Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 30
3Q MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 17. MAI 1991 Umræður um evrópskt efnahagssvæði; A ekki að koma fyrr- um ráðherrum á óvart — sagði Björn Bjarnason um eftirlitsstofnun EFTA Skýrsla Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráðherra um stöðu viðræðna um evrópskt efnahagssvæði var til umræðu í sameinuðu þingi í gær. Stjórnar- andstæðingum finhst ýmislegt vera óljóst í stöðunni níina. í upphafi umræðunnar gerði forseti þingsins, Salome Þorkels- dóttir, þingmönnum grein fyrir því að það ætti að reyna að halda sig innan tímamarka og hefði hver þingflokkur u.þ.b. klukkustund til umræðnanna. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði m.a. í sinni skýrslu eða greinargerð að veru- legur árangur hefði náðst á fundin- um 13. maí síðastliðnum, eins og fram hefði komið í sameiginlegri yfirlýsingu sem hefði verið birt fjöl- miðlum. Sá skilningur væri að heildarjafnvægi yrði að vera fyrir alla aðila hvað varðaði ábata, rétt- indi og skyldur. Samkomulag hefði tekist.um sérstakt eftirlitskerfi á vegum EFTA-ríkjanna, um fram- kvæmd samkomulagsins um dóm- stól til að leysa ágreiningsefni. Einnig um hlutdeild EFTA-ríkja varðandi hlutdeild í undirbúningi ákvarðana. Samkomulag hefði einnig tekist um almennt öryggis- og varnaglaákvæði sem kæmi í stað upphaflegra varanlegra fyrir- vara. Ennfremur hefði náðst sam- komulag um tímabundnar undan- þágur frá reglum sem vörðuðu fjór- frelsið svonefnda. Utanríkisráðherra dró ekki dul á að þrjú mál væru enn óleyst, varðandi landbúnaðarafurðir, markaðsaðgang sjávarútvegsaf- urða og um sérstakan byggða- og þróunarsjóð. Það kom fram í máli utanríkisráðherra að framundan væri að fá viðhlítandi niðurstöðu varðandi tollfrían aðgang fyrir ís- lenskar sjávarafurðir og Islending- ar höfnuðu því að láta af hendi yeiðiheimildir fyrir slíkan aðgang. Það yrði harðsótt. En fram hefði komið af hálfu Evrópubandalags- ins að það myndi greiða fyrir að- gangi sjávarafurða ef í mót kæmi af hálfu EFTA greiðari aðgangur landbúnaðarvara frá Suður-Evr- ópu og einnig að greitt yrði í byggða- og þróunarsjóð sem ein- hvers konar endanlegan þrýstijafn- ara. Utanríkisráðherra hafnaði því Björn Bjarnason algjörlega að í þeim hugmyndum að samningsdrögum sem lægju fyrir ftelist nokkurt afsal á full- veldi íslands og rakti hann í nokkru máli mun á væntanlegu evrópsku efnahagssvæði og Evrópubanda- laginu. Utanríkisráðherra sagði að menn yrðu skoða niðurstöður þess- ara samninga og ekki gefa sér niðurstöðurnar fyrirfram. Yfirþjóðlegt vald Steingrímur Hermannsson (F-Rn) fagnaði því sjónarmiði sem fram kæmi í yfirlýsingu utanríkis- ráðherranna frá 13. maí, að gæta yrði heildarjafnvægis ábata, rétt- inda og skyldna allra ríkja. En hann taldi margt orka tvímælis og vera óljóst um túlkun. Fyrri ríkis- stjórn hefði sett fram mjög ákveðna fyrirvara og hann sagði framsóknarmenn leggja afar mikla áherslu á að við þá yrði staðið. Steingrímur kvaðst haf a lesið ítar- lega athuganir sem gerðar voru á vegum síðustu ríkisstjórnar á hugsanlegum ávinningi af erópsku efnahagssvæði. Steingrímur kvaðst verða að viðurkenna að eft- ir þann lestur hefði honum þótt ávinningurinn