Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAI 1991 Bretland: Bók fyrmm blaða- fulltrúa ritskoðuð St. Andrews, frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Ríkissljórn Bretlands ritskoðaði endurminningar Sir Bernhards Inghams, fyrrum blaðafulltrúa frú Thatchers. Sunnudagsblaðið The Sunday Times birti nokkra af ritskoðuðu köflunum sl. sunnu- dag. Sir Bernhard Ingham var blaða- fulltrúi frú Thatchers, fyrrum for- sætisráðherra, frá því hún tók við embætti árið 1979 og þar til hún varð að láta af því í fyrra. Sir Bernhard var valdamikill og náinn samstarfsmaður forsætisráðher- rans og eins og margir, sem upp- runnir eru í Jórvíkurskíri, skóf hann ekki utan af hlutunum. Sir Bernhard lét af embætti um leið og frú Thatcher. Hann hefur nú ritað endurminningar sína frá þessum árum. Hann skilaði hand- riti til útgefandi síns fyrr á árinu og sömuleiðis til ríkisstjórnarinnar, en reglur um embættismenn ríkis- ins kveða á um, að þeir verði að leita samþykkis hennar, ef þeir riti eitthvað um reynslu sína í embætti. The Sunday Times keypti rétt til að birta útdrætti úr bókinni. Það komst yfir óritskoðað eintak af henni. Sl. sunnudag birti það svo frétt um, hvernig bókin hefði verið ritskoðuð. Mestum tíðindum sætir kaflinn um Westland-málið svonefnda, en Grænland: Alnæmí breiðist hratt út Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ALNÆMISSMIT breiðist svo hratt út i Grænlandi, að Mads Melby, yfirlæknir á Statens Seruminstitut, sjúk- dómarannsóknastöð danska ríkisins, telur nauðsynlegt að grípa til sérstakra ráð- stafana. Á þremur árum hafa 22 menn greinst með smit. Melby segir, að hlutfallslega séu jafn margir smitaðir í Dan- mörku og Grænlandi en munurinn sé sá, að í Danmörku tók það tíu ár að ná hlutfalls- tölunni en ekki þrjú eins og í Grænlandi. Þá bendir. hann einnig á, að í Danmörku séu áhættuhóparnir eiturlyfjaneyt- endur, sem sprauta sig, dreyra- sjúklingar og kynhverfir en í Grænlandi er þessum hópum varla fyrir að fara. þá sagði Michael Heseltine, núver- andi umhverfisráðherra, af sér embætti vegna ágreinings um sölu á þyrlufyrirtækinu Westland. Þetta mál reið stjórn Thatchers næstum að fullu árið 1985. Sir Bernhard telur Heseitine ein- an bera ábyrgð á því, hvemig fór. Harka hans í málinu hafi byggst á ótrúlegu dómgreindarleysi, sem Sir Bernhard segir, að geri Heselt- ine óhæfan til að vera forsætisráð- herra. Sömuleiðis fer hann ekki leynt með andúð sína á Sir Geoffr- ey Howe, en Sir Geoffrey átti veru- legan þátt í að steypa frú Thatch- er af stóli. Margt af því, sem um þessa tvo menn er sagt, var ritskoðað. Sömu- leiðis það, sem blaðafulltrúinn sagði um stjórnmálamenn í Evr- ópu. Fyrir ritskoðun segir hann Evrópubandalagið hringleikahús og sameiningu Evrópu algerlega tilgangslausa. Sömuleiðis var strikað út, að Þjó°verJar hefðu horfið af sviði alþjóðastjórnmála í upphafi Persaflóastyrjaldarinnar. Það var einnig fellt út, að frú Thatcher hefði sífellt þurft að þola skammir og yfirgang smámenna í Evrópubandalaginu. Þar hefðu ít- alir verið verstir. Talið er að þessar fréttir auki töluvert sölu bókarinnar, en hún kemur út í næstu viku. Sovétríkin: Reuter Friður í Beirut Eftir linnulitla bardaga og bræðravíg í 15 ár yirðist loks vera að komast á friður í Líbanon. í landinu er nú aðeins ein ríkisstjórn og stjórnar- herinn hefur gengið hart fram í að afvopna herflokka hinna ýmsu fylkinga þótt sumar þeirra séu tregar til. Á myndinni eru börn að ná í vatn á Grænu línunni svokölluðu í Beirut en hún var áður einskismannsland sem skildi borgarhluta. Dauðinn var nánast vís hverjum sem þangað vogaði sér. Neyðaráætlun í efnahags- málum líklega samþykkt UnDlr.ii, Danian ^^^^^ ^^^1- ^^ Moskvu. Reuter. LIKLEGT er, að samningar takist með Mikhaíl Gorbatsjov, for- seta Sovétríkjanna, og fulltrúum sovétlýðveldanna um nýja ncyð- aráætlun í sovéskum efnahagsmálum. Er henm' ætlað að koma í veg fyrir efnahagslegt hrun og eyða öllum efa um, að áfram verði haldið á umbótabrautinni. Er mikil áhersia lögð á aukna einkavæð- ingu og minni niðurgreiðslur og alríkisstjórnin mun afsala sér ýmsum vðldum, til dæmis yfir ákveðnum atvinnugreinum, í hend- ur lýðveldunum. Fulltrúar 13 af 15 sovétlýðveld- anna hafa tekið þátt í umræðum um nýju áætlunina og eru aðeins undanskildir Eistlendingar og Ge- orgíumenn. Virðist vera á því vax- andi skilningur, að efnahagsstarf- semin í sovésku lýðveldunum sé orðin svo samofin, að hún verði ekki skilin í sundur í einu vet- fangi. Með áætlunihni er annars stefnt að því að auka iðnaðar- og neysluvöruframleiðslu í landinu og draga úr gífurlegum og sívaxandi fjárlagahalla. Áætlunin er í átta liðum og má nefna, að sovétstjórnin, stjórnir lýðveldanna og sveitarstjórnir eiga að semja niðurskurðarfjárlög fyrir síðara misseri ársins og grípa til ýmissa aðgerða til auka fram- leiðslu. Þá á að skipta arðinum af ýmissi vinnslu, til dæmis olíu- og demantavinnslu, á milli lýðveld- anna en á móti skulu þau axla saman erlendu skuldabyrðina. Á síðara misseri verða lýðveldunum gefnar frjálsar hendur um mótun einkavæðingarinnar og vinna skal að því að gera rúbluna skiptanlega á mörkuðum og ýta undir erlenda fjárfestingu með skattaívimunum og stofnun sérstakra efnahags- svæða. Síðast en ekki síst verða verkföll bönnuð á þessu ári. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru en sagt er, að tillögurnar hafi fengið misjafnar undirtektir meðal fulltrúa lýðveldanna. Flestir virðast þó vera á því, að svo illa sé komið í sovéskum efnahagsmál- um, að betra sé að veifa röngu tré en öngu. • ísáttahug Kínverjar og Sovétmenn vilja nú sættast eftir ára- tuga óvild og ágreining og til marks um það er heimsókn Jiang Zemins, formanns kínverska kommúnistaflokksins, til Moskvu. Er hann hæst settur kínverskra ráða- manna, semþangað hefur komið 1 34 ár eða síðan Maó formaður var þar á ferð. í gær var undirrit- aður samningur um aust- urlandamæri Sovétríkj- anna og Kína og var myndin tekin að því loknu af þeim Zemin og Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sov- étríkjanna. Talsmaður kínversku stjórnarinnar sagði í gær, að góð sam- skipti ríkjanna myndu stuðla að stöðugleika og friði. Verðmæti fjarlægð fyrir komu Ceaucescus-hjóna London. Reuter. ELIZABET II Bretadrottning lét fjarlægja öll verðmæti úr gesta- herbergjum konungshallarinnar fyrir heimsókn rúmenska harð- stjórans Nikolae Ceausescus, að því er dagblaðið Sunday Tele- graph sagði sl. sunnudag. Ceausescu og eiginkona hans Elena, sem tekin voru af lífi í bylt- ingunni í Rúmeníu árið 1989, höfðu tekið ófrjálsri hendiskraut- gripi og nytjahluti fyrir þúsundir Bandaríkjadollara úr herbergjum sínum meðan þau voru í opinberri heimsókn í París árið 1978, að sögn blaðsins. Frétt sem birt er í blaðinu undir fyrirsögninni „Fingralangi Nic er að koma" er byggð á heimildamynd sem Breska ríkissjónvarpið, BBC, sýnir í kvöld. Þar kemur fram að Valery Giscard d'Estaing, þáver- andi forseti Frakklands, hafi haft símasamband við Buckingham-höll og varað drottninguna við Ceaus- escu-hjónunum. Samkvæmt frá- sögn hans hurfu lampar, vasar og öskubakkar, svo og munir sem los- aðir voru af baðherbergisveggjum. „Það var engu líkara en innbrots- þjófar hefðu fengið að athafna sig þarna heilt sumar," sagði hann í viðtali við BBC. Drottningin skipaði hallarvörð- um að hafa nánar gætur á hjónun- um og þættinum kemur fram að hún hafi seinna sagt að þessi heim- sókn hafi verið verstu þrír dagarn- ir í lífi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.