Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 58
#>S8 'MÓRÖÍfNBLÁÖIÐ 'tóÐVÍKÚE/ÁGtÍR 3.' ÁPRÍt 1'991 Minning: Kristján Benedikts- son, rafvirki Með þessum fátæklegu orðum ætlum við að kveðja hann afa okk- ar, Kristján Benediktsson rafvirkja. Það tók mikið á okkur þegar við fréttum að hann væri dáinn. Um huga okkar runnu allar góðu stund- imar sem við áttum með honum. Þar á meða! voru veiðiferðirnar sem voru margar. Það var líf hans og yndi að kenna okkur að veiða. Stolt- ið skein úr andliti hans þegar við veiddum fisk. Hann ferðaðist með okkur á æskuslóðir sínar sem voru honum mjög kærar, vestur í Djúp. Er við vorum minni vorum við alltaf að heimsækja afa og ömmu í Safó. Þau pössuðu okkur líka oft. Ung að aldri spilaði hann mikið við okkur lönguvitleysu og kenndi okkur að leggja kapla. Hann var ætíð gjaf- mildur og hugulsamur við okkur krakkana. Þegar Við uxum úr grasi fylgdist hann vel með og tók virkan þátt í uppvaxtarárum okkar. Hann afi okkar gat verið með eindæmum stríðinn. Hann lék líka mikið við okkur. Hann vitnaði alltaf í ljóð, vísur og brandara þegar hann talaði. Hann kunni ósköpin öll af ljóðum, enda hafði hann mjög gott minni. Nú kveðjum við hann afa okkar með söknuði. Það er gott að vita að hann er hjá Guði því þar er hann öruggur og líður vel. Ásdís Margrét Rafnsdóttir, Ólöf Sigriður Einarsdóttir, Ólafur Þór Rafnsson, Kristján Haukur Einarsson. Við hlökkuðum svo til að fá að sjá hann afa aftur um páskana og fá að heyra aftur „Komdu sæll og blessaður" en því miður var hann kallaður í burt áður en við komum. Við töluðum oft um afa heima í Englandi og áttum góðar stundir með honum og ömmu, sem hefðu betur verið fleiri. Við söknum elsku afa. Daníel og Anna Lísa. í gær, 2. apríl, fór fram útför Kristjáns Benediktssonar, rafvirkja- meistara, en hann andaðist í Lands- pítalanum 21. mars sl. Þessa mæta manns langar mig að minnast í fáum orðum. Hann var Vestfirðingur að ætt og uppruna. Fæddur var hann 20. apríl 1919 að Hrafnabjörgum, Ögur- hreppi, N-ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Rannvéig Kristjánsdóttir og Benedikt Ásgeirsson. Þau áttu ekki samleið í lífinu, en Rannveig giftist síðar Jóhannesi Dósóþeusar- syni, hinum ágætasta manni og bjuggu þau allan sinn búskap á Sveinhúsum við Djúp. Þar ólst Kristján upp og vandist þar öllum venjulegum störfum, sem þá tíðkuð- ust í sveitabúskap. En hugur hans stóð til að afla sér frekari menntun- ar. Árið 1941 fór hann til náms í Bændaskójanum að Hólum í Hjalta- dal og Jauk þaðan prófí tveim árum síðar. Á þessum árum kynntist hann Ólöfu ísfeld, sem er ættuð austan af fjörðum. Hún varð síðar Iífsföru- nautur hans. En þau giftust 9. febrú- ar 1945. Þeim hjónum, Ólöfu og Kristjáni, varð þriggja barna auðið. Þau eru: Einar Kristján ísfeld, f. 25. júlí 1946, dáinn 12. mars 1987. Hann nam verslunarfræði og starfaði lengst af sem fulltrúi-hjá Tryggingastofnun ríkisins. Hann kvæntist Hrafnhildi Hauksdóttur. Þau skildu. Þau eign- uðust tvö börn. Jóhannes Rafn Kristjánsson, f. 6. febrúar 