minni en hann hefði áður talið. Ræðumaður fór nokkrum orðum um yfirlýsingu utanríkisráðherr- Steingrímur Hermannsson anna ¦ og taldi sumt heldur óljóst orðað og gefa tilefni til efasemda. T.a.m. segði í 6. lið að komið yrði á fót sjálfstæðri EFTA-stofnun sem hefði samsvarandi umboð og svipað hlutverk og framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins. Hér væri um lykilatriði að ræða. Einn aðalfyrirvarinn hefði verið að að yfirþjóðlegt vald kæmi ekki til greina. Ræðumaður taldi að orða- lagið gæfí tilefni til að ætla svo, þótt utanríkisráðherra væri því ekki sammála. í ræðulok hvatti Steingrímur menn til að horfa einnig til annarra markaða og landa. Við mættum ekki lokast þar inni sem við ættum ekki aftur- kvæmt. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) rakti andstöðu Kvennalistans gegn því að íslendingar gengju til þess- ara samninga. Ljóst hefði verið að við yrðum að gangast undir 60% af lagagrunni Evrópubandalags- ins. Henni kæmu niðurstöðurnar Stjórnskipunar- og þingskapanefhdir I gær völdu neðri og efri deild í sérnefndir sem er ætlað að fjalla um þau tvö frumvörp sem lögð hafa verið fyrir Alþingi og miða að því að þingið starfi eftirleiðis í einni málstofu. Frumvörp- in varða breytingu á stjórnarskránni og breytingu á lögum um þingsköp Alþingis. fHÞIflGI frá Brussel ekki á óvart. Sagði þó að þær væru jafnvel enn verri en hún hefði búist við. Hún taldi ekki orka tvímælis að í þessum samn- ingum væri fullveldi afsalað. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) hafði líka sínar efasemdir. Þessar viðræður væru um fleira en fisk, þær væru líka um full- veldi. Hann sagði yfirlýsingar stjórnmálamanna í Noregi og Sviss renna stoðum undir þann ótta að fullveldi væri fórnað. Hann óskaði eftir því að utanríkismálanefnd gerði ítarlega könnun á því. Hann hvatti til þess að Alþingi sæti fram á sumar þangað til að utanríkisráð- herra hefði gert þennan samning eins og áætlanir stæðu til. Upprifjun Björn Bjarnason (S-Rv) rakti nokkuð gang viðræðnanna og kom honum stórum á óvart að heyra efasemdarorð Steingríms Her- mannssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar, sérstaklega þau sem lytu að yfirþjóðlega þættinum. Þeir hefðu sem ráðherrar síðustu ríkisstjórnar átt aðild að þessum viðræðum; yfirlýsingin frá 13. þ.m. ætti ekki að koma þeim að óvörum. Sérstakfega ef litið væri á skýrslu sem gerð var um viðræðurnar í mars 1991. Sú skýrsla byggðist á ráðherrafundi sem haldinn var í desember 1990 þ'egar þeir sátu báðir í ríkisstjórn. Steingrímur Hermannsson hefði sérstaklega vikið að eftirlitsstofnun EFTA. í skýrslunni stæði: „Ráðherrar tóku fram að sett yrði upp sjálfstæð EFTA-stofnun til að beita sam- keppnisreglum. Slík stofnun ætti að hafa samsvarandi umboð og framkvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins." Björn sagði núverandi ríkisstjórn hefði komið að verki fyrri ríkisstjórnar. Ræðumaður taldi sjálfsagt áð skoða og ræða vandlega þetta mál allt en það hlytu að þurfa sterkar ástæður að koma til ef íslendingar ættu að draga sig út úr þessum viðræðum. Þegar hér var komið sögu urðu nokkur skoðanaskipti um þingsköp og lengd umræðna en Olafur Ragnar Grímsson taldi ekki ástæðu til að hafa tímatakmörk. Varð að ráði að boða til kvöldfundar. Að þingskapaumræðunni lokinni var aftur tekið til við að ræða um greinargerð utanríkisráðherra. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði sjálfstæðismenn vera afskap- lega sátta við ræðu utanríkisráð- herra. Halldór Ásgrímsson (F-Al) rakti og ítrekaði nokkuð efasemdir framsóknarmanna. Hjörleifur Guttormsson taldi litla blessu- hafa verið af þessum viðræðurr Ingibjörg Sólrún Gísladótti (SK-Rv) ítrekaði andstöðu Sam taka um kvennalista. Mátti m.a leggja þann skiling í hennar or< að Evrópubandalagið og evrópsk: efnahagssvæðið væru auk þess ac vera yfirþjóðlegt veldi, líka karla- veldi. Þar sem sem fyrirsjáanlegt var að þingmenn ættu ennþá margt ósagt um þessar viðræður, var fundi frestað hálfri stundu eftir miðaftan, það er, klukkan hálf sjö en forseti deildarinnar Salome Þor- kelsdóttir boðaði framhaldsfund hálfri stundu fyrir náttmál, það er klukkan hálf níu. í stjórnskipunar- og þingskapa- nefnd efri deildar völdust Halldór Ásgrímsson (F-Al), sem er formað- ur nefndarinnar, Björn Bjarnason (S-Rv) er varaformaður og Svavar Gestsson (Ab-Rv) er ritari. Auk fyrrgreindra voru kosnir: Egill Jónsson (S-AI), Salome Þorkels- dóttir (S-Rn), Karl Steinar Guðna- son (A-Rn), Eiður Guðnason (A-Vl), Kristín Einarsdóttir (SK- Rv) og Jón Helgason (F-Sl). Nefnd- in hefur nú fengið stjórnarskrár- frumvarpið til umfjöllunar. í neðri deild völdust í sérnefnd- ina: Geir H. Haarde (S-Rv), og er hann formaður, Páll Pétursson (F-Nv) er varaformaður, Össur Skarphéðinsson (A- Rv) er ritari. Aðrir nefndarmenn eru: Pálmi Jónsson (S-Nv), Guðrún Helga- dóttir (Ab-Rv), Guðmundur Bjarn- ason (F-Ne), Sólveig Pétursdóttir (S-Rv), Gunntaugur Stefánsson (A-Al) og Anna Ólafsdóttir Björns- son (SK-Rn). Nefndin hefur nú fengið frumvarpið um þingsköp Alþingis til athugunar. íiir Utanríkismálanefnd valin Kosið var í utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Ekki hafði verið áformað að kjósa í fastanefndir Alþingis á þessu vor- þingi en vegna áríðandi viðræðna um hið evrópska efnahags- svæði varð að samkomulagi að skipa í nefndina. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru: Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv), Björn Bjarnason (S-Rv) og Geir H. Haarde (S-Rv). Full- trúi Alþýðuflokks er Karl Steinar Guðnason (A-Rn). Af hálfu fram- sóknarmanna situr Steingrímur Hermannsson (F-Rn) í nefndinni. Fyrir Samtök um kvennalista er Kristín Einarsdóttir (SK-Rv). Ól- afur Ragnar Grímsson (Ab-Rv) er fulltrúi Alþýðubandalagsins. Varamenn í nefndina eru fyrir Sjálfstæðisflokk Lára Margrét Ragnarsdóttir (S-Rv), Einar Kr. Guðfinnsson (S-Vf) og Vilhjálm- ur Egilsson (S-Nv). Fyrir Alþýðu- flokk Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn). Fyrir Framsóknarflokk Páll Pétursson (F-Nv). Fyrir Samtök um kvennalista Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv). Fyrir Alþýðubandalag Hjörleifur Gutt- ormsson. Nefndin mun velja sér form- ann, varaformann og ritara á sínum fyrsta fundi, en það hefur komið fram í fréttum'að Eyjólfur Konráð Jónsson nýtur fylgis meirihluta þingmanna Sjálfstæð- isflokks í formmannssætið í nefndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.