Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FOSTUDAGUR 17. MAÍ 1991 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Amór varla með gegn Albaníu Erað athuga sinn gang varðandi framhald mála í Frakklandi ARNÓR Guðjohnsen telur litla möguleika á að hann geti verið með í landsleiknum gegn Al- baníu íTírana sunnudaginn 26. maí n.k. „Ég vil ólmur komast, en aðstæður hér eru þess eðl- is að ég efast um að ég geti það,“ sagði Arnór við Morgun- blaðið ígærkvöldi. Hann sagði dómurinn um að Bordeaux verði að leika 1 2. deild í frönsku deildinni næsta tíma- bil hefði verið mikið áfall. „Það var búið að bjarga svo miklu og við höfum leikið mjög vel í síðustu sex umferðunum, áttum jafnvel mögu- leika á Evrópusæti, en svo er allt saman dautt, búið.“ Bordeaux hélt fund með leik- mönnunum í gær og sagði Arnór að félagið væri tilbúið að bjóða mönnum eitt og annað, en sennilega yrði það samt að selja marga og stokka spilin upp á nýtt. „Þetta er draumastaður og draumafélag og ég hefði alveg vilj- að leika áfram með liðinu, en það er ekki spennandi að vera í 2. deild,“ sagði Arnór. Hann bætti við að hann hefði ekki verið í beinum við- ræðum við önnur félög, en nokkur hefðu sýnt áhuga á að fá sig og eins hefði hann heyrt af öðrum, sem vildu viðræður. Bæði er um frönsk og belgísk lið að ræða, en Arnór sagðist hafa takmarkaðan áhuga á að fara aftur til Belgíu. „Eg er að athuga minn gang og það gerist ekkert einn, tveir og þrír,“ sagði landsliðsmaðurinn. Bordeaux leikur í Lyon í síðustu umferðinni föstudaginn 24. maí og sagði Arnór að mikilvægt væri fyr- ir sig að spila þann leik, því hann vissi af liðum, sem ætluðu að fylgj- ast með sér. Því væri landsleikurinn gegn Albönum sennilega út úr myndinni hjá sér, „en ég er pott- þéttur í Tékkaleikinn." BoJohansson, landsliðsþjálfari: „Held í vonina“ Bo Johansson, landsliðsþjálfari, vildi ekki gefa upp alla von varðandi Arnór. „Ég skil erfiða stöðu hans, en félög, sem hafa áhuga á honum, geta fylgst með honum um þessa helgi. Ég reyni hvað ég get til að fá hann til að spila og held enn í vonina um að dæmið gangi upp.“ Arnór Guðjohnsen ógnar vöm albanska liðsins i leiknum í Reykjavík. Hann gerir tæplega ráð fyrir að vera með í Tirana. ÚRSLIT Íshokkí NHL-deildin: Úrslit i NHL-deildinni, Stanley-bikarinn: Minnesota — Pittsburgh Penguins.5:4 ■Minnesota hefur yflr 1:0. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki vinnur NHL-deildina. Neal Broten gerði tvö marka Minnesota, sem sló bæði Chicago Black Hawks og Edmonton út, en þau voru talin sigurstrang- leg fyrirfram. Knattspyrna EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA Belgrad, Júgóslavíu: Júgóslavía — Færeyjar.........7:0 Ilija Najdoski (20.), Robert Prosinecki (24.), Darko Pancev (50. og 74.), Zoran Vulic (66.), Zvonimir Boban (70.), Davor Suker (86.) Áhorfendur: 8.000 Staðan í 4. riðli: Júgósiavía........6 5 0 1 20: 4 10 Danmörk...........4 2 11 7: 5 5 Færeyjar..........4 112 3:12 3 Norður-írland.....5 0 3 2 3: 8 3 Austurríki........3 0 12 1: 5 1 Helsinki, Finnlandi: Finnland - Malta.............'.....2:0 Petri Jarvinen (51.), Jari Litmanen (88.) SVISS Young Boys - Lausanne..............1:1 Sion-Lugano........................1:0 Grasshopper - Luzem................3:2 Servette - Neuchatel Xamax.........1:4 Staða efstu Iiða: Grasshopper..........10 6 2 2 19: 8 28 Sion.................10 3 6 1 10: 9 27 Lausanne.............10 4 4 2 12: 9 25 Neuchatel............10 4 4 2 14:10 25 ■Sigurður Grétarsson og félagar í Grass- hopper eru þar með einir i toppsætinu. NOREGUR: Lyn - Strömsgodset...................1:0 ■Lið þeirra bræðra, Ólafs og Teits Þórðar- sona, er í 2. sæti norsku 1. deildarinnar