Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 10
: mq3gwu?í^>w •Föfflmotvft. mm&mi
Gegnum þyrnigerðið
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Iðunn Steinsdóttir: Gegnum þyrni-
gerðið.
Káputeikningar: Búi Kristjánsson.
Verðlaunabók Verðlaunasjóðs ís-
lenskra barnabóka, Reykjavík
1991.
Úthlutun úr verðlaunasjóði ís-
lenskra barnabóka hefur verið árviss
viðburður síðan sjóðurinn var stofn-
aður fyrir sex árum.
Stofnendur hans eru Vaka-Helga-
fell og Ármann Kr. Einarsson ásamt
fjölskyldu. Verðlaunabókin hefur
yerið valin úr nokkrum fjölda hand-
rita, sem borist hafa til keppninnar
- og síðan gefin veglega út. Það er
ótvírætt að með þessu hefur bókaút-
gefandinn Ólafur Ragnarsson lyft
barnabókum til meiri vegs og virð-
ingar en áður var og ekki síst vakið
sífellt athygli á, að nauðsynlegt er
að gera miklar kröfur til þessarar
bókmenntagreinar ekki síður en til
annarra.
Þessar verðlaunabækur eiga það
allar sameiginlegt að efni þeirra er
mannbætandi og í því felst virðing
fyrir lífínu sjálfu og samskiptum
mannsins við náttúruna og það sem
í henni hrærist og lifir. Söguþræðir
oft átakamiklir, þar sem raunsæi
víkur stundum fyrir ævintýri þegar
lengra er leitað í uppgjöri milli góðs
og ills. En alltaf má draga af lærdóm
þann sem raunveruleikinn einn getur
staðfest.
Fimm verðlaunahafar komu í
fyrsta sinn með bók fram í sviðsljós-
ið. En nú bregður svo við að sá sjötti,
Iðunn Steinsdóttir, er kunnur rithöf-
undur að fleiru en barnabókum þótt
þær séu mest áberandi enda komnar
á annan tug.
Gegnum þyrnigerðið er sögð
ævintýri, samt gerist hún í þeirri
veröld mannsins sem við þekkjum,
og atburðir hennar eru nöturlegur
veruleiki í samtíð okkar.
Dalurinn friðsæli sem allt í einu
skiptist í austur- og vesturhluta með
ógurlegu þyrnigerði, sem þéttist,
kramdi og hækkaði þegar örvænting-
arfullir búendur vesturhlutans
reyndu að eyða því. Eigi var heldur
hægt að eyðileggja rætur þyrnanna,
þær spruttu með hraða niður og
kvöldu og hrjáðu.
í Vestdalnum gekk lífið sinn gang.
Þótt söngvar við varðelda á kvöldin
hljóðnuðu komu söngvar ungling-
anna sem uxu úr grasi og mundu
lítið annað en þyrnigerðið. Það var
Ellisif amma og hennar líkar sem
báru sorgina í hjarta vegna náinna
ástvina, sem lentu austan megin við
þyrnigerðið. Og það var líka hún sem
gaf ungum afkomendum þráð úr
minningunni og gróðursetti í hugum
þeirra fagrar vonir um endurkomu
ættingjanna og ímyndaðra afkom-
enda, sem urðu að veruleika í ungum
hugum. Einlæg ást Ellisifjar ömmu
vakti upp í vitund hennar vissu um
að í Austdalnum ætti Jórekur sonur
hennar iitia stúlku sem yxi og dafn-
aði líkt og ömmmustelpan Alfífa sem
ólst upp við ömmuhné og eignaðist
hlutdeild í þessum draumi veruleik-
ans.
í Austdalnum ríkti kúgarinn óg-
urlegi Óþyrmir sem skipt hafði daln-
um í tvennt með þyrnigerðinu. Tveir
þjónar hans dugðu honum ásamt
kynngi hans til þess að halda skelf-
ingu lostnum íbúum Austdalsins í
heljargreipum sem soltnir og klæða-
litlir þræluðu langa daga til þess að
Óþyrmir og hans lið gætu lifað í
auði og allsnægtum.
Höfundur gengur hreint til verks
í átökunum milli góðs og ills. Bréfm
sem náðu að komast milli eru veiga-
mikill þáttur í því að sýna hugar-
ástand fólksins beggja megin þyrni-
gerðisins, viðbrögð þess og vænting-
ar. Skyggni í mannraunir fímm
barna ekkjumannsins Ávalda leiðir
af sér mjög góða persónusköpun í
viðbrögðum hans og snjalla notkun
yfirskilvitlegra atburða sem raunar
snerta aðra íbúa Austdalsins einnig.
Og nú leitar höfundur á vit ævintýr-
is. Spennandi, hrikalegt uppgjör milli
góðs og ills sem varð Óþyrmi að
bana. Þyrnigerðið var fallið - dalur-
inn orðin sameign íbúanna á ný.
