Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAI 1991 15 Neikvæð áhrif fjöl- miðla á mótun barna eftirHelgu Birgisdóttur Ég get ekki lengur orða bundist jrfir vali ríkissjónvarpsins á bíó- myndum og tillitsleysi forráða- manna þess gagnvart áhorfendum og þá sérstaklega börnum. Bíó- myndir með grófu ofbeldi og öðrum hryllingi verða sífellt algengari á skjánum og í fæstum tilvikum er vakin athygli á því að myndirnar séu varhugaverðar börnum. í kvikmyndahúsum gilda reglur um aldurstakmarkanir og því sætir það furðu að sýna grófa ofbeldismynd í sjónvarpinu án nokkurar aðvör- unar. Slík mynd væri að öllum lík- indum bönnuð innan 16 ára í kvik- myndahúsum. Ég er hrædd um að með þessu áframhaldi geti mörg ung og viðkvæm sálin skaddast og fái brenglaða mynd af því hvað teljist eðlileg samskipti manna á milli. Tvö dæmi vil ég nefna um mynd- ir sem alls ekki voru við hæfi barna. Önnur þeirra var bandarísk mynd sem sýnd var nokkru fyrir jól og var hún fyrri bíómynd á laugar- dagskvöldi. Sjö ára sonur minn fékk að horfa á hana, enda vissum við ekki nema þetta væri rólyndis mynd með úrvalsleikurum. Áður en varði birtist atriði á skjánum af hrottaleg- um kynferðisglæp og morði. Áhorf- andanum birtist mynd af líki ungrar konu sem hafði verið bútuð í tvennt og sýndi myndavélin okkur nokkuð ýtarlega mynd af líkamsbútunum Tónlistarfélagið: Píanótónleikar Rudolfs Firkusnys TEKKNESKI píanóleikarinn Rudolf Firkusny heldur tónleika í Islensku óperunni laugardaginn 18. maí á vegum Tónlistarfélags- ins í Reykjavík og hefjast þeir kl. 14.30. Rudolf Firkusny fæddist í Morav- íu. Hann kom fyrst fram í Prag árið 1922, en framhaldsnám stund- aði hann m.a. hjá píanóleikaranum Vilem Kurz og tónskáldinu Joseph Suk við Tónlistarakademíuna í Prag og einnig var hann nemandi Arthur Schnabel. Verkið Fantasie et Toccc- ata eftir Bahuslav Martinu sem flutt verður á tónleikunum á laugardag er tileinkað Rudolf Firkusny. Á efnisskránni eru Bagatellur efti Beethoven, Sónata í a-moll eft- ir Schubert, Sónata I.X. 1905 eftir Janácek, Suite bergamasque eftir Debussy og fyrrnefnd Fantasía og tokkata eftir Marinu. Aðgöngumið- asala verður við innganginn. tveimur sem lágu nokkra metra hvor frá öðrum. Lögreglumennirnir, sem kvaddir höfðu verið á vett- vang, stóðu glottandi yfir neðri hlutanum, gerðu grín að hinni látnu og höfðu orð á því að „hún hefði kerti uppi í gleðigöngunum". Við- brögð mín við þessu voru eins og oft áður, að taka fyrir augun á stráknum og slökkva á sjónvarpinu (ég er komin í nokkuð góða þjálfun með hraðann). Ég bara spyr: Erum við íslend- ingar orðnir jafn dofnir fyrir ofbeldi og hryllingi og fyrrnefndir lögreglu- menn? Látum við bjóða okkur svona þegjandi og hljóðalaust? Hverju veldur svona val? Eru ofbeldismynd- ir ódýrari en aðrar myndir eða er ekkert eftirlit haft með því hvað sýnt er? Þessar myndir eru oft léleg- ar og óvandaðar og er líkt og til- gangslaust ofbeldi sé notað til að „krydda" þær. Því ekki að hafa góðar myndir, sem öll fjölskyldan hefur gaman af, a.m.k. sem fyrri mynd á laugardagskvöldi? Það er leiðinlegt að þurfa að aðskilja börn- in