Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 13
MORCWNBLAÐroJFOSTUD'ÁGUH.-lJJMAB.iaSíR'. 131 Vondur búvörusamningur eftir Gunnar Einarsson Búvörusamningurinn sem gerður var seinni part vetrar er meingallað- ur og er vonandi að hann verði tek- inn til gagngerrar endurskoðunar sem allra fyrst. Það sem helst er til bóta er að vandinn er viðurkenndur og það á að verja verulegum fjármunum til að jafnvægi náist milli framleiðslu og solu kindakjöts á innanlands- markaði. En því miður virðist eiga, í meg- in atriðum, að halda í löngu úrelt kerfi hafta og miðstýringar í land- búnaði. Það er sorglegt, bæði fyrir okkur bændur og ekki síður neyt- endur, að peningum skuli varið til að lappa upp á þetta vonlausa kerfi. Það hefði verið nær að nota þá til hjálpa okkur til að losna út úr því. Brýtur mannréttindi Það hafa allir jafnan rétt, sam- kvæmt stjórnarskránni, til þess að framleiða og selja það sem þeir hafa aðstöðu til. Búvörulög sem heimila stjórnun á búvörufram- leiðslu, taka þennan rétt. í staðinn fyrir almennan rétt til framleiðslu og sölu er bóndanum úthlutað „rétti" sem fyrst hét bú- mark síðan fullvirðisréttur og núna greiðslumark. Það er sama hvað króinn er kallaður, það er í raun um réttindaskerðingu að ræða. Það á samkvæmt samningnum að vera leyfilegt að framselja „rétt- inn" til framleiðslu. Rétturinn til að framleiða er orðinn auðlind sem á að geta gengið kaupum og sölum. Að vfsu á að vera leyfilegt að selja kindakjjjt umfram greiðslu- mark til afurðastöðva á hálfvirði. Það er varla hægt að túlka þetta sem jafnan rétt til framleiðslu. Þessi skerðing á mannréttindum er réttlætt með því að hún sé nauð- synlegt fyrir almannaheill. Það eru rök sem víða hafa verið notuð gegn- um tíðina þegar sjálfsögð mannrétt- indi hafa verið fótum troðin. Er óréttlátt Þegar rétturinn til framleiðslu var skertur bitnaði það mjög mis- jafnlega á bændum. Sumir stóðu uppi með nýjar byggingar sem þeir máttu ekki nýta nema að litlu leyti. Öðrum var úthlutuð sérstök viðbót þó erfitt hafi verið að sjá hvers vegna þeir ættu frekar rétt en aðr- ir. 011 skömmtuharkerfi bjóða órétt- lætinu heim. Það er röng siðfræði að réttlæta óréttlætið með því að það sé gott fyrir meirihlutann. Skerðir aðlögunarhæfnina Framleiðslustýringin hefur graf- ið undan möguleikum sauðfjárrækt- arinnar að standa sig í samkeppn- inni við aðra kjötframleiðslu. Á undanförnum árum hefur kindakjöt verið að tapa markaðshlutdeild. Aðrir kjötframleiðendur, hafa á vissan hátt, búið í skjóli miðstýring- ar í sauðfjárrækt. Til dæmis má nefna að á meðan verð á kinda- kjöti hefur verið fast, hafa svína- bændur getað þegar illa hefur gengið að selja, lækkað verðið og þannig höfðað bæði til kaupmanna og neytenda. Með þessu hafa þeir unnið markað af okkur. Nýi búvörusamningurinn er þannig, að þó einhver sauðfjárbóndi (eða afurðastöð) fyndi leið til að auka sína sólu á kostnað annarra kjöttegunda þá fengi hann ekki umbun með auknum „rétti". Grein- in fengi aukið framlag sem yrði dreift á allra framleiðendur. Úrelt verðákvörðunarkerfi Karl Marx hélt því fram að það væri auðvelt að fmna rétt verð á alla hluti og þjónustu vegna þess að það væri aðeins vinnan sem væri verðmæti. Svipaðar hugmynd- ir hafa ráðið verðlagningu á kinda- kjöti í áratugi. Verðákvarðanir eiga, eftir þessum búvörusamningi, að vera ákveðnar af nefnd svipað og verið hefur. Sannleikurinn er sá, að það er nánast ekki