1948. Hann er tæknifræðingur og er starfsmaður og meðeigandi í verk- fræðistofunni Fjarhitun hf. Kvæntur Hrafnhildi Þorgrímsdóttur kennara. Þeirra böm eru tvö. Yngst er Margr- ét Sigríður, f. 6. desember 1953. Hún er stúdent frá Verslunarskóla íslands. Hún er búsett í Manchester og er gift John Duncombe verkfræð- ingi. Þeirra börn eru tvö. Ólöf og Kristján settust að í Reykjavík og vann Kristján ýmis störf er til féllu, uns hann settist á skólabekk á ný og nú í Iðnskólanum og lauk þar námi í rafvirkjun og við þá iðngrein starfaði hann síðan. Nærri má geta að ekki var auðvelt fyrir fjölskyldumann að hefja nám á þeim árum. Þá var ekki hægt að sækja um námslán eins:. og nú Helga R. Sigurbjörns- dóttír, hárgreiðslu- meistari — Minning Fædd 22. nóvember 1928 Dáin 22. mars 1991 Mamma, Helga Ragnheiður, er farin. Það er erfitt að hugsa sér lífið án mömmu, sem var mér svo mikið. Besta vinkona mín allt mitt líf. Hún var svo sterk, sama hvað bjátaði á. Alltaf var huggun að koma og tala við hana. Ekki var alltaf dans á rósum, lífið sem við fjölskyldan áttum saman, en alltaf gekk þetta allt saman ein- hvern veginn. Hún var okkar stoð og stytta, mér og bræðrum mínum. Oft áttu mamma og pabbi erfitt, en alltaf, án nokkurrar aðstoðar, “gátu þau framfleytt öllum þessum bömum. Veraldleg gæði og ptjál voru svo langt frá henni. Það er einhvern veginn þannig að þeir, sem ganga erfiða veginn í þessu lífí, sjá Ijósið sem aðrir sjá ekki. Það var hún mamma sem sá ljós- ið. Hennar gleði var okkar gleði. Fyrir nokkrum árum gaf hún mér mynd í jólagjöf, undir mynd- inni var texti sem á vel við mömmu. Textinn segir: „Þeir sem færa sólskin inn í líf annarra geta ekki haldið því frá sjálfu sér.“ Mamma færði sólskin inn í mitt líf. Minningarnar geymi ég. Núna líður-hefMH-vek------ ----------- Fyrir hönd fjölskyldu minnar, vil ég þakka heimaaðhlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir þeirra ómetanlegu hjálp, er okkur var Líf er mikið líkt - ef gáum Ijósi, er þykir brenna fljótt, eða kvikmynd, er við sjáum augnablik, en hverfur skjótt. (Þ.B. Þorskabítur) Helga fæddist á Akureyri 22. nóvember 1928. Foreldrar hennar voru hjónin Dagmar Helgadóttir og Sigurbjörn Friðriksson. Hún var elst þriggja systkina. Ung missti hún móður sína og varð það henni mikið áfall. Snemma kom í ljós sköpunar- gleði og handlagni Helgu og nam hún hárgreiðslu á Akureyri. Við þá iðn starfaði hún um árabil á Akur- eyri og síðar í Reykjavík. Þar komu fram listrænir hæfileikar og dugn- aður hennar. Það má segja að örlög Helgu hafi ráðist þegar hún kynntist eftir- lifandi eiginmanni sínum Gunnari Heiðdal, prentmyndaljósmyndara, núverandi húsverði í Norræna hús- inu. Þau giftu sig á Akureyri árið 1953 og vöktu athygli fyrir glæsi- leik. Ungu hjónin fluttu suður og bjuggu síðan á Stór-Reykjavíkur- svæðinur Þair eignuðnst sex-rrmnrr-' tíðkast. Lífsbaráttan var hörð, og menn þurftu að leggja hart að sér til að framfleyta sér og sínum. En Kristján var tápmikill og naut dyggi- legs stuðnings konu