Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991 98 37 Kristín Jóhannesdótt ir - Aldarminning, Fædd 17. maí 1891 Dáin 26. desember 1984 Þetta er ekki minningargrein í venjulegum skilningi, þar sem ætt- ir eru raktar og starfsferill, heldur örfá minningarbrot rituð af þakk- látum huga til mikillar vildiskonu, sem hefði orðið 100 ára í dag, hefði hún lifað, en hún lézt fyrir nokkrum árum í hárri elli. Heimilið á Freyjugötu 6 í Reykjavík, þar sem við ýmsir skólapiltar vestan af ljörðum vor- um til húsa upp á leigu og kost, hefir ávallt verið okkur minnis- stætt og dvöl okkar þar skólaárin í Reykjavík. Fyrir lítt reynda æsku- menn og óharðnaða var það ómet- anlegt að fá samastað á jafngóðu og vönduðu heimili sem Freyjugata 6 var. Af piltum að vestan leigðum við Gils Guðmundsson fyrstir námsmanna þarna, í allrúmgóðu kvistherbergi, sem sneri út að Freyjugötunni. Þetta var um haustnætur 1936. Á næstu árum tók svo hver námsmaðurinn við af öðrum sem leigjandi, m.a. Trausti Friðbertsson, fyrrum kaupfélags- stjóri á Flateyri, Hermann Guð- mundsson, fyrrum símstöðvarstjóri á Akranesi o.fl., o.fl. sem of langt yrðj upp að telja. Á kvistinum á Freyjugötu 6 var oft kátt og glatt á hjalla og oft erill af námsmönnum. Þar var stundum með allmiklum tilburðum reynt að fínna lausn á Iandsmálun- um, heimsmálunum og jafnvel ei- lífðarmálunum. Alltaf töldum við okkur vera þá einu og sönnu þess umkomna að bylta heiminum og bæta hann. Og furðu gegndi hvað húsfreyjumar á heimilinu, Guðlaug Björg Bjömsdóttir og dóttir henn- ar, Kristín, sem hér er minnst, voru ríkar af tillitssemi og umburð- arlyndi í garð okkar óstýrilátra námsmanna. Á efri hæðinni á Freyjugötu 6 bjuggu þær mæðgur Guðlaug Björg og Kristín, sem var ekkja með 5 börn, 2 þeirra voru uppkom- in, Sigríður og Björn, sem var að ljúka verslunarskólanámi og rak seinna eigið endurskoðunarfyrir- tæki í Tjarnargötunni, en 3 barn- anna voru enn í bernsku, tvíbura- systumar Guðlaug Björg og María og sú yngsta, Petrína Kristín. Tvö systkinanna eru látin, þau María og Björn, en þijár systur era á lífi, Sigríður, ekkja, býr á Selfossi, Guðlaug Björg, fulltrúi hjá Pósti og síma, Reykjavík, og Petrína gift, kona í Reykjavík. Á efri hæð- inni á Freyjugötu 6 bjó einnig Petr- ína í skjóli systur sinnar, Guðlaug- ar eldri. Á heimilinu var Petrína frænkan og Guðlaug systir hennar amman. I augum okkar skólapilt- anna voru það ætíð „frænkan“ og „amman“ sem gott var að eiga að með ráð og ábendingar, enda voru þessar konur miklar ágætiskonur, sem okkur þótti afar vænt um og bárum mikla virðingu fyrir. Guð- laug Björg, húsmóðirin, var þeirrar gerðar að hún mátti ekkert aumt sjá. Þannig var einnig systirin, Petrína, og dóttirin, Kristín. Eng- inn var svo aumur, að Guðlaug fyndi honum eða henni ekki eitt- hvað gott til málsbóta. Hún þoldi aldrei að nokkram væri hallmælt. Á efri áram sínum knýttist hún í baki og var lengi að mestu rúm- föst. En alltaf var hugurinn og skapið ljúfa hið sama, hvernig sem fyrir henni sjálfri blés. Hún var skarpgreind og skilningurinn og minnið óbilandi allt til æviloka. Hún var alveg einstök kona og hverjum manni, sem henni kynnt- ist, varð hún minnisstæð. Hún hafði fæðst á hinum merka stað, Bessastöðum, 8. febrúar 1862. Bjöm faðir hennar hafði þá Bessa- staðina á leigu um tíma. — Bróðir Kristín Jóhannesdóttir hennar var Erlendur bóndi á Breiðabólsstað þar í