Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 17. MAI 1991 49 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS U*l>rmi it*g •Ajmt 'i) II Óviðeigandi framkoma Fyrir nokkru síðan átti ég um miðnæturbil leið framhjá skemmti- staðnum Tveir vinir og annar í fríi, sem er á horni Laugavegs og Frakk- astígs. Vildi svo illa til þá á sama tíma að stúlka sem kom akandi á litlum bíl niður Frakkastíginn ók aftan á aðra bifreið sem einnig var á leið niður Frakkastíginn en þurfti óvænt að nauðhemla fyrir fyllibytt- um sem voru á hraðferð inn á til- nefndan skemmtistað. Hlaust því miður allnokkurt tjón af árekstri þessum á bifreiðinni sem ók aftan á hina. Brothljóð mikil og beyglur allnokkrar urðu til þarna á staðn- um. N En það væri nú ekki í frásögur færandi ef ekki hefði drifið að múg og margmenni úr fyllibyttustaðnum með glös í hendi gefandi álit sitt á öllu sem fram fór þarna. Einkum og sérílagi þó hvurslags óskaplegt fífl stúlkugreyið hafi nú verið að vera að klessa fína nýja bílinn sinn. Látum nú þau ósmekklegheit eiga sig samt. Því miklum rftun ömurlegri uppákoma fylgdi á eftir. Dyraverðir tveir sem unnu við þenn- an óvinaskemmtistað hlupu einnig strax til og stóðu yfir stúlkunni og bifreið hennar og hlógu þessum líka tröllslega hrossahlátri og skemmtu sér konunglega yfir þessum klaufa sem bara eyðilagði bílinn sinn sís- vona. Smitaði þessi hrossahlátur út- kastaranna fyllibytturnar svo að á endanum stóð stór hópur manna þarna flissandi og hlæjandi þar til að stúlkan brast í grát þótt hún reyndi að láta ekki á því bera. Mér sárnaði þessi framkoma dyravarðanna í garð stúlkunnar og fór að hafa orð á því við þá að þetta væri að mínu mati alls ekki viðeigandi af þeirra hálfu og að auki ódrengilegt mjög gagnvart stúlkunni sem var hálfbúin að eyði- leggja bílinn sem hún var með að láni í ofanálag, að því er hún tjáði mér þegar ég gaf mig á tal við hana. En dyraverðirnir og nokkrir vinir þeirra af fyllibyttutegund brugðust hinir verstu við þessum athuga- semdum mínum og höfðu í hótunum við mig. Sýnu verstur var einn út- kastaranna sem var með erlendan hreim í máli sínu. Ég vildi aðeins upplýsa eigendur skemmtistaðarins hvers konar fólk hann er með í vinnu hjá sér, sem og samkvæmisgesti bæjarlífsins svo þeir viti á hverju þeir eiga von frá gestum og starfsfólki þessara fliss- andi vina, þar sem bara annar er í fríi en hinn síflissandi og hafandi í hótunum þegar sett er út á fylli- byttufliss hans og útkastara hans ef eitthvað útaf ber hjá gestum eða akandi framhjá þessum undarlega „skemmtistað". Magnús H. Skarphéðinsson VIÐKVÆM DYR Þegar ég heyrði í útvarpinu, á Rás 2, að nokkrir Húsvíkingar æt- luðu að byrja ræktun á ánamöðkum til beitu við laxveiðar, þá datt mér í hug grein eftir Ingvar Agnarsson, sem er mjög athyglisverð og kom í Morgunblaðinu fyrir nokkru. í grein sinni, sem bar fyrirsögnina „Viðkvæm dýr" segir Ingvar: Hvað ræður því eiginlega að menn skuli endilega vilja hafa ána- maðka í beitu, þótt það sé alls eng- in þörf, því laxaflugur má nota með jafn góðum árangri. Ég vil eindreg- ið hvetja sportveiðimenn til að hætta nú þegar að nota ánamaðka til beitu því þeir eru viðkvæm dýr með næma tilfinningu og enginn ætti að kvelja þá að þarflausu eing og gert er. Notkun ánamaðka í beitu er eitt af því sem gerir sportveiðar and- styggilegar. . I því athæfi er algjört tilfínninga- leysi sumra þeirra sem við sport- veiði fást fyrir því lífi sem þeir eru að granda sér til ánægju eingöngu. Hér endar hin ágæta grein Ing- vars Agnarssonar og vil ég hér með þakka honum fyrir hana. Og um leið vil ég hvetja Húsvíkingana, sem ætla sér að rækta ánamaðka til sölu, að lesa greinina vel, því hún á erindi til þeirra. Ánamaðkar eru þörf dýr í bljóm- og trjágörðum okkar. Þeir losa moidina kringum blómin og gróður- inn þrífst betur vegna þeirra, svo þeir eiga mikinn rétt á að fá að lifa. Auðbjðrg • • ROMM ER SÚ TAUG Þegar konan hafði staðið í sömu sporum nokkra hríð varð henni litið niður fyrir fætur sér og sjá: Þeir höfðu skotið rótum. Stundu síðar var hún sokkin í gljúpan svörðinn. Ingibjörg Haraldsdóttir hefur getið sér orð sem eitt okkar listfengasta Ijóðskáld. Ljóð hennar eru tær og aldrei ofhlaðin, þau laða fram seiðandi stemmningar og fá lesandann til að sjá hið gamalkunna í nýju Ijósi. í Ijóðasafninu eru fjórar áður útgefnar Ijóðabækur Ingibjargar, auk nýrra kvæða og þýðinga. Kærkomin stúdentsgjöf, ómissandi Ijóðaunnendum. MállMlogmenning Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.