Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 17. MAI 1991 GRAMOSKA Myndlist Bragi Ásgeirsson Mettaðir millitónarnir og hið gráa er ríkjandi þáttur í list ýmissa heimskunnra myndlistar- manna og jafnt þunglyndis við- komandi sem fölskvalausrar hrifningar á ríkidómi blæbrigða og möguleikum grátónaheims- ins. Slíkar myndir eru sjaldnast auðmeltar og geta virst þungar og drungalegar við fyrstu við- kynningu en venjast svo smám saman. Það er t.d. sláandi, hvernig mat breytist með tímanum á myndum hins snjalla Dana; Vil- helm Hammershöi, þannig að þeir uppgötva fegurðina í grá- tónablæbrigðunum og hinnar miklu kyrrðar sem öðru fremur einkennir myndir hans. Iðulega hafa útlendir þóst finna norræn einkenni í dökkum litaheimi ýmissa norrænna myndlistarmanna, en það er jafn hæpið að hægt sé að fullyrða slíkt og t.d. að hinir hreinu, sterku og björtu litir hins norr- æna sumars séu einkennandi fyrir þá. Öllu fremur má segja að séu norrænir málarar á annað borð uppnumdir af umhverfi sínu, hvort sem þeir skynja það hug- lægt eða hlutlægt, þá séu ein- kenni þeirra oftar en ekki hinar ríku litaandstæður og hvikula birta. Þetta datt mér allt í hug við fyrstu skoðun sýningar norska málarans Sverre Wyllers í Norr- æna húsinu og enn frekar við næstu og gaumgæfilegri yfir- ferð. Myndverkasmiðurinn var' að loknu námi við Fagurlistaskól- ann í Ósló 1982 búsettur í Berl- ín til ársins 1987, og síðan í New York, en dvaldi einnig um skeið á Berlínartímabilinu í Rómaborg. Hann hefur þannig víða farið og hlotið mikla yfirsýn, og eins og að líkum lætur um framsækn- ar ungar listspírur frá Norðurl- öndum ánetjaðis hann „nýja málverkinu" í Berlín, enda kom hann þangað í upphafi blómstur- skeiðs þess. Nú hefur Sverre Wyller hins vegar fullkomlega söðlað um og er á kafi í rólegari nótum mál- verkisins, í þeim er naumast nokkur hreyfíng lengur, einungis hæg þensla og uppbygging myndheilda, sem hafa einfald- leikann qg frumformin að leiðar- ljósi. Her bregður hann upp ýmsum sparsömum táknmynd- um af hlutveruleikanum. Og eins og svo margir af yngri kynslóð, hefur hann tekið ást- fóstri við akríllitunum, en öll myndverkin (13) á sýningunni að einu olíuverki og einu tem- peraverki undanskildu, eru mál- aðar í þeirri litategund. Ekki er ég viss um að akríl sé rétta litategundina fyrir þessa tegund málverka, því að iðulega er flöturinn ekki nægilega hreinn og djúpur, sem raskar heildar- áhrifunum og gerir þau um leið eitthvað svo þurr og grunnrist á köflum. Lítum einungis á olíu- myndir meistara Hammershöi þar sem slíkt sér hvergi stað. Þá þykir mér það nokkuð gagnrýnisvert, að þegar kynntur er alls óþekktur norrænn málari, að sýnt skuli jafn einhæft úrval verka hans og hefði ég t.d. viljað sjá fleiri myndir á borð við París- armyndina frá 1986 „An titils" (7) sem er gerð í tempera á lé- reft. Sú mynd er ótvírætt jarð- rænasta og safaríkasta verkið á sýningunni, þótt útfærslan sé ekki sérlega átakamikil. Af lík- um jarðrænum toga er einnig myndaröðin „Tærie Wiigen" frá 1983, sem er máluð í olíulitum. Sverre Wyller hefur markað sér afar þröngan bás í sínum nýjustu verkum og trú mín er sú að myndverk hans komist mun betur til skila innan um verk annarra og ólíkra málara, en eins og jafn mörg saman. I sínum bestu verkum eins og t.d. „Borð og Lampi" frá 1989, en mynd af því verki fylgir vænt- anlega þessari grein, er hárná- kvæmt jafnvægi milli forma- og litaheilda, jafnframt því að mál- verkið er mettað dularmögnum og töfrum