Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 14
GÍ 14 rtxít iai/. .vi ;i jr'Aif.-iO'-; aiciAjanjníioM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17.MAÍ 1991 /wgco IHVAÐA VEÐRISEMER Með Meco þarftu ekki að hafa áhyggjur af veðrinu, það er alltaf hægt að grilla. Dynskógar Bókmenntir Erlendur Jónsson DYNSKÓGAR. V. 224 bls. Vest- ur-Skaftafellssýsla. Vík, 1990. Héraðsritið Dynskógar er fyrir margra hluta sakir frábrugðið öðrum slíkum. Kveðskapur er þar enginn. Þættir eru færri en í öðrum sambær- ilegum ritum en meira borið í hvern og einn. Minna er byggt á persónu- legum endurminningum. Myndefni er fjölbreytt og mikið og áhersla lögð á birting gamalla' ljósmynda. Þá er þetta innbundin bók. Ritstjórar eru sem fyrr Björgvin Salómonsson, Helgi Magnússon og Sigurjón Ein- arsson. Fremst er að þessu sinni ritgerð eftir sjálfan öldung sunnlenskra fræða, Þórð Tómasson, en hann ritar þarna um Eggert Guðmundsson, Hönnun MECO: Loftflæðið gerir Meco að frábæru útigrilli: • Það sparar kolin. • Brennur sjaldnar viö. • Hægt er að hækka og lækka grindina frá glóðinni. • Tekur styttri tíma aö grilla og maturinn verður safaríkari og betri. • Auðveld þrif. Heimilístækí hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ¦ KRINGLUNNISIMI6915 20 l/á ttotoSveáiiaiéeaÁ/ i scuwumum 18 karat gullhringur. Hinn eini sanni frá CarUer Vandaðir pennar frá Carti'er Góð gjöf GARÐARÓLAFSSON, úrsmiður, Lækjartorgi, sími 10081 skaftfellskan Ijósmyndara sem uppi var um aldamótin síðustu. Eggert nam Ijósmyndun hjá Sigfúsi Ey- mundssyni í Reykjavík en hvarf síð- an til heimahaga þar sem hann tók margar myndir, og er mikið af því varðveitt.Eru allnokkrar þeirra birt- ar með þætti þessum. Eggert tók eins og títt var mannamyndir mest, en einnig hópmyndir, innan húss og utan, ennfremur húsa- og jafnvel landslagsmyndir. Frá þjóðfræðilegu sjónarmiði séð eru myndir Eggerts stórmerkar, margar hverjar; sýna t.d. búnað fólks og híbýli, auk þess sem þær vitna um andblæ þann sem lesa má af svipmóti og uppliti fólks- ins og naumlega verður með orðum lýst. Starfsævi Eggerts varð ekki löng. Hann lést sviplega á besta aldri skömmu eftir aldamótin. Bréf hans eru varðveitt og er úrval þeirra prentað á eftir þætti Þcjrðar. Endurminningar úr Hjöríeifs- höíða nefnist svo þáttur eftir Brynj- ólf Einarsson frá Reyni. Lýsir Brynj- ólfur þar búskaparháttum á þessu sérstæða býli á fyrri hluta aldarinn- ar. Af frásögn Brynjólfs má ráða að þar hafi mátt komast vel af mið- að við fyrri tíðar kröfur þótt aðstæð- ur væru óvenjulegar. En jörðin var afskekkt, aðdrættir erfiðir og ein- angrun slík að vart þótti forsvaran- legt að þar væri búið ef fáir voru í heimili. Af þeim sökum var lagt að Brynjólfi að koma sér fyrir nær byggðu bóli, hvað hann og gerði. Fór þá Hjórleifshöfði í eyði og byggðist ekki aftur. En Brynjólfur lýsir ekki aðeins landkostum og dag- legu lífí í höfðanum. Hann minnist einnig á dularfull fyrirbæri sem hann kveður bæði sig og aðra hafa orðið vara við meðan hann átti þar heima. Þá eru það ströndin sem eru svo snar þáttur í endurminhingum