En vandamál þeirra sem höfðu lif-
Iðunn Steinsdóttir
að áfram við eðlilegar kringumstæð-
ur og hinna sem höfðu búið allslaus-
ir við harðstjórn og hörmungar sýnd-
ust ekki samrýmanleg til úrvinnslu.
Þá lætur höfundur reyna á sterk-
ustu persónuleika sögunnar og sann-
ar hve langt er hægt að ná með
skilningi og félagslegri samheldni.
Með þessari sögu hefur höfundur
náð lengst á ritferli sínum. Hun er
næm á mannleg samskipti og ræktar
með ungum lesendum sínum mikil-
vægi góðvildar, heiðarleika og hrein-
lyndis. Sögur hennar eru spennandi
og beinskeyttar og málið á þeim
hreint og lipurt.
Bókin er vönduð í frágangi. Þung-
búin kápumynd talar sínu máli.
M-hátíð á
Eyrarbakka
Eyrarbakki.
NOKKIR einstaklingar tóku
sig saman og undurbjuggu
samkomu sem þeir kölluðu
Vorvöku á Eyrarbakka. Að
sjálfsögðu var þetta M-hátíð,
þó menntamálaáðuneytið
ætti þar engan hlut að.
Dagskrá vökunnar var mjög
fjölbreytt. Kirkjukórinn söng
nokkur lög og einnig kom fram
tvöfaldur kvartett, tvær söng-
konur sungu við góðar undir-
tektir. Auk þessa fluttu tvær
konur ljóð eftir Davíð Stefáns-
son af mikilli list, kvæðamaður
kvað lausavísur og þarna voru
einnig frumflutt kvæði, auk
þess sem leikið var á hljóðfæri
og sýndur var dans. Allir þeir
sem fram komu á vökunni eru
heimamenn, utan kvæðamað-
urinn og gítarleikari ágætur
sem fenginn var til aðstoðar
frá Stokkseyri.
Færri komust að en vildu
og því var vakan endurtekin
miðvikudaginn 8. maí við ekki
síðri undirtektir en í fyrra
sinnið. Þótti mönnum vel hafa
til tekist, enda myndu sum at-
riði vökunnar sóma sér hvar
sem væri.
- Óskar
Eyrarbakki:
íbúafjöldi eykst ekki þrátt
fyrir gott atvinnuástand
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Frá aðalfundi Sambands islenskra hitaveitna í Stapa um síðustu helgi þar sem öryggismál í Ijósi at-
burða síðasta vetrar voru í brennideplinum.
Aðalfundur Sambands íslenskra hitaveitna:
Oryggismál í brennidepli
Keflavík.
SAMBAND íslenskra hitaveitna
hélt aðalfund sinn í félagsheimil-
inu Stapa fyrir skömmu og sóttu
115 fulltrúar frá flestum hita-
veitum landsins fundinn. Að sögn
Maríu J. Gunnarsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Sambandsins voru
öryggismál eitt helsta umræðu-
efnið á aðalfuhdinum. Sérstak-
lega í ljósi atburða siðasta vetrar
þegar margar veitur máttu búa
við rafmagnsleysi um lengri eða
skemmri tíma auk annarra erfið-
leika, notendum veitnanna til
ómældra óþæginda.
Borgarfjörður:
Sláturhús
KB við Kljá-
foss rifið
Kljáfoss.
SLATURHÚS Kaupfélags Borg-
firðinga við Kljáfoss hefur verið
rifið, það var Þorvaldur Jónsson
bóndi í Brekkukoti sem keypti
húsið til niðurrifs þar sem það
var orðið fyrir fyrirhugaðri
vegagerð.
Óprýði var af þessum byggingum
og er þetta til mikilla bóta fyrir
umhverfið. Grunnurinn verður
fluttur í Reykjadalsá til að hefta
landbrot við Reykholt.
Bernhard
María sagði að kannað hefði ver-
ið hvernig veiturnar væru í stakk
búnar til að mæta bilunum og einn-
ig hefði verið reynt að meta hvort
veiturnar eða hluti þeirra væri á
hættusvæði, jarðskjálfta- eða snjó-
flóðasvæði. Könnunin hefði leitt í
Ijós að hitaveiturnar væru almennt
mjög vel settar með varahluti til
viðgerðar og margar hefðu komið
sér upp vararafstöðvum við borhol-
ur til að tryggja reksturinn. Skórinn
virtist helst kreppa að við öryggis-
áætlanir, bæði innan veitnanna og
tengslin við almannavarnir.
