Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991 Minning: Sigurður Agústs- son tónskáld Fæddur 13. mars 1907 Dáinn 12. maí 1991 í dag er kvaddur Sigurður Ágústsson í Birtingaholti einn af þeim sonum Ámesþings sem skila til komandi kynslóða ómældum afl- gjafa gleði, fegurðar og unaðs, en það er ljúfri tónlist, fallegum söng- lögum, bæði einsöngslögum og kór- verkum. Það var sérstaklega ánægjulegt að fá að syngja undir hans stjóm í Þjóðhátíðarkómum 1974, sem æfði og flutti Hátíðarkantötu 1974 eftir hann sjálfan við texta Guðmundar Daníelssonar. Kantatan er fyrir blandaðan kór, sópran og tenórsóló, ög er hún fallegt og hugljúft verk, vel samið og þróttmikið. Ég hafði ekki áður sungið undir hans stjóm, en þama í þessum blandaða kór, sem í voru rúmlega 100 manns. Sigurður var góður stjómandi, einstaklega samviskusamur og nákvæmur bæði á tón og takt svo og á texta. En það er í sambandi við tónlist- ina sem kynni okkar Sigurðar hóf- ust. Á árunum 1969-1978 er hann var formaður Tónlistarfélags Ámes- sýslu og síðar skólastjóri Tónlistar- skólans, þá sá ég um bókhald og íjárreiður skólans. Var allur rekstur hans óömggur, fjárhagslega veikur, laun kennara greidd að litlum hluta frá ríkinu, stærsti hluti þeirra og allur ferðakostnaður kennara og annar reksturskostnaður var greidd- ur af nemendunum sjálfum og að hluta sem styrkir frá nokkmm sveit- arfélögum. Þessi skipan mála var ákaflega erfíð, svo að oft var ekki hægt að greiða kennurum laun á réttum tíma og framtíðaröryggi þeirra svo og nemendanna var ótryggt. Þetta var Sigurði Ágústs- syni ekki að skapi. Hann sá að starf- semi þessa skóla gat verið í hættu og jafnvel að starfsemi þessa skóla gat verið í hættu og jafnvel að starf- semin legðist af, en það mátti alls ekki verða. Finna varð traustan fjár- hagsgmndvöll skólans. Strax fyrir 1970 hófst Sigurður handa við að vinna að lausn þessa máls. Til að segja langa sögu stutta, þá tókst honum, úsamt mörgum öðrum góð- um mönnum, að fá þá einu framtíð- arskipan á, sem hæfði tónlistarskól- um, að þeir væm jhafn settir öðmm skólum í menntakerfí þjóðarinnar. Ráðherra menntamála lagði fram árið 1974, fmmvarp til Alþingis um stuðning við Tónlistarskóla, þar sem gert var ráð fyrir að ríkið og sveitar- félögin greiddu allan launakostnað þeirra. Varð þetta að lögum árið eftir. Ég minnist hér 'á þessi mál, þar sem að lyktum tónlistarskólum landins var tryggð örygg starfsemi. Það var fyrir áhuga, elju og harð- fylgi manna eins og Sigurðar Ágústssonar, sem þetta tókst. Nú var öllum gert kleift fjárhagslega að stunda tónlistarnám. Nú var það viðurkennt með lögum, að þessi menntun væri annarri menntun jöfn. Þetta var Sigurði slíkt hjartans mál, að hann fórnaði nær öllum frítíma sínum í þau á þessum ámm. En hann uppskar eins og hann sáði, hann upskar ríkulega, fjölbreytta og gróskumikla tónlistarskóla vítt um iandið, þar sem nemendurnir fá til- sögn í hljóðfæraleik og líka í söng- mennt, en það var Sigurði mikið áhugamál. Þar er lagður gmnnur margra ánægjustunda, hvort sem menn gera tónlistina að ævistarfi eða ekki, þá fá allir þroska til auk- inna kynna af tónlist, bæði sér og öðrum til lífsfyllingar. Mér var mikil ánægja að fá að fyigjast með Sigurði á þessum áram. Okkar samstarf varð mjög gott og náið, oft höfðum við samband við hvom annan nær daglega, eftir því sem ástæða þótti til. Auk þes áttum við á heimili mínu góðar samveru- stundir, þar sem mál líðandi stundar vom rædd og stundum hlýtt á fagra tónlist. Fljótt urðu kynni okkar að vináttu, sem okkur þótti báðum gott