Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 52
ttgmiÞIafeifc - svo vel sétryggt SJOVA LMENNAR FOSTUDAGUR 17. MAI 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Námsbraut í hjúkrunarfræði: Undirbúningur -að kennslu í geð- hjúkrun hafínn UNDIRBÚNINGSVINNA að kennslu í geðhjúkrun er hafin við náms- braut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands, en samþykkt hefur verið að flytja viðbótarnám og sérhæfingu á ýmsum sviðum hjúkrunar þar inn. Að sögn Ragnheiðar Haraldsdóttur, lektors við námsbraut í hjúkrunarfræðum, er líklegt að geðhjúkrun verði þar mjög framar- lega, en eins og nýlega kom fram í Morgunblaðinu hefur sérfræði- nám í geðhjúkrun ekki staðið til boða hér á landi í langan tíma. Ragnheiður sagði að fyrsta sérnámið við námsbrautina myndi væntanlega hefjast næsta haust, ^pg sennilega yrði það nám í bráða- "^njúkrun, en álitið væri að þörfm á því væri brýnust nú. „Það er líklegt að geðhjúkrun verði síðan mjög framarlega, ein- mitt vegna þess að það er langt síðan slíkt nám hefur staðið til boða. Við erum sannfærð um að þörfin á því er mikil, og ég tel að af þessu ætti að geta orðið innan tveggja Höll hf. keypti Sjallann HÖLL hf. á Akureyri keypti í gærkvöldi Sjallann áf þrota- búi Ólafs Laufdals. Sjallinn mun taka til starfa á nýjan leik um miðjan júní eftir að hafa verið lokaður um tíma. Gísli Jónsson er aðaleigandi Hallar hf. og var haft eftir hon- um í síðari fréttum sjónvarps í gærkvöldi, að ætlunin væri að gera nokkrar breytingar á hús- inu áður en opnað yrði, en stefnt væri að því að opna föstudaginn 14. júní. Ekki fengust upplýs- ingar í gærkvöldi um kaupverð hússins. Sjálfstæðishúsið á Akureyri, Sjallinn, var í fyrstu í eigu Sjálf- stæðisflokksinSj og þaðan er nafnið komið. I desember árið 1981 skemmdist húsið mikið í bruna og keyptu nokkrir ein- staklingar það. Síðan eignaðist Iðnaðarbankinn húsið og því næst Ólafur Laufdal. I síðasta mánuði var húsinu lokað vegna gjaldþrots fyrirtækis Ólafs og hefur verið lokað síðan. ára. Nýlega var auglýst staða við námsbrautina fyrir viðbótarnám í geðhjúkrun, og við höfum mjög góðan umsækjanda um þá stöðu," sagði hún. Ragnheiður sagði að nám í geð- hjúkrun hefði að minnsta kosti tvisvar sinnum staðið til boða með- an Nýi hjúkrunarskólinn starfaði, en starfsemi hans var hætt í árs- byrjun 1990. Þá hefðu einhverjir stundað slíkt nám á Norðurlöndum og þrír hefðu lokið masterprófi í geðhjúkrun í Bandaríkjunum og væru nú komnir til starfa á ís- landi. Hún sagði að fjöldi íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem fengið hefðu sérfræðingsleyfi í geðhjúkr- un, skipti nú einhverjum tugum. „Nú er verið að gera könnun á vilja allra hjúkrunarfræðinga hér á landi í sambandi við menntunar- mál, og hefur spurningalisti verið sendur til 1.100 hjúkrunarfræð- inga. Þar eru þeir meðal annars beðnir um að forgangsraða hvaða sérsvið hjúkrunar beri að leggja mesta áherslu á á næstu árum, og ef geðhjúkrun raðast þar mjög ofar- lega þá vegur það mjög þungt," sagði Ragnheiður. Morgunblaðið/Sverrir Leikskólabörn í uppgræðslu Garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar afhenti í gærmorgun öllum börnum í leikskólanum Hálsaborg við Hálsasel í Seljahverfi land- svæði í Seljabotnum til uppgræðslu. Elstu börnin, sem nú eru að kveðja leikskólann sinn, gróðursettu fyrstu plönturnar, en börnum á leikskólanum er síðan ætlað að fylgjast með plöntun- um og hlúa að þeim í framtíðinni. Minni sam- drátturrík- isspítala STJÓRN ríkisspítalanna stefnir að því að samdráttur í starfsemi sjúkrahúsanna yfir sumar- tímann verði með allra minnsta móti, eða sem næst helmingi minni en í fyrra. Hjartadeild Landspítala verður lokað í nokkra mánuði meðan endur- bætur verða gerðar á húsnæði hennar. Það mun þó ekki hafa áhrif á starfsemi deildarinnar þar sem hún verður flutt í aðra af hand- lækningadeildum spítalans. