Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Ný útskrifaðir búfræðingar ásamt kennurum. Bændaskólanum á Hvanneyri slitið: Nemendur settu sér strangar regl- ur um notkun áfengis og tóbaks Hvanneyri. VIÐ skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri um síðustu helgi voru stjórnendur nemendum sammála um það að uppnefnið Prúða deild- in ætti rétt á sér eftir að nemendur höfðu samþykkt og fram- kvæmt mun strangari reglur um notkun tóbaks og farið fram á hertar refsingar við brotum á áfengisnotkun í skólanum. Skólayfir- völd samþykktu reglumar fyrir sitt leyti. Mun það sennilega fá- heyrt að nemendur biðji um hertar skólareglur. I skólaslitaræðu sinni sagði andsnúnum viðhorfum í garð land- Sveinn Hallgrímsson, skólastjóri, að lokið væri fyrsta starfsári með nýrri námsskrá, sem hefði að flestu leyti tekist vel. Nemendur hefðu verið afar jákvæðir gagnvart Fleiri lang- feðgar hafa setið þing BJORN Bjarnason, nýkjörinn al- þingismaður og Jónas Arnason rithöfunur og fyrrverandi al- þingismaður, og feður þeirra og afar eru einu langfeðgarnir sem kjörnir hafa verið alþingismenn, eins og fram kom í Morgunblað- inu siðastliðinn mánudag. Hins vegar eru fleiri dæmi um að menn í beinan karllegg í þijá ættliði hafi tekið sæti á þingi og setið þjóðfund. Langfeðgar Jónasar Árnasonar eru Ámi Jónsson frá Múla (1891- 1947) og Jón Jónsson í Múla (1855- 1912). Langfeðgar Bjöms Bjama- sonar eru Bjarni Benediktsson (1908-1970) forsætisráðherra og Benedikt Sveinsson (1877-1954). Ásgeir Pétursson bæjarfógeti í Kópavogi tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður á sjöunda og átt- unda áratugnum. Faðir hans og afí voru kjömir til setu á Alþingi, Pét- ur Magnússon (1888-1948) ráð- herra og Magnús Andrésson (1845- 1922) prófastur á Gilsbakka. Tveir þjóðfundarmenn frá 1851 hafa átt syni og sonasyni sem kjörn- ir hafa verið á Alþingi. Björn Hall- dórsson (1823-1882) prófastur í Laufási sat þjóðfundinn, sonur hans, Þórhallur Bjamarson (1855- 1916) biskup, var alþingismaður og einnig sonur hans, Tryggvi Þór- hallsson (1889-1935) forsætisráð- herra. Eggert Briem (1811-1894) sýslumaður var þjóðfundarmaður, sonur hans, Ólafur Briem (1851- 1925) á Álfgeirsvöllum, var alþing- isriiaður og einnig sonur hans, Þor- steinn Briem (1885-1949) prófastur og ráðherra. Kunnugir menn sem Morgun- blaðið ræddi við í gær vissu ekki um fleiri slík dæmi. búnaðarins. Hann undirstrikaði að nemendur hefðu verið starfsamir og verkmiklir, sem sannaðist m.a. á því að meira en helmingur nem- enda fékk 10 fyrir mætingu. Hann lýsti breytingum á námstilhögun og kom inn á hina nýju önn fyrir búfræðinga, 5. önnina, sem starf- aði nú í fyrsta sinn og sóttu 2 nemendur hana á rekstrarsviði. Fyrsti brautskráði nemandinn telst vera Jónas Bjarki Bjömsson. Hinn nemandinn, Þórður Halldórsson sagði við fréttaritara, að tíu ár væru liðinn frá því hann útskrifað- ist héðan og hann hefði vilja hrista upp í því sem hann lærði þá og bæta við þekkingu sína. í 2. bekk stunduðu 29 nemendur nám, þar af 20 á búfjárræktarsviði og 9 rekstrarsviði. Hæstu meðal- einkunn hlaut Jóhannes Svein- bjömsson, 