Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 26
26 ■ A- ^ORGU^LAq^ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991^1^^ t Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Borgarstjóraval að er óneitanlega veikleiki hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna að fresta ákvörðun um eftirmann Davíðs Oddssonar í embætti borgarstjóra í nokkrar vikur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan lagt á það þunga áherzlu, að sterkur pólitiskur forystumaður gegni starfi borgarstjórans í Reykjavík. Slíkt hefur mannvalið verið meðal borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins áratugum saman, að jafnan hefur tekizt vel til um þetta val. Á síðustu hálfri öld hafa þrír borgar- stjórar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tekið við starfi formanns Sjálfstæðisflokks- ins og allir hafa þeir verið í fremstu röð forystumanna flokksins. Af þessum sökum veldur það stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík áhyggjum, að borgarstjórnar- flokkurinn komst ekki að nið- urstöðu um þetta mál í fyrra- dag. Hitt er ljóst, að sam- staða hefur ekki náðst innan borgarstjórnarflokksins um málið og þessi frestun því óhjákvæmileg. Á borgarfull- trúum og varaborgarfulltrú- um Sjálfstæðismanna hvílir mikil ábyrgð á næstu dögum og vikum að halda þannig á umræðum um þetta mál og meðferð allri, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi sóma af. Til borgarstjórans í Reykjavík eru gerðar miklar kröfur. Aðal verkefni hans er að vera forystumaður borgarbúa allra, hvar í flokki, sem þeir standa. Jafnframt hvílir á honum sú skylda að vera öflugur pólitískur mál- svari Sjálfstæðismanna í mál- efnum höfuðborgarinnar. Loks vænta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins þess, að borgarstjórnarflokkurinn velji þann einstakling í þetta embætti, sem líklegastur er til þess að leiða Sjálfstæðis- flokkinn til sigurs í næstu borgarstjórnarkosningum. En umfram allt ber borgar- stjóranum í Reykjavík, for- ystumanni Sjálfstæðisflokks- ins í málefnum höfuðborgar- innar, að fylgja fram þeirri víðsýnu og frjálslyndu fram- farastefnu, sem Sjálfstæðis- menn hafa markað á mörgum áratugum í málefnum höfuð- borgarinnar og borgarbúa almennt. Sjálfstæðisflokkur- inn á sér merkilega sögu í Reykjavík. Flokkurinn hefur haft frumkvæði að glæsileg- ustu uppbyggingu, sem orðið hefur í nokkurri byggð á ís- landi. Það á við um atvinnulíf- ið í Reykjavík. Það á við um verklegar framkvæmdir í Reykjavík og það á ekki síður við um þá margvíslegu þjón- ustu við íbúana, sem komið hefur verið á í höfuðborginni. Sjálfstæðismenn hafa byggt upp viðameira og skilvirkara félagslegt þjónustukerfi í Reykjavík, en annars staðar þekkist á íslandi. Ásakanir andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins um þrongan íhalds- flokk, sem hugsi einungis um forréttindahópa, hafa áratug- um saman verið afsannaðar svo rækilega með stjóm Sjálf- stæðismanna í höfuðborginni, að þar stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi and- stöðuflokka Sjálfstæðis- manna. Uppbygging Reykja- víkur á þessari öld er glæsi- legur vottur um framtaks- semi borgarbúa en jafnframt um sterka og öfluga forystu Sjálfstæðisflokksins, sem hefur leitt þessa uppbygg- ingu lengst af. Það er við þessum arfi, sem núverandi borgarstjórnar- flokkur Sjálfstæðismanna er að taka, arfi, sem til hefur orðið á langri leið en Davíð Oddsson hefur ávaxtað með glæsibrag undanfarin 9 ár. Þeir trúnaðarmenn borg- arbúa og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, sem