sinnar og allt fór vel. Kristján starfaði nú við rafvirkjun á ýmsum stöðum, þar á meðal í Áburðarverksmiðjunni. Þar kynntist hann Gunnlaugi Óskarssyni og skömmu síðar hófst samstarf þeirra. Þeir stofnuðu verktakafyrirtækið Gunnlaugur & Kristján sf., og ráku það saman alla tíð síðan. Þeir félagarnir Kristján og Gunn- laugur reistu sér hús í Safamýri 45, og fluttu þangað með fjölskyldur sínar árið 1964 og bjuggu þar á sinn hvorri hæðinni í um það bil aldar- fjórðung, uns Kristján seldi sína hæð og keypti íbúð í blokk á Háaleitis- braut 24. Á þessum árum kynntist ég Kristjáni vel og fjölskyldu hans. Sambýlið gekk vel og minnist ég þess ekki að nokkru sinni hafí verið ágreiningur um neitt sem máli skipt- ir í húsinu. Heimili þeirra Ólafar og Kristjáns var alla tíð myndarheimili og bæði hjónin afar gestrisin. Þau voru og samhent um að koma börn- um sínum til manns, og er óhætt að segja, að allir afkomendur þeirra eru myndarfólk. Þegar að því kom, að börnin færu að heiman að stofna sín eigin heim- ili, var faðir þeirra vakinn og sofinn ’ við að aðstoða þau, seni hann fratn- ast mátti, enda var hann mjög dug- legur maður og ósérhlífinn. í daglegri umgengni var Kristján að jafnaði glaðbeittur og hressileg- vænleg börn, sem þau voru samtaka um að veita gott uppeldi. Börn þeirra eru: Sigurður Heið- dal læknir, New York, Sigurbjörn Heiðdal múrari, Bernhard Heiðdal trésmiður, Dagmar Jóhanna Heið- dal verslunareigandi, Garðabæ, Jörgen Friðrik Heiðdal tannsmiður í Reykjavík og Gunnar G. Heiðdal nemi. Þau hafa öll stofnað eigin heimiii og eiga börn, nema Gunnar, yngsti sonur þeirra sem býr enn í foreldrahúsum og er í námi. Barnabörnin voru ömmu sinni mjög hjartfólgin. Fjölskyldan var samhent og kom það ekki síst fram eftir að Helga greindist með erfiðan sjúkdóm. Eiginmaður hennar og aðstandendur veittu henni mikinn stuðning og fékk hún þá ósk st'na uppfyllta að vera á eigin heimili til hinstu stundar. Kynni okkar Helgu hófust árið 1972-, þegarHeiga-og Gunnar-réðu- ur, og það þótt honum væri þungt niðri fyrir. Enginn vaft er á því, að þi ng sorg var það honum, og auðvit- að konu hans og fjöískyldu allri, er Einar, eldri sonurinn, andaðist í blóma lífsins. Mér virtust þeir feðgar vera alla tíð mjög samrýndir. Kristján var félagslyndur maður, þótt ekki hefði hann mikinn tíma aflögu til að sinna félagsstörfum. Þó er mér kunnugt um, að hann var alla tíð áhugasamur og virkur með- limur í Alþýðuflokknum. Einnig starfaði hann í Félagi ísl. rafvirkja. Sat hann þar nokkur ár í stjórn og hlaut gullmerki félagsins árið 1987. Uppáhalds tómstundagaman Kristjáns voru laxveiðar, en þær stundaði hann á sumrum meira og minna. Meir en áratug áttu þeir fé- lagarnir Gunnlaugur og hann, ásamt þrem öðrum aðilum, laxveiðijörðina Hrafnagil í Laxárdal, Skagafirði. Veiðifélag var stofnað ásamt öðrum landeigendum í dalnum og stefnt að því, að rækta lax í ánni. Að Hrafna- gili voru margar ferðir farnar til lax- og silungsveiða. Kristján hélt ávallt tryggð við heimahagana á Vestíjörðum. Fór