María sagði að Jóhannes Zoega,
fyrrverandi hitaveitustjóri í Reykja-
vík, hefði gert athugun á hag-
kvæmni þess að byggja rafkyntar
hitaveitur á þeim svæðum sem ekki
hefðu jarðvarma. Niðurstaða Jó-
hannesar væri að í flestum tilfellum
yrði mjög hagkvæmt að nota raf-
magn eins og nú væri algengasta
hitunaraðferðin á. þessum svæðum
landsins. Rafhitaveitur væru örugg-
ar í rekstri og þægilegur húshitun-
arkostur.
Jakob Kristjánsson, lífefnafræð-
ingur á Iðntæknistofnun, flutti er-
indi á aðalfundinum en hann hefur
um nokkurra ára skeið gert athug-
un á bakteríum sem hafa kjörhita-
stig 60-80 gráður á Celsíus. Þar
kom fram að þessar bakteríur væru
áhugaverðar bæði frá vísindalegu
og hagnýtu sjónarmiði, t.d. væri
hægt að vinna úr þeim hitaþoiin
ensým sem væru notuð til rann-
sókna í iðnaði — og að íslendingar
stæðu mjög framarlega í rannsókn-
um á þessum hitaþolnu örverum.
-BB
MIKIL og góð atvinna hefur verið
hér allt þetta ár og reyndar svo
einnig í fyrra. Láta mun nærri að
40 til 50 manns sæki hingað vinnu
úr öðrum byggðum. Meðal annars
hafa verið hér í frystihúsi Bakka-
fisks að staðaldri 6-8 Bretar og
nær þrefalt fleiri Pólverjar, bæði
konur og karlar.
Þrátt fyrir þessa miklu atvinnu
fjölgar íbúum ekki í þorpinu, er þó
ekki því um að kenna að fjarlægðin
til Reykjavíkur sé svo mikil, eins og
víða er talað um í dreifbýlinu.
Hér eru menn gjarnan búnir að
líta yfir það helsta í Morgunblaðinu,
áður en farið er til vinnu kl. 7 á
morgnana. Vafalaust eru þá margir
í henni Reykjavík sem enn hafa ekki
fengið blaðið sitt.
Satt að segjast undrast margir að
ekki skuli fleiri nýta sér frelsi hinna
dreifðu byggðar, eins og hér er til
staðar, svo nærri Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. _ óskar.
Leiðrétting
í töflu um stofnhlutafé Evrópubank-
ans, sem birtist með viðtali við Hall-
dór J. Kristjánsson í viðskiptablaði í
gær, urðu þau mistök að inn í listann
yfír Evrópubandalagslöndin sem
leggja bankanum til hlutafé hafði
nafn íslands slæðst þar sem átti að
standa írland. Glöggskyggnir muni
þó hafaáttað sig á þessari misritun
því að ísland er einnig tilgreint á
réttum stað í listanum yfir önnur
Evrópuríki. Er beðist velvirðingar á
þessu.
Fyrir þig og mig og alla hina
eftir Hermann Gunnarsson
Það hefur aðeins komið fyrir undanfarin ár, að
ég hef komið inn á heimili þitt, reynt að létta þér
lundina eða kynna þig fyrir skemmtilegu og gefandi
fólki. En í dag langar mig að spjalla við þig í öðrum
tilgangi.
Mér liggur svolítið á hjarta, sem kannski hefur
líka hvílt á þínu hjarta, þó þú hafir ekki mjög hátt
um það. Ég á mér svolítið áhugamál og það er að
stuðla að bættu mannlífi, jákvæðni og vellíðan jafnt
ungra sem aldinna. En þar rekst ég oft á óboðinn
gest sem*leggur stein í götuna — Bakkus konung,
sem ríkir af harðlyndi og eirir engu sem hann kem-
ur klónum í. Þarf ég að segja meira? Þú þekkir ðrugg-
lega handtökin hans: hvernig hann leggur líf einstakl-
inga og fjölskyldna í rúst. Þú hefur horft á eftir
mörgum, jafnvel á eftir þínum nánustu, í hendur
hans.
En þú hefur kannski líka endurheimt ástvini úr
greipum hans og spurt þig: „Hvernig er þetta hægt?"
— Það er hægt þegar einstaklingurinn vill og fær
stuðning þinn og minn og þeirra sem hafa helgað
líf sitt og krafta baráttunni gegn öllum vímuefnum.
Og við getum öll verið með. Núna, nákvæmlega
núna, gerum við það best með því að styðja SÁA í
fjáröfluninni vegna nýju eftirmeðferðarstöðvarinnar,
sem á að byggja fyrir þig og mig, fyrir þá sem okk-
ur eru kærir. Ertu með? Þakka þér fyrir - og hitt-
umst hress (svona ekkert stress) með álfinn frá SÁÁ
í barminum!
Höfundur starfar ad dagiskrárg-erð hjá Sjónvarpinu.
Hermann Gunnarsson