bera ábyrgð á því að velja borginni nýjan forystu- mann, verða að horfa á þess- ar meginlínur og velja nýjan borgarstjóra í samræmi við það. Skiljanlegt er, að borgar- stjórnarflokkur Sjálfstæðis- manna vilji velja eftirmann Davíðs Oddssonar úr sínum hópi. Komi til þess, að hann verði valinn úr röðum tfúnað- armanna flokksins utan borg- arstjórnar hlýtur það að byggjast á eindreginni ósk samstillts borgarstjórnar- flokks. Það er mikið í húfi. VIÐRÆÐUR UM EVROPSKA EFNAHAGSSVÆOIÐ Samgönguráðherra Sviss: Aðild Svisslendinga að EB óumflýjanleg Zurich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMGÖNGURÁÐHERRA Sviss, Adolf Ogi, sagði á kosningafundi í gær að það væri óumflýjanlegt að Sviss gengi í Evrópubandalagið (EB). Flokkur hans, Svissneski þjóðarflokkurinn (SVP), hefur hingað til verið hlynntur tvíhliða samningum Sviss við önnur Evrópuríki en Ogi telur það aðeins verða til bráðabirgða áður en Sviss gengur í EB eins og önnur aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA). Ogi sagðist ekki binda miklar vonir við samninginn um evrópskt efnahags- svæði (EES) fyrir Sviss. Forseti og varaforseti Sviss, Flavio Cotti og Rene Felber, sem eru einnig innanríkis- og utanríkisráð- herrar landsins, sögðu báðir í sam- tali við Morgunblaðið á miðvikudags- kvöld að Svisslendingar hefðu ekki enn gefið upp alla von um að EES- samningurinn myndi fela í sér klausu sem heimilar einstökum ríkjum að láta vissar samþykktir EB ekki gilda hjá sér. Það var eitt af atriðunum sem Svisslendingar vildu fá sam- þykkt á ráðherrafundi EB og EFTA í Brussel á mánudag en tókst ekki. Aðilar að EES hafa sagt að þetta mál sé útkljáð og það komi ekki til greina að einstök ríki hafí þennan rétt heldur verði öll ríki EFTA eða ekkert þeirra að samþykkja ákvarð- anir EB. Svisslendingum brennur mjög fyrir bijósti að EFTA- ríkin munu ekki taka beinan þátt í ákvarð- anatöku sem munu gilda fyrir EES. Cotti sagði að svissneska ríkisstjórn- in myndi grandskoða atriði þessu viðkomandi þegar EES-samningur- inn liggur fyrir og þau muni vega þungt þegar hún tekur afstöðu með eða á móti samningnum. Cotti sagði á blaðamannafundi í Bern að stjómin myndi gefa sér góðan tíma til að íhuga hvaða stefnu Sviss ætti að taka í Evrópumálum ef það verður ekki aðili að EES- samningnum. Hann var spurður hvort skoðanakannanir sem benda til að æ fleiri styðji inngöngu Sviss í EB og EES muni hafa áhrif á Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar. Hann kvað nei við og sagði að Sviss væri eina aðildarríkið að samninga- viðræðunum sem þyrfti ekki á skoð- anakönnunum að halda heldur spyrði fólkið beint um álit í þjóðaratkvæða- greiðslu. Hann sagði að mikið starf lægi fyrir á næstu mánuðum og árum að upplýsa almenning um stöðu Sviss í Evrópu. Noregur: Andstæðingnm EB- aðildar fer fækkandi Ósló. Frá Helge Sörensen, fréttaritara Morgunblaðsins. ANDSTAÐA við fulla aðild að Evrópubandalaginu, EB, virðist fara heldur minnkandi í Noregi ef marka má skoðanakönnun, sem gerð var fyrir dagblaðið Aftenposten. Kemur þar fram, að 47% þeirra, sem spurðir voru, töldu öruggt eða mjög líklegt, að þeir styddu aðild að EB í þjóðaratkvæðagreiðslu en 38% voru viss um eða töldu líkiegt, að þeir segðu nei. Fyrir mánuði voru jafn margir hlynntir aðild en þá var hlutfail andstæðinganna hins vegar 45%. Skoðanakönnun fór fram meðan á stóð og dagana eftir viðræðurnar í Brussel um Evrópska efnahags- svæðið og var meðal annars kannað hvernig fylgismenn einstakra flokka skiptust eftir afstöðu til EB. Kom