Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 65
'MOkGlíNBLADIÐ MIÐVIKUDÁGUll 3. APRÍL' 1991
68
VELGENGNI
Handritahöfundur „Dances
with wolves“ lapti
dauðann úr skel
Velgengni kvikmyndarinnar
„Dances with wolves" þar
sem Kevin Costner bæði leik-
ur aðalhlutverkið og leikstýrir sinni
fyrstu kvikmynd hefur verið með
ólíkindum og lærðir og leikmenn
keppast enn við að hlaða myndina
lofi. Kvikmyndahandritið er eftir
45 ára gamlann mann sem heitir
Michael Blake. Það er náungi sem
má muna tímanna tvenna, því
árum saman hefur hann verið að
lepja dauðann úr skel, sent frá sér
hvert handritið af öðru sem flest
hafa lent í ruslafötum kvikmynda-
framleiðenda. Hann trúði því lengi
vel að hann ætti eftir að slá í gegn,
en það gekk hvorki né rak og hann
var farinn að efast um allt saman.
Undir það síðasta hafði hann ekki
einu sinni ráð á að leigja sér litla
íbúð, heldur bjó í aflóga sjevrólett-
bifreið sinni og vann við uppvask
á kínverskum veitingastað!
Whitney Houston.
KVIKMYNDIR
Costner-
„landar“
Whitney
Houston
Kevin
Costner
er ekki beint
staðnaður
þótt vel-
gengnin hafí
sótt hann
heim meðjafn
eftirminnileg-
um hætti og
raun hefur
borið vitni, en
það gerist
ekki á hveij-
um degi að
kvikmynd
sópi að sér 12
Óskarsútn-
efningum og alls sjö styttum. Á
eftir „Dances with wolves“ lék
hann strax í nýrri Robin Hood-
kvikmynd,„Prince of thieves“ og
nýlega var hann að leggja síð-
ustu hönd á kvikmynd um morð-
ið á John F. Kennedy fyiTum
Bandaríkjaforseta. Slíkt þykir
ekki í frásögur færandi, heldur
hitt, að hann hefur „landað"
poppsöngdrottningunni Whitney
Houston ef þannig mætti að orði
komast. Það hafa margir verið
kallaðir að lokka Whitney á hvíta
tjaldið, en engum tekist fyrr en
nú, Costner var ekki lengi að
sannfæra hana og saman munu
þau leika í kvikmynd sem gæti
eins verið saga Whitney að öðru
leyti en því að Costner leikur
einkalífvörð hennar og elskhuga.
Kvikmyndin mun heita „Bo-
dyguard" og leikur Whitney
unga konu sem er í lífshættu
og Costner lífvörð sem hún ræð-
ur til sín. Það takast ástir með
þeim og segist Whitney ekki
reikna með því að eiga í vand-
ræðum með þann hluta hlut-
verksins. Hún segir einnig að
hún hafi ekki síst kunnað vel
við hlutverk sitt þar sem hún
leikur sjálfstæða og fræga konu
sem er samt lítið gefin fyrir fjöl-
menni, hefur t.d. andúð á því
að vera umkringd lífvörðum.
Þessi kona, eins og hún sjálf,
kjósi að hafa einn slíkan. „Konan
sem ég á að leika minnir mig á
mig sjálfa og það réði úrslitum,"
segir Whitney Houston.
Kevin Costner í aðalhlutverki
„Dances with wolves“.
Blake segir að árum saman hafi
sér liðið eins og allir hefðu verið
boðnir til veislu nema hann sjálf-
ur. Á síðari hluta sjöunda áratug-
arins var hann sískrifandi kvik-
myndahandrit, annað hvort að eig-
in frumkvæði eða að beiðni vænt-
anlegra framleiðenda. Aldrei kom
neitt út úr neinu, utan einu sinni,
árið 1981 er hann ritaði handritið
að kvikmyndinni „Stacys
Knights“. Þá hitti hann fyrst Ke-
vin Costner sem var valinn í aðal-
hlutverk myndarinnar. Það var
fyrsta aðalhlutverk hans og Blake
segir að þeir hafi orðið miklir vin-
ir og verið sannfærðir um að þeir
væru nú báðir komnir á beinu
brautina á tindinn. „Það átti aldeil-
is við um Kevin, hann fékk stór-
hlutverk í hverri myndinni af ann-
ari, „Silverado“, „No way out“,
„Bull Durham" og „Field of dre-
ams“svo eitthvað sé nefnt. Ég sat
hins vegar eftir og allt sem ég
reyndi fór í vaskinn," segir Blake.
