Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 39
39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991
FISKVERÐ AUPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
2. apríl.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 115,00 104,00 104,69 4,259 445.970
Hrogn 80,00 80,00 80,00 0,003 280
Ufsi 47,00 47,00 47,00 0,086 4.042
Steinbítur 40,00 40,00 40,00 0,004 160
Rauðmagi 100,00 75,00 64,47 0,843 71.205
Koli 58,00 58,00 58,00 0,008 464
Karfi 50,00 50,00 50,00 0,082 4.100
Grásleppa 25,00 25,00 25,00 316 7.900
Samtals 95,34 5,602 534.121
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur (sl.) 119,00 105,00 113,05 43,458 4.913.189
Ýsa (sl.) " 159,00 116,00 127,64 5,498 701.757
Geirnyt 36,00 5,00 20,92 0,037 774
Háfur 5,00 5,00 5,00 0,034 170
Hrogn .210,00 105,00 127,07 0,605 76.875
Karfi 52,00 36,00 49,98 10,732 536.373
Langa 78,00 75,00 75,49 1,313 99.114
Langhali 10,00 10,00 10,00 0,054 540
Lúða 450,00 370,00 399,30 0,512 204.440
Rauðmagi 125,00 115,00 122,20 0,157 ■ 19.185
Skarkoli 75,00 75,00 75,00 0,212 15.900
Skötuselur 205,00 205,00 205,00 0,052 10.660
Steinbítur 51,00 51,00 51,00 0,098 4.998
Ufsi 57,00 46,00 54,57 24,923 1.360.011
Samtals 90,60 87,685 7.943.987
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 118,00 75,00 111,12 22,296 2.477.624
Þorskur (sl.) 117,00 114,00 115,56 12,500 1.444.500
Þorskur (ósl.) 118,00 75,00 105,46 9,796 1.033.124
Ýsa 140,00 139,00 139,31 2,636 367.290
Ýsa (sl.) 140,00 139,00 139,31 2,636 367.290
Karfi 56,00 56,00 56,00 0,306 17.136
Lýsa 25,00 25,00 25,00 0,015 375
Blandað 47,00 47,00 47,00 0,202 9.494
Skata 83,00 83,00 83,00 0,033 2.739
Lúða 555,00 550,00 551,88 0,024 13.245
Langa 79,00 68,00 71,65 0,552 39.550
Hrogn 180,00 150,00 171,21 0,116 19.860
Ufsi 49,00 35,00 39,78 3,513 139;762
Keila 52,00 45,00 47,95 0,166 7.960
Skarkoli 79,00 72,00 78,16 0,972 75.971
Steinbítur 59,00 49,00 51,03 2,092 106.760
Samtals 99,56 32,923 3.277.766
Selt var úr Þórshamri og dagróðrabátum. Á morgun verður selt úr dagróðra-
bátum.
ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar
1. apríl 1991 Mánaðargreiðslur
Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) .................. 11.819
'A hjónalífeyrir .................................... 10.637
Fulltekjutrygging ...................................... 21.746
Heimilisuppbót .......................................... 7.392
Sérstök heimilisuppbót .................................. 5.084
Barnalífeyrir v/1 barns ................................. 7.239
Meðlag v/1 barns ....................................... 7.239
Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ............................4.536
Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna ...................... 11.886
Mæðralaun/feðralaunv/3jabarnaeðafleiri ................ 21.081
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða ........................ 14.809
Ekkjubætur/ekkilsbætur12mánaða ......................... 11.104
Fullurekkjulífeyrir .................................... 11.819
Dánarbæturí8ár(v/slysa) ................................ 14.809
Fæðingarstyrkur ........................................ 24.053
Vasapeningar vistmanna ................................. 7.287
Vasapeningarv/sjúkratrygginga ........................... 6.124
Daggreiðslur
Fullirfæðingardagpeningar ............................ 1.008,00
Sjúkradagpeningareinstaklings .......................... 504,40
Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarn áframfæri .............. 136,90
Slysadagpeningareinstaklings .......................... 638,20
Slysadagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ................ 136,90
Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur,
17. jan. - 28. mars, dollarar hvert tonn
ÞOTUELDSNEYTI
“v/sr u
197/195
18.J 25. 1.F 8. 15. 22. 1.M 8. 15. 22.
GASOLÍA SVARTOLÍA
375
k í \
v \ V. 69/
200 ". v “
175 50
150 172/171
18.J 25. 1.F 8. 15. 22. 1.M 8. 15. 22.
Aukafundur vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins:
Samstaða náðist ekki um
áætlað veiðiþol langreyða
Erfitt að sjá að annað verði ofan á eins og vísindanefnd-
in nú er skipuð, segir Jóhann Sigurjónsson
Hvalskurður í Hvalfirði.