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, sagði að slíkar endurbætur væru gerðar á einni deild á hverju ári, og hlypi kostn- aður við þær á milljónum kr. Fyrir utan hjartadeild er reiknað með að lungnadeild á Vífilsstöðum verði lokuð í einn og hálfan mán- uð, annarri bæklunardeildinni í einn og hálfan mánuð og einni handlækningadeild í einn og hálf- an mánuð. Barnadeildirnar eru þrjár og er ráðgert að loka hverri þeirra í einn mánuð í sumar.-Davíð sagði að einnig væru ráðgerðar einhverjar lokanir í kringum jólin. Hann sagði að stefnt væri að því að halda lokunum í algjöru lágmarki, en framvindan réðist af því hvernig til tækist með ráðning- ar. „Þetta byggist auðvitað á því að við fáum peninga til að kosta okkar rekstur eins og við teljum okkur hafa fengið loforð um á síðustu dögum þingsins," sagði Davíð. Þar vísar hann til viðbótarfjár- veitingar upp á 120 milljónir kr. Utanríkisráðherra um stöðu samninga EFTA og EB: Ekki spurning hvort held- ur hvenær EB gefur eftir „ÞAÐ er spurning um hvenær en ekki hvort Evrópubandalagið fell- ur frá þessari sameiginlegu stefnu í sjávarútvegsmálum. Það er viðurkennt að þessi stefna er strand," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, við umræður á Alþingi í gær- kvöldi um stöðu samningavið- ræðna EFTA og EB um evrópska efnahagssvæðið. Utanríkisráð- herra vitnaði í skýrslu frá sér- fræðinganefnd framkvæmda- stjórnar EB til ráðherraráðsins frá 6. desember, þar sem mælt er með endurskoðun þeirrar stefnu að krefjast aðgangs að fiskimiðum strandríkja. Utanríkisráðherra las m.a. eftir- farandi texta úr skýrslunni: „95% af fiskistofnun veraldar er innan 200 mílna lögsögu strandríkja. Er svo komið að réttmætar óskir strandr ríkja um að efla fiskveiðar úr eigin fiskistofnun á eigin fiskveiðiflotum mun knýja bandalagið til þess að endurskoða ríkjandi stefnu sem krefst aðgangs að auðlindum slíkra landa." Steingrímur Hermannsson gerði í Glæfraakstur bif- hjóls í íbúðarhverfi LÖGREGLAN í Reykjavík handtók um miðjan dag í gær, með aðstoð almenns borgara, ungan mann á bifhjóli eftir mikinn elt- ingaleik um Breiðholtið. Bifhjólamaðurinn var réttindalaus og grunaður um ölvun. Höskuldur Erlingsson, lögreglumaður, stöðvaði för ökuþórsins á göngustíg í Breiðholtinu. Lögreglumenn mældu hjólið á rúmlega 90 kíiómetra hraða við Arnarbakka. Þegar ökumanninum var gefíð merki um að nema staðar hlýddi hann ekki, heldur jók ferðina og stefndi beint á annan lögreglu- þjóninn, sem átti fótum sínum fjör að launa. Maðurinn ók á miklum hraða víðsvegar um Breiðholtið, á gangstéttum, gegnum undirgöng og víðar. Eftir um 20 mínútna elt- ingaleik tókst lögreglunni að stöðva för hans, en hann stakk af á tveim- ur jafnfljótum. Hann náðist skömmu síðar með aðstoð borgara. umræðunum athugasemdir við flesta þætti í yfirlýsingu ráðherrafundar EFTA og EB og sagði að ekki mætti ofmeta ávinninga af samn- ingnum um evrópskt efnahags- svæði. Ólafur Ragnar Grímsson gagnrýndi að í samningsdrögunum fælist afsal á fullveldi og sjálfstæðis- stöðu íslendinga. Lagði hann til að utanríkismálanefnd kallaði til inn- lenda og erlenda sérfræðinga til álitsgjafar um málið. Björn Bjarnason benti á að for- menn Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks hefðu átt fulla aðild að framgangi þessara samninga og að fyrrverandi ríkisstjórn hefði hafn- að því að Alþingi veitti ríkisstjóm- inni sérstakt umboð til samnings- viðræðnanna eins og sjálfstæðis- menn fóru fram á. Utanrikisráðherra vísaði allri gagnrýni um að í samningsdrögun- um felist afsal á fullveldi landsins á bug. Kvaðst hann ennfremur ekkert hafa heyrt um málamiðlun sem fæ- list í að fyrirtæki innan EB gerðu samninga við íslenska aðila um sam- starf við veiöar og vinnslu. Umræðurnar á Alþingi stóðu í allan gærdag og fram á kvöld. Sjá frásögn af umræðum á bls. 2 og þingsíðunni, bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.