Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 17. MAI 1991 19 Afmæliskveðja: Þórður Þórðar- son, verkstjóri Þórður Þórðarson fyrrverandi framfærslufulltrúi og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði er níræður i dag. Þórð er þarflaust að kynna fyrir flestum Hafnfirðingum; hann þekkja þeir af góðu einu. Þau eru ófá verkin sem Þórður Þórðarson hefur skilið eftir sig á löngum starfsferli. Sér í lagi hefur hann jafnan lagt rækt við sína heimabyggð, Hafnarfjörð, og lagt þar mikið af mörkum. Þar hefur hann lagt gjörva hönd á margvísleg verkefni og jafnan skilað með mikl- um sóma. Ekki síður er ástæða til að geta starfa Þórðar Þórðarsonar fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfírði. Þar var hann um langt árabil í forystu- sveit, enda vel til forystu fallinn. í stuttri kveðju er með öllu ógerlegt að tíunda feril og verk Þórðar Þórð- arsonar á langri leið fyrir Hafnar- fjörð og jafnaðarstefnuna. Enda er það svo með menn á borð við Þórð Þórðarson, að orð eru óþörf; verkin sýna einfaldlega merkin. Eg þakka Þórði Þórðarsyni á þessum tímamótum hans merka starf fyrir Hafnarfjörð og jafnaðar- stefnuna. Hann áheiður skilinn. Guðmundur Arni Stefánsson bæjarsyóri. Hafnfirskur heiðursmaður, Þórð- ur Þórðarson, fyrrum verkstjóri og framfærslufulltrúi, Háukinn 4, Hafnarfirði, er níræður í dag, föstu- daginn 17. maí. Til hans munu margir Hafnfirð- ingar hugsa á þessum merkisdegi, með hlýhug og þakklæti fyrir hin margháttuðu störf, sem hann hefur leyst af hendi í þágu bæjarbúa og Hafnarfjarðar á liðnum árum. Því svo sannarlega má segja að hann hafi vfða komið við í störfum fyrir bæjarfélagið þau 60 ár sem hann hefur búið í bænum. En Þórður er einkar félagslyndur maður, raun- góður, drenglyndur og velviljaður. Hann er afburða hjálpsamur, ávallt verið reiðubúinn til að styðja þá sem til hans hafa leitað, einkum þá sem minni máttar hafa verið og höllum fæti hafa staðið í lífinu. Á hann hafa þannig hlaðist margvísleg trúnaðarstörf. Hann skipaði sér ungur í raðir Alþýðuflokksins og gerðist einn af traustustu og ötulustu liðsmönnum flokksins í Hafnarfirði og var þar og í verkalýðshreyfingunni í fylg- ingarbrjósti. Hann var formaður Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar um árabil, fulltrúi á fjölmörgum Alþýðuflokksþingum, gegndi mörg- um trúnaðar- og nefndarstörfum fyrir flokkinn, sat um skeið í bæjar- stjórn og kjörinn af henni í margs- konar trúnaðarstörf, svo sem til að vera formaður húsnæðisnefndar, í framfærslunefnd og hafnarnefnd. Hann var yfirmaður áhaldahúss Hafnarfjarðarbæjar um skeið, en áður hafði hann verið yfirverkstjóri bæjarvinnunnar. Þá var hann í nokkur ár framfærslu- og hús- næðismálafulltrúi. Þórður var félagi í Verkamanna- félaginu Hlíf og forystumaður þar og formaður árin 1935, '36 og '38. Kynni hans af kjörum verkafólks hér á landi á hans yngri árum mun hafa leitt hann til starfa í verkalýðs- hreyfingunni og til liðs við Alþýðu- flokkinn. Hann sá örbirgð, fátækt og réttleysi það, sem var hlutskipti hins vinnandi manns á þeim árum. Hann sá að sumt af þessu fólki varð að sætta sig við að klæðast tötrum, búa í hreysum og lifa við sult og seyru. Hann sá að frelsið, sem það bjó við birtist í því einu, að það mátti strita, fékk skortinn að launum, en hafði ekkert öryggi og litla hlutdeild í því, hvernig sveit- arfélagi eða þjóðfélagi var stýrt. Flestir þeir sem komnir eru á efri ár, kannast við ofangreinda lýsingu og við aðbúnað verkafólks á fyrstu árum verkalýðshreyfingar- innar og Alþýðuflokksins. Á þessum merku tímamótum í lífi Þórðar vil ég og margir aðrir þakka honum og öðrum sem stóðu í hetjubaráttu fyrir verkafólk áður fyrr. Árangurs þeirrar baráttu njóta Hafnfirðingar og raunar íslending- ar allir í ríkum mæli á svo fjölmörg- um sviðum nú í dag. En Þórður kom víðar við í félags- starfi, enda var hann áhugamaður um öll framfaramál bæjarfélags síns og ávallt reiðubúinn til að leggja hönd að verki við að hrinda þeim í framkvæmd. Til hans er því oft leitað til þess að gegna forystu- störfum, þegar um er að ræða málefni sem til heilla mátti horfa fyrir bæjarfélagið. Er hverju máli vel borgið í höndum Þórðar. Fjöl- mörg trúnaðarstarfa sem hann hef- ur verið kvaddur til að gegna, bera þess vott að Þórður nýtur mikils trausts og vinsælda. Hann var varaformaður Kaupfé- lags Hafnfirðinga, er formaður Dýraverndunarfélags Hafnarfjarð- ar, var í stjórn Byggingarfélags Alþýðu, formaður Verkstjórafélags Hafnarfjarðar, varaforseti Verk- stjórasambands íslands, í stjórn Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar. Hann hefur og tekið virkan þátt í kirkjustörfum í Hafnarfirði og einn- ig þar verið kvaddur tií forystu- starfa, verið í stjórn kirkjugarðanna og meðhjálpari. Þórður er glaður og hress í bragði, æðrulaus og skemmtilegur, en öfgalaus og kann ekki vel neinu ábyrgðarleysi í opinberum málum. Þórður kvæntist Arnþrúði Grímsdóttur frá Ný-Borg á Stokks- eyri, mikilli myndarkonu, sem nú er látin. Arnþrúður var stoð og stytta manns síns í öllu hans starfi. Þau eignuðust þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. Öll eru börnin nýtir og dugandi borgarar í Hafnarfirði. Samstarfsmenn og vinir allir senda afmælisbarninu bestu heillaóskir á þessum merkisdegi. Ég þakka Þórði mikið og gott samstarf á liðnum árum og fyrir óeigingjörn störf í þágu bæjarfé- lagsins. Ég árna honum og fjöl- skyldu hans heilla á þessum tíma- mótum í lífi hans. Þórður Þórðarson tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Veitinga- húsinu Skútunni, milli kl. 4 og 7. Stefán Gunnlaugsson PETUR GUNNARSSON - alvöruhúmoristi. Snilldarlegar athuganir á samtíðinni, hnyttni, sagnalist. Þrettán ára skólagöngu var lokið... Hurð skall að baki. Lífið framundan samfelld frímínúta. Skáldsagan Punktur punktur komma strik eftir Pétur Gunnarsson kom ut fyrst áriö 1976 og sló í gegn. Bækurnar sem komu í kjölfariö leiftra af sama andríki. Og nú fást þær allar saman í Stórbók. Skemmtilesning í sérflokki. Tilvalin stúdentsgjöf. MállMlogmenmng Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Simi 15199-24240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.