Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 39
svið, en skýringin er sú, að þar sem
er brennandi áhugi, þar er starfs-
gleðin og þar sem starfsgleðin er
verða afköstin oft hin ótrúlegustu.
Ég fékk inngöngu í Hreppakór-
inn, þegar ég var 15 ára og starf-
aði með kórnum að minnsta kosti í
10 ár. Ég get borið um það að Sig-
urður Var frábær söngstjóri og hann
hafði einnig einstaklega hljómþýða,
dökka bassarödd. Honum tókst að
gera Hreppakórinn einn af betri
karlakórum landsins, þegar kórinn
stóð upp á sitt besta, þrátt fyrir
stuttan æfingatíma sem ekki fékkst
lengri vegna þess hve búseta kórfé-
laga var dreifð.
Sigurður átti að fagna miklu
barnaláni og á heimilinu í Birtinga-
holti ríkti glaðværð og auðlegt söng-
líf hjá þeim hjónum og þeirra glæsi-
lega barnahópj. Börnin talin í ald-
ursröð eru: Ásthildur, gift Guð-
mundi Ingimundarsyni, þau reistu
garðyrkjubýli í Birtingaholti og búa
þar; Arndís, gift Skúla Gunnlaugs-
syni, þau búa í Miðfelli í Hruna-
mannahreppi; Sigurfinnur skrifstof-
ustjóri á Selfossi, _ kvæntur Ástu
Guðmundsdóttur; Ágúst, kvæntur
Sigríði Eiríksdóttur, þau eru bændur
í Birtingaholti IV; Magnús, kvænt-
ur, f.k. María Ragnarsdóttir, s.k.
Guðbjörg Björgvinsdóttir, þau eru
bændur í Birtingaholti I; Móeiður
ljósmóðir, gift Þorleifi Eiríkssyni
bílstjóra í Reykjavík.
Bræðurnir í Birtingaholti, Ágúst
og Magnús, hafa nú tekið að sér
mörg hin félagslegu forystuhlutverk
í_ landbúnaði héraðsins. Þannig er
Ágúst formaður Búnaðarsambands
Suðurlands og Magnús formaður
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og
ýmsum fleiri félagsmálastörfum
hafa þeir bræður gegnt.
Ég hef oft komið að Birtingaholti
og hef notið sönggleðinnar með Sig-
urði og sungið lögin hans og ann-
arra og hann spilaði undir, og stund-
um söng hann einnig með, með sinni
hljómþýðu bassarödd. Fyrir utan
músíkhæfileikana var Sigurður
ágætur hagyrðingur og m.a. söng
ég á þeim árum eftirfarandi ljóð
Sigurðar við fallegt lag hans:
Þú byrgir þig sól svo björt og heit
í bl áfj allan áttstað þínum.
Og söngfuglar hverfa úr hverri sveit,
sem hrifu með tónum sinum.
Það haustar og bliknar hver rós í reit
og rökkvar í huga mínum.
Sigurður unni birtu og sumaryln-
um og það er bjart yfir lífsleið hans
og minningin björt um heimilið í
Birtingaholti og þau verðmæti sem
sköpuðust þar í lífstíð Sigurðar.
Áð lokum vil ég færa fjölskyldu
Sigurðar innilegar þakkir fyrir allt
hans starf sem bónda og forystu-
manns í iandbúnaði, fyrir lögin hans
fögru og ljóðin hans góðu, og þakka
honum langt og gott samstarf að
mörgum góðum málum. Ég þakka
fyrir persónulega vináttu, sem gott
er að hugsa til með þakklæti nú
þegar kveðjustundin er komin.
Ég votta allri fjölskyldu Sigurðar
innilega samúð við fráfall hans.
Blessuð veri minning hans.
Hjalti Gestsson
í æsku átti ég því láni að fagna
að starfa hjá bróður hans, Helga.
Það var góður skóli. Sigurði kynnt-
ist ég þó minna. Með örfáum orðum
vil ég þakka fyrir framgöngu hans
í skólamálum tónlistar í Árnessýslu.
Áður en lög um tónlistarskóla
gengu í gildi urðu baráttumenn fyr-
ir slíkri menntun að ganga fram
fyrir skjöldu. Þar var Sigurður fyrir
Árnesingum. Ég varð var við þá
vinnu, því fyrir hans áeggjan var
komið á tónlistarkennslu í Þorláks-
höfn sem eflst hefur í að vera reglu-
legur skóli.
Lúðrasveit Þorlákshafnar er
sprottin upp úr þessum jarðvegi.
Héraðið hefur átt marga góða tón-
listarmenn. Sigurður var í senn lista-
maður og bóndi.