í ljós, að 53% stuðningsmanna Verka- mannaflokksins eru hlynnt aðild, 81% fylgismanna Hægriflokksins og 78% þeirra, sem kjósa Framfara- flokkinn. Það vekur líka athygli, að í hópi andstæðinga EB-aðildar, sem voru 38%, voru aðeins 13% ákveðin í að segja nei i þjóðaratkvæða- greiðslu en hín 25% töldu það lík- legt. Hlutfall ókveðinna var um 14% og hefur lítið breyst síðustu mánuði. I Aftenposten segir einnig, að mikill meirihluti ráðherra norsku rík- isstjómarinnar sé hlynntur EB. Af 19 ráðhermm eru 16 annaðhvort hlynntir eða jákvæðir gagnvart aðild en aðéins þrír á móti eða efíns. Gro Harlem Brundtland Verður físk- deilan leyst með tvíhliða viðræðum? NORSKA dagblaðið Aftenposten hafði á miðvikudag eftir Gro Harl- em Brundtland, forsætisráðherra Noregs, að íslendingar kynnu að hefja tvíhliða viðræður við Evr- ópubandalagið (EB) til að Ieysa ágreining þeirra um sjávarútvegs- mál og tollfrjálsan innflutning á fiski í viðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið. Blaðið segir að. samkomulag hafí náðst á milli EFTA og EB um að fjalla skuli um þessi mál í viðræðun- um. Það hafi komið nokkuð á óvart hversu bjartsýn Brundtland hafí ver- ið á að deilan um málið leystist eftir ráðherrafund bandalaganna í Bruss- el á mánudag. Blaðið telur ástæðuna þá að Norðmenn hafi þegar hafið tvíhliða viðræður við EB og_ hefur eftir forsætisráðherranum að islend- ingar kunni að gera hið sama. Finnland: Anægja með niður- stöðu EES-viðræðna Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNSK stjórnvöld segjast afar ánægð með þá niðurstöðu ráð- herrafundar Fríverslunarbanda- lags Evrópu (EFTA) og Evrópu- bandalagsins (EB) að lialdið skuli áfram viðræðum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Finnar hafa ekki tekið afstöðu til aðildar að EB en þess í stað lagt áherslu á að efnahagssvæðið fyrirhugaða verði ekki aðeins grundvöllur millibilsástands meðan beðið sé eftir því að EFTA-löndin gangi í EB. Af hálfu Finna sátu fundinn í Brussel þeir Paavo Yayrynen ut- anríkisráðherra, úr Miðflokknum, og Pertti Salolainen utanríkisviðskipta- ráðherra sem er hægrimaður, Við- brögð þeirra við spumingum á frétta- mannafundi við heimkomuna til Helsinki lýstu vel ólíkri afstöðu helstu stjórnarflokkanna til Evrópu- samstarfsins. Vayrynen sagðist sannfærður um að á fundinum hefði verið staðfest að stefnt yrði að því að EES yrði við lýði um margra ára skeið. Salolainen yildi ekki spá neinu um langlífi samstarfsins enda hefur flokkur hans ásamt jafnaðarmönnum gengið einna lengst í stuðningi við aðild Finnlands að EB. Salolainen sagði afar mikilvægt að fundurinn hefði sameinast um yfirlýsingu sem Svisslendingar og íslendingar gátu einnig samþykkt. Ráðherrarnir lýstu mikilli ánægju Pertti Salolainen utanríkisvið- skiptaráðherra með að EB skyldi fallast á óskii Finna um að fá að vernda hluta af garðyrkjuframleiðslu landsmanna. Talið hefur verið að fijáls innflutn- ingur á tómötum og gúrkum myndi hafa í för með sér gjaldþrot um það bil þriðja hvers garðyrkjubónda á helstu ræktunarsvæðunum sem eru á vesturströndinni. I nýlegri skoðanakönnun kemur fram að flestir stjórnendur finnskra fyrirtækja vilja að landið gangi í EB við fyrsta tækifæri. i’Sgt mm .M' »öit(mjnF8a« ana/ijaikRJöWJw. MORGUNBHAÐIÐ FÖrfT U DXGLTTT 7. MAÍT99T' & 8 271 Meðal verkefnanna sem unnið hefur verið að í sambandi við umhverfisfræðsluna í Fossvogsskóla er þetta likan, sem sýnir hvernig ísland var við landnám. Við líkanið standa höfundar þess, þau Bragi Bergþórsson, Ellý Sandra Ingólfsdóttir, Sigurveig