Árið 1986 var Blake að lesa
söguágrip um villta vestrið og fékk
þá hugmyndina að „Dances with
wolves". Hann ritaði sýnishorn af
handriti og hugmyndasamantekt
og sendi vini sínum Costner í pósti.
Costner féll fyrir hugmyndinni og
tökur hófust 1987. Samstarfið stóð
í tvö og hálft ár og gneistaði oft
á milli þeirra og handritið var skrif-
að upp á nýtt sex sinnum! En nú
er allt fallið í ljúfa löð og kvik-
myndin geysilega vel heppnuð.
Handrit Blakes hreppti ein af sjö ■
Óskarsverðlaunum þeim sem féllu
kvikmyndinni í skaut. Blake hefur
nú ráð á húsnæði og öllum lífsins
gæðum sem föl eru fyrir peninga.
Hann vinnur nú að handriti fyrir
Univereal kvikmyndaverin, kvik-
myndin á að íjalla um slátrun
villtra stóðhesta í Nevada. Hann
er bæði þjóðlega og náttúrufræði-
lega sinnaður. Þannig rennur
ákveðin prósenta af tekjum hans
fyrir bókina „Dances with wolves"
í sjóð sem vinnur að vemdun fjalla-
ljóna í Bandaríkjunum. Kevin
Costner segir um vin sinn Michael
Blake: „Hvað svo sem segja má
um Michael þá hefur hann alltaf
vitað hvað hann ætlaði sér að gera
með frægðina þegar hún ynnist.
Hann ætlaði að deila henni með
öðrum, sérstaklega , smælingj-
um...“
Michael Blake ásamt öðrum af
tveimur hundum sínum. Hann
býr einnig með tveimur köttum
og tveimur hrossum, en eigin-
konu á hann enga.
13. leikvika - 30. mars 1991
Röðin : X22-X21-1X1 -211
HVERVANN?
2.056.822- kr.
12 réttir: 0 raðir komu fram og fær hver: 0-kr.
11 réttir: 2 raðir komu fram og fær hver: 178.648 - kr.
10 réttir: 60 raðir komu fram og fær hver: 5.954 - kr.
Þrefaldur pottur - næst!!
Kolaportið nú einnig á sunnudögum
Kolaportið verður framvegis opið á sunnudögum
auk laugardaga og geta seljendur þá verið báða dagana,
án þess að taka saman pjönkur sínar á laugardagskvöldum,
eða valið um að vera hvorn daginn sem er.
Sama verð verður fyrir sölubása á sunnudögum
eins og á laugardögum, en seljendur, sem verða báða
dagana, fá 20% afslátt seinni daginn.
Opnunartími á sunnudögum verðurfrá kl. 11-17,
en opnað verður fyrir seljendur kl. 10.
Á sunnudögum ætlum við að bregða svolitlum tívolísvip á
Kolaportið og munum þá bjóða upp á margvíslega leikjabása
fyrir alla aldurshópa: Skotbakka, lukkuhjól, húkk, krafta-
keppni og margt fleira skemmtilegt.
Takið þátt í spennandi Kolaporti strax um næstu helgi!
Pantanasími sölubása er 687063 (kl. 16-18).
KOIAPORTIÐ
MrfRKa-Ð^O&r
... undir seðlabunkanum.
APRÍLTILB
Gegnheilt Insúlu stafaparket:
Soðið beyki 16 mm natur 2.
Marstilboðið seldist upp!
Vorum að stækka verslunina og bjóðum upp á
fleiri tegundir af stafa- og mosaikparketi.
Einungis gæðaparket í okkar húsi.
Fagmenn okkar leggja m.a. fiskibein og skrautgólf, lakka eða olíubera.
cOÍ2-
Opið kl. 10-18 virka
daga,
kl. 11-14
laugardaga.
r
SUÐURtANDSBRAUT 4A, SÍMI685758 - 678876, TELEFAX: 678411
>0s