að rækja. Vinátta hans var hlý og einlæg, aldrei tepmskapur, heldur hrein og bein. Við, ég og fjölskylda mín, kveðjum nú Sigurð Ágústsson og þökkum honum samvemstundimar, tryggð- ina og vináttuna og óskum honum velfamaðar á þeirri braut, sem hann er nú lagður á. Bömum hans, tengdabömum og barnabörnum sendum við hjónin okkar innilegustu samúðar- og vin- arkveðjur. Gunnar Á. Jónsson Aðfaranótt sunndudagsins 12. maí sl. lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi Sigurður Ágústsson í Birt- ingaholti, tónskáld, fyrram bóndi og skólastjóri. Með Sigurði er fallinn einn ástsælasti listamaður Árnes- þings um árabil. Hann var í mínum huga einstæður persónuleiki og ljúf- menni, hafði óbilandi trú á menning- arlegum verðmætum og lagði þar meira af mörkum á héraðs- og lands- vísu en samtíð hans hefur enn metið að verðleikum. í kveðjuorðum mínum til þessa virta samferðamanns og vinar verður ekki rakin ætt hans né æviferil, það munu mér færari menn gera. Fyrstu kynni mín af Sigurði vom að horfa á hann stjóma Hreppakóm- um á Álfaskeiði og í Þjórsártúni á fjölmennum útisamkomum. Það vakti aðdáun söngunnenda að sjá hvemig þessi listamaður af guðs náð lagði sig allan í þetta verk, og hversu auðvelt manni varð að skynja hljóm- fallið og túlkun efnisins. Sönglög, textar og meiriháttar tónverk Sig- urðar em mörg hver afar þekkt þótt frægast þeirra sé lag hans við Vísur gamals Ámesings, kvæði Eiríks Ein- arssonar frá Hæli. Ég kynntist Sigurði sem skóla- stjóra við Bamaskólann á Flúðum og kenndi þar með honum tvo parta úr vetri íþróttir. Sigurður var mikill hvatamaður íþrótta- og félagsstarfs og var sjálfur virkur þátttakandi þar á ýmsum sviðum. „Birtingarnir" (Birtingaholtsættin) er mannvænlegt fólk sem hvarvetna vekur athygli og hefur valist til forystu víða. í skólastjóratíð Sigurðar Ágústs- sonar sat ég um tíma í skólanefnd Tónlistarskóla Ámessýslu. Það var ánægjulegur tími og gaman að vera þátttakandi í því uppbyggingarstarfí sem hann barðist fyrir á þeim vett- vangi. Metnaðurinn og trúin á mikil- vægi tónmenntar fyrir hina uppvax- andi æsku og allan almenning var óbilandi og árangurinn eftir því. Á eftir Sigurði komu líka traustir áhug- amenn á þessu sviði sem gert hafa Tónlistarskóla Árnessýslu að fyrir- mynd slíkra stofnana á landsbyggð- inni, það kunni hann líka að meta og gladdist yfír. Nokkru fyrir andlát Sigurðar gerði hann boð fyrir mig þar sem hann lá í Sjúkrahúsi Suðurlands á mínum vinnustað. Hann var óvenju hress og það var glampi í augunum á þessum aldna vini mínum og hugsjóna- manni. Hann hafði fregnað það að til stæði að hljóðrita og gefa út á geisladiski „Hátíðarkantötu" hans sem samin var fyrir landsbyggðaraf- mælið 1974. Hann var ekki síður glaður yfir þeim listamönnum sem yfímmsjón áttu að hafa með þessu verki, þeim Guðmundi Emilssyni hljómsveitarstjóra og Jóni Stefáns- syni söngstjóra. Við ræddum um gamla góða daga, söng og tónlistar- starf í héraði og margt fleira. Þessi áttatíu og fjögurra ára öldungur sem fara átti heim daginn eftir kvaðst una hag sínum vel í skjóli sona, tengdadætra, bamabarna og ann- arra ættmenna og vina. Héraðshöfðingjum Árnesinga hef- ur fækkað um einn, maður sem setti svip á samtíð sína, persóna sem tek- ið var eftir, varkamaður sem skilur eftir sig góðar minningar og ómetan- leg listaverk. Blessuð sé minning hans. Aðstandendum öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hafsteinn Þorvaldsson ] ;1 . ' 1 ' ( ; j l 1T-77T Sigurður Ágústsson, tónskáld og bóndi í Birtingaholti, er látinn, hann sofnaði vært inn