Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 17. MAI 1991 21 ir réttilega að hún hafí tekið lands- próf fjórtán sinnum, því að hún las undir það próf með helmingnum af börnum sínum og barnabörnum. Málanám lá létt fyrir henni. Samt lá gáfnafar hennar fyrst og fremst á öðru sviði. Hún var náttúrulegur stærðfræðingur, hafði yndi af alg- ebru og tók upp á því á sjötugs- aldri að fara í gegnum stíft stærð- fræðinám menntaskóla. Hún hafði yndi af því að leysa þrautir þar sem formfesta og rökvísi stærðfræðinn- ar kom henni að góðu haldi. Hún var afbragðs bridsspilari. Og spilaði af slíkri keppnishörku og metnaði, að harðjaxlar og atvinnumenh máttu hafa sig alla við, til þess að halda sínum hlut fyrir henni. Stundum spurði ég hana hvórt hún, eftir á að hyggja, hefði notið sín betur í lífinu, að eigin mati, ef hún hefði lagt fyrir sig stærðfræði- kennslu, gerst verkfræðingur eða farið að stjórna verðbréfafyrirtæki, svo ég nefni nokkur dæmi um hluti, þar sem allt hefði leikið í höndunum á henni. Hun brosti brosi hinnar lífsreyndu konu og sagði: Aldrei, ef ég hefði orðið að velja á milli þess og móðurhlutverksins; orðið að taka starfsframa fram yfir kven- leikann, til þess eins að geta keppt við karlmanninn í hans eigin veröld. Við ráðum þessu hvort eð er öllu, bak við tjöldin, við konur. Það var ekki tii í henni vottur af biturð eða vanmetakennd, enda ekkert í hennar lífi, sem gaf tilefni til þess. Oft virti ég hana fyrir mér í gestgjafahlutverki, þegar erlenda gesti bar að garði. íþróttafrömuði, kaupsýslumenn, stjórnmálamenn og listamenn. Hún átti orðastað við hvern og einn á hans eigin móður- máli ög heillaði alla með fegurð sinni, fasmikilli framgöngu og per- sónutöfrum. Hvers ætti hún svo sem að sakna af ónýttum tækifær- um, sem lífið býður upp á? „Je ne regrette rien ..." syngur Edit Piaf. Ég sé tengdamóður mína í anda taka undir með Edit með kankvísu brosi. Aldís Brynjólfsdóttir fór að dæmi formóður sinnar, Auðar djúpúðgu og reisti skála sinn við þjóðbraut þvera. Hennar hús stóð okkur öllum opið að nóttu sem degi, hvort held- ur var í sorg eða gleði. Þar kom stórfjölskyldan saman til mann- fagnaðar og naut gestrisni hinnar örlátu húsfreyju. Þar svignuðu borð undir krásum. Þar var oft glatt á hjalla þegar lífsgleðinni var gefinn laus taumurinn. Þrjár kynslóðir stórfjölskyldunnar stigu þar sín fyrstu spor og lærðu við hennar veisluborð að meta og njóta lífsins lystisemda. Þar komu saman hraustir menn og fagrar konur, enda þvílíkur kvenblómi ekki samankominn í anna eftir 7. júní 1991, en þá verða allar póststjórnir búnar að gefa sín frímerki út. íslenzku frímerkin eru tvö. Verð- gildi annars þeirra er 26 krónur og myndefnið sótt austur í Jökulsárlón í A-Skaftafellssýslu. Fer vel á þessu vali, því að allir þeir, sem leið eiga þarna sunnan Vatnajökuls, hljóta að staðnæmast við þetta sérkenni- iega lón. Hitt verðgildið er 31 króna, og myndefni þess er hverinn Strokkur í Haukadal, sem er í næsta nágrenni við sjálfan konung hvér- anna, Geysi. Þröstur Magnússon hefur teikn- að eða hannað þessi tvö merki af sömu smekkvísi og landslagsmerki þau, sem póststjórnin hefur verið að gefa út að undanförnu. Þessi frímerki eru steinprentuð hjá Harri- son & Sons Ltd. í