Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991 Mótun fisk- vinnslustefnu eftirKristin Pétursson Á síðastliðnum vetri lagði grein- arhöfundur fram þingsályktunart- illögu um mótun fiskvinnslustefnu, ásamt þingmönnunum Guðmundi H. Garðarssyni, Inga Birni Al- bertssyni og Matthíasi Á. Mathies- en. Sökum þessa hversu mikilvægt Þetta mál er, m.a. vegna þess að núverandi stjórnvöld hafa alger- lega látið undir höfuð leggjast að taka á málefnum fiskvinnslunnar, skal gerð stutt grein fyrir allra helstu atriðum tillögunnar. Um- ræður um þessi mál hafa ennfrem- ur oft og tíðum einkennst af mik- illi vanþekkingu, þar sem aðilar halda að málefni sjávarútvegsins snúist bara um það, hvort aðilar séu með eða á móti einhveiju ákveðnu kerfi í stjómun fiskveiða. Tekið skal fram að hér verður ekki nema að mjög takmörkuðu leyti fyallað um stjórnkerfi fiskveið- anna, enda hefur það mál fengið margfalt meiri umfjöllun, á meðan málefni fískvinnslunnar hafa verið látin afskiptalaus. Afleiðingin af þessu sinnuleysi stjómvalda gagn- vart máiefnum vinnslunnar er minnkandi fiskvinnsla á íslandi, fækkun starfa, minni vinna fyrir það starfsfólk sem þó er eftir og minni verðmætasköpun fyrir þjóð- ina í heild, sem þýðir lakari lífskjör en ella. Þetta gildir ekki bara um fiskvinnslu, heldur um þær iðn- greinar og þjónustugreinar sem þjónusta fiskvirmsluna beint eða óbeint. Ennfremur skal bent á, að auðvitað fékkst þessi tillaga ekki samþykkt á Alþingi enda venjuleg hrossakaup ríkisstjórnarinnar í þingmálum mikilvægari en brýn málefni aðalatvinnugreinar lands- manna, eins og fólk fékk að kynn- ast skömmu fyrir þingslit. Tillag’an Þingsályktunarthlagan var eft- irfarandi: Alþingi ályktar að kjósa 7 þingmenn í nefnd til að móta heildstæða stefnu í málefnum fisk- vinnsiunnar í landinu og skila til ríkisstjómarinnar og Alþingis til- lögum þar að lútandi fyrir upphaf næsta þings. Fiskvinnslustefnan hafi það meginmarkmið að há- marka verðmætamyndun (virðis- auka) í fiskvinnslu og sjávarútvegi í heild og stuðla þannig að auknum hagvexti og bættum lífskjörum á íslandi í framtíðinni. Til að ná þessu markmiði verði stefnt að eftirfarandi: I. Að samkeppnisstaða fisk- vinnslu á íslandi verði jöfnuð til samræmis við samkeppnisstöðu fiskvinnslu innan Evrópubanda- lagsins, með tilliti til verndartolla þess. Höfð verði hliðsjón af ríkis- styrkjum bandalagsins. II. Að fullvinnslu sem flestra sjávarafurða á íslandi. III. Að . allur ferskur fiskur, veiddur á Islandsmiðum, verði boð- inn íslenskum fiskvinnslustöðvum beint til kaups eða seldur um inn- lenda fjarskipta- eða uppboðs- markaði — „íslandsmarkað", áður en hann er fluttur óunninn úr landi. IV. Að fijálsri verðmyndun í verðlagningu ferskfisks. Óháðum aðila verði falið að skrá opinbert meðalmarkaðsverð einstakra landshluta og fiskmarkaða. Verð- lagning á ferskfíski, sem seldur væri utan fiskmarkaða í frj'alsum samningum, gæti þannig tekið mið af opinberri markaðsskráningu viðkomandi landshluta. Byggðastofpun verði nú þegar falið að kanna eftirfarandi atriði: 1. Áhrif tollastefnu og ríkis- -—1 stýTÍ^á- IÉ#ðpubandatágsiT&iJL* á íslenska fiskvinnsiu í fortíð og framtíð m.t.t. þess sam- keppnismunar sem fisk- vinnslan verður fyrin af þeim sökum. 2. Nú þegar verði gerð mark- aðskönnun á sölu ferskflaka í Evrópu og hvernig hægt verði að þjóna ferskflaka- mörkuðum frá íslandi með flugfrakt eða nýrri flutninga- tækni í gámum. 3. Áhrif núverandi kvótastefnu á samkeppnisstöðu fisk- vinnslu á Islandi og byggða- þróun í landinu, samanborið við aðra valkosti. 4. Áhrif þess samdráttar sem prðið hefur í fiskvinnslu á íslandi á afmarkaðar greinar þjónustu og iðnaðar. Hver áhrifin verði í framtíðinni miðað við sömu þróun. 5. Margfeldisáhrif íslenskrar fiskvinnslu á aðrar atvinnu- greinar í landinu. 