Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 40
MORGÚNBLAÐIÐ MlÐVIKÚÚÁÓljR :i. AI’R'ÍL 1991 Svalbarðsströnd: Milljónaljón er íbúð- arhús á Klöpp brann MILLJÓNA tjón varð er eldur kviknaði i íbúðarhúsi að Klöpp á Svalbarðsströnd um miðjan dag á laugardag, húsið stór- skemmdist og innbúið einnig. Enginn var í húsinu er eldurinn kom upp. Ekki er ljóst hver upptök hans eru, en líklegt er talið að kviknað hafi í út frá rafmagni. Tilkynnt var um eldinn kl. 15.10 á laugardag og fór Slökkvilið Ak- ureyrar á vettvang. Gísli Kristinn Lórenzson varaslökkviliðsstjóri sagði að greinilega hefði verið búið að krauma lengi undir því mikill eldur logaði er að var komið og stóðu reykjarbólstrar út um glugga. Vel gekk að slökkva eldinn og var slökkvistarfi lokið sídegis, um kl. 17.30. Innbúið er stór- skemmt ef ekki með öllu ónýtt og þá var þakið mikið brunnið og skemmdir á húsinu voru miklar. Lögreglan á Húsavík annast rannsókn málsins og sagði Þröstur íbúðarhúsið á Klöpp er stórskemmt og innbú ónýtt eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í stofunni þegar eldurinn hafði verið slökktur. Brynjólfsson að menn beindu sjón- bendingar væru í þá átt að upptök um að rafmagni, en ákveðnar vís- eldsins mætti rekja til þess. Morgunblaðið/Rúnar Þór Stórir reykjarbólstrar stóðu út um dyr og glugga þegar slökkviliðsmenn komu að Klöpp. Mývatnssveit: Damgaard-tríóið skipa þau John Damgaard pianóleikari, Ulrikke Höst-Madsen sellóleikari og Elisabeth Zeuthen-Schneider fiðluleikari. Tónleikar Dam-gaardstríósins DAMGAARD-tríóið frá Danmörku heldur tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöldið 3. apríl, kl. 20.30, en þeir eru haldnir á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Á efnisskránni eru verk fyrir píanó, fíðlu og knéfíðlu eftir Moz- art, Bentzon og Dvorák. Dam- gaard-tríóið skipa þau John Dam- gaard píanóleikari, Elisabeth Ze- uthen-Schneider fíðluleikari og Ul-. rikke Höst-Madsen selióleikari. Þau hafa starfað saman í nokkur ár og leikið víðsvegar um Danmörku. Öll eru þau í hópi virtustu tónlistar- manna Dana. Þau koma hingað til Jands. í. þoði Tríps Reylyayíkur, Blessað barnalán í Skjólbrekku Björk, Mývatnssveit. Ungmennafélagið Mývetning- ur hefur sýnt leikritið Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnars- son í Skjólbrekku. Leikstjóri var Ragnhildur Steingrímsdóttir. Persónur og leikendur voru: Þorgerður, Hrafnhildur Kristjáns- dóttir; Inga, Dagbjört Bjarnadóttir; Addý, Svanhvít Guðmundsdótti;, María, Sigurlína Ragúels; Erla Dögg, Þórdís Jónsdóttir; Þórður, Hólmgeir Hallgrímsson; Séra Benedikt, Egill Freysteinsson; Binna á löppinni, Þuríður Péturs- dóttir; Tryggvi Ólafur, prétar Ás- geirsson; Lóa, Kolbrún ívarsdóttir; Tryggvi læknir, Böðvar Pétursson; biskup, Jón Gauti Böðvarsson. Húsfyllir var á sýningunum og leiknum frábærlega vei tekið. Kolbeinsey ÞH frá Húsavík: Samið um 8,5% fiskverðshækkun SAMIÐ hefur verið um 41% heimalöndunarálag fyrir sjómenn á tog- aranum Kolbeinsey ÞH frá Húsavík. Samningurinn gildir frá áramót- um en skipveijar á Kolbeinsey ÞH voru með 30% heimalöndunará- lag fyrir áramót, þannig að hækkunin er 8,5%, að sögn Kára Ar- nórs Kárasonar framkvæmdastjóra Verkalýðsfélags Húsavíkur. Kári Arnór Kárason segir að samningurinn gildi til 31. maí næst- komandi en fyrir 25. maí eigi að semja um nýtt fiskverð, sem taka á gildi 1. júní næstkomandi. Samn- ingar tókust á laugardag og togar- inn fór á veiðar samdægurs. Sjómenn á Kolbeinsey ÞH hafa fengið 10% kassauppbót, þannig að þeir fá 61,32 krónur fyrir kílóið af 2,1 kílóa þorski en það var meðal- þyngdin á þorski, sem Kolbeinsey ÞH landaði í fyrra. Sjómennirnir fengu hins vegar 56,54 krónur fyr- ir kílóið af 2,1 kílóa þorski fyrir áramót, að sögn Kára Arnórs. Forsætisráðherra um deilu sjómanna og ÚA: Menn eru að leika sér að eldinum STEINGRÍMUR Hermannsson, segir að deila sjómanna og Ut- gerðarfélags Akureyringa sé mjög alvarleg. „Eg vara mjög sterklega við því, ef svona keðju- verkun á milli sjómanna innbyrð- is og á milli sjómanna og Iand- verkafólks á að hefjast. Það get- ur orðið hættulegt stöðugleika í efnahagsmálum. Þetta getur breiðst út og ég tel að menn séu þarna að leika sér að eldinum,“ segir Steingrímur í samtali við Morgunblaðið. Forsætisráðherra kvaðst að- spurður ekki hafa haft samband við deiluaðila né beint tilmælum til þeirra varandi samningakröfur. „Það er enginn vafi á að þarna er hætta á ferðum þó ég geti ekki metið nákvæmlega það sem þarna er um að ræða því það eru nokkuð breytilegar fullyrðingar og þeim ber ekki saman. En ég held að menn verði að fara afar varlega í að spenna launin þannig upp,“ sagði hann. Steingrímur sagðist ekki treysta sér til að leggja dóm á hvort samn- ingar sjómanna á Húsavík og Fá- skrúðsfirði væru innan eðlilegra marka. „Eg vona að útgerðin treysti sér til að standa undir því sem sam- ið var um. Ég treysti því að þeir hafi ekki samið án þess. Menn hafa lengi sætt sig við að sjóiftenn hafi sæmilegt upp úr sínu starfi og við skulum vona að svo verði áfram og vitanlega er skiljanlegt að sjómenn beri sig saman við það sem sjómenn á suðvesturlandinu hafa en þarna verða menn að fara afar varlega og gæta þess að sprengja ekki þjóð- arsáttina," sagði Steingrímur. -----*-+-*--- Útgerðarfélag Dalvíkinga: Björgvin EA fer á veiðar í dag BJÖRGVIN EA, annar af tveim- ur togurum Útgerðarfélags Dal- víkinga, heldur á veiðar kl. 16 í dag, miðvikudag, en sjómenn þar hafa ekki sagt upp störfum eins og félagar þeirra á Björgúlfi EA. Áhöfn Björgúlfs EA þáði ekki endurráðningu eftir að skipið kom úr slipp fyrir páska og tekur hún þannig þátt í baráttu sjómanna á ísfisktogurum Útgerðarfélags Ak- ureyringa fyrir hærra fiskverði. Tveir úr áhöfn Björgúlfs eiga sæti í kjaranefnd sjómanna sem skipuð var til að vinna að tillögum fyrir hönd sjómanna um bætt kjör.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.