Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991 35 í „horninu" hjá tengdaforeldrum mínum, lítilli íbúð á neðri hæðinni á Einimel 11. Þar bjuggum við fyrstu sex hjúskaparár okkar og ekki fer hjá því að margt var það sem ég lærði jákvætt og gagnlegt af þeim hjónum sem komið hefur mér að ómetanlegu haldi á lífsleiðinni. Kristín var lífsglöð og mannblend- in kona og hafði yndi af mannamót- um. Meðal annars var hún í fram- varðasveit Sjálfstæðisflokksins og lét verulega að sér kveða á þeim vett- vangi. Einnig lét hún félagsmál kvenna mikið til sín taka og var m.a. virkur félagi í Oddfellowhreyf- ingunni til hinsta dags, svo eitthvað sé nefnt. Svo mikill neisti var í henni að ég fyrir hvatningu hennar fór að mæta á fundum með henni og hafði gaman af, ekki síst að fylgjast með vinnubrögðum hennar og sjá hversu gott nef hún hafði fyrir stjómun og félagsmálum. Ef elsku tengdamamma mín mætti til mín heyra nú, vildi ég að leiðarlok- um segja við hana þessi orð: Að hún hafí verið atorkukona sem vann sitt dagsverk af trúmennsku og alúð og mikið er ég henni þakklát fyrir allt það sem hún miðlaði mér af dýr- mætri reynslu sinni, jafnt sem móð- ir, eiginkona og félagsmálakona. Hún var svo sannarlega vinur vina sinn og er hennar nú sárt saknað af vinum og vandamönnum. Enn og aftur þakka ég tengdamóður minni fyrir allt og allt og bið algóðan Guð sem öllu stýrir, að styðja hana og styrkja í ljóssins göngu. Við munum minnast hennar um ókomna tíð, en kveðjum hana að sinni með virktum, vináttu og virðingu. Fari hún í Guðs friði. Guðrún Beck Við virðumst aldrei vera búin und- ir kveðjustund, svo varð okkur einnig er við fréttum lát frænku okkar, Kristínar Magnúsdóttur, en við vor- um systradætur. Ungar að árum áttum við því láni að fagna að dveljast á heimili for- eldra hennar, Magnúsar Magnússon- ar og Helgu Jónsdóttur móðursystur okkar. Hófust þá kynni okkar af Buddu frænku en svo var Kristín ávallt nefnd í vinahópi. Urðu þau kynni okkar að vinskap sem hélst æ síðan. Ekki spilltist sá vinskapur er Budda giftist manni sínum Tryggva Jónssyni mannkosta- og drengskap- armanni í hvívetna, sem nú er látinn. Budda og Tryggvi eignuðust tvö börn, Önnu Ló og Magnús, sem hafa fetað í fótspor foreldra sinna að manngæsku og góðvild. Þó er huggun harmi gegn, að vita af elsku frænku okkar aftur umvafða örmum ástkærs eiginmanns sem hún saknaði svo sárt. Við systurnar vottum börnum hennar, barnabörnum, tengdaböm- um og öðrum vinum, dýpstu samúð og kveðjum elskulega frænku með virðingu og þakklæti og munum ávallt geyma fagrar og góðar minn- ingar um góða og heilsteypta konu um ókomna tíð. Hrefna, Fjóla, Tóta og Lilja Sigurðardætur. Tengdamóðir mín elskuleg er lát- in. Það er orðinn rúmur aldarfjórð- ungur síðan ég bankaði upp á Eini- melnum og spurði hvort stelpan, sem ég var skotinn í væri heima. Nei, hún er ekki heima, kom stuttar- alegt svar, og hurðinni var lokað, svo ég segi nú ekki skellt á mig. Gæfuleg byijun það, hugsaði ég, og hef hana þá grunaða um að hafa ekki sagt mér satt í þetta skiptið. En það verður að reikna henni til vorkunnar, að þessi strákhvolpur var þremur árum eldri en dóttirin og að auki þessum þremur árum á eftir í skóla. Þetta voru því nánast eðlileg viðbrögð móður sem vildi barninu sínu vel og forða því frá skakkaföllum. Hún feilreiknaði sig bara á einu. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Þessi ákveðna kona gat af sér ákveðna einstakl- inga, sem gerði það að verkum, að hún sat að lokum uppi með mig sem tengdason. En hafi hún ætlað dóttur sinni betra hlutskipti hafði hún alla- vega ekki orð á því við mig. Reynd- ar var þessi stutta kynning okkar Kristínar upphafíð að afar góðum vinskap,_ sem ég hef alltaf metið mikils. Ég þurfti að vísu að ganga í gegnum hreinsunareld. Kristín og Tryggvi voru af sama skólanum og voru nánast púritanísk í hugsana- gangi hvað varðaði samband ungra elskenda fyrir innsiglið, þ.e. brúð- kaupið. Ég kom sjálfur frá gerólíku heimili og að auki var öldin orðin allt önnur þegar ég og konan mín vorum ung. Það gat því strekkt á taugunum, og stundum samband- inu, á meðan þessi kraftmikla og sterka kona var að sleppa hendinni af annarri af sinni dýrmætustu eign. Og í sannleika sagt gerðist það í reynd ekki fyrr en við giftinguna. Eftir það held ég að hún hefði var- ið mig með kjafti og klóm, rétt eins og dóttur sína. Og víst var að þegar ég þurfti á aðstoð að halda, og það var ekki svo sjaldan, var sú aðstoð veitt með glöðu geði. Fyrir það þakka ég hér og ætíð. Ég ætla mér ekkert að hvítþvo Kristínu hér. Fólk eins og hún, dug- mikið, sterkt skapgerðarfólk, með ákveðnar skoðanir og hugsjónir, fólk sem gustar af, það hefur líka alltaf skarpari fleti. Kristín var afar föst á sínum skoðunum. Þegar ég kom inn í hennar líf var hún á kafi í pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn var hennar flokkur; sjálfstæðisstefnan hennar stefna. Ég var alls ókunnug- ur pólitískri skoðun verðandi tengdamóður minnar, þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hennar, en ég fullyrði, að það, að við tengdó vorum samstiga í pólitík, opnaði dymar að okkar góða sambandi. Hún gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir hverfasamtök Sjálfstæðis- flokksins, fyrir Hvöt, fyrir Vörð, fulltrúaráð og flokksráð Sjálfstæðis- flokksins sem ég tíunda ekki hér, og var ein dyggasta hjálparhella og trúnaðarvinur Alberts Guðmunds- sonar, frá því hann hóf sinn pólit- íska feril. Hún var alls óhrædd við að hafa skoðanir á hlutunum. Hún var ekki að safna vinum með því að vera sammála síðasta ræðu- manni. Onei. Þeir, sem voru vinir hennar, voru það hennar vegna, og máttu því allt eins eiga von á því að heyra það óþvegið. Og það var allt í lagi því hún erfði heldur aldr- ei neitt. Það var alltaf hægt að eiga skoðanaskipti við hana og maður þurfti ekkert að vera henni sam- mála. Kristín og Tryggvi voru óvenju samrýnd hjón. Þau voru gerólík, hún opin og glaðvær, hann hógvær og rólegur. Algerar andstæður. En svona andstæður vinna oft best saman. Heimili þeirra í Hellusundi 7 var rómað fyrir gestrisni og nota- legheit, og þá var Kristín „bara“ húsmóðir. Hún var listakokkur, og veit ég að margir eru mér sammála í því. Sem betur fer skildi hún eftir hluta af þeim hæfíleikum sínum í konunni minni, sem og sínum list- rænu