Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 7
MOBGUNB&y&lg)'. PQgj'ftoAQlffi t7.>MÁÚIð91 ;
,7
Flóki Kristinsson
Langholtssöfnuður:
Flóki Kristins-
son kjörinn
sóknarprestur
Séra Flóki Kristinsson var
kjörinn sóknarprestur í Lang-
holtssöfnuði í Reykjavík á fundi
sóknarnefndar s.l. þriðjudag.
Sr. Flóki hlaut lögmæta og bind-
andi kosningu. Hann var áður sókn-
arprestur á Stóranúpi í Gnúpveija-
hreppi í Árnessýslu. Auk hans sótti
Guðrún Bdda Gunnarsdóttir guð-
fræðingur um embættið.
Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson
lætur af embætti sóknarprests 31.
júní og sr. Flóki tekur við embætt-
inu 1. júlí.
Aðal- og varafulltrúar í sóknar-
nefnd tóku þátt í kjörinu. Fundinum
stjórnaði sr. Jón Dalbú Hróbjarts-
son, prófastur í Reykjavíkurprófast-
dæmi vestra.
Þormóður rammi:
Siglingamálastofnun:
Bátur og áhöfn ótryggð
EINAR Jónsson, aðstoðardeildastjóri Siglingamálastofnunar, segir
að það hafi ekki tíðkast að veittar séu undanþágur til skipa með
útrunnið haffærisskírteini að fara í veiðiferðir, en skipsíjórinn á
Eleseusi BA 328 segist hafa fengið munnlegt leyfi frá Siglingamála-
stofnun til að fara í róður án haffærisskírteinis.
„Þetta hefur ekki tíðkast og ég Ekki náðist í Pál Guðmundsson
trúi því ekki að slíkt leyfi hafi ver- deildarstjóra Siglingamálastofn-
ið veitt. Ef bátur er ekki með haf- unnar sem skipstjórinn á Eleseusi
færisskírteini á hann ekki að fara BA 328, Níels Adólf Ársælsson,
út. Þetta er alfarið á ábyrgð skip- segir að hafi veitt sér munnlegt
stjórans og það eiga allir skipstjórn- leyfi til að fara eina veiðiferð áður
arlærðir menn að vita. Það er ekki en báturinn yrði tekinn út. Ekki
lögskráð á bát sem hefur ekki haf- náðist heldur í Magnús Jóhannes-
færisskírteini í gildi og þá er hvorki son siglingamálastjóra.
báturinn né mannskapurinn tryggð-
ur. Þetta eiga allir skipstjórnar-
menn að vita,“ sagði Einar.
Ær bar fjór-
um lömbum
Borg í Miklaholtshreppi
NÚ stendur sauðburður yfir. Útlit
er fyrir að frjósemi ætli að verða
mikil á sumum bæjum. í Mikla-
holti bar ær fjórum lömbum, öllum
vænum og frískum.
Undanfarandi daga hefur verið
mikil úrkoma. Síðast liðinn sólar-
hring var sólarhringsúrkoman á
Hjarðarfelli 64 millimetrar. Ekki er
útlit fyrir að upp stytti á næstu dög-
um. Er því víða að verða þröngt í
húsum því í svona mikilli úrkomu er
útilokað að hafa lambær úti. Gott
útlit er með gróður og hafa síðustu
sólarhringar verið hlýir. í þessum
miklu vatnavöxtum hafa orðið vega-
skemmdir og fór vegurinn hjá Núpá
í Eyjahreppi í sundur í nótt. Páll
Dræm sala
hlutabréfa
á Siglufirði
HLUTABRÉF í Þormóði ramma á
Siglfirði seldust ekki eins og von-
ir stóðu til í heimabyggð. Heima-
menn keyptu hfutabréf fyrir 10
milljónir og nú nýverið keypti
Verðbréfadeild Islandsbanka
hlutabréf að nafnvirði 30 milljónir
króna.
Róbert Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagði
að ekki hefði verið hægt að selja
fyrir meira á Siglufirði. „Við gáfum
út hlutabréf fyrir 40 milljónir að"
nafnvirði og heimamenn höfðu for-
kaupsrétt á þeim. Það tókst að selja
fyrir 10 milljónir hér heima og VIB
keypti það sem eftir var af bréfun-
um,“ sagði Róbert.
Hann sagði að á næstu misserum
væri ætlunin að fá fyrirtækið skráð
á verðbréfamarkaði og þá yrðu vænt-
anlega gefin út fleiri hlutabréf.
HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI695500
MITSUBISHI
MOTORS
8 MANNA MINIBUS
NÝTT ÚTLITAÐ FRAMAN
NÝTT ORKUSVIÐ
□ Bensínhreyfill — 2,4 lítrar
Dieselhreyfill — 2,51ítrar
□ Eindrif eða aldrif
□ Fjölmargir möguleikar
á sætaskipan
H Þriggja ára ábyrgð
Verðfrákr. 1.300.800