Englandi. Tæplega gerist þess þörf að taka fram, að sérstimplar verða notaðir við þessar útgáfur sem jafnan áður. NORDIA 91 Eins og getið hefur verið um hér framar í sambandi við væntanlega smáörk 23. þ.m., hefst frímerkja- sýningin NORDIA 91 eftir rúman mánuð. Þar sem þess verður freist- að að segja allrækilega frá henni hér í frímerkjaþætti, áður en hún hefst, verður að geyma til næsta eða næstu þátta umsögn um hana. einni fjölskyldu annars staðar á byggðu bóli. Nú er þessari veislu lokið. Þá er ekki annað eftir en að þakka fyrir sig um leið og við fylgjum okkar örláta gestgjafa til hinstu hvfldar. Og þó. Við eigum öll eftir að koma saman til seinustu kvöldmáltíðar- innar, þar sem gestgjafinn verður í heiðurssæti, þó fjarverandi sé, meðan við flytjum henni þakkar- óðinn, fyrir allt sem hún gaf okkur af rausn sinni og ríkidæmi. Jón Baldvin Hannibalsson Þar sem hún var, þar var engin önnur. Allar aðrar rósir fölnuðu við hlið hennar. Sem var einstök. Eld- rauð, ilmandi og svo sláandi falleg. Hún amma mín og mamma, Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir Schram. Svo fögur, því hún var rík að innihaldi þessi kona. Efni í þúsund síður. Um slíkar ódauðlegar konur hefur Njáluhöfundur skrifað. Shakespeare og Laxness líka. Um skörunga og húsmæður. Drottning- ar og greifynjur. Alþýðukonur og vinnandi konur. Vitrar og vísar konur. Andríkar og eljusamar. Sterkar og stormasamar. Góðar og gjafmildar. Stórlyndar og skapandi. Glaðar og gefandi konur. Þetta allt var hún amma mín og miklu meira. ítölsk mamma. Stolt í sinni hóg- værð. Ströng í sinni blíðu. Mild í yrkja menn ódauðleg ljóð. Vegna hennar drýgja menn hetjudáðir. Fyrir hana rembast lítil börn við að „sigra heiminn". Eflaust hjóm og húmbúkk í hennar augum. Hún ætlaðist til þess að börnin sín yrðu manneskjur. Enda verður lífsafrek Aldísar ekki í títlum talið. Henni sjálfri var nóg að sigra hjörtu af- kvæma sinna. Sem og hún gerði. Eitt lítið bros og sólin skein. Eitt hlýtt orð og það var tilgangur í því að lifa. Eitt stutt faðmlag og maður elskaði heiminn. Þannig voru ein- hverjar sælustu stundir lífs míns sóttar til hennar. Þá hún lyfti hug í hæðir. Er hún sat við píanóið og spilaði og söng sín ljúfustu lög. Er hún þuldi upp ljóðin eða las mér þessi gullkorn um lífið og tilveruna. Eða þegar hún einfaldlega, nýkom- in heim, endurfyllti húsið lífi þá hún lýsti spaugilegum atvikum dagsins með svona líka leikrænum tilbrigð- um. Eða þegar hún rétti fram kræs- ingarnar. Aldreí fór maður frá henni svangur. Þvert á móti, full- mettaður af heimagerðri list. Og oftar en ekki klæddur upp á nýtt. Því þannig var hún amma mín, Aldís Þorbjörg. Alltaf gefandi. Allt sem hún átti. Ekki af þrælslund og ekki í von um endurgjald. Heldur einfaldlega af því henni þótti sælla að gefa en þiggja. Sem ég held að hafi verið hennar lífsregla. Hún lét mig ekki á fætur, fyllti minn maga af hafragraut og lýsi og ýtti mér út í lífsins ólgusjó. Bíttu á jaxlinn og spjaraðu þig. Það vildi hún sagt hafa. En okkur skolaði alltaf aftur að landi, til móður jarðar. Nú er hún ekki lengur hér, konan sem gaf okkur líf. Lífsakkeri hennar hefur losnað frá jörðu, en taugin er römm. Við munum sigla áfram undir leiðarljósi Aldísar. Sem mun lýsa