hægt að reikna eitthvert rétt meðalverð á vöru. Þar að auki finnst flestum réttlát- ara að fá vöru á markaðsverði en að verð sé ákvarðað af opinberri nefnd. Engin trygging Þessi búvörusamningur tryggir ekki afkomu bænda. Takist ekki að kaupa nógu marga til að hætta framleiðslu verður „réttur" bænda minnkaður með flatri skerðingu á alla, þrátt fyrir að því hafi verið marglofað að aldrei aftur yrði beitt flatri skerðingu. Skerðing er fyrir mig sem bónda, engu betri en verð- fall. Litlar bætur Ríkið stuðlaði að þessari offjár- festingu sem er í sauðfjárrækt, og hefur í raun viðurkennt að það beri mikla ábyrgð á því hvernig komið er, og ætti þess vegna að axla kostnaðinn af því að koma á jafn- vægi í greininni. Þessar tíu þúsund krónur sem ríkið býður fyrir ærgild- ið er aðeins lítill hluti þeirra verð- mæta sem flestir bændur verða að úrelda ef þeir hætta framleiðslu. Frjálsan markað Það hefði verið upplagt tækifæri núna við þessa samninga að breyta um kerfi. Það mætti skrifa langar greinar um hvernig hin frjálsi mark- aður bítur, klórar og slær. Við höf- um ekki komið á sæluríkinu þó við höfum frjálsan markað. Hann er hluti af lýðræðinu, og eins og það ekki fullkominn, en þrátt fyrir alit það skásta sem við höfum. Það ætti alveg að hætta, við að kaupa ímyndaðan rétt til fram- leiðslu, en gera þeim bændum sem Gunnar Einarsson „Ég dreg ekki í efa að þeir sem gerðu um- ræddan búvörusamn- ing hafi verið allir af vilja gerðir til að gera vel, bæði fyrir bændur og neytendur, en samn- ingurinn er gerður í anda hugmyndafræði sem alla svíkur þegar til lengri tíma er litið." vildu hætta þegar framleiðslan verður gefín frjáls, möguleika á að úrelda byggingar, fara á eftirlaun, eða taka að sér landvemd í ein- hverju formi. Það verður vitanlega líka að banna áfram innflutning á þeim landbúnaðarvörum sem við framleiðum og hafa toll á öðrum. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: AU P AIR Þessi dularfullu orð birtast ekki ósjaldan í auglýsingum í íslenzku blöðunum. Heimsfólk ber þau fram ó per, en samt hafa þau ekkert með óperuna að gera, held- ur er verið að óska eftir ungri stúlku til að koma á heimili í út- löndum til að passa þar börn og gera húsverk. Það er ævintýra- ljómi yfir þessum vinnutilboðum, og fíðringur kemur í magann á margri ungmeyjunni, þegar hún les þau. Frönskusérfræðingur sagði mér, að „au pair" þýddi einfald- lega „að jöfnu" og hefði upphaf fyrirbærisins verið það, að ungar stúlkur hefðu ráðist til léttra starfa á erlendum heimilum, og fengið greitt fyrir það fæði og húsnæði. Það var sem sé lagt að jöfnu á móti vinnunni. Svo var reiknað með, að stúlkurnar kynnt- ust landi og þjóð eitthvað, og gætu jafnvel lært hrafl í viðkom- andi tungumáli. Ekki er mér kunnugt um það, hvenær ungar stúlkur hófu utanlandsferðir sínar til þess að stunda jafnaðar- mennsku upp á au pair vísu. Eins og flest annað í okkar ófullkomna heimi, hefir au pair hugsjónin, svo göfug sem hún var, breytzt með tímanum. Nú er lítið eftir nema nafnið, au pair, sem enn laðar að sér fjölda ungra kvenna, sem bregða sér til útlanda í ævintýraleit. Sumar eru heppn- ar, en flestar verða fyrir vonbrigð- um. Margar lenda á erfiðum heim- ilum og sumar eru meðhöndlaðar eins og þrælar. Flestum er borgað lítið sem ekkert. Nokkrar verða fyrir mjög erfiðri reynslu. Þótt útlendingaeftirlitið hérna í henni Ameríku líti au pair fyrir- bærið hornauga, hefir ekki tekist að gera mikið til þess að koma í veg fyrir það, að þúsundir stúlkna komi hingað og freisti gæfunnar á þennan hátt. Stúlkurnar koma hér sem ferðamenn og mega því ekki stunda vinnu og þiggja laun. í tilraunaskyni reyndu yfirvöldin að setja undir þennan Ieka með því að gefa út atvinnuleyfi til au pair stúlkna, svo hægt væri að innheimta hjá þeim skatta, ef þær þá fengju borgað, en ekki hefir heyrzt um það, hvort þessi tilraun hefir heppnast. Stúlkur frá Norðurlöndunum eru mjög eftirsóttar til au pair starfa hér vesta. Langflestar koma þær frá Svíþjóð, enda málið auðveldara heldur en hjá stöllun- um f hinum löndunum. Svíar hafa gert sérsamninga og þarf fólk þaðan ekki að fá vegabréfsáritun, þegar það skreppur til Bandaríkj- anna. Vegna þessa koma sænskar stelpur í hópum til að þjóna kalli au pair vinnunnar. Hér eru reynd- ar aðilar, sem sjá um að koma þeim fyrir á heimilum. Sagt er, að sumir þessara aðila hagnist á þeirri milliliðastarfsemi. Eins og skilja má, lenda þessar au pair ævintýrastúlkur ekki sjaldan í vandræðum, og leita þær þá stundum til ræðismanns lands síns. Skapar þetta oft mikla vinnu hjá sænska konsúlnum, sem seg- ist oft undrast það, að foreldrar stúlknanna skuli senda þær á al- gjörlega ókunnug heimili í fj'ar- lægu landi. Eflaust mun unga fólkið segja, að það sé gamaldags hugsunarháttur. Ræðismaðurinn bendir á, að flestar stúlkurriar séu ekki nema 18 til 21 árs gamlar. Sjálfur fékk ég smá innsýn í sænska au pair vandamálið um daginn, en þá hringdi íslenzk kona, sem gift er Svía, til mín út af dóttur sinni, sem búin var að vera í au pair vist hér í Flórída í þrjá mánuði. Þær höfðu farið sam- an tvær stöllur, og ráðið sig á heimili nálægt hver annarri í Palm Beach. Sú íslenzk-sænska lenti einhvern veginn upp á kant við fólkið á sínu heimili, og maðurinn hótaði að senda útlendingaeftirlit- ið og lögregluna á eftir henni. Þetta er algeng hótun í slæmum au pair málum að klaga stúlkurn- ar fyrir að hafa stundað ólöglega vinnu. Stelpugreyið varð hrædd og fékk að gista hjá vinkonunni qg hringdi þaðan í móður sína. Ýmislegt annað kom í ljós, m.a. var sú stutta búin að ná sér í amerískan kærasta o.fl. Vand- ræðin urðu ekki leyst á annan hátt en að hverfa á braut og fara heim til Svíþjóðar. Fyrir nokkrum árum hringdi í mig ung, íslenzk mær, sem búin var að vera í au pair vist í nokkra mánuði, þegar húsmóðir hennar tók sig til og henti henni og öllu hennar hafurtaski út á götu! Hvað hafði aumingja stúlkan gert til að kalla slíkt yfir sig? Hér var um að ræða erfðasyndina sjálfa í au pair heiminum: Að gefa hús- bóndanum undir fótinn. Stúlkan harðneitaði öllum ásökunum, en sagðist ekki geta neitað því, að maðurinn hefði verið farinn að gefa sér hýrt auga. Honum var kannske vorkunn, því stúlkan var gullfalleg. Húsmóðirin tók aftur á móti engum sönsum, og varð stúlkutetrið að hverfa heim við svo búið. Langoftast eru það ungar stúlkur, sem fara til au pair starfa, en samt eru þar undantekningar. Fyrir nokkru frétti ég um íslenzka ekkju á miðjum aldri, sem búin var að koma börnunum vel á legg. Ákvað hún þá að skoða sig um í heiminum, og valdi au pair leið- ina, enda ekki skelkuð við að taka til hendinni ef svo bar undir. Lenti hún á erfiðu heimili hér í Flórída. Hjónin höfðu bæði verið gift áð- ur, og þarna var að finna „hans" börn, „hennar" börn og „þeirra" börn. Ekki bætti úr skák, að kon- an vann úti og svo virtist, sem þetta nýja hjónaband væri ekki allt of ástríkt. Loforð um greiðslu voru marg-svikin, en ábyrgðinni og rekstri heimilisins var komið á herðar þessarar íslenzku konu. Loks ofbauð henni og komst hún þá á annað heimili, þar sem henni líkar miklu betur, og nú fær hún meira að segja greitt fyrir vinnu sína! Það eru komin all nokkur ár síðan maðurinn hringdi í mig frá bæ, sem er hér rétt fyrir norðan, og heitir Boca Raton. Spurðist hann fyrir um það, hvort hægt myndi vera að útvega au pair pilt frá íslandi. Taldi ég á því öll tor- merki, en lék forvitni á því að vita, hvers vegna hann hefði áhuga á au pair pilti frekar en stúlku. Jú, hann sagðist búa með öðrum manni í óvígðri sambúð. „Það eru þá engin börn til að passa," sagði ég. Maðurinn svar- aði um hæl: „Nei, vitanlega ekki, en okkur langar til að fá okkur norrænan pilt til þess að hjálpa okkur með húsverkin, og vera okkur almennt til ánægju og ynd- isauka!" Bað ég manninn vel að lifa. Milliliðirnir . Slátur, og heildsölukostnaður var 134 kr. á hvert kíló kindakjöts síð- astliðið haust. Það er talið fjórum sinnum hærra en á Bretlandi. Hér getur sláturkostnaður á hvert svín- akjötskíló farið niður í 35 kr. Það er ekki hægt að ætlast til að neyt- endur þurfi að borga margfalt það sem eðlilegt getur talist fyrir slátr- un. Það verður áð leita nýrra leiða til að lækka þennan kostnað. Það þjónar ekki hagsmunum neytenda eða bænda að koma í veg fyrir sam- keppni í sláturiðnaði með ströngum reglum. Einn eða tveir vanir slátrar- ar sem hefðu góða og snyrtilega aðstöðu skiluðu ekki verri vöru en stór sláturhús með óvönu fólki og alls konar vélbúnaði sem erfitt er að þrífa. Ég er ekki að mæla með því að verulegur hluti slátrunar flytjist úr þeim sláturhúsum sem til eru, aðeins að benda á nauðsyn frjálsrar samkeppni til að ýta við steinrunnu afurðasölukerfi. í stað- inn fyrir að gefa út opinberan slát- urkostnað, ætti að banna samráð um verð á þessari þjónustu. Lengri sláturtíð Það er ekki hægt að sjá annað en að það verði hagstæðast fyrir okkur bændur að slátra öllum lömb- unum á stuttum tíma á haustin í þessu nýja kerfi eins og því gamla. Ef markaðsverð réði ferðinni reyndu bændur að hafa lömb til slátrunar lengur. Þá gæti sláturtím- inn lengst og slátrun orðið ódýari. Neytandinn gæti fengið ófrosið kindakjöt mest allt árið, þó áfram verði sjálfsagt fryst kjöt á haustin. Það er sú þróun sem hefur verið að eiga sér stað í kindakjöti í Evr- ópu og í öðru kjöti hér á landi. Kjötmarkaðir Það er með samkeppni eins og annað að það þarf að vera ákveðinn rammi um hana svo hún starfi eins og til er ætlast. Kjötmarkaðir eru víða til ertend- is. Þangað koma saman þeir sem vilja selja og þeir sem vilja kaupa kjöt. Með kjötmarkaði væri hægt að koma á heiðarlegri virkri sam- keppni hér á landi. Þó ekki fari allt kjöt í gegnum svona markað, gæti hann hjálpað til að ákvarða eðlilegt markaðsverð. Að lokum Ég dreg ekki í efa að þeir sem gerðu umræddan búvörusamning hafi verið allir af vilja gerðir til að gera vel, bæði fyrir bændur og neyt- endur, en samningurinn er gerður í anda hugmyndafræði sem alla svíkur þegar til lengri tíma er litið. Höfundur er bóntli á Daðastöðum í Norður-Þingeyjarsýslu, DtíNAMIC CARDS Litmyndir og tyggjó EINKAUMBOÐ '£>(& ÚÍLÍR UMBOOS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 11 • SÍMI 64 10 05-06 See£$aztUú>w*élá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.