eftir sigurinn í gær. HANDBOLTI IMM19 ára og yngri Norðurlandamót 19 ára og yngri í handknattleik hefst í Finnlandi í dag. Island mætir Svíum í fyrsta leik. Geir Hallsteinsson þjálfar lið íslands en leikmannahópinn sem hélt utan skipa: Reynir Reynisson, Víking, Ásgeir Baldursson, UBK, Ingvar Ragnarsson, Stjömunni, Andri V. Sigurðsson, Fram, Gunnar Ó. Kvaran, Fram, Jason Ólafsson, Fram, Karl Karlsson, Fram, Páll Þórólfsson, Fram, Dagur Sigurðs- son, Val, Ólafur Stefánsson, Val, Val- garð Thoroddsen, Val, Róbert Sig- hvatsson, Víkingi, Björgvin Björgvins- son, UBK og Patrekur Jóhannesson, Stjömunni. íslandsmeistararnir eiga engan leikmann í landsliðinu: Sterkir menn úti í kuldanum „Skil vel vangaveltur manna, en vona að þetta sé sterkasta liðið," sagði landsliðsþjálfarinn ÍSLANDSMEISTARAR Fram eiga engan leikmann ílands- liðshópnum, sem Bo Johans- son, landsliðsþjálfari valdi fyrir landsleikinn gegn Möltu um aðra helgi. Kemur það mörgum á óvart enda sjálf- sagt einsdæmi að meistarar eigi ekki landsliðsmann. Bo sagði að menn hefðu ávallt misjafnar skoðanir á liðsvali. „Ég skil vel vangaveltur manna, en vona að þetta sé sterkasta lið- ið,“ sagði hann við Morgunblaðið. í fyrra voru Bjami Sigurðsson og Birkir Kristinsson markverðir landsliðsins, en nú hefur Ólafur Gottskálksson tekið stöðu Birkis. Bo sagði að þessir þrír væru mjög jafnir, en vandamálið væri að hann gæti aðeins valið tvo hverju sinni. „Birkir er mjög góður mark- vörður, en Ólafur er markvörður framtíðarinnar. Hann er efnileg- asti markvörðurinn og ég lít þannnig á, þegar hugsað er til framtíðar, að hann verði að fá tækifæri. En Birkir er sannarlega áfram inni í myndinni." Pétur aö koma tíl Hlynur Stefánsson er tekinn framylír Pétur Amórsson. „Hlyn- ur hefur komið mér mjög á óvart. Hann hefur mikla hæfileika, vinn- ur vel og heldur boltanum — er framtíðarmaður. Ég hef hrifist n\jög af Pétri. Hann virkaði þung- Bo Johansson. ur í Reykjavíkurmótinu, en hefur bætt sig mikið og lék vel um helg- ina. Hann er vissulega baráttu- maður, en Þorvaldur, Sigurður Grétarsson og Rúnar stóðu sig vel í æfingaferð landsliðsins og sýndu að þeir geta líka barist.“ Krístján litið leikið Kristján Jónsson var í hópnum í fyrra, en Ólafur Kristjánsson heftir tekið sæti hans. „Ólafur stóð sig vel í æfíngaferðinni og hann er einn af þessum framtíðar- mönnum rétt eins og Einar Páll, sem hefur leikið’ vel að undanf- örnu og tekið miklum framfömm. Ég valdi Kristján ekki að þessu sinni vegna þess að hann hefur lítið leikið í vor.“ En hvað þá með Ragnar Margeirsson? ;,Ragnar er í lagi og verður með í Islandsmót- inu á mánudag. Hann tók ekki áhættu á að spila á gervigrasinu, en hann er heill og styrkir hóp- inn.“ Þú valdir Grétar Einarsson í undirbúningsferðina, en ekki núna? „Eyjólfur Sverrisson kemur í staðinn. Hins vegar er gott að geta gefíð mönnum eins og Grét- ari tækifæri og gott að sjá þá í landsleik til að fá samanburð, en Grétar keppir við Eyjólf og Eyjólf- ur hefur vinninginn." Atli mikilvægur Atli Eðvaldsson verður í banni gegn Albaníu en engu að síður lék hann alla þijá undirbúningsleik- ina. Hefði ekki verið skynsam- legra að gefa vörninni, eins og hún verður gegn Albaníu, tæki- færi á að spila saman áður? „Þetta er ekki vandamál. Við verðum líka að hugsa um Tékka- leikinn, sem vei-ður 5. júní. Atli er bara ( banni í einum ieik og hann er mjög mikilvægur fyrir liðið. Ég veit að Gunnar getur skilað miðvarðarstöðunni með sóma, við höfum rætt, hvað þarf að gera og það verður ekki vanda- mál.