Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C
74. tbl. 79. árg.
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Verðhækkun í
Sovétríkjunum
Sovéskar húsmæður ýmist grétu
eða bölvuðu stjórnvöldum í gær
en þær urðu margar fyrir áfalli
er þær hugðust kaupa í matinn.
Á einni nóttu hafði matvara og
ýmsar nauðsynjar margfaldast í
verði. Verð á nautakjöti hafði
áttfaldast, mjólk nær þrefaldast
og smjöri nær ijórfaldast. Meðal-
tekjur sovéskra launamanna eru
270 rúblur á mánuði og nemur
verð á kjötkílóinu um 6% kaups-
ins. „Þetta er martröð. Svindl,"
sagði 67 ára kona með tárin í
augum. „Við erum misnotuð og
niðurlægð".
Sjá frétt á bls. 32.
• •
Oiyggisráðið stöðvi ofsókn-
ir Irakshers gearn Kúrdum
París, Ankara, Dainaskus, SÞ, Animan, Washington, London. Reuter. ^ ■■■ * ^ ■■ J
FRANSKA stjórnin sakar stjórn
Saddams Husseins um að reyna
að tortíma þjóðarbroti Kúrda í
írak. Gert er ráð fyrir atkvæða-
greiðslu í öryggisráði SÞ í dag
um vopnahlésskilmála í Persaflóa-
stríðinu og Roland Dumas, utan-
ríkisráðherra Frakklands, sagðist
í útvarpsviðtali ætla að biðja ráðið
að samþykkja jafnframt aðgerðir
til að stöðva blóðugt stríð Iraks-
hers gegn Kúrdum og shíta-
múslimum í suðurhluta íraks.
Tyrkir fóru í gær fram á neyðar-
fund öryggisráðsins vegna flótta-
mannastraums til fjallahéraða á
landamærum rikisins að írak og
segja þeir að 200.000 manns af
þjóðerni Kúrda, einkum konur og
börn, séu í lífshættu vegna matar-
skorts og árása Iraka.
Bandaríkjamenn telja að íraski
herinn hafi nú töglin og hagldirnar
í baráttunni við uppreisnarmenn þótt
enn sé barist í sumum sveitahéruð-
um. Kúrdar segjast á hinn bóginn
hafa tekið úthverfi olíuborgarinnar
Kirkuk á ný.
Roland Dumas sagði að einhverjir
myndu líta á ósk Frakka _sem af-
skipti af innanríkismálum íraks en
umheimurinn gæti ekki „látið kúgun-
ina og mannréttindabrotin afskipta-
laus“. Annar franskur ráðherra hafði
eftir kúrdískum útlögum að tvær
milljónir flóttamanna stefndu nú til
fjallahéraðanna í Norður-írak. Belg-
íska stjórnin viil að Irak verði afvopn-
Yfirmaður einkavæðingar a-þýskra fyrirtækja myrtur:
Stasi ffrunað um aðild að ódæðinu
Rniin llíÍL'L'ol/loi'f Iloidni'
Bonn, Diisseldorf. Reuter.
DETLEV Rohwedder, yfirmaður eignarhaldsfyrirtækisins Berliner
Treuhandsanstalt, sem hefur yfirumsjón með einkavæðingu fyrrum
austur-þýskra ríkisfyrirtækja, var skotinn til bana á heimili sínu í
Diisseldorf á mánudagskvöld. Var þremur skotum skotið frá garði
skammt frá húsi hans og hæfðj eitt þeirra Rohwedder sem sneri baki
í gluggann. Eiginkona Rohwedders varð einnig fyrir skoti en hún er
ekki lífshættulega særð. Bréf frá hryðjuverkasamtökunum Rauðu her-
deildinni (RAF), þar sem þau lýsa verknaðinum á hendur sér, fannst
skammt frá heimili Rohwedders og telur lögreglan það vera ekta.
Þetta er fyrsta alvarlega hryðju-
verkið sem framið er í Þýskalandi
pftir að Vestur- og Austur-Þýskaland
sameinuðust í október á síðasta ári
en í febrúar á þessu ári var skotið
á sendiráð Bandaríkjanna í Bonn án
þess að nokkur særðist. Sögðu full-
trúar þýska ákæruvaldsins í gær að
skothylki sem fundust skammt frá
heimili Rohwedders bentu til að hann
hefði verið skotinn með sama vopni
og skotið var á sendiráðið með.
Margir háttsettir stjórnmálamenn
sögðust í gær gruna að fyrrum
starfsmenn austur-þýsku öryggislög-
reglunnar, Stasi, ættu aðild að verkn-
aðinum en Stasi þjálfaði árum saman
hryðjuverkamenn Rauðu herdeildar-
innar og veitti þeim athvarf í Austur-
Þýskalandi. Voru fjölmargir hryðju-
verkamenn handteknir eftir að lýð-
ræðislegir stjórnarhættir voru teknir
upp í Austur-Þýskalandi á síðasta
ári. Eckart Wertheback, fyrrum yfir-
maður þýsku gagnnjósnaþjónustunn-
ar, segir í viðtali sem birtist í þýska
tímaritinu Quick að atvinnuiausir
fyrrum starfsmenn Stasi .geti .orðið.
að alvarlegu
Þýskalandi.
