Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 72
1 VZterkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiðill! fr VZterkurog k_/ hagkvæmur auglýsingamiðill! MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍ1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Álafoss hf. selur fyrir 780 milljónir ' ÁLAFOSS hf. hefur skrifað und- ir samning við sovéska samvinnu- sambandið um að það kaupi héð- an 200 þúsund trefla og 100 þús- und peysur fyrir um 180 milljón- ir króna á þessu ári. Um vöru- skipti er að ræða, þannig að Ála- foss hf. fær gasolíu og fleiri vör- ur til endursölu fyrir ullarvör- urnar. Álafoss hf. hefur einnig samið við Rosvneshtorg, fyrirtæki rúss- neska utanríkisviðskiptaráðuneytis- ins, um kaup á 110 þúsund peysum og jökkum héðan í ár og á næsta ári fyrir 10 milljónir Bandaríkja- dala, eða um 600 milljónir króna, þar af 5,8 milljónir dala í ár. Slasaðist alvar- lega í bílslysi FJOGURRA ára stúlka slasaðist alvarlega á höfði í umferðarslysi skammt frá Klébergsskóla á Kjal- arnesi um klukkan þrjú í gær. Að sögn lögreglu stóð stúlkan ”yRsamt tveimur öðrum lítið eitt eldri, við vegkantinn þegar hún tók sig skyndilega út úr hópnum og hljóp í veg fyrir bifreiðina sem ekið var í átt frá Reykjavík. Stúlkan var flutt með sjúkrabíl á slysavarðstofu Borg- arspítalans með alvarlega höfuð- áverka. Stærstu hluthafarnir innan Islenska sj ónvarpsfclagsins; Matsmenn kanni hvort réttar upplýs- ingar voru veittar LOGMAÐUR Fjölmiðlunar sf., fyrirtækis þeirra manna, sem keyptu mestan hluta hlutafjár í Islenska sjónvarpsfélaginu hf. af Eignar- haldsfélagi Verslunarbankans, hefur farið fram á að dómkvaddir verði matsmenn til að meta hvort lánasvið bankans hafi veitt réttar upplýsingar um eigna- og skuldastöðu sjónvarpsfélagsins þegar 250 milljóna króna hlutafjárkaup aðilanna voru gerð. Búist er við að gengið verði frá skipun matsmannanna í bæjarþingi Reykjavíkur á morgun, fimmtudag. Hvorki Sigurður G. Guðjónsson hrl., lögmaður Fjölmiðlunar sf., né Jóhann J. Olafsson, einn aðstand- enda félagsins, vildu tjá sig um hvaða-ijárhæðir væri að tefla en sögðu að tilgangur þess að fara fram á matið væri sá að gera sér grein fyrir tjóninu. Að sögn Sigurð- ar hefur ítrekað frá því í mars í fyrra verið reynt að ná samningum við Eignarhaldsfélagið um þetta mál en fyrir liggja tvö bréf frá Eignarhaldsféiaginu þar sem allri bótaskyldu eða hugmyndum um afslátt er hafnað. Jóhann J. Ólafsson sagði alls óákveðið hvort höfðað yrði mál á grundvelli niðurstöðu matsgerðar- arinnar og sagði að engum hótunum um málaferli hefði verið beint að Eignarhaldsfélagi Verslunarbank- ans. Að sögn Sigurðar G. Guðjónsson- ar telja umbjóðendur hans að þær upplýsingar sem þeir fengu frá lánasviði Verslunarbankans um hag sjónvarpsfélagsins hafi reynst rang- ar, en Fjölmiðlun er sameignarfélag nokkurs fjölda kaupsýslumanna, sem í sameiningu keyptu 250 millj- óna króna hlutafé í sjónvarpsfélag- inu og eignuðust þannig stærstan hluta hlutaíjár í félaginu. Stjórn Eignarhaldsfélags Versl- unarbankans kemur saman til fund- ar í dag og verður þetta mál þar á dagskrá. Fiskverðsdeilan í Eyjafirði óleyst: Vinnsla stöðvast í frysti- húsi ÚA um næstu helgi frá Klébergsskóla á Kjalarnesi. VINNSLA stöðvast að óbreyttu í hraðfrystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa hf. í byrjun næstu viku. I dag verður landað úr Kaldbak sem stöðvast að því búnu, eins og hinir fjórir ísfisk- togarar fyrirtækisins, þar sem áhafnirnar hafa sagt upp störf- um vegna deilna við fyrirtækið um fiskverð. I frystihúsinu vinna um 150 manns en í gær var ekki búið að tilkynna starfs- fólkinu vinnustöðvun. Að sögn Gunnars Lórenzsonar yfirverk- stjóra verður ákveðið í dag hvað gert verður. Útgerðarfélagið auglýsti síð- degis i gær eftir sjómönnum í lausar