið og þeir reyna að rifja upp mistök andstæðinganna. Og kjós- andinn stendur hálf hvumsa í hríð- inni sem á honum dynur svo skyndilega þegar hann er allt í einu orðinn einhvers virði í svip rétt fyrir kosningar. Það er hann sem á með þekkingu sinni að finna þjóðinni skynsamlega leiðsögn. Hugsjón lýðræðis byggist á þroska. Hún gerir ráð fyrir sið- ferðisvitund sem virðir þær leik- reglur sem lýðræði hvílir á. Lýð- ræði er í eðli sínu samkomulag upplýstra manna sem hafa þroska til að skipta með sér verkum (og þar með völdum) í þjóðfélagi sínu. Sá þroski krefst þess að stjóm- málamenn líti á sig sem þjóna þjóðarinnar en ekki herra. Að staðreynd sé látin gilda í stað getgátu þegar því verður við kom- ið. Að verk séu lögð i dóm þjóðar- innar undanbragðalaust. Lýðræði getur nefnilega ekki verið felu- leikur. Það krefst þekkingar á staðreyndum og þroska til að meta þær. Það krefst sannleika, en ekki hálfsannleika. Við skulum muna að um það fyrirbæri sagði Stephan G. Stephansson: Hálf- sannleikur oftast er/ óhrekjandi 'yg>- Löggjöf eða afgreiðsla? Vandamál íslenskra stjórnmála er að minni hyggju tvíþætt en þó af sama toga. Annars vegar eru ágallar á kerfinu og hins vegar á stjórnmálamönnum sjálfum. Og í raun eru það ágallar mannanna sem valda göllum kerfisins. Gallar kerfisins er fyrst og fremst óglögg verkaskipting. Að- greining valdsins er ekki í fram- kvæmd eins og hún ætti að vera. Ég hef áður lýst þeirri skoðun að ráðherrar eigi ekíci að vera þing- menn. Eins og nú er háttað er löggjafarþingið í raun eins konar afgreiðslustofnun ríkisstjórnar. Það ætti að vera öfugt. Ríkistjórn- ir eiga að þiggja vald sitt frá Al- þingi. Handhafar framkvæmda- valds eiga að framkvæma vilja þingsins. Þess vegna eiga þeir ekki að greiða atkvæði um störf sín í þinginu. Ef þingmaður verð- ur ráðherra, ætti hann því að víkja af þingi og varamaður taka sæti í hans stað. En svo er að sjá sem stjórnmál- amenn okkar viíja gína yfir öllu. Og þegar þeir verða ráðherrar er eins og þeir telji sig um leið hafna yfir leikreglur þjóðfélagsins, það er að segja lýðræðisins, og geti farið sínu fram. Það stafar af því að vald ráðherra er hér of mikið og sýnu meira en annars staðar á Norðurlöndum. Og þessu valdi virðist líka oft fylgja mikil þörf fyrir að berast á og um leið að fara full gáleysislega með al- mannafé í éigin þágu. Þarna hefur orðið mikil breyting. Ef við lítum til baka og horfum til stjórnmála- leiðtoga eins og Bjarna Benedikts- sonar, Eysteins Jónssonarr Hannibals Valdimarssonar eða Einars Olgeirssonar, þá efast ég um að fólki hafi þótt þeir berast mikið á. Undirmálsmenn En nú er öldin önnur, og ég held að það stafi af því hversu margir undirmálsmenn skipa sveit stjórnmálanna. Og með orðinu undirmálsmaður á ég við mann sem er lítilhæfur til þess sem hann tekur að sér. Listakosningar eins og þær tíðkast hér ýta undir slíkt. Klíkur í flokkum geta ráðið miklu um skipan listanna og þar virðast tíðkast vinnubrögð sem líkt hefur verið við bófaflokka í Chicago. Sumir hafa viljað taka upp einmenningskjördæmi, en þau hafa þá galla í för með sér að minnihlutinn er sviptur áhrif- um að of miklu leyti. Hins vegar er brýnt að taka upp kosningafyr- irkomulag þar sem kjósandi velur sér þingmann og ekki bara lista, líkt og í Finnlandi og Þýskalandi. Þingmen eiga nefnilega að vera fulltrúar einhvers. Sú var tíð að hagsmunasamtök leituðu að hæfu fólki í framboð. Nú er eins og þessu hafi verið snúið við og fram- bjóðendur leiti að kjósendum handa sjálfum sér. Við megum ekki gleyma því að mannkostir fara ekki eftir stjórnmálaskoðun- um og það er brýnt hagsmunamál kjósenda að fulltrúar allra flokka séu hæfir menn í þjónustu þjóðar sinnar. Menn eiga að sinna stjórn- málum í þágu lífsskoðunar og hugsjóna, ekki í þágu sjálfs sín. Og ég leyfi mér að segja einu sinni enn: Sá sem hefur sjálfan sig að hugsjón, getur ekki þjónað öðrum. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslcnskum bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.