Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17: MM 1991
Karlakór Akureyrar - Geysir:
Morgunblaðið/Rúnar Þór
í sny'örlíkisgerðinni, f.v: Kristín Hilmarsdóttir, Hanna Dóra Markúsdóttir, Eiríkur Rósberg, Micha-
el A. Jacques, Finnur Eydal, Kristján Már Magnússon, Axel Arnason og Kristin M. Axelsdóttir,
en siljandi eru Snjólaug Bijánsdóttir, Sandra Hlíf og Orn Ingi Gíslason.
Listagil:
„Nýja smjörlíkisgerðin“
iðar af lífi um helgina
„NÝJA smjörlíkisgerðin" í Grófargili mun iða af lífi um hvita-
sunnuhelgina, en þar verður boðið upp á sýningar af margvíslegu
tagi, myndlist, leiklist, fimleika og jazztónleika svo eitthvað sé nefnt.
Húsið sem er efst í væntanlegu Listagili, sunnan megin verður form-
lega opnað kl. 17 í dag, föstudag, þá verður myndlistarsýning i
gangi og einnig tónlistaratriði. Um kvöldið verður síðan leiksýning
þar sem böm koma fram.
Öm Ingi Gíslason listamaður
hefur í vetur starfrækt leiksmiðju
bama í húsinu, en hópurinn hefur
gengið undir nafninu Norðurljósin.
Sá hópur mun annast dagskrá sem
sýnd verður þrisvar um helgina,
m.a. leikverkið „Bærinn okkar,
borgin ykkar,“ sem sýnt var á
Listahátíð barna í Reykjavík fyrir
nokkm. Fyrsta sýning er í kvöld
kl. 20.30 og á laugardag verða þær
tvær, kl. 14 og 17.
Á hvítasunnudag verður fimleik-
asýning, þar sem stúlkur á aldr-
inum 10-17 ára munu sýna, en þær
eru á leið til Amsterdam í sumar
þar sem þær taka þátt í heimssýn-
ingu í fimleikum. Húsið verður
opið frá kl. 14 -17 á hvítasunnudag
og einnig annan í hvítasunnu, en
þá verður fimleikadagskráin endur-
tekin auk þess sem félagar frá
Dansstúdíói Alice munu verða með
blandaða danssýningu, en í henni
taka þátt m.a. Nanette Nelms og
Ástrós Gunnarsdóttir sem nú leika
og dansa hjá Leikfélagi Akureyrar.
Að kveldi annars dags hvíta-
sunnu verða jazztónleikar í smjör-
líkisgerðinni, þar sem Big Band
Tónlistarskólans kemur fram. Alla
dagana verður kaffísala í húsinu,
myndlistarsýning opin og þá hefur
verið óskað eftir góðum atriðum
sem hægt er að flytja við tækifæri.
„Þetta verður hin óvænta og
ólöglega listahátíð okkar hér, þessi
hugmynd kviknaði og farið var af
krafti í undirbúning sem staðið
hefur i skamman tíma. Það má
segja að þessi listahátíð sé ákveðin
björgunaraðgerð, það er stór hópur
fólks sem vill hafa líf í gilinu, ein-
hvetja hreyfmgu og fjölbreytileika
og þetta er svar við því,“ sagði
Örn Ingi, en hann hefur húsið að
láni hjá Kaupfélagi Eyfirðinga til
15. júní næstkomandi, en eftir
þann tíma er óvíst hvers konar
starfsemi verður þar. Stjóm foreld-
afélags sem stofnað var í kringum
starfsemina hefur óskað eftir við-
ræðum við bæjaryfirvöld um fram-
tíð hússins.
Þrennir tónleikar
um hvítasunnuna
KARLAKÓR Akureyrar - Geysir
heldur sína l'yrstu formlegu vor-
tónleika eftir að kórarnir voru
sameinaðir í einn nú um helgina.
Um er að ræða þrenna tónleika,
þeir fyrstu verða í Miðgarði í
Skagafirði á laugardag og þá
verða tvennir tónleikar í íþrótta-
skemmunni á Akureyri, 19. og
20. maí. Stjórnandi kórsins er
Roar Kvam.
Efnisskrá tónleikanna er fjöl-
breytt, en flutt verða íslensk og
erlend lög m.a. eftir Björgvin Guð-
mundsson, Jóhann Ó. Haraldsson
og Karl 0. Runólfsson, auk þriggja
kafla úr Carmina Burana og II
Trovatore eftir Verdi.
Einsöngvarar með kórnum verða
Hólmfríður Benediktsdóttir, sópran
og Steinarr Magnússon, tenór. Und-
irleikari er Lára Rafnsdóttir, en
fímm aðrir hljóðfæraleikarar taka
einnig þátt.
Fyrstu tónleikarnir verða í Mið-
garði, Skagafirði á morgun, laugar-
dag, og hefjast þeir kl. 21. Tvennir
tónleikar verða í íþróttaskemmunni
á Akureyri um hvítasunnuna, hinir
fyrri á hvítasunnudag kl. 17 og
þeir síðari annan í hvítasunnu kl.
20.30. Eldri Geysis-félagar verða
gestir á síðustu tónleikunum og
syngja þar nokkur lög undir stjórn
Árna Ingimundarsonar og ef til vill
syngja kóramir saman eitt til tvö
lög í lok tónleikanna.
----------------
Aðalskipulag-
ið í hvert hús
UPPDRÆTTI af aðalskipulagi
Akureyrar 1990-2010 ásamt út-
drætti úr greinargerð hefur verið
dreift í ell hús á Akureyri.