hæfíleikum, en hún hafði mjög næmt auga fyrir listrænni fegurð, og málaði talsvert sem yngri kona, þó fæstir vissu af því. Heimili þeirra bar ætíð merki hennar miklu smek- kvísi. Þau ferðuðust mikið, og þær eru óteljandi laxveiðiferðirnar, sem þau fóru, og þá helst með alla fjölskyld- una með sér þegar hægt var, börn og bamabörn. Þau voru bæði mjög ákveðnir einstaklingar, og það gneistaði þegar árekstrar urðu. En þau voru algjörlega samofín. Það skildi ég best, þegar Tryggvi lést, rétt fyrir jólin 1987. Þá hvarf eitt- hvað úr fasi minnar elskulegu tengdamóður. Einhver hvati, sem hafði gætt hana lífí, sem leiftraði. Hún stöð sig eins og hetja, það vantaði ekki. Og ein vildi hún búa á Einimelnum, annað kom ekki til greina. En eftir á veit ég, að þar bjó hún við endurminninguna .um sinn góða dreng og þeirra góða sam- band, og þau tengsl vildi hún ekki slíta. Nú er hún öll hérna megin, og búin að endurnýja tengslin hinum megin. Hún færði mér allt það besta, sem ég á, og fyrir það get ég aldr- ei nógsamlega þakkað. Hún signdi yfír bömin mín á hveiju kvöldi, meðan ég bjó í hennar húsum, en nú er komið að mér að gera kross- mark yfír henni. Það geri ég með miklum trega, en jafnframt þakk- læti, og mun ætíð minnast hennar með hlýju. Guð blessi minninguna um góða konu. Heimir Sindrason Okkur, samstarfskonur í Minning- arsjóði Ingibjargar Sigurðardóttur, setti hljóðar, er við fréttum af frá- falli okkar góðu vinkonu, Kristínar Magnúsdóttur. Við höfðum stuttu áður eða nánar tiltekið á sumardaginn fyrsta verið samankomnar á heimili einnar sam- starfskonu okkar, sem bauð okkur til hádegisverðar vegna fimmtugsaf- mælis síns. Kristín var þá eins og endranær glöð og kát, og það hvarfl- aði sennilega ekki að neinni okkar að við ættum ekki eftir að hitta hana aftur. Kristín var vel greind og oft hnytt- in í tilsvörum og oft kom hún okkur til að hlæja með sínum skemmtilegu athugasemdum. Ein úr okkar hópi er æskuvinkona Kristínar, Unnur Magnúsdóttir. Þær voru skólasystur úr Verzlunarskólan- um og áttu nú í vor 60 ára útskriftar- afmæli úr skólanum. Það var yndis- legt að sjá hversu einlæg vinátta þeirra var alla tíð og hvað þær báru velferð hvör annarrar ævinlega fyrir bijósti. Við samstarfskonur Kristínar í Ingibjargarnefndinni söknum góðs félaga. Kristín verður okkur ógleym- anleg vegna þess hve gott var að njóta samvista við hana bæði í starfi og leik og hve iétt hún gat verið í lund. Þökkum við allar góðu sam- verustundimar, sem við áttum sam- an. Við sendum börnum, tengdabörn- um, barnabörnum, svo og hennar góðu vinkonu, Unni, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Samstarfskonur í Minningarsjóði Ingibjargar Sigurðardóttur Iiaupið VII sáið sjálf! / Undir hatti Alfs eru birki- og lúpínufræ sem við getum sáð sjálf, til að græða upp landið. Um leið tökum við á með S.Á.Á. / Alfurinn verður seldur dagana 17. og 18. maí. wm* ■ fe &' . w w S-A-A byggir upp fólk 15% afslátturaf HARDY HARDY veiðistöiigum og -hjólum 1940 Hafnarstræti 5 ■ Símar 1 67 60 og 1 48 00 Útilíf Glæsibæ • Sportval í Kringlunni • KEA Akureyri • Veiðimaðurinn í Hafnarstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.