Sigurjónsdóttir, Kristinn Viðar Kjartansson og Róbert Már Róbertsson. Tilraun með um- hverfisfræðslu NEMENDUR í Fossvogsskóla vinna þessa dagana að ýmsum verkefnum í tengslum við umhverfismál. Hefðbundnu skólastarfi lauk þar í lok apríl og síðan hefur allt skólastarfið verið helgað umhverfisfræðslu, bæði bóklegri og ekki síður verklegri. Kári Arnórsson, skólastjóri, segir að tilgangnrinn með þessu sé að fá börnin til að hugsa um um- hverfi sitt, hvernig ganga eigi um landið og hvernig megi nýta ýmis efni i stað þess að henda þeim. Kári Amórsson segir að hug- myndin að þessum umhverfisdögum hafí komið upp fyrir einu og hálfu ári, þegar farið hefði verið að huga að því, hvemig mætti halda upp á tuttugu ára afmæli skólans nú í vor. Ákveðið hafi verið að ráðast í eitt- hvert stór verkefni og beinast hefði legið við að velja umhverfismálin að viðfangsefni, enda væru þau ofar- lega á baugi í þjóðfélaginu. Hann segir að þegar undirbúning- ur verkefnisins hafi farið af stað, hafí komið í ljós, að ekkert námsefni væri til um umhverfismál hér á landi og hefðu kennarar innan skólans þá farið að vinna að undirbúningi þess. Afrakstur þeirrar vinnu væri lesbók og verkefnabók, sem nú væru kennd í tilraunaskyni þama í skólanum, en Almennu skólastarfi í Fossvogsskóla lauk í lok apríl og hafa nemendur síðan unnið að ýmsum verkefnum sem tengjast umhverfismálum. Þau hafa í tengslum við það búið til þennan hval úr dagblaðapappír. Með þeim á myndinni er Kári Arnórsson, skólastjóri. JVLorgunDiaoio/Juiius Þessar tíu ára stúlkur eru að mála tré, sem verða sett á líkan, sem sýnir muninn á ræktuðu landi og óræktuðu. Þær heita: Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, Sigríður María Jónsdóttir og Margrét Lára Jónsdóttir. hann ætti von á að yrði gefíð út í framhaldi af því. Að sögn Kára lauk hefðbundnu skólastarfí í skólanum í apríllok og frá þeim tíma hafí allt skólastarfið snúist um umhverfisfræðsluna. Farið væri yfír lesefnið og verkefnabókina og í tengslum við það færu nemend- urnir í vettvangsferðir og ynnu að fjölmörgum verkefnum, sem væru til þess fallin að vekja athygli á umhverfisvernd, mengunarmálum, gróðureyðingu og þess háttar, auk þess sem áhersla væri lögð á að sýna, hvernig nýta mætti ýmsa hluti í stað þess að henda þeim. Tilgangur- inn með þessu námi, er að sögn Kára, að breyta viðhorfinu til þess- ara mála, þannig að bömin alist upp við að hugsa um umhverfi sitt. Umhverfisfræðslan í Fossvogs- skóla stendur yfir fram að sumarfríi og dagana 25. og 26 maí verður efnt til sýningar á afrakstrinum af vinnu nemendanna. Óhreinu börnin hennar Evu eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Flestir em sammála um að móðurástin sé hin eina sanna ást og sterkust allra tilfinninga. Það þekkja mæður sem alið hafa barn í móðurkviði, fóstrað það við bijóst sér, séð það stækka og dafna og upplifað þannig lífshamingjuna í gegnum barnið sitt. „Þegar ég eign- aðist bamið mitt áttaði ég mig á að það var hluti af sjálfri mér — lífíð í brjósti mínu. Þá skildi ég að ég sjálf var ekki númer eitt — held- ur barnið mitt.