Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRIL 1991 GARfílJR s.62-1200 62-1201 Skipholti 5 2ja-3ja herb. Urðarstígur. 2ja herb. 60 fm íb. tilb. u. trév. á 2. hæð í nýend- urb. húsi. Verð 4,2 millj. Reykjavíkurvegur. 3ja herb. 74,3 fm ib. á 1. hæð í steinh. Snotur, björt íbúð á mjög rólegum stað. Ágæt lóð. Verð 5,7. Eyjabakki - góð kaup. 2ja herb. 59,7 fm íb. á 1. hæð i blokk. 1 gott herb. á sömu hæð fylgir. Snotur íb. Góð kaup. V. 5 m. Eskihlíð. 3ja herb. endaíb. á 2. hæð í blokk. l’b. er 2 fallegar stofur, 1 svefn- herb., eldh. og bað. Góður staður. Verð 6,1 millj. Kleppsvegur. 3ja herb. 82,7 fm íb. á 1. hæð i háhýsi. ib. er 2 saml. stofur, 1 herb., bað og hol. Góð íb. Húsvörður. Suðursv. Veð- bandalaus. Verð 6,5 millj. Vesturberg. 3ja herb. 73,2 fm íb. á 3. hæð í lyftubl. Góð íb., vel staðsett. Verð 5,5 millj. Rauðalækur. 3ja herb. 91,1 fm stórglæsil. jarðh. í fjórbýli. íb. er öll sem ný m.a. nýtt í eldh. og á baði. Nýtt gler. Nýtt á gólfum. Sérinng., þvottaherb. og hiti.Laus. 4ra herb. Engihjalli. 4ra herb. 107,9 fm íb. á 1. hæð í blokk. Ib. er stofa, 3 svefn- herb., gott eldh. og bað- herb. með glugga. Góð íb. Nýtt lán frá hússt. 2,4 millj. Kári Fanndal Guðbrandsson, Axel Kristjánsson hrl. Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. / Fyrsta ástín Leiklist Aðalleikarar „Litbrigða jarðar“, Hjálmar Hjálmarsson og Stein- unn Olína Þorsteinsdóttir Súsanna Svavarsdóttir Ríkisútvarpið-Sjónvarp LITBRIGÐI JARÐARINNAR Höfundur: Olafur Jóhann Sig- urðsson Leikgerð og leikstjórn: Ágúst Guðmundsson Leikmynd og lýsing: Steingrím- ur Þorvaldsson Búningar: Anna Ásgeirsdóttir Myndataka: Páll Reynisson Tónlist: Ríkharður Örn Pálsson Það hefur verið sagt að fyrsta ástin sé sú merkilegasta í lífi hvers og eins; þegar æskan kveður og tilfinningar manns færast út fyrir þröngan heim fjölskyldunnar. Þau tímamót þegar maðurinn þarf að takast á við önnur gildi en hann þekkir á bernskuheimili sínu; gildi sem eru honum framandi. Fyrsta ástin verður því tími nýrra tilfinn- inga, óöryggis - en þó óendan- legrar hamingju. ,, Aðalpersónan í Litbrigðum jarðarinnar, Mummi, er á þessum tímamótum. Hann er sextán ára; saklaus sveitadrengur og á heim- ili hans er greinilega aðeins talað um það sem þarf að tala um; tíðar- far og skepnur, verkefni sérhvers dags og verkaskiptingu. Á heimil- inu eru foreldrar hans og yngri systir. Mannleg samskipti og allt hjal um tilfinningar er órafjarri þessari fjölskyldu - enda fer það svo að þegar Mummi hittir Sigr- únu Maríu, fyrstu ástina sína, verður hann óttalega kjánalegur. Hún er einu og hálfu ári eldri og frá heimili þar sem greinilega er meiri gestagangur en á heimili Mumma. Hún hefur því líklega séð og heyrt meira um mannleg örlög en hann. Það er því Sigrún sem stígur fyrsta skrefið í sam- skiptum við Mumma. Hún daðrar við hann 0g lætur að því liggja að hún sé ástfangin af honum. Þetta kemur, vægast sagt, flatt upp á Mumma, en smátt og smátt verður hann heltekinn af þessari staðreynd og verður sjálfur ást- fanginn upp fyrir haus. En Sigrún María er bara ung stúlka sem er að finna sér stað í tilverunni. Því fylgir, að sjálf- sögðu, að eiga aðdáendur. Það er jú alltaf mælikvarði á eigið verð- gildi. Og svosem ekki margt ann- að að sýsla þarna í fásinninu. Það er bara Mummi sem gerir sér enga grein fyrir þessu og upplifir þá yndislegu tilfmningu að hann skipti einhvern máli - að hann sé sérstakur. Og sakir æsku og