gam- alla Skaftfellinga. Ekki er þeim gleymt í riti þessu. Franska spítala- skipið Sankti Páll strandar á Koteyj- arfjöru í Meðallandi 4. apríl 1899 heitir þáttur eftir Ingimund Ólafs- son. Og það var ekkert venjulegt strand sem Ingimundur segir frá. Umrætt fley var gullskipi líkast. Og svo var það vel búið vistum og tækj- um að Meðallendingar höfðu vart augum litið annað eins. Sama máli gegndi um áhöfnina sem skipuð var úrvalsmönnum; þar voru meðal ann- arra prestur. og læknir, auk borða- lagðra yfirmanna. Skipshöfninni var að venju deilt niður á bæina. Þegar reikningar voru svo lagðir fram fyr- ir veittan beina var hærra krafist fyrir dándimennina en matrósana þar eð viðurgerningurinn þeim til handa varð auðvítað að vera betri LACIACYB LETTSAPA fimviðkvœmahúð Ungbörn hafa viðkvæma húð sem verður fyrir mik illi ertingu, t.d. á bleiusvæði. Þvottur með Lactacyd léttsápunni dregur verulega úr kláða og sviða ¦ Lactacyd léttsápan hefur lágt pH- gildi (3,5) eins og húðin sjálf 9V B og styrkir því eðlilegar varn- ir hennar ¦ Lactacyd léttsápan fæst helstu stórmörkuðum og að sjálf sögðu í næsta apóteki ¦ Þórður Tómasson en réttum og sléttum skipbrots- mönnum þótti bjóðandi! Kempan Guðlaugur Guðmunds- son var þá sýslumaður og stjórnaði uppboði á strandstað. Uppboðið tók tvo daga. Meðal strandgóssinsvar fjöldinn allur af rauðvínstunnum, einnig fáeinar koníakstunnur. Sýslu- manni þótti hyggilegast að láta menn ekki komast í tæri við brjóst- birtuna fyrr en allt annað hefði ver- ið boðið upp! Má það hafa verið hyggileg tilhögun mála. Enn lengri og viðameiri er svo þátturinn Rauðvínsstrandið. Síðasta franska fiskiskútan sem strandaði við Island eftir Siguijón Einarsson. Höfundur kveður sig hafa unnið lengi að samningu þáttarins en »skriður komst þó á eftir að ég í mars 1986 ferðaðist til Dunkerque og Gravelines, þaðan sem forðum var mikill floti gerður út á ísland- smið. Þá var rétt hálf öld liðin frá strandinu sem hér er sagt frá.« Segja má að höfundur hafi gripið allra síðasta tækifærið til að hitta menn sem lifðu og hrærðust í ís- landssiglingunum og enn voru ofan moldar. Er frásögn sú öll hin merki- legasta. Hvað varðar strandið sjálft byggir höfundur á margs konar heimildum, þar með talinni Strand- bók Eyjólfs Eyjólfssonar á Hnaus- um. Eyjólfur var hreppstjóri. En í hlut hreppstjóra kom jafnan að stjórna björgun og ráðstafa síðan mönnum og varningi. Þá lýsir höfundur gangi mála í heimabæjum sjómannanna í Frakkl- andi og byggir þá meðal annars á blöðum sem þar voru gefin út. Vegna fjarlægðar og lélegs símasambands voru fyrstu fréttir af björgun og manntjóni óljósar mjög. Fjölskyldur sjómannanna urðu því að bíða milli vonar og ótta dögum saman. Mærð- arfull og fjálgleg þættu skrif hinna frönsku smábæjarblaða nú. Þá hefur Sigurjón dregið saman mikinn fróðleik um hina frönsku útgerð, almennt talað. Hvert úthald skipti mánuðum. Vistirnar urðu því að vera ríflegar. Skrá er þarna birt yfir kostinn til eins úthalds. Þar má sjá að skipsmönnum hafa verið ætluð 10 kíló af te og 170 kíló af kaffi svo dæmi séu tekin en 3.600 