í nóttlausa veröld íslenska sumarsins. Það má kalla blessun fyrir aldurhniginn mann eft- ir langan starfa sem bóndi, kennari og listamaður, mann sem var ska- príkur og stoltur og hefði illa getað unað við að verða ósjálfbjarga. Okkur langar til að rifja upp minn- ingar frá ferð okkar í Birtingaholt síðsumars árið 1967. Við knúðum dyra hjá þeim hjónum, Sigurði og Sigríði, og eftir hlýjar móttökur bár- um við hikandi upp erindið, sem var að fá skika af landi Birtingaholts undir lítið sumarhús. Vinur okkar einn vildi endilega gefa okkur gam- alt timburhús sem þurfti að víkja fyrir nýrri og stærri byggingu í Reykjavík. Sigurður þurfti ekki langan frest til að íhuga málið, spratt á fætur og sagði: „Við skulum fá okkur göngutúr." Við gengum út í blíðuna og eigmðum um þetta stóra, fagra land, námum staðar við og við en hann hélt áfram ömggum skrefum þess manns sem þekkir sína jörð og það leyndi sér ekki að hann var búinn að velja okkur stað. Nú var stefnan tekin upp í holtið, dágóð- an spöl frá sjálfu býlinu. „í Stekkjar- holti skyldi það vera.“ Þetta gamla stekkjarholt reyndist okkur sá unaðsreitur sem okkur dreymdi um og ekki leið á löngu uns gamla húsið í bænum fékk að ferð- ast á stómm vagni í sveitasæluna og setjast í mun reisulegra bæjar- stæði en það mátti una við framan af ævi í vesturbæ Reykjavíkur. Þessi ferð okkar í Birtingaholt varð okkur og börnum okkar til gæfu, því þarna hafa myndast vin- áttubönd sem við vildum síst vera án. Á jörðinni búa nú þijú bama hans ásamt mökum og afkomendum. Þar er því mikið líf, vel unnið en einnig á góðum stundum gripið í hljóðfæri og tekið lagið. Þá geta bjartar nætur orðið langar og gleym- ast seint. Gamla húsið okkar frá Reykjavík hefur nú lokið hlutverki sínu í Stekkjarholti en það sem mestu skiptir, annað nýtt og stærra tók við á sama gmnni. Því njótum við þess að geta haldið áfram að eiga góð samskipti við þann góða frænda- flokk sem þar býr með rausn og myndarskap. Við viljum þakka frænda og vini samfylgdina og biðjum afkomendum hans allrar blessunar. Helga Bachmann, Helgi Skúlason. Við í Hreppakómum voram að koma úr söngför sumarið 1933 og bíllinn sem hafði flutt okkur var að skila söngfélögunum heim og var nú staddur fyrir neðan túnið í Birt- ingaholti þar sem Sigurður söng- stjórinn okkar átti heima. Þetta hafði verið ánægjulegur dagur, glaðværð og góður söngur, og nú þótti því sjálfsagt að kveðja söngstjórann með einu góðu lagi. Fyrir valinu varð svo lag, sem féll rétt að kyrrlátri sumar- nóttinni og þar sem allir drættir í landslaginu em svo mjúkir og blíð- legir átti það hér svo vel við: Nú máttu hægt um heiminn líða svo hverju bijósti verði rótt og svæfa allt við barminn blíða þú bjarta heiða júlínótt. Enn í dag fínnst mér, þegar ég ek framhjá Birtingaholti, að ég heyri óminn af þessu fallega lagi við hið hugljúfa kvæði Þorsteins, en á þessum slóðum átti Sigurður mörg sporin, þar sem hann, við hin daglegu störf, samdi ljóð og lög um lífið og tilvemna í kringum sig. Bærinn í Birtingaholti stendur suð-austan undir lágri grasgróinni hæð, en fram undan bænum em bakkar og grónar gmndir niður að Stóm-Laxá, sem rennur þama lygn og oftast nokkuð vatnsmikil á sand- og malareyram. í austri gnæfír svo Hekla upp á sjóndeildarhringinn með sínar mjúku bogadregnu línur, blíðleg og tíguleg en til alls vís. í Birtingaholti hefur búið sama ættin mann fram af manni í nærri 200 ár. Þessi ætt hefur orðið lands- kunn vegna dugnaðar og afreks- verka og fyrir fjölþættar gáfur. Ég minnist sagna um Helga Magnússon frá