6. Möguleika á auknum tækni- framförum á fiskvinnslu hér á landi til að ná aukinni fram- ^ leiðni. Byggðastofnun skal m.a. ráða til þessa verkefnis ráðgjafarfyrir- tæki og leita álits þeirra aðila sem sérþekkingu hafa á viðkomandi sviðum innlendum sem erlendum og skili tillögum fyrir upphaf næsta þings. Þróunin undanfarin ár. Þegar fjallað hefur verið um sjávarútvegsmál á undanfömum missemm og árum hefur í raun einungis verið fjallað um fiskveiðar og stjórnun þeirra. Þetta sést best þegar skoðuð em lög um stjórnun fiskveiða, þar sem hagsmunir fisk- vinnslunnar eru með öllu snið- gengnir og engin tilraun gerð til . að fjaila á einn eða neinn hátt um hagsmuni hennar. Þegar rætt er um sjávarútvegsstefnuna er alger- lega ófært annað en að sjávarút- vegsstefnan í heild sinni taki mið af hagsmunum þjóðarinnar allrar en ékki einungis skammtíma hags- munum einnar greinar, burt séð frá hagsmunum fiskvinnslunnar, iðnaðarins, þjónustunnar eða þjóð- arinnar í heild. Af þessum ástæðum verður ekki lengur komist hjá því að móta heildstæða stefnu í sjávarútvegs- málum, þar sem hagsmunir fisk- vinnslunnar og annarra atvinnu- greina verði metnir til jafns við hagsmuni útgerðar. Ennfremur eru það hagsmunir allra atvinnu- greina til lengri tíma litið, að stefn- an í sjávarútvegsmálum taki mið af hagsmunum heildarinnar. Það verður þjóðinni dýrkeypt innan fárra ára, ef hagsmunir fiskvinnsl- unnar eru algerlega sniðgengnir í löggjöf um stjórnun fiskveiða, ekki síst á meðan ekki hefur fundist lausn á tollamúrum Efnahags- bandalagsins vegna þess mikla samkeppnismunar sem af tollum og ríkisstyrkjum þess leiðir fyrir fiskvinnslu á íslandi. Verði ekki mótuð stefna í sjávarútvegsmálum sem tekur tillit til hagsmuna þjóð- arheildarinnar er mjög líklegt að ísland verði einskonar hráefnisný- lenda Efnahagsbandalagsins í framtíð þar sem innlend fisk- vinnsla og iðnaður mun að öllum líkindum smátt og smátt hrynja, með stórkostlegum samdrætti í verðmætasköpun og atvinnu, á meðan ekki finnst lausn á tollamál- um og ríkisstyrkjum bandalagsins. Slíkt myndi leiða til hruns í lífskjör- um með landflótta fjölda fólks. Alvarlegast er þó að helstu ein- kenni þessarar þróunar eru nú þegar að koma í íjós. Það er því lífsnauðsyn fyrir íslenskt þjóðfélag að virðisaukinn (verðmætasköpun- in) sem fæst með því að pakka og/eða fullvinna fiskinn eigi sér stað hér á landi. Umfjöllun um einstaka greinar tillögunnar I. Samkeppnisstaða fisk- vinnslu ... Meðal annars vegna tolla- og ríkisstyrkjastefnu EB (nýlendu- stefnu) er sú þróun nú í gangi á íslandi að fiskvinnsla fer sífellt minnkandi m.a. með afleiðingum gjaldþrota. Auðvitað er fleiru um að kenna hvað varðar erfiðleika í innlendri fiskvinnslu s.s. kvóta- kerfinu, óðaverðbólgu margra ára, innlendri upplausn í efnahagsmál- um og slakri stjómun fyrirtækja. Fullyrða má þó að stjórnun í íslenskun fiskvinnslufyrirtækjum er eflaust ekki verri en stjórnun í öðrum greinum atvinnulífsins hér Kristmn Pétursson „Það er algerlega ófært að bandalagið geti beitt tollum án þess að því sé svarað á sambærileg- an hátt af hálfu íslands, ef ekki á að fórna ákveðnum hluta af íslenskri fiskvinnslu, fyrir hagsmuni banda- lagsins. Hvers vegna í ósköpunum á að láta slíkt viðgangast án mót- aðgerða?“ á landi í iðnaði eða þjónustu. Þetta sést kannski hvað best ef litið er til' þeirrar staðreyndar að íslend- ingar búa við einna bestu lífskjör sem þekkjast en undirstaða þeirra lífskjara er sjávarútvegur í heild sinni, fiskveiðar og vinnsla. Enn- fremur má sjá það á því að innlend- ar vinnslustöðvar kaupa nú orðið hráefni frá Alaska og flytja hálf- hring um hnöttinn til vinnslu hér á landi. Ekki má heldur gleyma marg- földunaráhrifum þeim sem sjávar- útvegurinn hefur á annað atvinnu- líf á sviði iðnaðar og þjónustu. Það skal ennfremur tekið skýrt fram að viðskiptahindrunum s.s. í formi tolla einstakra ríkja hefur oftast verið mætt með gagnkvæmum aðgerðum annarra ríkja, þ.e. lagð- ir eru samsvarandi tollar á við- skipti við það ríki sem beitir slíkum