Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991 23 endurreisa héraðssjúkrasamlögin eins og ég hefi ýtarlega bent á (Mbl. janúar 1990). En gættu að því, kæri Ólafur, að nú þegar eru um 35% allra sjúkrarúma hér á landi rekinn á þann veg og 55% af elli- og hjúkrunarrúmum. Eigi að síður hefur rekstur þeirra ekki reynst hagkvæmari en ríkisrekinna stofnana, sbr. Landakot/Ríkisspít- alar. Auk þess má benda á að flest- ar heilbrigðisstofnanir eru nú komnar á föst fjárlög. Samanburður þinn á heilbrigðisþjónustu og vega- gerð þótti mér nokkuð kaldranalég- ur. Allir geta gert tilboð í vegagerð en læknar hafa einokunarstöðu í heilbrigðisþjónustu. Útboð eru mið- uð við lágmarkskostnað og hljóta að taka mið af að útboðshafinn hafi nokkurn gróða þegar upp er staðið — enda ekkert óeðlilegt að jafnvel læknar hafi góðar tekjur af sinni vinnu. En það er trúlega létt- ara verk fyrir vegamálastjóra að fresta lagfæringu á vegarspotta ef líkur eru á að kostnaður fari úr böndum en fyrir þig að fresta nýrnaaðgerð ef þú ert kominn yfir fjái-veitinguna! Lokaorð Ljóst er að heilbrigðisþjónustan kostar verulegt fé og nauðsynlegt er að gæta ýtrustu hagkvæmni í rekstrinum og beita þeim ráðum sem tiltæk eru. Við eigum að vera opin fyrir nýjungum en fara þó með gát. Einkaframtakið hefur uppá margt að bjóða og við eigum að tileinka okkur það ef það nýtist vel og kemur ekki niður á sjúklingum. En áður en meiri háttar breytingar eru gerðar á rekstrarformi heil- brigðisþjónustu, sem fram að þessu hefur reynst vel, er óhjákvæmilegt að niðurstöður hagkvæmnisathug- ana liggi fyrir eða að menn kynni sér hvernig til hafi tekist meðal þjóða er búa við svipáð hagkerfi. Síðast en ekki'síst ber okkur að standa vörð um jafnræði og að- gengi manna að heilbrigðisþjón- ustunni, sem forverar okkar lögðu grunninn að. Því miður ferst slíkt oft fyrir og sýnist rnér að svo sé farið með til- lögur Ólafs Arnar. En vissulega get ég tekið undir sumar þeirra. Eg held gjarnan þessum umræðum áfram ef tilefni gefst, því að hér er tekist á um veigamikil mannrétt- indi. Höfundur er landlæknir. Daglegur fánatími lengdur GEFINN hefur verið út forseta- úrskurður um fánadaga og fána- tíma, þ.e. hvaða daga og á hvaða tíma dags skuli flagga af opin- berri hálfu. Fánadagar eru hinir sömu og verið hafa, en daglegur fánatími er lengdur, þannig að fáni má vera uppi frá klukkan sjö að morgni og að jafnaði til sólarlags, en aldrei lengur en til miðnættis. Þá er í auglýsingu frá forsætisráðuneytinu kveðið á um staðal fyrir fánalitina til þess að reyna að tryggja að nákvæmlega réttir litir séu ávallt notaðir við fánagerð. Jafnframt hefur forsætisráðu- ne}d,ið gefið út bók með leiðbeining- um um notkun fánans. Margar lit- myndir og skýringamyndir eru í ritinu. Ennfremur er þjóðsöngurinn birtur á íslensku og fyrsta erindið einnig í erlendum þýðingum. Einnig eru birtar gildandi reglur um íslensk heiðursmerki og ágrip af sögu fána, skjaldarmerkis, þjóðsöngs o.fl. Ritið er samið af nefnd sem for- sætisráðherra skipaði og áttu þar sæti Guðmundur Benediktsson, ráðuneytisstjóri, Baldur Möller, Pétur Thorsteinsson og Birgir Thorlacius, fyrrverandi ráðuneytis- stjórar. Ritið verður til sölu í bókaversl- Unum. (Fréttatilkynning) Haf narfj örður: Loftmengun undir hættu- mörkum á Hvaleyrarholti AF NIÐURSTÖÐUM mælinga á loftmengun á Hvaleyrarholti í Hafn- arfirði má draga þá ályktun að mengun af völdum brennisteinstvíild- is sé ekki hættuleg mönnum eða gróðri í byggð í Hafnarfirði. I frétt frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðarsvæðis segir, að af- staða álversins til byggðarinnar sé heppileg með tilliti til dreifingar á menguninni. Vindáttir serh flytji mengu frá álverinu til byggðarinnar séu fremur sjaldgæfar og loftblönd- un virðist oftast góð í slíkum vind- áttum. Því megi draga þá ályktun að mengun sé langt frá því að skapa hættu fyrir heilsufar almennings eða gróður í byggð í Hafnarfirði. Fram kemur að, „Meðalgildi loft- kennds flúors mældist rúmlega íjórðungur þess sem mælt er með í norskum loftgæðamörkum (íslensk mörk eru ekki til) vegna gróðurverndar á sex mánaða tima- bili. Tvo daga fór slík mengun hins vegar nokkuð yfir ráðlagða hám- arksmengun einstakra sólar- hringa." Þá segir að mikilvægasta við- fangsefni álversins í Straumsvík sé því að minnka flúormengun eins og unnið sé að um þessar mundir. Finotex INNRÉTTINGAR BOSCH HEIMILISTÆKI Stendur þú í byggingarframkvæmdum en leiðast jafnframt ferðirnar til bankastjóra? Komdu þá fagnandi í verslanir okkar þar sem við bjóðum þér einstaklega þægilega leið til að einfalda flókinn hlut. ByGGIN GARVELTA er nýjung sem felur í sér allt að 36 mánaða lán til kaupa á byggingarvörum sem þú kaupir í verslunum okkar! Það sem meira er - lánið er á venjulegum bankakjörum. Um tvenns konar tilboð er að ræða: Nýbyggingarboð og Viðhaldsboð. NYBYGGINGARBOÐ er ætlað þeim sem eru að ganga frá íbúð á byggingarstigi. VIÐHALDSBOÐ er fýrir þá sem eru að lagfæra eða gera upp íbúð sína. Aðeins traustar vörur á góðu verði! Þetta einstæða tilboð nær til hreinlætistækja, gólfefna, málningar, innréttinga, verkfæra, heimilistækja og annarra þeirra vörutegunda sem nauðsynlegar eru við lokafrágang og viðhald íbúða. Að sjálfsögðu bjóðum við aðeins traust og viðurkennd vörumerki! Byggingarveltan er einföld í framkvæmd, hagkvæm - og sjálfsögð! GROHE EJ Nokkur hinna traustu vörumerkja sem í boði eru. Byggingarvelta — þvílíkt lán! METRO Álfabakka 16 S.670050 íarma Bœjarhrauni 16 S. 652466 G.Á. Böðvarsson hf. Austurvegi 15, Selfossi S.21335 % MQstan hf akranesi Ólfijngar I pjonosta Stillholti 16 S. 11799
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.