SAMSTAÐA náðist ekki um
áætlað veiðiþol langreyða í
Norður-Atlantshafi á auka-
fundi vísindanefndar Alþjóða-
hvalveiðiráðsins, sem haldinn
var í Reykjavík 25. febrúar til
1. mars sl. og helgaður var heild-
arúttekt á langreyðarstofnum í
Norður-Atlantshafi. Nefndin
staðfesti fyrri niðurstöður taln-
inga Hafrannsóknastofnunar
frá árinu 1987 og gerði úttekt
á nýjum útreikningum á fjölda
langreyða frá sumrinu 1989.
Nefndin samþykkti að um
15.600 langreyðar væru á svæð-
inu milli íslands, Jan Mayen og
Austur-Grænlands, allt suður að
50. gráðu norðurlengdar, þar
af um 8.900 á milli Islands og
Austur-Grænlands. Um 40
manns frá 11 löndum voru á
fundinum, þar af 7 Islendingar.
„Nú dregur að lokum sérstaks
hvalrannsóknaátaks Hafrann-
sóknastofnunar og samstarfsaðila
hennar. Það olli vonbrigðum og er
áhyggjuefni að vísindanefndin
skyldi ekki reynast þess megnug
að ljúka starfi sínu með afgerandi
hætti hvað varðar úttekt á lang-
reyðarstofninum," segir í frétt frá
Hafrannsóknastofnun.
I fréttinni segir einnig, meðal
annars: „Nefndin' ræddi ítarlega
aðgreiningu langreyða í stofna en
Alþjóðahvalveiðiráðið hefur jafnan
miðað við sjö stjórnunarsvæði: 1.
Nova Scotia-svæðið, 2. Nýfundna-
land-Labrador, 3. Vestur-Græn-
land, 4. Austur-Grænland-ísland,
5. Norður-Noregur, 6.-Vestur-Nor-
egur-Færeyjar og 7. svæðið undan
ströndum Bretlandseyja og Spán-
ar.
Athuganir íslendinga á endur-
heimtum hvalmerkja hafa sýnt að
samgangur stofnanna á norðvest-
anverðu Atlantshafi og við ísland
er afar takmarkaður og var tekið
mið af því við stofnmat. Ekkert
bendir heldur til blöndunar milli
langreyða við ísland og stofnanna
á norðaustanverðu Atlantshafi.
Það var því niðurstaða íslensku
fulltrúanna á fundinum að eðlileg-
ast væri að stjórna veiðum hér við
land á grundvelli núverandi skil-
greiningar Alþjóðahvalveiðiráðsins
á stofninum milli íslands og
Austur-Grænlands. Ekki náðist
samstaða um þetta atriði á fundin-
um og voru jafnvel uppi raddir um
að líta á allt norðaustanvert Atl-
antshafið sem eitt stofnsvæði.
Engar upplýsingar liggja hins veg-
ar til grundvallar slíkum hugmynd-
um.
Astand langreyðarstofnanna við
Noreg og Færeyjar er afar bágbor-
ið. Útreikningar sýndu hins vegar
gott ástand, þegar allt stofnsvæði
langreyðar milli íslands, Jan May-
en og Austur-Grænlands er skoð-
að. Fulltrúar íslands bentu á ítar-
lega úttekt hlutlausra aðila á af-
rakstursgetu langreyðar á þessu
svæði, sem sýna, svo ekki verður
um villst, að stofninn þolir umtals-
verðar veiðar. Hins vegar náðist
ekki samstaða um veiðikvóta, eða
flokkun einstakra stofna, enda
þótt Hafrannsóknastofnun telji að
fyrirliggjandi gögn gæfu fyllilega
tilefni til þess.
Nefndin lagði ekki til breytingar
á núverandi flokkun Alþjóðahval-
veiðiráðsins á stofninum hér við
land en nokkrir nefndannenn létu
í ljós þá skoðun að ekki væri rétt
að veita neina ráðgjöf um veiðar
fyrr en að lokinni endurskoðun á
núverandi kerfi við stjórnun hval-
veiða. Ekki er líklegt að nýjar að-
ferðir komist í not fyrr en í fyrsta
lagi sumarið 1993. Nokkur skiln-
ingur reyndist hins vegar vera fyr-
ir því almenna mati íslensku full-
trúanna að stofninn hér við land
þyldi veiðar í framtíðinni."
Ráðgjöf um veiðiþol er megin—
hlutverk vísindanefndarinnar
Jóhann Siguijónsson, sjávarlíf-
fæðingur hjá Hafrannsóknastofn-
un, var einn af fulltrúum íslend-
inga á aukafundi vísindanefndar-
innar í Reykjavík. Jóhann segist
telja að meginhlutverk nefndarinn-
ar sé að gefa ráð um veiðiþol og
verndun hvalastofna. „Það má
segja að nefndin hafi ekki skilað
af sér því verkefni í endanlegu
formi, það er að segja hún kemur
ekki með skýrar tillögur í þeim
efnum,“ segir Jóhann. „Okkur
finnst það ekki nógu gott, þegar
búið er að leggja í miklar rann-
sóknir, og við teljum að ekki eigi
að leika neinn vafi á að fyrirliggj-
andi gögn sýni að langreyðarstofn-
inn hér við land þoli umtalsverða
veiði,“ segir Jóhann.