“ Þessi orð komu frá vömm móð- ur, sem sat við sjúkrabeð barnsins síns. Einkadóttur sinnar, sem fyrir rúmlega ári veiktist af krabbameini þar sem enn er óljóst með bata. í mars á síðasta ári hrundi tilvera þessarar ónefndu konu þegar hún stóð skyndilega frammi fyrir þeirri skelfilegu staðreynd að barnið henn- ar væri e.t.v. haldið banvænum sjúkdómi. Frá þeim tíma hefur hún staðið við hlið dóttur sinnar, vakin og sofín yfir velferð hennar og lagt allt í sölurnar til þess að lina þján- ingar hennar. í þeirri baráttu er ekki spurt um tíma eða peninga. Þar er líf og heilsa dóttur hennar öllu öðm mikilvægara. Tilefni þessara skrifa er saga þessara mæðgna. Barátta þeirra við kerfíð, sem virðist ekki taka tillit til aðstæðna sem skapast þegar for- lögin taka í taumana á þennan hátt. Konan, sem um ræðir, er einstæð móðir með 13 ára dóttur á fram- færi. I mörg ár höfðu þær búið er- lendis en fluttu heim fyrir þremur áram og hugðust skapa sér eðlilegt og fallegt heimilislíf saman. Unga konan var í föstu starfi með ágæt laun og lagði reglulega fyrir til þess að geta fest kaup á húsnæði. Einn góðan veðurdag fyrir rúmlega ári fær dóttir hennar sérkennileg útbrot og í kjölfar læknisskoðunar kemur í ljós að hún er haldin hvítblæði, sem er ein tegund krabbameins. Dóttir hennar er þegar lögð inn á sjúkra- hús og Iátin gangast undir erfíða og sársaukafulla lyfjameðferð, sem er nauðsynleg til þess að vinna bug á meininu. Og hvað gerir einstæð móðir í slíku tilfelli? Hún hættir að vinna til þess að geta helgað sig umönnun dóttur sinnar. Og það er skemmst frá því að segja að frá þeim tíma hefur hún varla vikið frá sjúkri dóttur sinni. Sólarhringum, vikum og mánuðum saman hefur hún dvalið með henni á sjúkrahús- inu, klætt hana, matað og huggað á erfíðum stundum. Allan þennan tíma hefur hún eytt öllum stundum með barninu sínu — enda lífið sjálft í húfí. Þar hefur ekki verið spurt um tíma og rúm. En lífið er líka salt í grautinn og þak yfir höfuðið. Og hvað gerir ein- stæð móðir þegar launin hætta að koma og ekki er lengur til fyrir saltinu og húsaleigunni? Hún leitar á náðir hins opinbera. Og þar erum við komin að þrautagöngunni miklu frá Heródesi til Pílatusar þar sem hvorugur vill axla ábyrgðina. Svo virðist sem börn, sem veikj- ast af krabbameini og aðstandendur þeirra, heyri lítt eða ekki undir Lög um málefni fatlaðra. Að vísu gaf félagsmálaráðuneytið út reglugerð um fjárhagslega aðstoð við aðstand- endur fatlaðra í desember 1989. I þeirri reglugerð er bráðabirgðaá- kvæði sem kveður á um greiðslur til framfærenda, sem ekki falla und- ir reglugerðina, og gilti það ákvæði til 30. júní árið 1990. Frá þeim tíma hefur þetta ákvæði verið framlengt í stuttan tíma í senn og mun nú gilda til ársloka 1991. Samkvæmt þessu ákvæði hefur hin einstæða móðir notið greiðslna sem metnar eru sem 157 klukkustunda umönn- un á mánuði og er sú upphæð nú um 40 þúsund á mánuði. Af og til á þessu eina ári hefur ákvæðið dot- tið út þannig að þær mæðgur hafa ekki fengið greiðslur fyrr en því hefur verið framlengt. Nú standa þær frammi fyrir því að þetta ákvæði rennur enn á ný út um Ragnheiður Davíðsdóttir „Einn góðan veðurdag fyrir rúmlega ári fær dóttir hennar sérkenni- leg útbrot og í kjölfar læknisskoðunar kemur í ljós að hún er haldin hvítblæði, sem er ein tegund krabbameins. “ næstu áramót og hvað þá tekur við er óljóst. Eins og fyrr segir hefur hin unga einstæða móðir ekki vikið frá hlið dóttur sinnar í rúmlega eitt ár. Samt sem áður er greiðsluviðmiðunin, samkvæmt reglugerðinni, aðeins metin á 157 klukkustundir á mán- uði. Á þessu tímabili hefur hún ann- ast dóttur sína á sjúkrahúsinu og tekið þannig mikið álag af hjúkr- unarfólki sjúkrahússins. Þannig má segja að hún hafí starfað allan sólar- hringinn við umönnun dóttur sinnar — bæði heima á sjúkrahúsinu fyrir „laun“ sem verða að teljast undir fátækramörkum. Það skal tekið fram að barnaörorkubætur em reiknaðar með þessum 40.000 krón- um. Varla þarf glöggan mann til þess að