frá foreldrum þegar fjölskyldan vill hafa það notalegt saman fyrir framan sjónvarpið. Annað dæmi vil ég nefna. Það var stutt sjónvarpsmynd sem hét „Feluleikur" og var sýnd 27. jan- úar. Atriði í mynd þessari voru vægast sagt mjög draugaleg og hrollvekjandi. Ekki var tekið fram, hvorki í blöðum né sjónvarpi, að- myndin væri varhugaverð börnum eða viðkvæmu fólki. Ég þakkaði mínum sæla að sonur minn var sofnaður, því ef hann hefði séð hana, hefði hann líklegast ekki get- að sofnað fyrir myrkfælni eða feng- Helga Birgisdóttir „Ég þakkaði mínum sæla að sonur minn var sofnaður, því ef hann hef ði séð hana, hef ði hann líklegast ekki get- að sofnað fyrir myrk- fælni eða fengið slæma martröð." ið slæma martröð. Það hlýtur að vera lágmarks- krafa að vara fólk við slíkum mynd- um og kynna þær sem bannaðar börnum líkt og gert er í kvikmynda- húsum. En.það er ekki nóg með að sjón- varpsefni sem sýnt er á kvöldin sé fullt af ofbeldi, heldur er mikið af því efni sem ætlað er börnum það einnig. Einkum á ég við teikni- myndir þar sem persónurnar leysa sín ágreiningsmál með því að koma hver annarri fyrir kattarnef með hinum skrautlegustu ofbeldisað- ferðum. Sárin gróa ótrúlega fljótt á þeim og engin varanleg örkuml verða, ólíkt því sem gerist f raunver- uleikanum. Skyldu öll börn geta greint þarna á milli? Sem betur fer er þó ekki allt í þessum dúr og er ástæða til að hrósa barnaefninu á sunnudögum. Áhrif sjónvarpsefnis á börnin sér maður stax við horfun þeirra á það. Ef teiknimynd er sýnd sem einkennist af æsingi og of- beldi, þá verða börnin oft æstari en ella og upphefjast oft rifrildi og stympingar þeirra á milli. Þannig efni er ekki fræðandi né þroskandi á nokkurn hátt og elur á ofbeldis- hneigðinni sem við ættum með 511- um tiltækum ráðum að bæla niður. Ég vil einnig minnast á frétta- flutning bæði blaða og sjónvarps, sem sífellt verður nákvæmari og um leið grófari. Fréttamyndir frá stríðshrjáðum löndum eru oft yfir- fullar af illa útlítandi líkum og virð- ist manni stundum sem frétta- og myndatökumönnum finnist mest um vert að sýna sem mestan við- bjóðinn. Nú er ég ekki hlynnt því að útiloka raunveruleikann og vernda börnin um of, en öllu má nú ofgera. Hætt er við að börn, sem alast upp við slíkar einhæfar hryll- ingsfréttir sem eru samfara stríði og valdabaráttu, finnist styrjaldir vera eðlileg og raunhæf leið tíl lausnar deilum manna eða þjóð- anna á milli, lfkt og því miður ríkj- andi kynslóðum finnst nú. Börnin verða einnig óttaslegin en reyna e.t.v. að flýja óttann með því að gera stríðið að leik sín á milli og teikna myndir af stríðsvopnum. Fyrirmyndina fá þau í fjölmiðlum, þar sem fréttamenn virðast njóta þess að flytja sem nákvæmastar tæknilýsingar af stríðstækjum og vopnum. Manni finnst jafnvel að ætlast sé til að fólk horfi aðdáunar- augum á myndir af öllum tæknibún- aðinum. Fjölmiðlafólk verður að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og hve mikil áhrif það getur haft á skoðanamyndun barna og fullorð- inna í þjóðfélaginu. Höfundw er hjúkrunarfræðingur og Ijósmódir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.