9,3, næsthæst var Guð- rún Eylín Magnúsdóttir og þriðja Fanney Ólöf Lárusdóttir. Um leið og skólastjóri afhenti búfræðing- um námskírteini gaf skólinn þeim birkiplöntu til gróðursetningar í heimamold. Jóhannes Sveinbjömsson hlaut verðlaun Búnaðarfélags íslands fyrir bestan námsárangur, einnig hlaut hann verðlaun fyrir hæstu einkunn í hrossarækt og bikar fyr- ir árangur í hagfræði. Viðurkenn- ingu fyrir 100% mætingu fengu bræðumir Sveinn Eyjólfur og Þor- steinn Tryggvasynir. Þeir tóku líka við viðurkenningu ásamt Guðrúnu Ásdísi Eysteinsdóttur fyrir góða umgengni. Guðrún Eylín Magnús- dóttir fékk bókina UIl verður gull fyrir frábæran árangur í ullariðn- aði. Nemendur í þeirri grein sýndu hluta vinnu sinnar á öðmm stað í skólanum. Fyrir bestan námsár- angur í sauðfjárrækt hlaut Fanney Ólöf Lárusdóttir verðlaun, Magnús Hlynur Hreiðarsson fyrir nautgrip- arækt og Sveinn Eyjólfur Tryggva- son fyrir skógrækt. Skólastjóri þakkaði Johönnu Pálmadóttur, Trausta Eyjólfssyni og Bjarna Stefánssyni, yfirkenn- ara, sérstaklega fyrir þeirra vinnu í samskiptum við nemendur í fé- lagsmálum og tómstundum. Bjami Stefánsson fylgdi nemendum úr hlaði með ræðu, þar sem hann kvað þá hafa tileinkað sér mikla menntun á tiltölulega stuttum tíma og væri næsta verkefnið að koma þekkingunni í verk og standa á eigin fótum. Magnús Hlynur Heið- arsson þakkaði fyrir hönd nemenda skólayfirvöldum, kennurum og starfsfólki fyrir ánægjulega dvöl á Hvanneyri. Fjölmargir gestir vora viðstaddir skólaslitin og þáðu kaffiveitingar í boði skólans. - D.J. 3gir Unnur Vilhelmsdóttir píanóleikari JIÍ Vilhelmsdóttir píanóleikari lýkur seinni hluta einleik- - se^ UNNUR Vilhelmsdóttir píanóleikari lýkur araprófs frá Tónlistarskólanum í Reykjavík með tónleikum í íslensku operunni í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Á tónleikunum flytur Unnur Prelúdíu og fúgu nr. 8 í es-moll eftir J. S. Bach, Sónötu í C-dúr op. 2 nr. 3 eftir Beethoven, Estampes eftir De- bussy og Sónötu í g-moll op. 22 eftir Schumann. Unnur Vilhelmsdóttir hóf nám í Barnamúsíkskólanum átta ára gömul. Hún gerði að mestu hlé á tónlistamámi þegar hún fór í háskólanám, en hún lauk BA-prófi í frönsku og almennri bókmenntafræði árið 1986. Að því loknu einbeitti hún sér að námi í píanóleik í Tónlistarskó- lanum, en kennari hennar þar var Halldór Haraldsson. „Ég hellti mér út í píanónám- ið að afloknu háskólanáminu, en mér fannst það nám einhvem veginn aldrei vera nógu kre- fjandi. Tónlistamámið virkjar mann hins vegar allan, og þar kynnist maður ýmsu sem gerir gífurlegar kröfur til manns,“ sagði Unnur í samtali við Morg- unblaðið. Tónleikamir í kvöld era fyrstu opinberu sólótónleikar Unnar, en hún lék píanókonsert eftir Mozart á tónleikum með Sinfó- níuhljómsveit íslands í febrúar síðastliðnum, og í fyrravor lék hún píanókonsert eftir Shos- takovitsj með skólahljómsveit Tónlistarskólans. Aðspurð um hevrnig tónleikarnir í kvöld leggðust í hana sagðst hún helst vilja líkja því víð að fara í orr- ustu. „Þetta er rosalega spenn- andi, og ég er heppin með það hvað ég er með góð verk, en ég vona að það takist að sýna fólki hve