öryggisvandamáli í
Ríkisfyrirtækin 9.000 sem Roh-
wedder hafði umsjón með að einka-
væða voru flest í hörmulegu ástandi
og lenti það á Rohwedder að bera
ábyrgð á óvinsælum ákvörðunum um
framtíð þeirra. Hefur m.a. fjölmörg-
um fyrirtækjum verið lokað þar sem
þau áttu engan möguleika á að lifa
af í fijálsu markaðskerfi. Var Roh-
wedder lýst sem þeim manni sem
vinnandi fólk í austurhluta Þýska-
lands hataði mest í grein í tímaritinu
Spiegel L síðustu viku.
að og mannréttindabrot stjórnar
Saddams verði stöðvuð. Fulltrúi
Belgíu fer nú með forsæti í öryggis-
ráði SÞ. Heimildarmenn úr röðum
shíta segja að her Saddams geri
sprengjuárásir með herþyrlum og
flugvélum á hópa af kúrdísku flóttá-
fólki. Tyrkir, seni hafa mótmælt
harðlega árásum írakshers á flótta-
fólkið, munu fara fram á að Samein-
uðu þjóðirnar útvegi fólkinu matvæli
og önnur hjálpargögn en þeir hafa
ekki látið uppiskátt hvort þeir ætli
ad veita því öllu landvistarleyfi.
Nokkrir breskir íhaldsþingmenn
hafa lýst yfir því _að veita beri upp-
reisnarmönnum í írak hjálp; Vestur-
veldunum beri til þess siðferðileg
skylda eftir að Geprge Bush Banda-
ríkjaforseti hvatti íraka til að steypa
Saddam Hussein. Kröfur um að
Bandaríkin, sem enn hafa herafla í
suðurhluta íraks, veiti andstæðing-
um Saddams stuðning verða æ há-
værari í Bandaríkjunum en heimild-
armenn segja að Bush sé staðráðinn
í að halda að sér höndum. Stjórnvöld
í Washington telji víst að Saddam
muni verða hrakinn frá völdum á
árinu með einum eða öðrum hætti
og þau vilji ekki stuðla að því að
írak klofni i tvö eða fleiri riki auk
þess sem afleiðing þess gæti orðið
borgarastyijöld í líkingu við átökin
í Líbanon.
Sjá fréttir á bls. 32-33.
Mikil óánægja og reiði hefur gripið um sig meðal stjórnarandstæðinga í Albaníu. Þeir höfðu bundið
vonir við kosningarnar sl. sunnudag en úrslitin voru ótvíræður sigur fyrir kommúnistaflokkinn. Hér
sést íbúi bæjarins Kavaje í vesturhluta Albaníu láta vonbrigði sín í ljósi.
Tillaga frönsku stjórnarinnar:
Albanskir kommúnistar sigra í kosningum:
Vonsviknir kjósend-
ur efna til óeirða
Kavaje. Reuter.
STUÐNINGSMENN albönsku stjórnarandstöðunnar létu í gær í ljósi
reiði sína yfir úrslitum kosninganna á sunnudag en kommúnistar unnu
þá yfirburðasigur. Fylgismenn Lýðræðisflokksins tóku höfuðstöðvar
kohimúnistaflokksins í borginni Shkoder á sitt vald og vörðu hana
fyrir sókn lögreglu. Áður hafði verið skipst á skotum í borginni og
féllu þrír fyrir skotum lögreglu og 58 særðust.
Á meðal þeirra sem féllu í Shkod-
er var að sögn stjórnarandstæðinga
einn helsti leiðtogi Lýðræðisflokksins
í bænum, Arben Broxi að nafni.
Hann hafði verið að ávarpa mót-
mælendur og hvetja þá til að sýna
stillingu er hann var skotinn í bakið.
Virtist skotið koma út úr byggingu
kommúnistaflokksins. Eftir það réð-
ust stjórnarandstæðingar til inn-
göngu og hafa þeir síðan varið höfuð-
stöðvarnar með vopnum sem þeir
fundu þar inni.
Kommúnistaflokkurinn vann mik-
inn sigur í kosningunum og fékk 162
þingsæti af 250. Lýðræðisflokkurinn
fékk 65 þingmenn. Það var áberandi
hversu mikill munur var á úrslitum
í þéttbýli og dreifbýli. í höfuðborg-
inni Tirana unnu frambjóðendur Lýð-
ræðisflokksins t.d. stórsigur. Ramiz
Alia, forseti landsins og leiðtogi
kommúnista, náði ekki kosningu en
hann bauð sig fram í höfuðborginni.
Vonbrigðin með niðurstöðuna voru
mikil í bænum Kavaje þar sem frétta-
ritari Reuters-fréttastofunnar var á
ferð í gær. Sali Berisha, leiðtogi
Lýðræðisflokksins, er þaðan og
kommúnistar buðu ekki einu sinni
fram í bænum. „Við bíðum í þijá
daga og ef engin breyting verður þá
förum við öll til Tirana,“ sagði Os-
man Mustafa, 32 ára gamall verka-
maður. „Og ef við finnum enga bif-
reið tii að aka okkur þá göngum við.“
Um 400 bæjarbúar tóku þátt í mót-
mælunum gegn kommúnistastjórn-
inni.
Sjá „Talsmenn stjórnarandstöð-
unnar ..." á bls. 34.