sakleysis, nær hann ekki skiiaboð- unum, þegar Sigrún María reynir að gera honum ljóst að hún hefur ekki áhuga á honum. Hann upplif- ir því þann óbærilega sársauka sem fylgir því að vera hafnað; en um leið opnast honum dyr að heimi hinna fullorðnu. Hann er kominn út fyrir verndarsvæði for- eldranna - og hefur kjark til að stíga yfir þröskuldinn. Leikgerð Ágústs Guðmunds- sonar er mjög trú sögunni - og ekki síst þeim tilfinningum sem í henni hrærast. ÖU umgjörð sög- unnar er ákaflega falleg. Búning- ar einfaldir og lausir við tilgerð, ieikmynd skemmtileg og ótrúlega nákvæm hvað varðar allt skraut á heimilum. Tökustaðir og töku- tímar vel valdir og myndatakan mjög góð. Sagan sjálf, sem kemst vel til skila, er líka sériega falleg; það er fátt eins fallegt og að gera sig að fífli, sakir æsku og sakleys- is. Aðalpersónan Mummi á því örugglega vísan samastað í hjarta manns, enda sagan sögð út frá hans sjónarhóli. Þó er kostur sög- unnar kannski fyrst og fremst fólginn í því að Sigrún María er ekki dæmd sem nein ótukt; hún er líka að leita að sjálfri sér. Leit þessara tveggja ungmenna fer fram í tilveru sem er samsett af ótal römmum. Stéttaskiptingin skipar þeim Mumma og Sigrúnu hvoru í sinn ramma - og þótt ekki væri nema af þeim sökum, er samband á milli þeirra útilok- að. Það er kannski mikilvægasta' lexían í prófraun Mumma; hann lærir ekki bara eitthvað um mann- legt eðli, heldur líka um það sam- félag sem mannlegu eðli hefur tekist að klúðra saman. Hjálmar Hjálmarsson leikur Mumma og er ótrúlega sannfær- andi. Hann kemur vel til skila þessari ótrúlegu hamingju yfir því að einhver „þú“ skuli vera til í heiminum. Hann er hamingjusam- ur 1' vöku vegna þess - og ham- ingjusamur í svefni, alsæluríkinu, vegna þess að daglegt amstur skyggir ekki á þessa einu, tæru tilfinningu. Einlægni Mumma er fullkomlega eðlileg - svo og von- brigði hans. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fannst mér ekki eins sannfærandi í hlutverki Sigrúnar Maríu. Hún kom ekki nógu hreint til skila þeim „dúalisma“ sem felst í því að segja eitt og meina annað. Þetta var einkennilega óljóst, því þótt Sigrún vilji ekkert með Mumma hafa, vill hún samt eiga aðdáun hans og ást - í íjarlægð. Auk þess hefur Steinunn gjallandi rödd og raddbeitingin verður á köflum einkennileg. Hún hljómar ekki nógu vel í kvikmynd - og held ég að Steinunn verði að vinna vel með röddina í sér, ef hún á ekki að standa henni fyrir þrifum. Unnur Stefánsdóttir fer með hlutverk systur Mumma og gerir því góð skil. Þessi rólynda stúlka á fermingaraldri verður eftir- minnileg, þótt hún sé kannski fyrst og fremst fulltrúi fyrir það sakleysi sem Mummi er að tapa. Önnur hlutverk í sýningunni era smá, en almennt eru þau vel leik- in. Þó verð ég að játa að mér fannst Gísli Rúnar Jónsson þreyt- andi sem formaður Ungmennafé- lagsins og held að Gísli mætti vel fara að gæta að sér, því persónur hans eru fremur farnar að líkjast kæk en leiklist. Litbrigði jarðar er ákaflega fal- leg saga og víst var sjónvarpsleik- ritið fallegt, en það verður að segja eins og er að íslenskir leik- stjórar virðast eiga í einhveijum vandræðum með að þjappa efni saman. í stað þess er það teygt og togað svo spennan í framvin- dunni fellur niður. Eg get ekki sagt að ég hafi verið mjög „spennt" að sjá seinni hlutann eftir að þeim fyrri lauk. Það var ekkert sem kallaði á mann. En einmitt af þessum sökum kannski, naut frábær tónlist