Héraðshöfðingi tónlistar er aliur.
Tónsköpun hans mun halda áfram
að vera nærtæk framsetning hins
söngglaða manns.
Fjölskyldunni færum við hjónin
virðingar- og samúðarkveðjur.
Svanur Kristjánsson.
Þorlákshöfn.
MORGUNBLAÐTÐ FÖSTUDAGUR 17. MAl 1M
88
39
Aldarminning:
Steinunn Sigmjóns-
dóttir og Jónas Jón
Gunnarsson frá Hátúni
Steinunn
Fædd 5. febrúar 1891
Dáin 28. febrúar 1981
Jónas
Fæddur 17. maí 1891
Dáinn 17. júlí 1939
í dag, 17. maí, eru liðin eitt
hundrað ár frá fæðingu afa míns
og nafna, Jónasar Jóns Gunnars-
sonar frá Hátúni í Skagafirði. Af
því tilefni þykir mér við hæfi að
minnast ömmu minnar og afa í
nokkrum orðum, því bæði voru þau
Steinunn og Jónas á sama ánnu,
hún þremur mánuðum eldri en
hann.
Sakir æsku minnar þekkti ég
aldrei afa minn, en var á hinn bóg-
inn rétt að hefja þrítugsaldurinn,
þegar amma Steinunn lést. Betri
ömmu er erfitt að hugsa sér, því
hún hafði alveg sérstakt lag á því
áð stýra börnum og passaði mig oft
í æsku. Mér er það minnisstætt,
hvað ég, sem fimm eða sex ára
gamall fjörmikill strákur, hafði það
ósjálfrátt alveg á hreinu, hvað mátti
gera og hvað ekki hjá henni ömmu
minni á Amtmannsstígnum. Aldrei
man ég eftir því að hún skipti skapi
eða léti falla til mín nokkurt styggð-
aryrði. Hún gaf sér alltaf tíma til
að spjalla við mann, þótt helstu
áhugamál viðmælandans væru úr
öðrum heimi; kúrekar, indjánar og
boltaspark. Og stundum spiluðum
við lönguvitleysu eða vist tímunum
saman. Alltaf var þess gætt, að
snáðinn væri aldrei svangur í öllum
þeim stórræðum sem jafnan eru á
pijónunum hjá börnum. Og alltaf
var von til þess, að amma lyki upp
forboðnum hirslum, sem enginn
dirfðist að snerta, og fyndi til köku
eða kandísmola að gefa manni.
Síðar gerði ég mér grein fyrir
því, að Steinunn og hennar líkar
af svokallaðri aldamótakynslóð
hlytu að hafa verið f hópu fremstu
uppeldisfræðinga landsins, þótt
ekki væri skólagöngunni fyrir að
fara. Reynsla hennar og hyggjuvit
ásamt framgöngu hennar við fólk,
sem einkenndist fyrst og fremst af
umhyggju, hlýju og glaðværð,
gerðu það að verkum, að fólk af
ýmsum gerðum og á öllum aldri
virtist hópast í heimsókn til henn-
ar. Steinunn hlustaði jafnan með
athygli og var margfróð. Hún var
skarpgreind og las mikið. Þegar við
bættust eðlislægir eiginleikar á borð
við glaðværð og umhyggju er ekki
að undra, þótt mannmargt hafi
jafnan verið í kringum Steinunni.
Mér lærðist fljótt í æsku, að ef
Skagafjörður og amma Steinunn
væru ekki eitt og hið sama, þá
væru þau að minnsta kosti ná-
tengd. Steinunn fæddist í Stóru-
Gröf á Langholti í Skagafirði fyrir
eitt hundrað árum, 5. febrúar 1891.
Foreldrar hennar voru þau Siguijón
Markússon, lengst af bóndi í Eyhild-
arholti í Hegranesi, og kona hans,
Guðrún Magnúsdóttir. í Eyhildar-
holti ólst Steinunn upp.
Fæðingarstaður Jónasar var
Keflavík í Hegranesi og vpru for-
eldrar hans þau Gunnar Olafsson
bóndi og kona hans, Sigurlaug
Magnúsdóttir. Jónas ólst að mestu
leyti upp á Syðri-Húsabakka hjá
móðurbróður sínum, Jónasi Magn-
ússyni, og konu hans, Jónínu Guð-
mundsdóttur, miklum sæmdarhjón-
um.
það með hvaða hætti þau kynntust
eða kærleikar þróuðust.