í myrkrinu, sterkar en nokkru sinni fyrr. Amma sjálf, líf hennar og breytni er okkur fyrirmynd. Ef aðeins við gætum lært af henni, um hvað allt þetta snýst, nefnilega að rækta garðinn okkar og að gefa, ef aðeins við gætum gefið okkar börnum slíka móðurást, þá hefur líf hennar borið ávöxt. Elsku hjartans afi og fjölskylda. Við grátum ekki þessa konu. Það væri ekki í hennar anda, sem kynnt- ist dauðanum aðeins átta ára að aldri. Við gleðjumst. Því við erum rík. Af góðum minningum. Um mæta konu og milda móður.Sem við elskuðum, virtum og dáðum. Aldís Baldvinsdóttir Að leiðarlokum leitar hugurinn til horfinna daga. Á þessari stundu finnst mér það næsta ótrúlegt að meir en hálf öld skuli liðin frá því fundum okkar Aldísar bar fyrst saman. Það var á sólbjörtum sumar- má geta að þar urðu miklir fagnað- arfundir. Mér er í barnsminni hve fögur og glæsileg þessi nítján ára Reykjavíkurstúlka var. Af henni ljómaði lífsgleðin og á skammri . stundu hafði hún unnið hug og hjörtu okkar allra sem þá tengdust henni vináttu- og tryggðaböndum sem vöruðu ævina alla. Það var líka ljóst á þessum degi að hér hafði Björgvin fundið hamingjuna í lífi sínu, sólina sem geislaði við hlið hans árin og áratugina alla sem þau bjuggu saman í óvenju ástúðlegu og farsælu hjónabandi. Ungu hjónin settu fyrst saman bú í vesturbænum, ekki langt frá æskuheimili Björgvins á Stýri- mannastíg, gerðu stuttan stans í austurbænum en fluttu síðan í veg- legt hús í Sörlaskjóli árið 1948 þar sem þau bjuggu ætíð síðan. Þar ólust börnin upp, þau Bryndís, Ell- ert, Margrét, Björgvin, Magdalena, Ólafur Magnús og Anna Helga. Nú um stundir er algengt að tala um hina svokölluðu kjarnafjöl- skyldu og miða flestar þjóðhags- stærðir við hana. Slíka fjölskyldu mátti að sönnu finna í Sörlaskjólinu en í þeirri merkingu að þar bjó óvenju kjarngott fólk. Sú fjölskylda var sannkölluð stórfjölskylda, barnahópurinn óvenju fjölmennur og vinir og vandamenn daglegir gestir. Stundum hvarflaði að manni OTC LASER MATRTX1000... Geislaprentarinn, sem leysir vandann! Mikill prent- hraði. LASER MATRIX 1000 prentar firnahratt: 1000 línur / 16 síður á mínútu. Tengist flestum tölvum. LASER MATRIX1000 tengist öllum PG/PS/AT tölvum HP, DEC og flestum gerðum IBM, svo sem AS400, System/3X og3270. /">* Prentar á allan pappír.LASERMATRIX 1000 prentar á allar gerðir samhangandi tölvupappírs og límmiða. Stillanleg síðulengd. LASER MATRIX 1000 prentar allar lengdir frá 1" til 24". 'Q-*- StiUanleg síðubreidd. '£"* LASERMATRIX Iq..+. 1000 prentar allar <o—~ breiddir frá 4" - 81^" fO--m~ >Q--*- Fyrirferðar- l.till. LASER MATRIX1000 er ótrúlega fyrirferðarlítiU miðað við afkastagetu. Margar le tu r- gerðir. LASER MATRIX 1000 er HP sam- hæfður og býður upp á geysilegt úrval leturgerða með HP leturhylkjum og OCR letur. Einnig„SOFTFONTS", sem eru lesnir inn í 2 Mb minni prentarans. LASER MATRIX 1000 prentarinn er kjörinn til prentunar á: A og B gíróseðlum, ávísunum, límmiðum, strikamerkingum, skýrslum, verðlistum, hlutalistum, yfirlitum, dreifiblöðum og fjölmörgu öðru. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. OUTPUT TECHNOLOGY CORPORATION raiÆKNIVAL SKEIFUNNI17 • 108 R. • S. 681665

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.