Ríkharðs Arn- ar sín sérstaklega vel. Hún var með því best lukkaða sem ég hef heyrt við íslenskt sjónvarpsleikrit; var trú þeim hreinu tilfinningum ástar og sársauka sem í verkinu eru, hélt sýningunni saman og gerði það að verkum að biðin eft- ir að eitthvað gerðist var ljúf. í heild var þetta því eftirminnilegt sjónvarpsleikrit, vegna allrar feg- urðarinnar sem í því var. Hafnarfjörður - útsýni Vorum að fá til sölu þetta sex íbúða stigahús á einum besta útsýnis- stað í Hafnarfirði. Húsið stendur við Eyrarholt nr. 14 og skiptist í tvær 3ja herb., tvær 4ra herb. og tvær 5-6 herb. íbúðir. 3ja-6 herb. íbúðirnar eru á tveimur hæðum þ.e. hæð og ris. HRAUNHAMARhf A A FASTEIGNA-OG I SKIPASALA | Reykjavíkurvegi 72. | Hafnarfirði. S-5451 1 Sími54511 Magnús Emilsson lögg. fasteignasali, kvöldsími 53274. Grindavík: Slasaður sjómað- ur sóttur Grindavík. LIÐSMENN í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík sóttu slasað- an sjómann út á sjó á mánudags- kvöld. Ferðin sem tók um 4 tíma gekk vel að sögn Gunnars Jóhannssonar skipstjóra Odds V. Gíslasonar, björgunarskips deildarinnar. Beiðni barst frá ísfisktogaranum Ásbirni RE sem var staddur á miðunum um 60 sjómílur suður af landinu. Skipin mættust um 40 sjómílur frá landi og sjómaðurinn sem hafði fengið karfabein í höfuðið var tek- inn um borð í Odd og síðan til Grindavíkur þar sem hann komst undir læknishendur. Að sögn Gunnars er þetta 7. út- kallið frá áramótum sem berst til björgunarsveitarinnar og er þetta mikill sparnaður fyrir útgerðina þar sem ekki þarf að sigla í land og slysin hafa ekki verið þessháttar að landhelgisgæslan sinni þeim þar sem þau teljast lítilsháttar. Þarna sé björgunarsveitin því að sinna þjónustuhlutverki við bátaflotann. FO • * •---- Mýrasýsla: Sameining sveitarfélaga til umræðu SAMEINING sveitarfélaga hefur verið til umræðu í Mýrasýslu und- anfarna mánuði. Starfandi er sam- einingarnefnd með fulltrúum sex af sjö sveitahreppum sýslunnar. Að sögn Jóns Þórs Jónassonar oddvita Stafholtstungnahrepps hefur bæði verið rætt um sameiningu allra hreppa Mýrasýslu, utan Borgarness, og sameiningu í smærri einingar. Hann sagði að málið hefði verið til umræðu síðastliðinn vetur án niður- stöðu og umræður haldið áfram 1 vetur. Taldi Jón Þór að ekki væri mikil stemmning fyrir sameiningu nú en menn vildu samt ræða málin. Sameiningarnefndin boðar til aÞ menns fundar um sameiningarmálin í Þinghamri í dag klukkan 14. Meðal framsögumanna verður Birgir Þórð- arson fyrrverandi oddviti Önguis- staðahrepps og mun hann segja frá reynslunni af sameiningu þriggja hreppa í Eyjaíjarðarsveit. Stóðhestur- inn Orri frá Þúfu seldur HÓPUR áhugamanna hefur keypt 90% eignarhlut í stóðhest- inum Orra frá Þúfu í Landeyjum af Indriða Ólafssyni bónda þar. Kaupendurnir eru um 40 talsins hvaðanæva að af landinu, sem samtals kaupa 60 hluta í hestin- um, en uppgefið kaupverð er 35 þúsund krónur á hvern hlut. Stofnað hefur verið félag um kaupin sem heitir Orri sf. Stóðhesturinn Orri er 4 vetra gamall, og er hann undan Otri frá Sauðárkróki, en móðir hans var alin á Þúfu undan Adam frá Meðal- felli. Orri hlaut 1. verðlaun á sýn- ingu Stóðhestastöðvar ríkisins í fyrravor og einnig á landsmótinu í fyrrasumar. Að sögn Indriða Ólafssonar er Orri á samningi hjá Stóðhestastöð- inni þar til í haust, en eftir að hann losnar þaðan verður hann fyrst um sinn geymdur að Þúfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.