“ U-21 liðið: Hópurinn tilbúinn Hólmbert Friðjónsson, þjálfari U-21 landsliðsins í knatt- spyrnu, hefur valið 16 manna leik- mannahópinn vegna leiksins í Al- baníu í lok næstu viku. Leikmenn- irnir eru þessir: MBrkverðir: Kristján Finnbogason, ÍA, og Ólafur Pétursson, ÍBK. Aðrir leikmenn: Steinar Adolfsson, Ágúst Gylfason og Öm Torfason, Val. Ríkharður Daðason, Steinar Guðgeirsson og Ágúst Ólafsson, Fram. Þomióður Eg- ilsson, KR. Valgeir Baldursson og Valdi- mar Kristófersson, Stjömunni. Ámar Grétarsson og Grétar Steindórsson, Breiðabliki. Þorsteinn Jónsson, Þór. Kristján Halldórsson, ÍR. Helgi Björgvins- son, Víkingi. 49. vormót ÍR Mótið fór fram á Varmárvelli í Mosfells- bæ i gærkvöidi. Sigurður Einarsson, spjót- kastari, vann besta afrek mótsins. Heístu úrsiit: KARLAR: 110 m grindahlaup: Ólafur Guðmundsson, Selfossi......15,26 Auðunn Guðjónsson, HSK............15,28 100 m liiaup: Einar Þ. Einarsson, Ármanni,......11,06 Egili Eiðsson, KR.................11,24 Gunnar Guðmundsson, FH,...........11,31 800 m hlaup: Stefán Guðjónsson, ÍR,..........2.00,35 Amgrímur Guðmundsson, UDN,......2.00,58 Steindór Guðmundsson, Selfossi..2.01,28 Kaldalshlaupið, 3.000 m Jóhann Ingibergsson, FH,........8.50,02 Daníel Smári Guðmundsson, KR....8.53,64 Kristján Skúli Ásgeirsson, ÍR...8.58,87 4x100 m boðhlaup: SveitKR......................... 44,73 SveitFH......................... 45,16 Sveit ÍR (drengir)................45,24 (íslm. 17-18 ára drengja (45,6. KR 1970) Metsveitina skipuðu: Jóhannes Már Mar- teinsson, Hjalti Siguijónsson, Anton Sig- urðsson og Daði Ingólfsson. Kúluvarp: Bjarki Viðarsson, HSK..............13,55 Helgi Bjömsson, UDN,...............11,69 Spjótkast: Sigurður Einarsson, Ármanni........77,42 Besti árangur mótsins. Unnar Garðarsson, ÍR...............69,20 Þorsteinn R. Þórsson, UMSS,........59,70 Sleggjukast: Jón A. Siguijónsson, UBK,...........62,02 Guðmundur Karlsson, FH,............60,00 Eggert Ó, Bogason, FH,.............54,84 Langstökk: Ólafur Guðmundsson, Selfossi........6,63 Óskar Finnbjörnsson, ÍR,............6,36 Hreinn Hringsson, UMSE,.............6,06 Stangarstökk: Kristján Gissurarson, UMSE,.........4,20 Auðunn Guðjónsson, HSK,.............3,80 Rafn Steindórsson, UMSE.............3,60 Þristökk: Haukur Snær Guðmundsson, Selfossi, 13,54 Kristján Erlendsson, UBK,..........12,80 ísleifur Karlsson, UBK.............12,74 KONUR 100 m grindahlaup: Guðrún Amardóttir, UBK.............14,90 Þuríður Ingvarsdóttir, Selfossi,...14,97 Birgitta Guðjónsdóttir, UMSE,......15,71 100 m hlaup: Þuríður Ingvarsdóttir, Selfossi....13,11 Kristfn Ásta Alfredsdóttir, ÍR,....13,29 Guðrún Guðmundsdóttir, HSK,........13,59 Kristinsbikarinn - 400 m hlaup: Kristín Markúsdóttir, UMSB.........63,66 Edda Marý Óttarsdóttir, KR.........64,82 Sonja Van Der Kaa, HSH,............65,01 1.500 m hlaup: Martha ERnstdóttir, ÍR...........4,31.54 Laufey Stefánsdóttir, Fjölni.....5.03,53 4x100 m boðhlaup: Sveit ÍR (meyjar)..................54,23 Sveit UDN..........................57,72 Spjótkast: Íris Gröndfeldt, UMSB..............56,84 Birgitta Guðjónsddóttir, UMSE,.....46,64 Unnur Sigurðardóttir, UMFK.........39,82 Kringlukast: Margrét Óskarsdóttir, ÍR,..........35,78 Halla Heimisdóttir, Ármanni........35,30 Hanna Lind Ólafsdóttir, UMSB........25,60 Hástökk: Sigríður Anna Guðjónsdóttir, HSK,...1,55 María Anna Hansen, UMSE,.............1,55 Berglind Lóa Sigurðardóttir, ÍR......1,40 ÖLDUNGAR Kringlukast: Helgi Hólm, ÍK,.....................33,12 Jóhann Jónsson, Víði,...............30,56 Gestur: Eggert Bogason, FH,.........56,18 Hástökk: HelgiHólm, ÍK........................1,50 Jóhann Jónsson (73 ára), Víði,.......1,15 100 m hlaup: Tr/wsti Sveinbjömsson,FH,..v.......12,74 Jóhann Jónsson, Víði,...............15,73

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.