Syðra-Langholti, sem kvæntist heimasætunni í Birtingaholti, Guð- rúnu Guðmundsdóttur, en þau bjuggu í Birtingaholti frá 1850- 1892 og eignuðust mörg mannvæn- leg böm sem flest urðu þekkt fyrir manndóm og góðar gáfur. Þar má nefna bræðuma sr. Magnús Helga- son skólastjóra Kennaraskólans, sr. Guðmund Helgason prest í Reyk- holti, sr. Kjartan Helgason prest í Hmna og svo Ágúst Helgason bónda í Birtingaholti. Þá má einnig nefna systurnar Guðrúnu Helga- dóttur á Hrafnkelsstöðum, móður Helga og þeirra systkina, og Katrínu Helgadóttur prestsfrú á Stóra-Núpi, móður Jóhanns Briem listmálara og þeirra systkina. Ágúst Helgason tók við búi í Birt- ingaholti árið 1892. Hann kvæntist Móeiði Skúladóttur Thorarensen frá Móeiðarhvoli, bróðurdóttur Bjama Thorarensen skálds. Þau eignuðust 5 sonu og 3 dætur, sem komust upp, og urðu þau öll mesta merkis- fólk, stofnuðu öll heimili og eignuð- ust öll mannvænleg börn og em mörg bamabama þeirra Ágústs og Móeiðar orðin kunn fyrir hæfileika og dugnað. Heimili þeirra Ágústs og Móeiðar var um margt einstakt. Ágúst var þessi einstaki hygginda bóndi, stjómsamur og ráðhollur og hlóðust þvi á hann flest þau trúnað- arstörf sem vandasöm mega teljast í hverri sveit. Vegna þessa trausts átti hann auðvelt með að stofna og stjóma stómm og víðfeðmum heild- arsamtökum eins og Sláturfélagi Suðurlands, sem hann var fyrsti formaður fyrir allt frá 1908 og síð- an í 40 ár og Kaupfélag Árnesinga frá stofnun þess 1930-1948 er hann lést. Móeiður var mjög söngvin eins og föðurætt hennar og hafði hún sjálf ágæta söngrödd og flest böm þeirra Móeiðar og Ágústs erfðu söngröddina frá móður sinni. Það var því mikill söngur og gleði innan dyra á þeim ámm i Birtingaholti og jafnframt hlutu börnin góðan skammt af glæsileika foreldranna í vöggugjöf. Það reynist mörgum erfitt að taka við búi eftir foreldra, sem hafa búið við slíka rausn og myndarskap og þau Ágúst og Móeiður, en þar virt- ist sjálfsagt að allt ætti að heppn- ast sem tekið var sér fyrir hendur. Það var nokkuð snemma, sem það réðst, að það myndi falla i hlut Sig- urðar, yngsta sonarins, að taka við jörðinni en hann var sennilega einna fjölgáfaðastur af öllum systkinun- um, sem mörg vom það þó einnig og hef ég gmn um að Ágúst hafí haft vissar áhyggjur af því. Jafn vitur og hann var, hafí hann óttast að Sigurður myndi verða að bera nokkrar byrðar vegna listrænna hæfíleika sinna. Fljótt fór að bera á óvenjumiklum hljómlistargáfum hjá Sigurði Ágústssyni. Móður hans var umhug- að um að hann hlyti einhveija til- sögn í að spila á orgel og 11 ára var hann sendur til Reykjavíkur til að læra að spila hjá Kjartani Jó- hannessyni. Síðar fékk hann á bernskuskeiði tvívegis mánaðartíma í hvort skiptið, að læra orgelleik og tónfræði hjá þeim Sigvalda Kaldal- óns og Sigfúsi Einarssyni. Sigurður var ekki gamall þegar hann fór að spila við messu og fyrst tók hann það að sér á Stóra-Núpi þegar hann gekk til spurninganna þar. Sigurður átti ekki kost á því að ganga í bama- skóla, því að þeir voru ekki komnir á landsbyggðinni í þá daga, en heim- ili eins og Birtingaholtsheimilið veittu börnum mjög haldgóða heim- afræðslu. Sigurður fékk leyfí til að stunda nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og tók þar gagnfræða- próf eftir tveggja vetra skólagöngu. Með því var skólagöngu hans lokið, en þó er ótalið það sem hann taldi sig alltaf hafa haft mikið gagn af en það var eins árs verknám á bóndabæ á Jaðrinum í Noregi. Sigurður kvæntist Sigríði Sigur- fínnsdóttur haustið 1928. Hún var frá Keflavík, dóttir Sigurfinns