Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991
Hvernig verður íslensk
tunga eftir 50 ár ?
eftir Tómas
Einarsson
Um fátt hefur verið meira rætt
og ritað á síðustu vikum en breyt-
ingar þær á reglugerð um útvarp,
sem menntamálaráðherra fram-
kvæmdi á dögunum. Auk þess að
hafa vegið og metið forsendur og
réttmæti þessara breytinga hafa
-menn einnig reynt að spá um fram-
tíð íslenskunnar út frá þeim. Hefur
sitt sýnst hveijum. Mörg orð hafa
verið sögð um það, að vá sé fyrir
dyrum, ef ekkert verður að gert.
Um það er engin spurning en ég
tel, að vandamálið sé stærra en
menn vilja vera láta, og að rætur
þess liggi dýpra en hvað varðar
breytingu á fyrrnefndri reglugerð.
Tungan breytist
smátt og smátt
Það er ljóst að unga fólkið hefur
ekki sömu máltilfinningu og for-
eldrarnir.
Þegar ég hóf kennslu fyrir um
það bil 40 árum bar lítið sem ekk-
ert á því að nemendur með meðal-
greind gætu ekki án fyrirhafnar
skilið og lesið sér til gagns þann
texta, sem námsbækurnar voru
skrifaðar á. Nú er svo komið að
venjulegur texti í skólanámsbók á
„gullaldarmáli" er þeim svo torskil-
inn að það verður að þýða heilar
setningar fyrir þau, svo efnið skilj-
ist. Þau spytja um merkingar hinna
ólíklegustu orða og orðasambanda,
sem varengin fyrirstaðajafnöldrum
þeirra fyrir tveimur áratugum.
Það er ekki nema von að þessi
breyting verði. Unga fólkið les ekki
þær bækur, sem jafnaldrar þeirra
lásu fyrrum s.s. Islendingasögur,
biblíuna, kvæði, rímur, annála,
þjóðsögur o.fl. sem má segja að
hafi verið fyrirmynd að tungutaki
fyrri tíma. Það ætti hveijum manni
að vera ljóst að barátta fyrir mál-
rækt í skólum hefur lítið að segja,
ef áhrifamiklir aðilar í þjóðfélaginu
sýna henni tómíæti. Þar á ég eink-
um við fjölmiðlana, sem hafa geysi-
mikil áhrif, og ekki síður heimilin,
þar sem grunnurinn er lagður að
máltilfinningu og meðferð hins tal-
aða máls. Þegar börnin koma í skóla
eru þau 5-6 ára gömul og flest orð-
in altalandi á _það mál, sem fyrir
þeim er haft. I skólanum eru þau
3-5 klst. að jafnaði á dag, sem
gerir 15-25 klst. á viku frá septem-
berbyijun til maíloka. í viku eru
168 klst. Utan skóla og án áhrifa-
valds kennarans eru nemendur því
ca. 85—90% af tíma hverrar viku.
Af þessu sést hve takmarkað það
er, sem skóiinn getur lagt af mörk-
um einn og sér við þjálfun tungunn-
ar. Honum er skylt, og það er gert
í flestum tilfellum að benda á réttar
leiðir, en oft með litlum árangri.
Þar er skýrasta dæmið baráttan við
„þágufallssýkina“, sem mér virðist
ætla að enda með fullkomnum
ósigri þrátt fyrir ómældan tíma,
sem skólamenn hafa lagt í að benda
á hið rétta.
Því læra börnin máliö,
að það er fyrir þeim haft
- A undanförnum árum hefur mik-
il myndbandavæðing átt sér stað
hér á landi. Fá munu þau heimili
vera, sem ekki hafa eignast mynd-
bandstæki. Þau eru einkum notuð
á tvennan hátt: að -taka upp efni
úr sjónvarpi til þess að eiga og
endurskoða og að taka myndbönd
á leigu til sýninga í heimahúsum.