lítrar af »vin« (rauðvíni). Hverjum manni var líka ætlaður daglegur skammtur af hýrguninni, og hann ekkert í dropatali! Þegar seglskútan Lieutenant Boy- au kenndi grunns úti fyrir Meðall- andi hinn 11. mars 1935 hafði mik- ið vatn runnið til sjávar og margt breyst frá því um aldamótin er Sankti Páll strandaði. Rauðvín mikið barst að landi sem fyrr. En nú mátti ekki lengur bjóða það til sölu heldur barst skipun frá sýslumanni að því skyldi hellt niður'. Þóttu það harðir kostir. En því geymist atburðurinn í minni sem rauðvínsstrandið að Skaftfellingar munu hafa bjargað hluta guðaveiganna frá tortímingu. Og treint sér af sinni alkunnu hóf- semi næstu árin. Af öðru efni þessara Dynskóga skal svo nefna þáttinn Meðalland. Húsaskipun og atvinnuhættir eftir Einar Sigurfinnsson. Er sú saman- tekt næsta fróðleg. Bæði fer Einar ofan í efnið vítt og breitt en lýsir líka í þaula tilteknum dæmum. Sýnt er að forráðamenn Dynskóga leggja áherslu á efni sem telja má sér í lagi skaftfellsk. En sérstaða héraðsins skapaðist af legu og lands- lagi: stórfljótum, mörgum og stríð- um og til skamms"t1ma óbrúuðum, og ströndinni hafnlausu. Hvort tveggja olli því að lífshættir urðu þarna frábrugðnir því sem annars staðar gerðist. Rit þetta er unnið af metnaði og vandvirkni og verðskuldar hina ágætustu einkunn að öðru leyti en því að prófarkalesturinn hefði mátt takast betur. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Haraldur Karlsson símstöðvarstjóri í Grindavík tekur á móti Sigurði Guðmundssyni sem heldur á göngstafnum, Einari Egilssyni sem heldur á póstpokunum og Sveini Davíðssyni sem þenur lúðurinn. Þeir þrír eru þarna í hlutverki Sigvalda Sæmundssonar fyrsta land- pósts. Grindavík: Upphafs póstflutninga á Islandi minnst Grindavík. ÞAÐ VAR göngumóður hópur sem kom á pósthúsið í Grindavík sl. mánudagskvöld eftir að hafa gengið rúma 40 kílómetra frá Keflavík í_ fótspor fyrsta land- póstsins á Islandi sem gekk sömu leið fyrir 215 árum. Á mánudag voru liðin 215 ár frá því að gefin var út konungleg til- skipun um póstflutninga á íslandi og gegndi Sigvaldi Sæmundsson fyrstur manna starfi Iandpósts á íslandi. Hann lagði af stað með 13 bréf í sína fyrstu ferð 1785. Útivist hefur skipulagt og séð um framgang á póstgöngunni 1991 og nú hafa verið gengnir 9 áfang- ar. Áfanginn frá Keflavík til Grindavíkur er þó eingöngu geng- inn til að minnast fyrstu göngu Sigvalda. Einar Egilsson fararstjóri hjá Útivist sagði við Morgunblaðið þegar komið var til Grindavíkur að póstgöngurnar væru raðgöngur sem væru farnar í fótspor Sigvalda og reynt væri að ganga sömu leiðir og hann gekk. Þessar göngur falla vel að markmiði Útivistar að njóta útiveru og vera í nálægð við náttúr- una. „Fjöldi fólks hefur tekið þátt í göngunum og það hafa aldrei ver- ið færri en 50 í göngu. Nú hafa 750 manns gengið í þeim 9 göngum sem hafa verið farnar. Og það er gengið í hvaða veðri sem er." Að leiðarlokum fengu göngu- menn hressingu og göngukort var stimplað með stimpli sem aðeins var notaður við þetta tækifæri. FÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.