Hann segir að á svæðinu vestan
við ísland og norðaustur af Jan
Mayen sé verulegur fjöldi lang-
reyða. „Á fundi vísindanefndarinn-
ar hér var enginn ágreiningur um
túlkun á langreyðartalningum okk-
ar og fallist var á okkar niðurstöð-
ur varðandi þær. Hins vegar var
ágreiningur um hvaða svæði ætti
að meta með tilliti til veiða á lang-
reyði hér við land. Þegar nefndin
fjallaði um hrefnuna í fyrra voru
til gögn byggð á erfðamarkarann-
sóknum á hrefnum við Vestur-
Grænland, ísland og Noreg, þannig
að þar var ekki um neinn ágreining
að ræða varðandi stofnskiptingu
hrefnunnar," segir Jóhann.
Hann upplýsir að á fundi
vísindanefndárinnar í Reykjavík
hafi ekki verið til gögn frá Norð-
ur- og Vestur-Noregi til að rann-
saka langreyðar með svipuðum
hætti. „Við teljum að önnur gögn,
sem við höfum og til eru almennt
um langreyðar og aðra skylda
hvali, sýni að engin rök séu fyrir
því að slá saman hvölum við Norð-
ur- og Vestur-Noreg annars vegar
og hvölum, sem eru vestan við ís-
land hins vegar.
Sumir nefndarmenn töldu það
vera vitrænan möguleika að slá
saman langreyðum við Norður- og
Vestur-Noreg en við teljum það
af og frá. Hins vegar höfum við
ekki erfðafræðileg gögn í höndun-
um, sem sýna okkur svo ekki verði
um villst, að þarna sé um hvali af
ræða. Ef við berum þetta saman
við fiskveiðar væru litlar fiskveiðar
leyfðar núna ef gerðar væru sam-
bærilegar kröfur um óyggjandi
sannanir af þessu tagi,“ segir Jó-
hann.
Gera verður út leiðangur
út af ströndum Noregs
Hann segir að ekki sé hægt að
útvega þessi erfðafræðilegu gögn
fyrr en í fyrsta lagi eftir 1-2 ár.
„Við Noreg eru ekki stundaðar
hvalveiðar núna, þannig að við
þyrftum að gera út leiðangur út
af ströndum Noregs til að útvega
nauðsynleg sýni og óvíst er hvort
unnt reyndist að afla nægilegra
fjölda sýna til að afgerandi niður-
staða fengist. Aðalmótbáran við
því að gefa ráðgjöf um veiðiþol
langreyðar var annars vegar þetta
atriði varðandi stofnmörkin og hins
vegar töldu fáeinir nefndarmenn
ekki tímabært að gefa ráðgjöf um
veiðar fyrr en nýtt kerfi við stjóm-
un hvalveiða verður tilbúið en það
hefur verið í mótun í mörg ár.
Islensku fulltrúarnir sögðu hins
vegar sem svo að það þættu ekki
góð vísindi á íslandi að leggja nið-
ur þorskveiðar þangað til allir
væru sammála um fiskveiðistefn-
una. Við teljum að meta verði
ástandið á grundvelli þeirra að-
ferða sem við höfum núna og telj-
um að við getum vel gert það. Það
er eðli vísindanna að ávallt reynist
unnt að benda á þætti, sem þörf
er á að rannsaka nánar. Þetta virt-
ist nú koma í veg fyrir að vísinda-
nefndin kæmist að sameiginlegri
niðurstöðu um langreyðina og er-
fitt er að sjá að annað verði ofan
á, eins og vísindanefndin nú er
skipuð," segir Jóhann.
Hann segir að ef sameiginleg
niðurstaða komi frá vísindanefnd-
inni geti Alþjóðahvalveiðiráðið
varla hunsað niðurstöðuna, enda
þótt ráðið hafi reyndar haft að
engu niðurstöður nefndarinnar um
hrefnuna í fyrra. Hins vegar sé
sameiginleg niðurstaða nefndar-
innar nánast forsenda þess að Al-
þjóðahvalveiðiráðið fylgi ráðlegg-
ingum hennar.
„Það er áhyggjuefni hve sjald-
gæft er að vísindanefndin komist
að samhljóða niðurstöðu um eitt-
hvað, sem skiptir máli varðandi
veiðijþol og veiðikvóta. Það olli okk-
ur vonbrigðum varðandi langreyð-
ina, þar sem við teljum að vitneskj-
an um langreyðarstofninn hér við
land sé í rauninni mjög góð. Þessi
stofn hefur verið rannsakaður um
áratugaskeið og af miklum krafti
undanfarin ár,“ segir Jóhann.
tveim mismunandi meiðurn áð