hann gjarnan þangað með fólki sínu á sumrum, einkum á seinni árum. Þar var líka hægt að veiða silung og jafnvel lax. Kristján las alla tíð talsvert og þá einkum þjóðlegan fróðleik. Þar var hann vei að sér. Kvæði og vísur kunni hann margar og raulaði stund- um fyrir munni sér. Komið gat fyr- ir, að hann heyrðist kveða, þegar hann var einn eitthvað að dunda í bílskúrnum sínum eða utan við hú- sið. Margir munu sakna Kristjáns Benediktssonar, því hann var vin- sæll maður, enda var hann bæði bóngóður og hjálpsamur og óáleitinn við aðra menn. Hitt er annað mál, að hann mun hafa átt hjá sér að vera harður í horn að taka, ef hann fann sig rangindum beittan eða að sér veist að ósekju, því maðurinn var skapmaður. Heiðarlegri mann en Kristján hefi ég ekki kynnst, og raungóður var hann. Er þar skemmst að minnast, hve vel hann bjó í haginn fyrir konu sína, þegar hennar heilsá fór að bila. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð, til þess að henni mætti líða sem best. Nú eru liðnir nokkrir áratugir síðan Vestfírðingurinn ungi fór að héiman og gerðist Reykvíkingur. Hann skilaði dijúgu ævistarfi og veitti méð sóma forsjá Tjölskyldu sirtni. ''i. - V ' .. Við Gunnlaugur kveðjum heiðurs- —,—;----------------t— ---------— sig til starfa í Norræna húsið. Hann sem húsvörður og hún við ræsting- ar. Fljött myndaðist góð vinátta milli okkar. Helga mætti snémma til vinnu og eru ógleymanlegar þær stundir sem við áttum saman á morgnana. Þá var oft glatt á hjalla og það var ekki síst að þakka góðri kímni- gáfu og frásagnarhæfileikum henn- ar. Helga vann í Norræna húsinu lengst af til ársins 1989. Auk þess að starfa við ræstingar var hún góður liðsmaður í kaffistofu Nor- ræna hússins. Það var sama að hvaða verki hún gekk, alltaf geisl- aði af henni lífskraftur og vinnu- gleði. Ég, Sigríður Gunnarsdóttir, og aðrar starfsstúlkur í kaffistofu Norræna hússins viljum að leiðar- lokum þakka Helgu samstarf og vináttu. Hún var kona sem gott er að minnast. Við óskum henni farar- heilla til æðri heima. Vóttum við eiginmanni hennar, börnum og fjölskyldum þeirra ein- læga samúð. Blessuð sé minning hennar. Kristín Eggertsdóttir Tengdamóðir mín elskuleg lést föstudaginn 22. mars. Slíkra sorg- artíðinda má ávallt vænta þegar barátta við erfiðan sjúkdóm hefur verið háð mánuðum saman. Dauð- inn virðist þó alltaf koma manni í jafn opna skjöldu og innibyrgð ang- ist brýst út. Rúmt ár er liðið síðan ljóst var að Helga amma gengi með hættulegan sjúkdóm. Um tíma var útlitið mjög slæmt en þegar líða tók á veturinn leit allt betur út. Hún dvaldist heima hjá sér í veikindun- nm -og- fékk -að -kveðja þaðan -með manninn Kristján Benediktsson og þökkum góða viðkynningu. Konu hans, börnum og ijölskyld- unni allri vottum við samúð. Hvíli hann í friði. Erla Guðmundsdóttir Kveðja frá Alþýðuflokknum, Jaf naðarmannaflokki Islands í gærdag, 2. apríl, var gerð frá Fossvogskirkju útför jafnaðar- mannsins Kristjáns Benediktssonar, rafvirkja. Kristján fæddist á Hrafna- björgum í