sjá að enginn getur lifað af 40.000 krónum á mánuði og síst þegar sú upphæð rennur óskipt í að greiða húsaleigu sem nemur yfír 40 þúsund á mánuði. Framtíðarsýn þessarar ungu konu og dóttur hennar er vissulega ekki björt. Þær standa nú frammi fyrir því að missa leiguhúsnæði um næstu áramót. Sjóðurinn Sem átti að ganga upp í íbúðarkaup er nú uppurinn til lífsviðurværis og ekkert afgangs til þess að leggja fyrir. Unga konan getur ekki unnið utan heimilis — enda fer allur hennar tími í að annast dóttur sína, sem þarf nú sem aldrei fyrr á stuðningi móður sinnar að halda. í mínum augum er það hreint út sagt til skammar hversu illa er búið að félagslegum þörfum aðstandenda barna sem haldin em langvinnum eða lífshættulegum sjúkdómum. Það skal tekið fram að árlega veikj- ast um 6-8 börn af krabbameini hér á landi þannig að það ætti ekki að vera hinu opinbera mikill baggi að leysa vanda þessa fólks. Þegar krabbamein er annars vegar er ann- aðhvort af eða á. Sem betur fer hefur læknavísindunum fleygt fram undanfarin ár og nú eru mun meiri líkur en áður á því að hægt sé að Iækna þessi börn. í flestum tilfellum spannar krabbameinsmeðferð um 3 ár þannig að*hér er ekki um varan- leg tilfelli að ræða eins og þegar fatlaðir eiga í hlut. Það getur hver maður sett sig í spor móður, sem vakir yfir lífi og velferð bamsins síns. Við, sem erum svo heppin að eiga heilbrigð börn, getum rétt ímyndað okkur þá sálar- angist og það andlega álag sem fylgir slíkri lífsreynslu, svo ekki bætist við áhyggjur af fjárhagslegri afkomu. En þrátt fyrir að slíkir „smámunir" séu hjóm eitt í saman- burði við lífíð sjálft, er það nú einu sinni staðreynd að enginn kemst af án þess að hafa ofan í sig og á. í ljósi þessara staðreynda er ljóst að taka verður á þessu máli án taf- ar. Það er engan veginn veijandi að aðstandendur helsjúkra bama þurfi að beijast við duttlungafullt kerfí þar sem reglugerðir detta út og inn. Brýnt er að nú þegar verði settar skýlausar reglur sem kveða á um fjárhagslega og félagslega aðstoð við aðstandendur bama sem haldin em langvinnum eða lífshætt- ulegurn sjúkdómum. Þar þarf að endurskoða alla þætti með tilliti til þess gífurlega álags og breytinga á aðstæðum sem þetta fólk stendur frammi fyrir í slíkum tilfellum. Þá er ekki bara þörf heldur al- gjör nauðsyn að nú þegar verði hafíst handa við byggingu nýs barnaspítala. Aðstæður þær sem aðstandendum krabbameinssjúkra bama og starfsfólki er boðið upp á em með öllu óveijandi. Helsjúkt barn, sem berst við lífshættulegan sjúkdóm, verður að njóta samvista við nánustu aðstandendur sína öll- um stundum. Eins og nú háttar er engin aðstaða fyrir aðstandendur á barnadeild Landspítalans. Á meðan á meðferð stendur veikist mjög ónæ- miskerfi sjúklingsins, sem hefur í för með sér að viðkomandi barn verður að vera í einangmn langtím- um saman. Þar reynir fyrst á að- standendur og starfsfólk en þess má geta að hin unga móðir hefur mátt sæta því að liggja á dýnu eða bedda í örsmárri sjúkrastofu með barni sínu — oft um margra mán- aða skeið. Það er vissulega von mín að næsta „átak“ verði helgað Bam- aspítala Hringsins þannig að við getum innan tíðar eygt von um betri aðstöðu fyrir allt það fórnfúsa fólk sem helgar sig umönnun sjúkra bama. Það er von mín að þessi grein verði til þess að stjórnvöld sjái sóma sinn í að bæta úr þessum málum — því enginn veit hver verður næstur í röðinni. Það gæti allt eins orðið lífið úr þínu eigin bijósti — bamið þitt. liöfundur er bladamaður og móðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.