tollahindrunum. Á meðan Evrópubandalagið ekki leiðréttir sína tolla gagnvart unn- um fiskafurðum frá íslandi verður því að mæta þeirri aðgerð sem allra fyrst með viðeigandi aðgerð- um þannig að samkeppnismunur innlendrar fiskvinnslu sé jafnaður. Það er algerlega ófært ^ð banda- lagið geti beitt tollum án þess að því sé svarað á sambærilegan hátt af hálfu íslands, ef ekki á að fórna ákveðnum hluta af islenskri fisk- vinnslu fyrir hagsmuni bandalags- ins. Hvers vegna í ósköpunum á að láta slíkt viðgangast án mótað- gerða? Á sama tíma hefur banda- lagið fengið tollfrelsi á innflutning til íslands, en íslendingar greiða toll á innflutning (fisk) til banda- lagsins. Þessir sömu tollar eru á sama tíma að leggja í rúst þær greinar fiskvinnslunnar á Islandi sem þetta bitnar harðast á. Það eru ennfremur önnur atriði sem valda því að það er margfalt mikil- vægara fyrir ísland en önnur lönd s.s. Noreg eða Kanada að mæta tollaaðgerðum bandalagsins gegn fiskafurðum, vegna þess að sjávar- útvegur á íslandi er margfalt mik- ilvægari í þjóðarbúskapnum en hjá áðurnefndum löndum. Þetta sést best ef skoðað er hlutfall útfluttra sjávarafurða af heildarvöruútflutn- ingi landanna árið 1987 en það ár var það hlutfall fyrir ísland um 78%, fyrir Kanada um 2,2% og fyrir Noreg um 6,5%. Það er því fráleitt að bíða eftir aðgerðum annarra þjóða í þessum málum, íslendingar verða að hafa um þau forustu. Væru tollar bandalagsins felldir niður gæti íslensk fiskvinnsla borg- að allt að 10% til 40% hærra hrá- efnisverð en nú er, eftir samkeppn- isstöðu einstakra fyrirtækja. Sam- keppnisskerðing íslenskra fisk- vinnslufyrirtækja vegna tolla bandalagsins er því sem þessu nemur gagnvart fiskvinnslu bandalagsins. Væri hinsvegar einnig tekið tillit til ríkisstyrkja bandalagsins er samkeppnisskerð- ingin líklega a.m.k. helmingi meiri. Jöfnun samkeppnisskilyrða hlýtur því að vera sanngjörn krafa fisk- vinnslunnar hvort sem um er að ræða kaup á hráefni, tolla eða styrki bandalagsins. II. Fullvinnsla sem flestra sjávarafurða ... Nú stefnir í að sífellt meiri og meiri óunninn fískur fari úr landi. Árið 1984 voru um 7% af óunnum fiski flutt úr landi en á fyrri helm- ingi 1990, fimm árum seinna, var þetta hlutfall komið upp í 21%. Hlutfallsleg aukning var því um 200% á tímabilinu, eða að meðal- tali um 25% á ári sl. 5 ár. Sé mið- að við meðalvöxt undanfarinna 5 ára yrði því allur fiskur fluttur út óunninn árið 1997 eða eftireinung- is 7 ár. Gangi slíkt eftir blasir ekkert annað við en hrun fisk- vinnslunnar. Slíkt hrun myndi þó ekki einungis taka til fiskvinnsl- unnar einnar heldur hafa keðju- verkandi áhrif á allar atvinnugrein- ar og myndi almennur iðnaður fyr- ir utan stóriðju að öllum líkindum hrynja að verulegu leyti líka. Ekki þarf að hafa mörg orð um afleið- ingar slíks á þjóðarframleiðslu, atvinnu og lífskjör, slíkt ætti öllum að vera ljóst. Ef skoðuð eru samanlögð hlut- föll útflutts ísfisks og sjófrystingar af botnfiskafla, kemur í Ijós að • hlutfallið hefur aukist úr 9% árið 1983 í 33% árið 1989, eða um 267% á einungis 6 árum, sem er um 24% meðalvöxtur á ári. Sé miðað við þann meðalvöxt undan- farinna ára, þ.e. 24%, yrði því allur fiskur annaðhvort fluttur út óunn- inn eða frystur úti á sjó árið 1996 eða eftir einungis 6 ár. Ef litið er á hlutföll frystingar í iandi af heild- arbotnfiskafla, þá hefur hlutur hennar farið úr 62% 1983 í 40% 1989 sem er hlutfallslegur sam- dráttur upp á 35% og saltfisk- vinnslu úr 25% 1983 í 22% árið 1989 (sjá mynd 3). Ef frysting í landi dregst saman með sama hraða næstu ár verða einungis 20% fryst í landi 1995 og frystingu í landi verður því hætt árið 2000 eða eftir einungis 10 ár. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að erfiðleikar steðja að frystingu á mörgum stöðum á landinu, þar sem vinnsla á því sviði hefur dreg- ist verulega saman á seinústu "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.