Um Jonas hefur verið sagt að
hann hafi verið hörkuduglegur at-
orkumaður. Hann þótti ákaflega
léttur í skapi, gleðimaður á góðri
stund og mikill göngugarpur. Til
marks um það síðastnefnda má
geta þess, að í byijun árs 1914 fór
Jónas fótgangandi frá Skagafirði
til Reykjavíkur í þeim tilgangi að
hitta Steinunni,- sem þá hafði unnið
um tíma í höfuðstaðnum. Þau höfðu
áður heitbundist í Skagafirði og 22.
janúar árið 1914 gifta Steinunn og
Jónas sig í Reykjavík. Það sama
ár hefja þau búskap í Garði í Hegra-
nesi og búa þar á hluta jarðarinnar
til ársins 1919. Þá flytja þau búferl-
um að æskustöðvum Jónasar,
Syðri-Húsabakka í Seyluhreppi, og
búa þar í tvö ár. Það er svo árið
1921, sem þau fá til ábúðar Hátún
í Seyluhreppi, er þá var ein af hjá-
leigunum frá hinu forna prestssetri
og höfuðbóli, Glaumbæ.
Nú á dögum hefði Hátún ársins
1921 kallast óbyggilegt. Túnið mun
hafa verið kargaþýfður smákragi
utanum léleg bæjarhús. Heyfengur
var 30 hestburðir, sem ekki náði
því að vera eitt kýrfóður. Auk þess
hvíldi sú kvöð á hjáleigubændum
að vinna fyrir höfuðbólið, hvenær
sem kall kom þaðan.
Þegar Steinunn og Jónas koma
í Hátún byijar hins vegar nýr kafli
í sögu þessa hjáleigubýlis. Líkt og
landnemar í ónumdu landi tóku þau
til við ræktun og uppbyggingu.
Túnið var sléttað og stækkað svo
að töðufengurinn margfaldaðist á
fáum árum. Ný hús voru byggð og
bústofn stækkaður. Jónas vann
hörðum höndum að umbótum í
Hátúni á milli þess sem unnið var
fyrir höfuðbólið. Á veturna flutti
hann einnig vörur á sleðum frá
Sauðárkróki til bænda í sveitinni.
Var greiðvikni og hjálpsemi Jónasar
viðbrugðið og sjaldnast var víst
horft til launa fyrir viðvikin. Má
nærri geta, að oft hafi hann verið
þreyttur að loknum löngum vinnu-
degi. Þó hefur verið sagt, að hann
hafi aldrei verið svo þreyttur, að
hann gæti ekki leikið við börnin
sín, þegar hann kom heim. Fyrir
þau hafði hann alltaf tíma.
Steinunn þótti einnig hamhleypa
til verka. Auk þess að annast hús-
haldið og ört vaxandi barnahóp,
gekk hún til útiverka, hvenær sem
færi gafst, Einnig var mjög gest-
kvæmt á heimilinu og ekki hefur
vinna húsfreyju minnkað við það.
Af öllu má ráða, að þau hjónin
hafi verið mjög samhent í störfum
sínum og staðráðin í því að bæta
hag sinn og barna sinna.
Steinunn og Jónas eignuðust tíu
börn. Tvö dóu ung en átta komust
fullorðinsára, sjö synir og ein dótt-
ir. Þau eru í aldursröð: Siguijón,
bóndi á Syðra-Skörðugili á Lang-
holti, kvæntur Sigrúnu Júlíusdótt-
ur, Gunnlaugur, bóndi í Hátúni,
kvæntur Ólínu Jónsdóttur, Hallur,
bifreiðastjóri í Varmahlíð, kvæntur
Aðalbjörgu Jónsdóttur, Sigurður,
húsasmíðameistari í Reykjavík,
kvæntur Guðrúnu Ragnarsdóttur,
nú látinn, Jónas, kaupmaður í
Reykjavík, kvæntur Ástu Péturs-
dóttur, nú látinn, Ólafur, bóndi í
Hátúni við Rauðavatn, kvæntur
Sæunni Guðmundsdóttur, þau slitu
samvistir, Guðrún, húsmóðir í
Reykjavík, gift Einari P. Krist-
mundssyni, Bjarni, rafvirkjameist-
ari í Reykjavík, kvæntur Guðnýju
Jónsdóttur.
Hátúnssystkinin þóttu snemma
mannvænleg. Er ekki að efa að
dugnaður þeirra og útsjónarsemi
hefur átt sinn stóra þátt í því hve
vel tókst til með allar umbætur í
Hátúni, enda hefur þurft allnokkuð
til að framfleyta svo mannmörgu
heimili. Afkomendur Steinunnar og
Jónasar eru nú orðnir níutíu talsins.