Árni Ólafsson skipulagsstjóri
sagði að aðalskipulaginu hefði verið
dreift í hús til að kynna Akureyring-
um hvað í því fælist og væri fólk
almennt mjög ánægt með þá kynn-
ingu.
Skipulagsdeild Akureyrarbæjar
hefur að hluta unnið að gerð aðal-
skipulagsins, en frá því snemma árs
1989 hefur Finnur Birgisson arkitekt
unnið við að ljúka endurskoðun þess
og búa það til útgáfu. í formála sem
Tómas Ingi Olrich formaður skipu-
lagsnefndar skrifar segir að vonandi
megi skipulagið verða bæjarbúum til
fróðleiks og gagns og reynast bæjar-
yfírvöidum góður vegvísir.
Sverrir Leósson formaður stjórnar ÚA:
Ósammála fráfarandi for-
manni um veiðileyfagjald
SVERRIR Leósson hefur tekið við
formennsku í stjórn Útgerðarfé-
lags Akureyringa. Pétur Bjarna-
son sem gegndi formennskunni
síðustu tvö ár hefur þar með látið
af því starfi, en hann situr enn í
stjórninni, Auk þeirra eiga sæti í
stjórn ÚA þeir Halldór Jónsson,
Sigurður Jóhannesson og Erling-
ur Sigurðarson sem er varafomað-
ur.
„Ég vil undirstrika það, að þau
orð sem Pétur Bjarnason fráfarandi
formaður ÚA sagði á aðalfundi fé-
lagsins nýlega um veiðileyfasölu
sagði hann sem einstaklingur, en
ekki í nafni stjómar Útgerðarfélags-
ins. Þar hefur ekki verið tekin af-
staða til þess máls,“ sagði Sverrir,
en hann lýsti þeirri skoðun sinni í
samtali við Morgunblaðið að hann
væri algjörlega ósammála Pétri.
Pétur sagði á aðalfundi ÚA, að
það væri sín skoðun að rangt væri
af útgerðarmönnum að hafna alfarið
hugmyndum um leigugjald fyrir afla-
heimildir, eða önnur skilyrði sem
hugsanlega næðist um víðtæk sátt í
þjóðfélaginu.
„Ég er honum algjörlega ósam-
mála,“ sagði Sverrir, en um afstöðu
sína til kvótakerfisins sagði hann að
vissulega væri hann ekki hlynntur
því að búa við miklar takmarkanir.
„Við höfum búið við þessa stýringu
í átta ár, kerfið hefur verið byggt
upp og þróað og um það hefur náðst
viðunandi sátt, þó ákveðin öfl í þjóð-
félaginu sem ekki eru í þessum at-
vinnugeira reyni að hrista þessar
sterku undirstöður. Ef það er orðin
skoðun meirihlutans að skattleggja
eigi undirstöðuatvinnuveg þjóðarinn-
ar þá er spumingin frá hveijum er
verið að taka þessa fjármuni," sagði
Sverrir.
Veiðileyfagjald sagði hann mundu
koma þungt niður á smærri sjávar-
plássum landsins sem allt-sitt ættu
undir sjávarfangi, þar kæmu erfíð-
leikamir fyrst fram.
Morgunblaðið/Jón Óskar
Grímuspunadans í Dynheimum
Starfsdeildirnar við Löngumýri 9 og 15 sýndu í síðustu viku grímusp-
unadansinn „Afró ’91“ í Dynheimum. Eins og sjá má á myndinni,
sem Jón Óskar ísleifsson, nemandi í starfsdeildinni tók, var verkið
magnað. Að lokinni sýningu flutti hljómsveit ásláttarverkið „Bömin
í sandkassanum“ og nokkur lög voru sungin. Þá voru myndverk
nemenda einnig til sýnis.
Gjafir til
Kristnes-
spítala
Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi
afhenti nýlega Kristnesspítala
myndbandsupptöku til notkunar
í sjúkraþjálfun. Við sama tæki-
færi var afhent Laiser-tæki sem
keypt var fyrir gjafafé frá sveit-
arstjórn Eyjafjarðarsveitar.
Að sögn Ragnheiðar Hörpu
Amardóttur sjúkraþjálfara og Óla-
far Leifsdóttur iðjuþjálfa kemur
tækið sér afar vel þegar sýna þarf
sjúklingi eigin framfarir, til dæmis
réttar eða rangar hreyfingar.
Þá afhenti Ólafur Vagnsson full-
trúi svéitarstjórnar Eyjafjarðar-
Morgunblaðið/Bei\jamín Baldursson
Frá afhendingu gjafa til Kristnesspítala. Frá vinstri: Ólafur Vagns-
son, Þröstur Jóhannesson, Eiríkur Hreiðarsson, Kristján H. Theod-
órsson, Ólöf Leifsdóttir, Þóra Ákadóttir, Ragnheiður Harpa Arnar-
dóttir og Bjarni Arthúrsson.
sveitar við sama tækifæri Laiser-
tæki sem spítalinn keypti fyrir
gjafafé er sveitarstjómin lét af
hendi rakna í tilefni af sameiningu
sveitarfélaganna á hátíðarfund
sem haldinn var í janúar síðastliðn-
um.
- Benjamín
Bíladagar
Bíll dagsins hinn
óviðjafnanlegi
Applause
nýstárlegur nútímabíll.
BRIMB0RG
Faxafeni 8,
Reykjavík.
Bílasala
Þórshamars,
Glerárgötu 36,
Akureyri.