Mér er kunnugt um það, að á
mörgum heimilum er safnað saman
á myndsnældur ýmsum teikni-
myndaseríum og öðru barnaefni úr
sjónvarpi, með erlendu tali (einkum
ensku) og skýringartexta á ís-
lensku. Mér þar m.a. nefna Tomma
og Jenna og annað álíka efni. Þessi
myndbönd eru afar vinsæl hjá börn-
um og horfa þau á slíkar myndir
margsinnis, auk þess, sem þær
ganga milli heimila að láni. Börn,
sem eru að læra málið og þau sem
ekki eru orðin læs, hafa mikla unun
af slíku myndefni og þreytast seint
á að horfa. Því eru böndin spiluð
aftur og aftur fyrir þessa óvita. A
þennan hátt geta þau lært orð og
heilar setningar á erlendum tungu-
málum án fyrirhafnar, eins og þau
væru að læra sitt eigið móðurmál.
Nú kann einhver að segja: Hætt-
an er ekki mikil, myndirnar eru
flestar með íslenskum texta, og því
geta börnin lesið hann og kynnst
efninu þannig. Þessu til stuðnings
vitna þeir til íslenskra barna, sem
hafa dvalist erlendis á unga aldri
og lært tvær tungur samtímis og
ekki orðið meint af. Þetta er ekki
sambærilegt vegna þess að hér er
jafnan um fá börn að ræða, sem
oftast eru í nánu sambandi við for-
eldra og fjölskyldu, sem hafa þann
metnað að kenna tungumálin rétt
og skýrt. En þegar stór hluti þeirra,
sem eru að læra að tjá sig og býr
við þær aðstæður, sem að framan
er lýst, hlýtur eitthvað undan að
láta. Almennt eru börn ekki orðin
stautlæs fyrr en 7-8 ára gömul, og
líklega flest orðin 10 ára, þegar þau
geta fylgt eftir skýringartexta á
„Það tungutak, sem
æskufólkið temur sér
nú, verður grunnur
þess máls, sem þeirra
börn læra, og þannig
kollafkolli. “
skjánum. Því virkar talið á mynd-
böndunum á óvitana eins og tal
fullorðinna. og það mál lærist fljótt,
sem fyrir þeim er haft.
Þetta umræðuefni, sem hér hefur
verið imprað á, er einn angi af stóru
máli, en ég tel að hann sé ekki sá
Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Iðnaðar-
bankinn hf., Reykjavík, árið 1991 verður haldinn
í Súlnasal Hótels Sögu, Reykjavtk, fimmtudaginn
4. apríl nk. og hefst kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar 4.06
í samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til
útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árínu 1991.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslands-
banka, Kringlunni 7, Reykjavtk, dagana 3. og 4.
apríl nk. Ársreikningur félagsins fyrir áríð 1990,
ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja,
verða hluthöfum til sýnis á sama stað.
Reykjavík, 11. mars 1991
Stjóm Eignarhaldsfélagsins
Iðnaðarbankinn hf
Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins
Alþýðubankinn hf. verður haldinn íÁtthaga-
sal Hótels Sögu, Reykjavík, fimmtudaginn
4. apríl 1991 og hefst kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf í samrœmi við
ákvæði greinar 4.06 í samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til
útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins um
nýtt hlutafjárútboð.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslands-
banka, Kringlunni 7, Reykjavík, dagana 3. og 4.
apríl nk. og á fundarstað. Ársreikningur félagsins
fyrir árið 1990, ásamt tillögutn þeim sem fyrir
fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á
sama stað.
Reykjavík, 15. mars 1991
Stjórn Eignarhaldsfélagsins
Alþýðubankinn hf.
minnsti. Eina ráðið sem tiltækt er
til að koma í veg fyrir hinar verstu
afleiðingar er sá, að talsetja allt það
efni, sem sýnt ev fyrír börn í sjón-
varpi, ogleigt er úi á myndböndum.
Þetta er að sjálfsögðu dýrt, en hvað
kostar að glata tungunni? Ég hef
ekki svar við því, en hver getur
leitað eftir því í eigin barmi.