Ögurhreppi, Norður-ísa- fjarðarsýsiu þann 20. apríl 1919 og lést í Landspítalanum 21. apríl 1991. Var honum þá aðeins þijátíu daga vant í að fylla sjötugasta og annað aldursárið. Á þeim stundum þegar hugur okkar staldrar við til að minnast lífshlaups manna eins og Kristjáns Benediktssonár þá víkkar vitund okkar oft svo að í örskammri sjón- hendingu getum við skynjað þær miklu breytingar og umbætur sem orðið hafa á íslensku samfélagi á skeiði þeirrar kynslóðar, er hann til- heyrði. Á barnsárum Kristjáns höfðu hug- sjónir okkar jafnaðarmánna nýlega haslað sér völl með skipulögðum hætti meðal launþega hér á Islandi, þegar réttlítið múgafólk reis gegn ranglæti samfélagsins og stofnaði Alþýðuflokkinn, og valdi sér kjörorð- in jafnrétti — frelsi — bræðralag. Fjölda fólks, sem nú á dögum þykir innihald þessara kjörorða Al- þýðuflokksins svo sjálfsagður þáttur í lífí þess, að það gerir sér ekki grein fyrir, að þegar þau voru fyrst sett fram sem markmið ungrar stjórn- máiahreyfingar þá voru þau stríðsyfirlýsing gegn lögvernduðu og hagsmunavernduðu ranglæti samfé- lagsins. Á þessum tímum varð það oft hlutskipti einstæðra mæðra að börn þeirra voru af þeim tekin og komið fyrir hjá vandalausum. Þá voru eng- in mæðralaun, þá voru engar ekkna- bætur, þá voru engar fjölskyldubæt- ur. Þá missti fólk kosningarétt sinn fyrir það eitt að taka við fjárfram- lagi úr sjóðum samfélagsins. Þá var hugsjón jafnaðarmanna um trygg- ingastofnun aðeins íjarlægur draumur. Sömu laun fyrir sömu vinnu. Sum- arfrí og orlofsgreiðslur. Félagslegt húsnæðisiánakerfí. Jafnir möguleik- ar til náms. Og margt margt fleira sem of langt er hér upp að telja og þeirri reisn sem hún átti í svo ríkum mæli. Á kveðjustund rifjast upp ótal yndislegar minningar og hve heppin ég var að fá að eiga þana fyrir tengdamóður. Alltaf var hún boðin og búin að rétta fram hjálparhönd. Bamabörnunum var hún sem besta amma. Pijónaði alla þá sokka, vettl- inga og lopapeysur sem þurfti á þau öll. Hennar er sárt saknað af börnun- um, en minningin um yndislega ömmu á eftir að ylja þeim um hjartarætur. Ég þakka fyrir að hafa átt með henni samleið, þó að ég hefði viljað að sú samleið yrði lengri. Blessuð sé minning elskulegrar tengdamóður minnar. Sigríður Ástvaldsdóttir Föstudaginn 22. mars sl. blöktu fánarnir í Vatnsmýrinni í hálfa stöng. Helga var dáin. Helga starfaði í Norræna húsinu við ræstingar frá árinu 1972 til 1989 að undanteknum tveim árum sem hún vann samskonar störf á Landsbókasafninu. Dugnaður, trú- mennska og vandvirkni einkenndu öll hennar störf og hún lagði metn- að sinn í að skila verki sínu óaðfinn- anlega. Sú hugsun að reyna að komast létt frá verki var ekki henn- ar máti. Hún mætti til starfs ásamt manni sínum Gunnari Heiðdal húsverði eldsnemma á morgnana. Yngsta barnið af sex, Gunnar yngri, höfðu þau gjarnan með sér og einnig Rebekku dótturdóttur sína. Störf Helgu í Norræna húsinu voru ekki bundin við ræstingarnar einar. Um tíma vann hún einnig í kaffistofuririi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.