Sig- urðssonar síðar íshússtjóra þar. Ungu hjónin settust að í Keflavík fyrst í stað, en þau vissu bæði að þeirra beið annað verkefni. Sigurður vissi að hans beið að veita ættaijörð- inni forstöðu og ala þar upp nýja kynslóð af dugandi fólki, ef forsjón- in væri honum og þeim hjónunum hliðholl. Það var svo árið 1934 að þau hjónin Sigurður og Sigríður fluttu að Birtingaholti og hófu þar búskap á meirihluta jarðarinnar, en gömlu hjónin höfðu hluta af jörðinni enn í nokkur ár sér til framfæris. Sigurður tók nú til við bústörfín af miklum áhuga og strax fyrsta árið hóf hann þar tilraunir með kom- rækt og ræktaði hann kom í vem- legum mæli í 8 ár og heppnaðist að ná á það fullum þroska öll árin nema eitt. Hann varð þá að hætta komræktinni vegna fjárfestingar- vandamála á stríðsámnum, en við- bótar ávinningur komræktarinnar í Birtingaholti vom mikill túnauki og betri túnrækt. En Sigurður átti sér hugðarefni utan bústarfanna og uppbyggingar jarðarinnar. Þetta var söngur og kórstjórn, lagasmíð og að vera kirkjuorganisti. Hann stofnaði Hreppakórinn árið 1924, aðeins 17 ára að aldri, og starfaði kórinn í aldarfjórðung, en varð að hætta vegna brottflutnings margra kórfé- laga. Þá stofnaði Sigurður blandað- an kór í sveitinni, sem hann kallaði Flúðakórinn, og starfaði hann einnig um einn aldarfjórðung eða meira. Þá annaðist Sigurður organistastarf í Hrepphólakirkju að minnsta kosti í 60 ár, og einnig annaðist hann söngstjórn og undirleik í Hmna- kirkju í allmörg ár. Þá sótti meira og meira á hann lagasmíð og sem dæmi um hve mikið hann hefur gert af ýmsum tónverkum, sem að vísuflest em stutt, er að þegar íbúð- arhúsið í Birtingaholti brann, þá bmnnu þar yfír 100 tónverk í hand- riti, en þetta var árið 1951. Hann gerði svo mikið meira af því að semja allslags tónverk síðar á ævinni, og hygg ég að það eigi eft- ir að koma í ljós, að hann eigi mik- ið magn merkis tónverka í handrit- um, en nokkur verka hans hafa þegar verið gefm út og allmörg til viðbótar verið flutt í útvarpi og á hljómleikum. Vegleg kynning var á verkum Sigurðar, þegar hann varð sjötugur og áttræður, hvort tveggja á Flúðum að viðstöddu miklu fjöl- menni. Eitt af stærstu söngverkum og jafnframt þeim mikilfenglegustu sem Sigurður hefur samið er Þjóð- hátíðarkantatan, sem samin var í tilefni þjóðhátíðarinnar við ljóð eftir Guðmund Daníelsson og flutt af stómm söngflokkum undir stjórn Sigurðar á þjóðhátíðinni á Selfossi 1974. Sigurður sat ekki auðum höndum í félagsmálum sveitar sinnar og héraðs. Þannig var hann hreppstjóri í Hmnamannahreppi í 11 ár, í hreppsnefnd í 12 ár, formaður Bún- aðarfélags Hrunamanna í 24 ár, formaður nautgriparæktarfélags Hmnamanna í 15 ár, formaður Ræktunarsambands Hmnamanna í 10 ár, í varastjórn Búnaðarsam- bands Suðurlands í fleiri áratugi, í byggingamefnd bændaskóla í Skál- holti í 4 ár og er hér þó ekki nærri allt upptalið. Árið 1964 afhenti Sigurður tveimur sonum sínum jörðina til al- hliða búskapar, en áður hafði hann afhent dóttur sinni og tengdasyni land undir garðyrkjubýli Sigurður hafði á seinni búskaparárum sínum stundað barnakennslu í 10 ár í Flúð- askóla. Eftir að hann fékk sonum sínum jörðina til ábúðar réð hann sig sem kennara við Reykholtsskóla í Biskupstungum um 5 ára skeið, síðan á Stokkseyri í 2 ár og við Gagnfræðaskólann á Selfossi í 3 ár. Þá var hann skólastjóri Tónlistar- skólans á Selfossi árin 1974-1978. Þegar litið er yfír ævistarf Sigurðar undrast maður að hann skyldi kom- ast yfir allt þetta fjölþætta verk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.