einfaldleikans. Vefir - riss - sáldþrykk í anddyri Norræna hússins hefur verið komið fyrir 23 mynd- verkum dönsku listakonunnar Margarethe Agger og stendur sýningin til 2. júní. Margarethe er vel þekkt nafn í dönskum listvefnaði og hefur hún m.a. komist svo langt, að verk hennar hafa verið sýnd á einkasýningu á hinu virta Lis- tiðnaðarsafni á Breiðgötu í Kaup- mannahöfn (Rapport fra Mexico, 1977). Hún hefur að baki hefðbundið nám í Skólanum fyrir brúkslist í Kaupmannahöfn (1962-1966) auk þess að hafa farið í kynnis- ferðir um víðan völl, svo sem til írlands, Finnlands (einnig Sama- byggðir), Noregs, Svíþjóðar, Álandseyjar, Spán og Mexíkó. Listakonan hefur gefið út bók- ina „Vefur til myndvefnaðar", þar sem hún tekur fyrir grunn- gerð myndvefnaðar og framvindu hans. Þá hefur Margarethe Agger einnig dvalið hér á landi og er uppistaðan af verkum hennar á sýningunni einmitt sóttur til ís- lands,'en einnig eru myndir frá Grænlandi og Færeyjum auk óhlutlægs verk. Þá sýndi hún einnig ásamt þrem stöllum sínum í Listmunahúsinu árið 1980. Hun hefur tekið þátt í ýmsum samsýn- ingum og þá flestum í útlandinu, en danskur listvefnaður hefur verið kynntur þar. Þá sér verk hennar stað í ýmsum bókum um norrænan listvefnað og nafn hen- anr hefur ratað í hina virtu bláu bók Kraks 1984-1988. Listakonan er þannig þekkt stærð í Danmörku og á Norðurl- öndum en ekki þekkir listrýnirinn þó mikið til verka hennar, en man einhvern veginn eftir nafn- inu. Hvort myndvefírnir . og skissurnar í anddyrinu séu svo einkennandi fyrir list Margarethe Agger veit ég ekki, en sennilega má kynnast einum þætti vinnu- bragða hennar á þessari litlu sýningu. Er hér um að ræða ofin teppi þar sem myndefnið er landslag og eru þau mjög vel og samvisku- lega ofin, að sumu leyti full sam- viskusamlega, því að það gengur út yfir heildaráhrifin er jafn mörg smáatriði þurfa að komast að. Þess sér þó minnst stað í „Mynd- vefnaði frá Suðurlandi" (1), „Steinteppi I" (10) og „Mynd- vefnaður frá Egilsstöðum" (12). En bestu eðliskostir listakonunn- ar sem vefara finnst mér þó koma fram í „Steinteppi II" (11), sem er óhlutlægt. Ekki fyrir það að það er óhlutbundin heldur vegna heildaráhrifanna, sem eru hrein og bein og raskast ekki af neinu utanaðkomandi. Rissin, eða frumdrættirnir á sýningunni eru af frekar gróf- gerðri gerð og mun veigaminni teppunum, en hins vegar var ég vel sáttur við sáldþrykkin, sem skera sig úr á fyrir sérkennilega útfærslu. íslendingar mega gjarnan taka tillit til þess, að slíkar tækifæris- Margarette Agger sýningar eru algengar í Dan- mörku, en hér einkennast sýning- ar iðulega af þrúgandi alvöru og formlegheitum, sem í mörgum tilvikum hefur óæskileg áhrif. En þrátt fyrir allt, þá hefði ég viljað sjá fleiri vefi á sýningunni en færri riss, og er ég sannfærð- ur um að þá hefði hún orðið mun veigameiri og styrkur Margaret- he Agger sem vefjarlistarkonu komið betur til skila. HAUKUR DOR Myndlist Eiríkur Þorláksson Eitt af því ánægjulega við að fylgjast með myndlist er að fylgj- ast með þeirri þróun, sem á sér stað á ferli einstakra listamanna; hvernig viðfangsefni breytast, hvernig ný efnistök koma til og þroskast. Þó alhæfingar hafi ætíð takmarkað gildi, einkum á sviði lista, verður ekki kormst hjá því að nefna að tilvera ís- lands, náttúrunnar og þjóðarinn- ar í landinu, virðist leita í talverð- um mæli á þá íslenska lista- menn, sem starfa erlendis. Hér er það ekki að málshátturinn „fjarlægðin gerir fjöllin blá grípi menn