Eftir átján ára búskap í Hátúni
andaðist Jónas langt fyrir aldur
fram árið 1939. Steinunn bjó þá
áfram með börnum sínum í Hátúni
fram til ársins 1947. Þá lét hún
jörðina í hendur Gunnlaugi syni sín-
um og flutti til Reykjavíkur. Þar
bjó hún í þijátíu og þijú ár í skjóli
barna sinna og tengdabarna, en
hélt þó ávallt sitt eigið heimili.
„Skín við sólu Skagafjörður",
segir í kunnu kvæði. Það er auðvit-
að gömul saga og ný, að átthagana
sjá menn gjarnan í rómantísku sól-
arljósi, sem oft yljar best að ævi-
kveldi. Sveitin í Skagafirði var
henni ömmu minni þó ætíð miklu
meira en rómantísk minning. Svo
lengi hafði Skagafjörður verið um-
gjörð um líf hennar allt og Jonas-
ar, störf þeirra og hugsanir. Eftir-
farandi erindi er úr kvæðinu „Skag-
afjörður" eftir frænda Jónasar,
Magnús Markússon. Læt ég það
verða mína hinstu kveðju til þeirra
heiðurshjóna.
Skagafjörður, byggðin bjarta
bernsku foldin kær,
þar sem létt að lagar-hjarta
líða vötnin tær,
þar sem fjöll með faldinn gljáa
faðma vog og ból,
göfug mininng gildra áa
gyllir Tindastól.
Jónas Gunnar Einarsson
Minning:
Sigurbjörg Jónas-
dóttir frá Litladal
Fædd 6. ágúst 1895
Dáin 26. apríl 1991
Aldamótakynslóðin er að ganga
til feðra sinna, sú kynslóð mótaði
þá lifnaðarhætti, sem þjóðin bjó við
í áratugi.
Sigurbjörg var ein af þeirri kyn-
slóð og hún kynntist í æsku á hveiju
afkoma þjóðarinnar byggðist, það
voru heimilin sem stóðu saman af
vinnu fólksins, samviskusemi og
trúmennsku.
Sigurbjörg fæddist 6. ágúst 1895
að Asum í Svínavatnshreppi. For-
eldrar hennar voru Jónas B. Bjarna-
son frá Þórormstungu í Vatnsdal
og kona hans Elín Olafsdóttir frá
Guðrúnarstöðum í sömu sveit. Sig-
urbjörg fluttist ung að árum með
foreldrum sínum að Litladal og ólst
þar upp með systkinum sínum,
Ólafi, sem tók við búi foreldra sinna
í Litladal, Bjarna kennara, bónda
og fræðimanni í Blöndudalshólum
og systrunum Ástu og Guðrúnu,
þær fluttust til Reykjavíkur og áttu
sitt heimili þar. Sigurbjörg vann
heimili foreldra sinna og Ölafs bróð-
ur síns meðan hann lifði, en hann
lést á besta aldri. Öll sveitin harm-
aði hann.
Sigurbjörg fluttist síðan að
Stóru-Giljá og gerðist ráðskona hjá
þeim bræðrum Sigurði og Jóhann-
esi Erlendssonum, sem bjuggu þar
með reisn. Sigurbjörg var stórbrotin
í allri búsýslu á Stóru-Giljá, hún
var gædd góðum hæfileikum, var
mjög vel greind, afkastamikil við
vinnu og fjölhæf á því sviði. Sigur-
björg hafði glaða og létta Iund,
góðar skoðanir á málum sem snertu
landbúnað og alla velferð manna,
hún talaði vandað mál, sagði vel frá
og hafði góða kímnigáfu. Hún var
góð kona, vildi öllum vel og gott
að eiga sálufélag með henni, hún
trúði á algóðan guð og hans hand-
leiðslu. Ég þekkti Sigurbjörgu frá
þeim tíma er ég man fyrst. Við
bjuggum mörg ár undir sama þaki
og áttum margar góðar ógleyman-
legar stundir og gott var að leita
til hennar og fá góð ráð og fyrir-
greiðslu um ýmislegt sem laut að
heimilishaldi. Ég þakka henni fyrir
öll góð kynni og vináttu sem aldrei
brást. Sigurbjörg fór frá Stóru-Giljá
til systra sinna í Reykjavík og var
þar nokkur ár. Síðan fluttist hún á
ellideild sjúkrahússins á Blönduósi
og dvaldi þar til æviloka. Þangað
heimsótti ég hana oft og mætti allt-
af sömu vináttunni og hlýjunni. Nú
er hún horfin til þeirra heimkynna
sem hún þráði og veit ég að þar
verður vel tekið á móti henni.
Guð blessi minningu hennar.
Ingibjörg Bergmann
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.