stöður á Harðbak svo hann geti haldið til veiða. Einhveijar fyrirspurnir bárust í gær en búist var við að málið skýrðist nánar í dag. Sjómennirnir sem sögðu upp störfum vegna fiskverðsdeilunnar ítrekuðu í gær tilmæli sín um að menn gengju ekki í störf þeirra. Bárust þeim í gær stuðningsyfir- lýsingar frá áhöfnum fjölda skipa. Björgúlfur, annar togara Útgerð- arfélags Dalvíkinga, hefur einnig stöðvast vegna fiskverðsdeilunnar en hinn togarinn, Björgvin, heldur til veiða í dag. Útgerðarfélag Akureyringa' hefur boðið sjómönnum 41% álag á fiskverð í stað 30% vegna lönd- unar skipanna hjá eigin frystihúsi útgerðarinnar líkt og samdist um við sjómenn á togaranum Kol- beinsey frá Húsavík. Tilboðið gild- ir frá áramótum. Telur stjórn fyrir- tækisins sig ekki geta gengið lengra. Gunnar Ragnars forstjóri segir að félagið hvorki vilji né geti sprengt upp allt efnahags- kerfi landsins. Sjómenn fara fram á fiskverð sem er töluvert hærra en 41% heimalöndunarálagið gæfi þeim. Skiptaverð til sjómanna fyrir dæmigerða veiðiferð myndi hækka um 8,5% samkvæmt tilboði Út- gerðarfélagsins, en um 40% sam- kvæmt kröfum sjómanna. Sjó- menn segja að ef fiskinum væri landað á Vestljörðum myndi fást 41,5% hærra verð fyrir hann en greitt er í Eyjafirði. Miðað við tvær svona veiðiferðir gætu laun háseta hafa verið 149 þúsund krónur í febrúar og 158 þúsund á mánuði samkvæmt tilboði ÚA en yrðu 189 þúsund ef gengið yrði að kröfum sjómanna. Sjá nánar á Akureyrarsíðu, bls. 40-41. --------------- Flugmannadeilan: Annar fundur haldinn í dag SAMNINGAFUNDI í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflug- manna og Flugleiða hf. sem hófst hjá ríkissáttasemjara kl. 14 í gær lauk skömmu eftir kl. 19. Annar fundur hefur verið boðaður í dag kl. 14. Af hálfu Flugleiða var unnið um helgina að útfærslu hugmynda varðandi vinnutilhögun og hag- ræðingu fyrir viðræðurnar. Veij- andi FÍA mun í dag leggja fram greinargerð í Félagsdómi. Sam- kvæmt upplýsingum lögfræðings Vinnuveitendasambandsins stend- ur sú krafa eftir í stefnu VSÍ er lýtur að hugsanlegri skaðabóta- skyldu vegna boðaðs eins dags verkfalls flugmanna síðastliðinn föstudag. Það var afboðað með tveggja daga fyrirvara sl. miðviku- dag. Flutningur kjósenda milli landshluta: Líklegt að þing-sæti fær- ist milli kjördæma 1995 staða sýnir ljóslega að það verður að taka til endurskoðunar ákvæði kosningalaga. I fljótu bragði þyk- ir mér eðlilegt að „flakkarinn" verði festur í Norðurlandi eystra til að koma í veg fyrir þessa til- færslu." Halldór sagði að við endurskoð- un kosningalaga 1983 hefði ekki verið séð fyrir sú mikla fjölgun sem orðið hefur í Reykjaneskjör- dæmi og útreikningar hefðu bent til þess að sjöundi þingmaður Norðurlands eystra væri nokkuð traustur í sessi. í kosningalögum er kveðið á um að átta þingsæti séu hreyfan- leg á milli kjördæma; fjögur í Reykjavík, þrjú á Reykjanesi og eitt á Norðurlandi eystra. Samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið út frá þeim drögum sem liggja að kjörskrám fyrir komandi alþingiskosningar bendir flest til þess að tilflutningar kjósenda leiði til þess að eitt þingsæti færist frá Norðurlandskjör- dæmi eystra til Reykjaneskjördæinis við alþingiskosningar 1995. Samkvæmt útreikningunum landskjördæmi eystra, telur það þarf 300 manna fjölgun að verða sanngirnismál að öll þingsæti í í Norðurlandskjördæmi eystra til að kjördæmið haldi þeim sjö þing- mönnum sem það hefur nú, eða fækka ella um 1.400 á Reykja- nesi. Halldór Blöndal, þingmaður 'í Sjálfstæðisflokksins í Norður- kjördæminu verði föst. „Mér líst ekkí vel á þetta. Okk- ur ber að hafa sjö þingmenn í þessu kjördæmi ef við miðum aðeins við höfðatöluregluna, þetta kjördæmi hefur verið í jafnvægi með sjö þingmönnum. Þessi niður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.