skemmtileg þau era,“ sagði hún. Unnur stefnir að því að fara í framhaldsnám í píanóleik, og Unnur Vilhelmsdóttir sagðist reyndar hafa fengið mjög freistandi tilboð um að hefja nám hjá bandaríska píanó- leikaranum William Black í Cin- sinnati í Bandaríkjunum næsta haust. „Hann lék á tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni síð- astliðinn vetur, og hélt þá óform- legt námskeið í Tónlistarskólan- um þar sem ég lék fyrir hann. Hann bauð mér að koma næsta haust og læra hjá sér, og hefur hann útvegað mér fullan skóla- styrk. Það finnst mér mjög freistandi. Ég stefni alla vega að því að fara í framhaldsnám, en mér finnst maður rétt vera að byrja í þessu og eiga ofsalega mikið ólært, og vissulega langar mig til að verða flinkari.“ Borgin rífur fyrrum eign- ir Faxamjöls hf. viö Klett ÁKVEÐIÐ hefur verið að rífa fyrrum eignir Faxamjöls hf. við Klett, sem Reykjavíkurborg hefur fest kaup á. Að sögn Hjörleifs Kvaran framkvæmdastjóra lög- fræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavíkurborgar, standa fyrir dyrum viðræður milli borgarsjóðs og hafnarstjórnar um nýtingu strandlengjunnar, sem hafnar- svæði. Þá hafa verið teknar upp viðræður við eigendur Sanitas um kaup á lóð fyrirtækisins á sömu slóðum. Eldur í sanddæluskipi Ljósmynd/Ragnar lngi Ragnarsson Eldur kom upp í sanddæluskipinu Sandey við athafnasvæði Björgunar hf. á Sævarhöfða. Neisti frá log- suðu hljóp í olíublauta tusku með þeim afleiðingum að töluverður eldur kom upp í skipinu. Slökkviliði var Hjörleifur sagði, að lóð og eign- ir Faxamjöls hf. yrðu afhentar borg- inni um áramótin og að fyrirtækið ætlaði að reisa nýja verksmiðju í Örfirisey með öllum tilheyrandi hreinsibúnaði. „Við lítum á þetta sem umhverfismál að losa borgarbúa við margumrædda peningalykt og mun hún hverfa úr austurborginni án þess að hennar verði vart í vesturbæn- um,“ sagði Hjörleifur. Þegar mannvirki verksmiðjunnar hafa verið rifin er reiknað með að hluti lóðarinnar fari undir lengingu götunnar, sem liggur með sjónum frá Olís að Sundagörðum. Olíubílar fara í dag um Héðinsgötu inn á Klepps- veg en umferðinni verður í framtíð- inni beint um Sundagarða að ljósum á gatnamótunum við Kleppsveg. Norðan nýju götunnar og nær sjónum er gert ráð fyrir framtíðar hafnarsvæði. Þar verður landið vænt- anlega sprengt niður að hluta og fær höfnin við það verðmætt gijót til uppfyllingar, þar sem flutningsleið er nær engin. Sagði Hjörleifur að verðmæti uppfyllingarinnar nálgað- ist það verð sem greitt var fyrir lóð Faxamjöls hf. „Til þess að af þessum framkvæmdum geti orðið verður að skoða þijár lóðir og er það lóð Faxa- mjöls, sem búið er að kaupa, lóð Sanitas kemur næst og eru hafnar viðræður um þau kaup og síðan er lóð Hydrol, en það er systurfyrirtæki Lýsis hf.,“ sagði Hjörleifur. „Sú lóð er austast næst Sundagörðum og er ætlunin að fyrirtækið flytji niður fyrir nýju götuna á hafnarsvæðið og reisi þar nýtt hús. Væntanlega mun þá Lýsi hf. við Grandaveg einnig flytja þangað." Einleikaraprófstónleikar: Tónlistamámið virkj- armannallanogger- ir gífurlegar kröfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.