heljartökum, heldur að li- stafólkið virðist hafa betra næði til að vega og meta þá þætti, sem því þykir þjóðin og landið hafa fram að færa umfram aðra; þannig á sér stað ákveðið verð- mætamat, sem skilar sér síðan að nokkru í myndlistinni. Þessar hugleiðingar eru til komnar vegna sýningar sem nú er að ljúka í Gallerí Borg. Þar sýnir Haukur Dór ný olíumálverk ~og akrýlmyndir, og efnið virðist allt sótt í íslenskt umhverfi og tilveru. Listamaðurinn hefur um langt árabil verið að mestu bú- settur erlendis, í Bandaríkjunum, á Spáni og nú síðast í Dan- mörku, en samt sem áður hefur hann sótt sinn efnivið að miklu leyti hingað heim. Hann hefur einnig haldið hér sýningar reglu- lega um árabíl, síðast að Kjarv- alsstöðum 1989, þannig að landsmenn hafa haft gott tæki- færi til að fylgjast með ferli hans. Myndir Hauks Dórs hafa um langt skeið einkennst af miklum átökum lita og forma, sem bæði hefur mátt lesa sem innri átök mannskepnunnar og í seinni tíð sem þreifingar mannsins á um- hverfi sínu og tengslum við nátt- úruna. Einnig hefur hann unnið á algjörlega óhlutbundinn hátt, einkum í grafíkmyndum sínum, þar sem litir og linur hafa spilað frjálslega um flötinn og leitt augað á sífellt nýja staði í mynd- verkinu. Þau verk sem listamaðurinn sýnir í Gallerí Borg að þessu sinni tengjast öll samskiptum við um- hverfið, hvort sem um er að ræða menn eða skepnur. Sem fyrr eru sterkir litir áberandi (grænir, rauðir og bláir), og eru þeir oft settir yfir svartan grunn, sem gefur myndunum sérstakan svip; einstakir litataumar, oft rauðir, rjuia síðan heildina og hvetja augað af stað. Myndefnið er sótt í íslenska vitund, ef svo Haukur Dór: Hamskipti. 1990-91. má segja, því jafnvel myndirnar „Úr ævintýrum" (nr. 8-15) bera með sér að vera úr íslenskum náttúrusögnum fremur en evr- ópskum riddarahéimi. Ef litið er til mynda Hauks Dórs nokkur ár aftur í tímann, virðist ákveðin þróun vera að gerjast í málverkum hans. Mynd- málið er að verða einfaldara og auðlesnara, og stærri litfletir og ákveðnari form eru að taka við af frjálsari expressionisma og linuflæði. Um leið verða við- fangsefnin markvissari, og tján- ing þeirra og myndbygging læsi- legri í myndfletinum. Þetta sést vel í myndum eins og „Meistari" (nr. 2) og „Hamskipti" (nr. 7), sem sýna þessa þróun, en „Þing" (nr. 4) er hins vegar gott dæmi um það frjálsara flæði í fletinum, sem hefur lengi verið aðalsmerki málverka listamannsins. Þessi verk standa hins vegar ágætlega saman sem dæmi um tvær hliðar á listrænni framsetningu hans. Akrýlmyndirnar eru bæði smærri og einfaldari í uppbygg- ingu. Þær eru meira fígúratívar en málverkin, og litfletirnir eru sterkari og jafnari, en það er á kostnað þess að lítill hrynjandi nær sér á strik í fletinum. Stærri myndirnar, svo og portrettin, eru því sterkari þáttur í myndsköpun listamannsins. Haukur Dór hefur nefnt að nú þurfi hann að fara að hugsa til þess að flytja heim, útivistin sé að verða nógu löng. Þó að það sé alltaf gott að fá listamenn heim aftur, þá virðist Haukur Dór alls ekki hafa liðið á neinn hátt fyrir að hafa dvalið um stund erlendis; myndsýn hans kann að hafa víkkað og breyst á annan og betri hátt en hefði orðið, ef hann hefði dvalið alla sína tíð hér heima. En að þeirri reynslu fenginni er ef til vill rétt hjá honum að hugsa til framt- íðarinnar, og skipa sér endanlega niður í íslenskum listheimi. Sýningu Hauks Dórs í Gallerí Borg lýkur föstudaginn 17. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.