Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 42
42
MORQUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRIL 1991
ATVINNIIA UGL YSINGAR
ífea
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
A AKUREYRI
Viljum ráða sjúkraþjálfara frá 1. júlí nk. eða fyrr.
Upplýsingar um starfið veitir yfirsjúkraþjálfari.
Umsóknarfrestur er til 15. apríi nk.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
sími 96-22100.
Herrafataverslun
Reglusaman og snyrtilegan afgreiðslumann
vantar strax í Herrahúsið við Laugaveg.
Æskilegt að viðkomandi reyki ekki.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf óskast
sendartil: Herrahúsið Adam, pósthólf 5155,
125 Reykjavík.
Ath. að upplýsingar eru ekki gefnar í sfma.
Auglýsingastofa
Rótgróin auglýsingastofa vill ráða dugmikinn
starfsmann til að sinna hugmyndasmíð, til-
boðagerð, áætlanagerð, markaðssetningu
og fleiru er viðkemur þjónustu stofunnar við
viðskiptavinina.
Þekking á sviði markaðsfræða æskileg. Góð
íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg. Þarf
að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri
störf, sendist auglýsingadeild Morgunblaðs-
ins fyrir 7. apríl merktar: „A - 8850".
Frá
Fræðsluskrifstofu
Reykjanesumdæmis
Lausar kennarastöður við grunnskóla í
Reykjanesumdæmi.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk.
Grunnskólar Kópavogs:
Kópavogsskóli - meðal kennslugreina smíði.
Digranesskóli - meðal kennslugreina tón-
mennt.
Snælandsskóli - meðal kennslugreina eðlis-
fræði.
Grunnskólar Seltjarnarness:
Mýrarhúsaskóli - meðal kennslugreina tón-
mennt og myndmennt.
Valhúsaskóii - meðal kennslugreina smíði.
Grunnskólar Garðabæjar:
Garðaskóli - meðal kennslugreina danska
og íslenska.
Hofsstaðaskóii - meðal kennslugreina sér-
kennsla.
Grunnskólar Hafnarfjarðar:
Hvaleyrarskóli - meðal kennslugreina tón-
mennt.
Setbergsskóli - meðal kennslugreina sér-
kennsla.
Lækjarskóli - meðal kenhslugreina enska.
Álftanesskóli, Bessastaðahreppi:
Meðal kennslugreina tónmennt og sér-
kennsla.
Grunnskólar Mosfellsbæjar:
Gagnfræðaskólinn í Mosfellsbæ - meðal
kennslugreina sérkennsla, íslenska, líffræði,
stærðfræði, smíði, saumar, danska og
enska.
Grunnskólar Keflavíkur:
Myllubakkaskóli - meðal kennslugreina
myndmennt og tónmennt.
Holtaskóli - meðal kennslugreina íslenska,
enska, danska, stærðfræði, líffræði og
smíðar.
Grunnskólinn í Grindavík - meðal kennslu-
greina myndmennt og smíði.
Grunnskólinn í Njarðvík - meðal kennslu-
greina handmennt og íþróttir.
Grunnskólinn í Sangerði - meðal kennslu-
greina mynd- og handmennt og sérkennsla.
Gerðaskóli, Garði - meðal kennslugreina
íþróttir, heimilisfræði og sérkennsla.
Stóru-Vogaskóli, Vatnsleysustrandar-
hreppi - meðal kennslugreina myndmennt.
Fræðslustjóri Reykjanesumdæmis.
Matreiðslumaður
óskast til starfa, í veitingahús úti á landi, í
sumar. Reglusemi áskilin. Góð laun fyrir
góðan mann.
Upplýsingar í síma 96-61261.
Framhaldsskóla-
kennarar
Kennara vantar að framhaldsskólanum á
Laugum næsta skólaár m.a. í íslensku,
tungumál, raungreinar og ferðaþjónustu-
greinar.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl.
Upplýsingar veitir skólameistari í síma
96-43112, hs. 96-43113.
Skólameistari.
Sjúkrahús
Suðurlands, Selfossi
auglýsir eftirtaldar stöður lausar til
umsóknar:
- 50% staða sérfræðings í almennum lyf-
lækningum.
