Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991
MAZDA
EIGENDUR!
Látið þá sem reynsluna hafa annast
viðhald bíisins ykkar. Auk alira almennra
viðgerða önnumst við:
• Vélastillingar.
• Hjólastillingar.
• Framrúðuviðgerðir.
• Rennsli á hemladiskum.
• Ljósastillingar.
• Sandblástur á minni stykkjum.
FÓLKSBÍLALAND H.F.
Fosshálsi 1, (Bílaborgarhúsinu)
Sími 67 39 90
VI
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Laufásvegi 2 - sími 17800
L .
Þæfing
Leðursmíði
Fafaskreytingar
Pappírsgerð
Bútasaumur
Prjóntækni
Útskurður
lámskeið íai
8.-29. apríl kl. 19.30
9., 10. og 11. apríl kl. 19.00
9.-30. apríl kl. 19.30
16., 17. og 18. apríl kl. 19.30
29. og 30. apríl
og 1. maí kl. 19.00
22. og 24. apríl kl. 19.30
og 27. apríl kl. 10.00
7.-30. maí kl. 18.00
Upplýsingar og skráning
á skrifstofu skólans í síma 1 7800.
3., 4. og 5. apríl er skrifstofan opin
frákl. 9.30-1 2.00 f.h.
. j
Vinningstölur laugardaginn
30. mars 1991
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 7.045.206
2. 4af5^^ 9 83.658
3. 4af 5 244 5.322
4. 3af 5 8.187 370
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
12.125.886 kr.
I Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út
á Lottó sölustöðum.
Morgunblaðið/Arnór
Sveit Landsbréfa, íslandsmeistarar í sveitakeppni 1991. Talið frá vinstri: Rúnar Magnússon, Sigurður
Vilhjáimsson, Aðalsteinn Jörgensen,Jón Baldursson, Jón Þorvarðarson og Magnús Ólafsson. Magnús
Ólafsson tekur við meistarabikarnum annað árið í röð ásamt Sigurði Vilhjálmssyni.
íslandsmótið í sveitakeppni:
Sveit Landsbréfa hf.
oruggur sigurvegan
Brids
Amór Ragnarsson
Sveit Landsbréfa Hf. varð ís-
landsmeistari í sveitakeppni en
mótinu lauk sl. laugardag eftir
langa og stranga keppni. I sveit-
inni spiluðu Rúnar Magnússon,
Sigurður Vilhjálmsson, Jón
Baldursson, Aðalsteinn Jörgen-
senj Jón Þorvarðarson og Magn-
ús Ólafsson. Sveitin fékk samtals
140 stig eða 20 stig í leik, vann
6 Ieiki og gerði eitt jafntefli.
Sveitir Landsbréfa hf. og Verð-
bréfamarkaðar íslandsbanka spil-
uðu af miklu öryggi framan af
mótinu og eftir fjórar umferðir var
ljóst að stefndi í einvígi milli þess-
ara sveita um íslandsmeistaratitil-
inn. Sveit Samvinnuferða/Land-
sýnar átti erfitt uppdráttar, tapaði
bæði í annarri og þriðju umferð,
en sem kunnugt er fór sveitin með
miklum glæsibrag í gegnum undan-
keppnina án taps. Eftir 4 umferðir
var sveit Landsbréfa með 82 stig,
VÍB með 81 stig og Samvinnuferð-
ir með 67 stig. í fimmtu umferð
tapaði VIB fyrir Siglfirðingunum
14-16 á meðan Landsbréf vann
alla sína leiki og fyrir síðustu um-
ferðina hafði sveit Landsbréfa náð
sér í 125 stig en VÍB var með 112
stig og Samvinnuferðir/Landsýn
var með 103 stig.
Ljóst var að aðejns sveit Lands-
bréfa eða sveit VÍB yrði íslands-
meistari. Svo skemmtilega vildi til
að þessar sveitir spiluðu saman í
síðustu umferðinni og þrátt fyrir
góða stöðu Landsbréfa varð að
hatda haus og fá a.m.k. 9 stig út
úr leiknum. Sveit Landsbréfa hafði
yfir í hálfleik, 48-27, en strax í
upphafi síðari hálfleiks jafnaði VÍB
leikinn. Sveitirnar skiþtust síðan á
að hafa forystuna en leikurinn var
sýndur á sýningartöflu. Miklar
sveiflur voru á báða bóga en leikur-
inn endaði svo með bræðrabyltu,
15-15, og titillinn var Landsbréfa.
Sveit Samvinnuferða/Landsýnar
átti möguleika á að „stela“ öðru
sætinu. Sveitin spilaði gegn Sigl-
firðingum og í síðustu umferðinni
átti sveitin liðlega 50 stig til góða
í hálfleik en tapaði leiknum niður
í 18-12 sigur.