sveit. Annar bróðir hennar var séra Björn, sem var prestur í Laufási við Eyjafjörð um skeið. Þar höfðu þær systur dvalið og búið með bróður sínum um nokkurn tíma, en séra Björns naut ekki lengi við því hann lést langt um aldur fram. Kona séra Björns var Ingibjörg Magnúsdóttir, systir Jóns Magnússonar forsætis- ráðherra. Alltaf var talsvert viðhaft, þegar frú Ingibjörg, ekkja séra Bjöms, kom í heimsókn til mágkonu sinnar á Freyjugötunni og nutum við skólapiltar góðs af því. Þriðji bróðir Guðlaugar var Hjörleifur, bóndi á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Á neðri hæðinni á Freyjugötu 6 bjó sonur Guðlaugar, Ólafur Jó- hannesson með konu sinni, Guð- rúnu Sigurðardóttur, ættaðri frá Stokkseyri, og ungri dóttur þeirra hjóna, Ástríði. Á neðri hæðinni var einnig dálítið verslunarhúsnæði, en þar rak Guðlaug verslun um all- langt skeið eða þar til heilsan bil- aði, en þá leigði hún verslunarhús- Guðfinna Lýðs- dóttir - Minning Fædd 4. maí 1904 Dáin 9. maí 1991 Amma mín, Guðfinna Lýðsdóttir, var fædd í Stóra-Langadal á Skóg- arströnd 4. maí 1904. Ung að árum fluttist hún til Reykjavíkur og bjó hér við Faxaflóann síðan. Hún giftist Hallvarði Rósinkars- syni (d. 1975) og eignuðust þau sex syni. Þeir eru Agnar Rósinkranz kvæntur Magnúsínu Ólafsdóttur, Helgi, kvæntur Þuríði Erlu Erlings- dóttur, Birgir, kvæntur Sigfríði Stellu Ólafsdóttur, Hilmar, kvæntur Hafdísi Ólafsdóttur, Gylfí, kvæntur Öldu Björgu Bjamadóttur og Guð- mundur, kvæntur Hólmfríði Maríu Ólafsdóttur. Amma á Hrísateig, eins og við krakkarnir kölluðum hana, var góð amma og mjög annt um alla fjöl- skylduna. Mér er minnisstætt þegar ég eitt sinn, sem lítil stúlka, bank- aði upp á hjá ömmu. Hún kom til dyra og þegar hún sá mig fagnaði hún mér ákaflega og sagði: „Finna mín, þú kemur eins og engill send- ur af himnum.“ Þá vantaði hana eitthvað, sem ég gat skotist eftir. Þegar ég kom úr sendiferðinni átti ég von á góðu. Amma bauð mér inn og hélt litla veislu. Heimili þeirra ömmu og afa á Hrísateig þótt mér ákaflega fallegt og ég horfði hugfangin á stytturnar og skrautið í stofunni hjá þeim. Það var alltaf svo fínt og fágað hjá ömmu, hún var myndarleg húsmóð- ir. Sjálf var hún alltaf vel til fara og fallega til höfð. Þegar ég komst á fullorðinsár átti ég því láni að fagna að búa eitt ár í kjallaranum hjá afa og ömmu. Heimili þeirra var friðsælt, þótt mikið væri um gestakomur. Synirnir sýndu þeim mikla ræktar- semi og leið ekki sá dagur að þeir ýmist kæmu ekki eða hringdu. Eftir að afi dó flutti amma í Vesturberg og síðan að Hrafnistu í Hafnarfirði. Síðustu árin dvaldi hún þar á sjúkradeild við gott at- læti. Henni leið þar vel. Það eina sem hún kvartaði yfír var að geta ekki boðið okkur upp á neitt. Henni var eðlislægt að vera veitandi en ekki þiggjandi. Amma var alin upp við húslestra og kunni Passíusálmana og marga aðra sálma. Þegar ég og fjölskylda mín heimsóttum ömmu í sumarbyij- un báðum við saman, eins og við vorum vön. Það kom mikill friður yfír ömmu og hún brosti svo fal- lega. Hún var alltaf þakklát fyrir bænina og fann í henni vellíðan og blessun. Hinn 4. maí sl. hélt amma upp á 87 ára afmæli sitt í veislusal á Hrafnistu. Þar vorum við saman- komin, afkomendur hennar og fjöl- skyldur þeirra ásamt eftirlifandi systkinum hennar, Kristjáni og Báru. Amma var með hressasta móti og brosti af ánægju að geta horft á hópinn sinn. Aðeins fimm