- 50% staða sérfræðings í svæfingum.
Upplýsingar um nám og fyrri störf sendist
stjórn Sjúkrahúss Suðurlands v/Árveg, 800
Selfossi, fyrir 15. júní 1991.
Nánari upplýsingar gefa framkvæmdastjóri
og yfirlæknar sjúkrahússins í síma 98-21300.
Sjúkrahússstjórn.
Ahugasamir
hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðinga/hjúkrunarnema vantar
strax á hjúkrunardeildir og á heilsugæslu í
föst störf og til sumarafleysinga á allar vakt-
ir. Barnaheimili og góð vinnuaðstaða á ný-
uppgerðum hjúkrunardeildum.
Upplýsingar gefa Jónína og ída í símum
689500 og 35262.
Umsjónarmaður
tölvumála
Búnaðarfélag íslands óskar að ráða umsjón-
armann tölvumála hjá félaginu. Starfið krefst
góðrar kunnáttu í gerð hugbúnaðar og notk-
un vélbúnaðar. Góð búfræði- og landbúnað-
arþekking er æskileg.
Umsóknir sendist til Búnaðarfélags íslands
fyrir 25. apríl. nk.
Nánari upplýsingar veita Pétur Þór Jónasson
og Jónas Jónson í síma 19200.
Búnaðarfélag íslands, Bændahöllinni,
pósthólf 7080, 127 Reykjavík.
w
Lausar stöður
Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar og til
sumarafleysinga. Sjúkraliðar óskast nú þeg-
ar og til sumarafleysinga. Hjúkrunarnemar
óskast til sumarafleysinga. Starfsfólk óskast
til sumarafleysinga.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjói í síma
688500.
Sjúkraliðar
Lausar eru stöður sjúkraliða við litla einka-
rekna sjúkradagvist í Reykjavík frá 15. maí
nk. Um 50% vinnu er að ræða. Góð laun í
boði.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 688620
4. og 5. apríl á milli kl. 13 og 16.
Garðabær
Óskum eftir fólki til aðstoðar á heimilum aldr-
aðra og sjúkra. Fastráðning í hálft eða heilt
starf kemur til greina.
Upplýsingar í síma 656622 á skrifstofutíma.
Félagsmálaráð Garðabæjar.
Uppeldis- og
meðferðarstörf
Meðferðarheimili einhverfra, Sæbraut 2,
Seltjarnarnesi, óskar eftir að ráða áhuga-
samt fólk tii stafa með einhverfum ungling-
um sem fyrst:
Þroskaþjálfa (deildar), fóstru eða meðferð-
arfulltrúa með reynslu eða menntun á sviði
uppeldis- eða sálarfræði. Störfin fela í sér
þátttöku í meðferð og þjálfun íbúa heimilis-
ins. Um er að ræða vaktavinnu í fullu starfi,
en möguleiki er á hlutastarfi.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, í
síma 611180, virka daga frá kl. 9.00-12.00.
Lögreglumann
vantar
til starfa í lögregluliði Vestmannaeyja. Laun
samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjandi þarf að hafa lokið námi í Lög-
regluskóla ríkisins.
Umsóknir ber að senda yfirlögregluþjóni fyr-
ir 8. apríl nk. á þar til gerðum eyðublöðum
og gefur hann nánari upplýsingar.
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum.
£peinn*i$afeari
BAKARI — KONDITORI — KAFFI
Skrifstofa,
Álfabakka
Óskum eftir að ráða starfskraft til almennra
skrifstofustarfa. Vinnutími frá kl. 9.00-13.00.
Upplýsingar veittar í síma 679263 milli kl.
10.00 og 15.00 í dag.
Kvenfataverslun
í miðbænum
óskar eftir starfskrafti strax, til framtíðar-
starfa, á aldrinum 35-55 ára. Vinnutími frá
kl. 13-18.
Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir 6. apríl merktar:
„AX - 9350“.
Löglærðan fulltrúa
vantar
Við embætti bæjarfógetans í Vestmannaeyj-
um er laus staða löglærðs fulltrúa. Laun
samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Leitað er að röskum og áhugasömum starfs-
manni.
Umsóknir ber að senda undirrituðum fyrir
8. apríl nk.
Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum.