Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 1.7. MAI 1991
Hljómsveitin Rauða eplið.
■ HLJÓMSVEITIN Rauða eplið mun koma fram mánu-
dags- og þriðjudagskvöld nk. á veitingahúsinu Tveir vinir
og annar í frii. Hljómsveitina skipa: Björn Sigurðsson,
Vignir Stefánsson, Eyjólfur Sigurðsson, Stefán Hólm-
geirsson og Einar Bárðarson. Sérstakur kynnir verður
Björn Sigurðsson.
í kvöld
Miðaverð kr. 700. Snyrtilegur klæðnaður.
Sólveig Eggertsdóttir.
Sólveig’ sýnir í
Gallerí einn einn
Matargestir
Mongolian Barbecue:
Matur + miði = kr. 1.480,-
Hljómsveitin Jötunuxar.
■ HLJÓMSVEITIN Jötunuxar leikur á veitingastaðnum
Fimmunni í kvöld, föstudaginn 17. maí. Þeir munu meðal
annars kynna lög af væntanlegri hljómplötu sinni sem kemur
út í júní. Hljómsveitina skipa: Rúnar Orn Friðriksson, Hlöð-
ver Eggertsson, Guðmundur Gunnlaugsson, Jón Oskar
Gíslason og Jósep Sigurðsson.
SÓLVEIG Eggertsdóttir
opnar laugardaginn 18.
maí sýningu á myndverk-
um sinum í Gallerí einn
einn við Skólavörðustig 4a.
Sólveig útskrifaðist úr
Myndmótunardeild Mynd-
lista- og handíðaskóla ís-
lands vorið 1990 og hefur
gerst gestanemandi við sömu
deild nú í vetur.
A sýningunni sem er
fyrsta einkasýning Sólveigar
eru lágmyndir og þrívíddar-
verk-unnin úrýmsum efnum,
svo sem ryðjárni, sóti, bý-
vaxi, gleri, ljósmyndum o.fl.
Eastwood í örmum Braga
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Nýliðinn („The Rookie"). Sýnd í Bíó-
höllinni. Leikstjóri: Clint Eastwood.
Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Charlie
Sheen, Raul Julia, Sonia Braga, Tom
Skerritt. Bandaríkin. 1990.
Þott Clint Eastwood sé farinn að fást
við metnaðarfull verk í seinni tíð („White
Hunter, Black Heart“, ,,Bird“) hefur hann
ekki gleymt uppruna sínum. Nýjasta
mynd hans, Nýliðinn, er ekta harðhausa-
mynd sem hann leikstýrir sjálfur. Hún
fer hægt að stað en vinnur á og það eru
ein eða tvær senur í henni sem enginn
sannur Eastwoodaðdáandi má missa af.
Annars er varla frumlegan þráð að
finna í formúluafþreyingunni. Eastwood
leikui; pólska vandræðalöggu, fráskilinn
drykkjuraft að sjálfsögðu, sem missir
lögguvin sinn í byrjun og fær nýjan, ung-
an og sparifataklæddan dreng frá milla-
heimili sem félaga. Charlie Sheen leikur
hann en Eastwood er ekki lengi að snúa
honum af braut snyrtimennskunnar.
Saman eiga þeir í höggi við óprúttna bíla-
þjófa, sem hið glæsilega par Raul Julia
og Sonia Braga leika mjög skemmtilega,
en það er ekki heiglum hent að hafa þau
undir eins og Eastwood fær sérstaklega
að kenna á.
Myndin er ansi brokkgeng og tekur
ekki almennilega við sér fyrr en um mið-
bikið en eftir það er skemmtuninni borg-
ið. Myndin er löng, fullir tveir tímar, og
fyrri hlutinn er langdreginn á meðan ver-
ið er að kynna aðalpersónunnar til sög-
unnar og ýmsar staðlaðar aukapersónur.
Færðar eru rándýrar bílafórnir í hressi-
legum bílaeltingaleik í upphafi og Charlie
Sheen fær að sanna sig á þunnildislegan
hátt með því að leggja pönkarabúllu í
rúst í óvissum tilgangi. Áhættuatriðin eru
vel af hendi leyst en skortir frumlegar
nýjungar.
Á meðan eru Eastwood og sérstaklega
Sonia Braga að stela senunni í besta at-
riði myndarinnar. Þjófapakkið rænir
Eastwood og þegar enginn sér til nauðg-
ar hún honum þar sem hann situr bund-
inn við stól. Þetta er verulega sexí og
skopleg sena, listilega uppfærð og gerð
til grínast að harðjaxlaímyndinni og það
tekst svo um munar. Aidrei hefur hetjan
verið jafn pínlega hjálparvana og undir
álögum hinnar glæsilegu Sonia Braga.
Sjálfur er Eastwood léttur á bárunni
og leggur áhersluna á húmorinn í hlut-
verki sem hann veit að hann hefur leikið
oftar en nokkur annar. Sheen tekur aftur
á móti hlutverk sitt full hátíðlega og öll
sálarkreppa hans vegna þess sem gerðist
í fortíðinni og slæmt samband hans við
föður hans fer fyrir ofan garð og neðan.
En Julia og sérstaklega Braga standa við
sitt þótt sú síðarnefnda líti ekkert of sann-
færandi út með Uzi vélbyssu í höndunum.
Andartök í Andabæ
Leitin að týnda lampanum („Duck Tales
- The Movie: The Treasure of the Lost
Lamp“). Sýnd í Bíóborginni.
Bandaríska Disney-teiknimyndin Leitin
að týnda lampanum er eins og nafnið
kannski bendir til teiknað afbrigði af Indi-
ana Jones myndunum með viðkomu í
arabísku æfintýrunum og jafnvel með
snert af Gosa í lokin. Blandan heppnast
ágætlega þótt hún sé ansi spör á frumleik-
ann.
Með aðalhlutverkin í myndinni fara
hinn ótrúlega ríki Jóakim frændi úr
Andabæ (stundum kallaður Skröggur en
Kuggur í þessari þýðingu) og Ripp, Rapp
og Rupp. Þeir finna mikinn fjársjóð í
pýramída einum og þar á meðal töfra-
lampa með góðum anda drengs sem get-
ur uppfyllt hveija ósk þína (næstum því)
en þráir það mest sjálfur að vera bara
venjulegur strákur.
Illmennið og þijóturinn Kalli Baba, sem
breytt getur sér í hvaða skepnu sem er
(hann er reyndar fyndnastur sem engi-
spretta), fylgist grannt með ásamt spaug-
ilegum aðstoðarmanni sínum, óforbetran-
legum þjófi, og bíður þess að fá lampann
í hendurnar svo hann öðlist heimsyfirráð,
ekkert minna.
Myndin hefst á Indiana Jones eftirlík-
ingunni en ekkert sem á eftir kemur er
jafn skemmtilegt henni. Þar er há-
spenna/lífshætta á hverju horni, gildrur
að varast áður en næst í fjársjóðinn, og
æsileg undankoma í lokin. Miðkaflinn,
sem er dauflegastur, lýsir uppgötvun
Ripp, Rapp og Rupps á töfralampanum
og andanum í honum, en lokakaflinn er
fjörlegur bardaginn við Kalla Baba hinn
ógurlega.
Hér er svosem ekki byltingarkennt efni
á ferðinni en Leitin að týnda lampanum
skemmtileg teiknimynd gerð í anda Di-
sney-hefðarinnar. Spaugið og fjörið er
allsráðandi og það ætti engum krakka
að jeiðast undir sýningunni.
Á undan aðalmyndinni er stutt teikni-
mynd um hrakfallabálkinn Plútó.
Sýningin stendur til 30.
maí og er opin alla daga frá
kl. 14 til 18.
DANSBARINN
Grensásvegi 7, símar 688311 og 33311
Forsmekkur á breiðtjaldinu:
Micbiko Koshino - f&anchester QibesQn Qbe Qrea - K-klass
SUMARIÐ '91
UPPLYSINGASIMSVARI 688 273 • 20 ARA
í kvöld:
LOÐIN
ROTTA
Laugavegi 45 - s. 21 255
IIDYRUNUM