dögum síðar, aðfaranótt uppstign- ingardags, var hún kvödd á Drott- ins fund. Við sjáum á bak heiðurskonu, sem skilaði góðu ævistarfí. Pjöl- skyldan er þakklát fyrir góðar minningar og allt sem amma gerði fyrir okkur. Drottinn blessi minningu Guð- finnu Lýðsdóttur. Guðfinna Helgadóttir Faðir okkar, t ÞORKELL ÞORLEIFSSON húsgagnabólstrari, Rauðarárstíg 30, lést í Landspítalanum 14. maí. Börnin. Guðlaug Björg Björnsdóttir til vinstri og Petrína Björnsdóttir til hægri. næðið öðrum. Ólafur sonur hennar var lengi kaupmaður á Grandarst- ígnum. Áður en hún hóf verslunar- rekstur á Freyjugötu 6 rak hún um nokkurn tíma verslun á Frakkastíg 11. Hun var dugleg og laginn kaupmaður og átti auðvelt með að afla sér vina, sem virtu hana vegna hennar miklu mann- kosta. En þó fór það svo, að þau Guðlaug og Jóhannes Vilhelm Hansen Sveinsson, maður hennar, slitu samvistir. En rómað var það í fjölskyldu þeirra, að þótt fjöl- skylduböndin brystu þá brastu aldrei vináttuböndin. Þau Jóhannes höfðu hafið búskap á Kirkjufelli í Grundarfirði, þar sem hann var útvegsbóndi og þar fæddust bömin þeirra fjögur: Björn, sem fluttist ungur til Kanada og vegnaði þar vel, Sveinn, sem átti heima í Reykjavík, Kristín, sem bjó með móður sinni á Freyjugötu 6 og Ólafur, kaupmaður á Grandarst- ígnum. — 011 sín seinni ár rak Jóhannes verslun á Öldugötu 41, Reykjavík, og farnaðist vel. Guð- laug andaðist 12. mars 1947, 85 ára að aldri, þrátt fyrir krankleika sinn og lélega heilsu hélt hún and- legri reisn sinni til hinsta dags, elskuð og virt af öllum, sem hana þekktu. Þá tók Kristín, dóttir henn- ar, fyrir fullt og allt við hússtjórn- inni á Freyjugötu 6 og reyndist enginn eftirbátur móður sinnar sem mikilhæf mannkostakona. Petrína „frænka“ Björnsdóttir, sem hafði búið í skjóli systur sinnar alla tíð, var fædd 19. september 1875 og lést 12. maí 1962. Þessar þijár merkiskonur, — Guðlaug „amma“ Björnsdóttir, Petrína „frænka“, systir hennar, og Kristín, dóttir hennar, sem hefði orðið 100 ára í dag, urðu á vegi okkar vestfírsku skólapiltanna um hríð og samferða okkur nokkur ár. Eftir þá samferð og eftir þau góðu kynni eram við ríkir af fögram minningum, sem aldrei fyrnast. Guð blessi þær allar. Þorgeir Ibsen t Eiginkona mín, > BRYNHILDUR SVALA EINARSDÓTTIR, er látin. Sveinbjörn Þorsteinsson. t Hjartkær eiginkona mín, ÁSTA EINARSDÓTTIR, andaðist f Landspítalnum miðvikudaginn 15. maí. Esra Pétursson. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, ARNÞÓR SIGTRYGGSSON, er lést 12. maí, verður jarðsunginn frá Bessastaðakirkju í dag, föstudaginn 17. maí, kl. 13.30. Aðalheiður Guðjónsóttir, Björg Arnþórsdóttir, Páll Heiðar Pálsson, Andri Björgvin Arnþórsson, Sigtryggur Arnþórsson, Björg Arnþórsdóttir, Sigtryggur Jósefsson. t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, Einimel 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 17. maí, kl. 13.30. Magnús Tryggvason, Guðrún Beck, Anna L. Tryggvadóttir, Heimir Sindrason, barnabörn og barnabarnabarn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI SIGURÐSSON, Háa-Rima, Þykkvabæ, verður jarðsunginn frá Hábæjarkirkju laugardaginn 18. maí kl. 14.00. Jóna K. Guðnadóttir, Guðrún Guðnadóttir, Sigríður F. Guðnadóttir, Sigurður Guðnason, Guðjón Guðnason, Sigvaldi Ármannsson, Guðlaugur Árnason, Benedikt Júlíusson, Jóhanna Hallgrímsdóttir, Magnea Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.