Þegar þetta efni leitar á detta
mér oft í hug eftirfarandi hendingar
úr kvæðinu Móðir mín eftir Matt-
hías Jochumsson, en þær segja
meira en löng grein. Veit ég að
margir geta tekið undir með honum:
„Eg man eitt kvöld við þitt móðurkné
um myrkt og þegjandi rökkurhlé
- þú kunnir sögur að segja...“
„Þá lærði ég allt, sem enn ég kann,
um upphaf og enda, um Guð og mann
og lífsins og dauðans djúpin ...“
Er ekki orðið nokkuð langt bil
milli Þóru í Skógum og myndband-
anna?
Á liðnum misserum hafa ráða-
menn menntamála skipulagt ýmis-
legt jákvætt til eflingar tungunnar
og menn hafa brotið mikið heilann
um þá stöðu, sem hún er í nú. Á
síðástliðnu skólaári var gert mál-
ræktarátak í skólum landsins og
einnig hafa verið haldnar svonefnd-
ar M-hátíðir til þess að styrkja stöðu
tungunnar. Allt er þetta með góðum
huga gert, en hafa markmiðin
náðst, þegar litið er til framtíðar?
Þarf ekki að gera meira? Má slaka
á klónni eitt augnablik?
Fyrir hálfri annarri öld
Men GudiHann májú vera hreint
tossaður! Nú get ég fyrst begripið,
hvers vegna hann hefur verið að
renna þangað í húsið upp á hvern
einasta dag; en hvað segirþú? Trúir
þú ekki, að hann er tossaður að
foríova sig með soddan taus; hún
erjú ekki annað en hrein og simpil
barnapía. Það er ogso nokkuð af
því besta, sem ég hef heyrí, og
teink bara, í gaar, í gær lét hann
hende ride paa hann Graane, Grána
sín, op í rettene, upp í réttirnar.
So má það þó endilega vera satt,
'því annars pleiir hann ekki að lána
hann Grána sinn til nokkurs; — en
hvað þenkirðu, að sú gamla
maddama B. vil segja til þetta, trúir
þú ekki, að hún skal blíva hreint
tossuð“?
Dú kan trúa, Stine, þú getur
trúað það vill móra henni, ha, ha. “
„ Við megum þá endilega til
hennar til að foríelja henni þá
historíu. “
Þessi stutti kafli er tekinn úr
skáldsögu Jóns Thoroddsens, Pilti
og stúlku, sem út kom fyrir rúmlega
140 árum.
Þar er lesandanum ætlað að
kynnast íslenskunni, sem töluð var
í Reykjavík á þeim tíma, að vísu
með nokkrum ýkjum. I augum
margra íslendinga var bærinn þá
hálfdanskur og málfar bæjarbúa í
samræmi við það. Með aukinni
þjóðernisvakningu hófst
málhreinsun og á stuttum tíma var
þessu hálfdanska máli útrýmt.
Enda var bakhjarlinn traustur.
Meginhluti þjóðarinnar bjó þá í
dreifbýli. Orðaforðinn var sóttur í
hin fornu rit. Þar var almenningur
vel heima og gat því gert orð og
setningar úr þeim bókmenntum að
tungumáli síns daglega lífs. Og
þegar andúðin á því, sem danskt
var bættist við, var eftirleikurinn
auðveldur. Ég hef heyrt ýmsa
mæta menn halda því fram að fyrst
það tókst á síðustu öld að hreinsa
tunguna af erlendum áhrifum, muni
það vera auðvelt nú. Það dreg ég
stórlega í efa, nema algjör
viðhorfsbreyting verði og þjóðin öll
geri sér grein fyri'r hættunni, sem
við blasir.
Eftir því sem Matthías sagði,
lærði hann málið fyrst og fremst
af móður sinni. Nú virðast
myndböndin vera að taka við þessu
móðurhlutverki. Hvert stefnir?
Glati þjóð tungu sinni er hún
búin að vera. Um það eru óteljandi
dæmi í sögu mannkyns.
Snjall maður sagði eitt sinn:
Æskan í dag verður þjóðin á
morgun. Það tungutak, sem
æskufólkið temur sér nú, verður
grunnur þess máls, sem þeirra börn
læra, og þannig kolh af kolli. Því
er ekki út í hött að varpa fram
þeirri spurningu, sem er yfirskrift
þessa greinakorns: Hvernig
tungumál mun þjóðin tala eftir
50 ár?
Ilöfundur er kennari.