Aðrar sveitir í úrslitunum gerðu
ei neitt er í frásögur er færandi.
Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar
fékk skell strax í fyrstu umferð-
inni, tapaði 1-25 gegn VÍB, og var
þar með úr leik og sveit S. Ár-
manns Magnússonar tapaði 0-25
fyrir Púlsinum í annarri umferð og
í mótslok þýddi það að sveitin varð
í neðsta sætinu. Lokastöðu mótsins
má sjá á forsíðu síðasta mótsblaðs-
ins sem hér fylgir en gefin voru
út fimm eintök af ágætu mótsblaði
meðan mótið fór fram. Umsjón með
því höfðu Kristján Hauksson, Guð-
mundur Pétursson, Valgerður Kris-
tjónsdóttir og Elín Bjarnadóttir
framkvæmdastjóri BSÍ.
Dómnefnd mótsins átti náðuga
daga því engum dóm Agnars Jörg-
enssonar keppnisstjóra var áfrýjað.
Nokkuð skondið atvik kom fyrir
tvívegis í mótinu þegar samhetjar
dobluðu báðir sögn andstæðingsins.
Þegar slík staða kemur upp er spil-
ið spilað án dobls.
Mjög góð aðstaða var fyrir áhorf-
endur og spilara. Spiluð voru sömu
spil í öllum leikjunum og hægt að
sjá árangur allra spilaranna á móts-
blaðinu. Þar var einnig hægt að sjá
árangur hvers spilara í samanburði
og sjá hverjir hefðu spilað best í
mótinu. Bestum árangri skv. fjöl-
sveitaútreikningi náðu Jón Baldurs-
son og Aðalsteinn Jörgensen. Þeir
spiluðu 13 hálfleiki og fengu 18,79
stig. Sævar Þorbjörnsson og Karl
Sigurhjartarson spiluðu 11 hálfleiki
og fengu 18,06 stig. Bræðurnir
Ásgrímur og Jón Sigurbjörnssynir
urðu þriðju með skorina 17.94.
Þeir spiluðu 6 hálfleiki en Jón spil-
aði einn spilara alla leiki í mótinu.
Sverrir Armannsson og Matthías
Þorvaldsson urðu síðan í fjórða
sæti.
Barometer hjá BR
í kvöld kl. 19.30 hefst aðaltvímenn-
ingur BR. Spilað verður í sex kvöld.
Allir eru velkomnir í þessa síðustu
keppni vetrarins. Skráning er á
skrifstofu BSÍ til kl. 19.15 í kvöld.
Frítt er fyrir spilara yngri en 25
ára og hálft gjald fyrir spilara yngri
en 25 ára.
Sveit Verðbréfamarkaðar íslandsbanka varð að
láta sér nægja silfrið annað árið í röð. Talið frá
vinstri: Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhanns-
son, Sævar Þorbjörnsson, Þorlákur Jónsson, Guð-
mundur Páll Arnarson og Karl Sigurhjartarson.
Ágætt mótsblað var gefið út á meðan mótið stóð
yfir. Hér má sjá forsíðu fimmta tölublaðsins sem
kom út í mótslok.
Mótsblað nr. 5
ÍSLANDSBANKAMÓTIÐ
íslandsmót svcitakcppni í Bridge 1991,
úrslit á Hótel Loftlciöum 27. • 30. mars
Umsjón: Elín Bjarnadóttir, Valgcrður Kristjónsdóttir, Guðmundur Pdtursson og Krislján Hauksson.
1 2 3 4 5 6 7 8 Samtale
1. Sajnvinnuferöir/Landnýn ■ 13 8 25 23 13 16 21 121
2. Landabróf 17 m 21 24 19 15 24 20 140
3. Tryggingaraiöstööin hf 22 9 Bi 21 36 1 16 23 108
4. Jakob KrÍBtinason 4 6 9 Bi 17 14 16 16 82
S. S.Ármann Magnúaoon 7 11 14 13 ■ 12 24 0 81
6. V.l.B. 17 15 25 16 18 fli 14 22 127
7. Áogrímur SigurbjörnaBon 12 6 14 14 6 16 ■ 18 86
B. PúlBÍnn 9 10 7 14 25 8 12 ■ 85
LOKA8TADAN:
1 Landabróf 140
2 V.Í.B. 127
3 Samvinnufaröir/Landsýn 121
4 Tryggingaaiöatööin 108
5 Áagrinur Bigurbjö^naaon 86
6 Púlsinn 85
7 Jakob Kristinsaon 82
8 8. Ármann Hagnússon 81