Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 23
AUK k3d75-925 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991 KIRKJULISTAHÁTÍÐ Morgunblaðið/KGA Kór Laugarneskirkju æfir undir síjórn Ronalds V. Turner og hljóðfæraleikararnir eru Hlíf Sigur- jónsdóttir og Gústaf Jóhannesson. Kór Laugarneskirkju með Mozart-tónleika: Þijú verk frá ýmsum tímum Mozart hljómaði um sali og ganga Laugarneskirkju eitt kvöldið í vikunni þegar blaðamaður Morgunblaðsins leit þar inn. Mozart hef- ur reyndar hljómað þarna síðustu vikurnar enda er Kór Laugarnes- kirkju ásamt einsöngvurum og kammersveit að undirbúa Mozart-tón- leika sem halda á í kirkjunni á morgun, laugardag 18. maí, klukk- an 17. Þejr eru hluti af Kirkjulistahátið í Reykjavík sem hefst á morgun. Á efnisskrá eru þrjú verk Mozarts: Te deum, Vesperae Solonnes De Confessore og Ave Verum Corpus. Ronald V. Turner sljórnar tónleikunum og Hlíf Sigurjónsdóttir er konsertmeistari. -Við höfum æft stíft síðustu vik- kirkju. Þeir segjast hafa í hyggju urnar enda var ég kallaður þræla- haldari fyrir vestan! segir Ronald Vilhjálmur Turner organisti Laug- arneskirkju og söngstjóri sem fyrir tæpu ári flutti frá Stykkishólmi til Reykjavíkur og tók við starfi org- anista Laugameskirkju. -En það veitir ekki af stífum æfingum því þessi verk reyna á alla sem taka þátt í flutningnum þótt þau séu kannski ekki eins erfið og ýmis verk Bachs. Auk venjulegra æfinga hér höfum við dvalið tvær helgar í æfíngabúðum í Skáiholti. Undir þetta tekur Gunnar M. Sandholt sem er formaður Kórs Laugarnes- að ná í fleiri kórfélaga á næstu misserum. -í haust taldi kórinn aðeins 12 félaga en nú eru þeir að verða 40 og við stefnum að því að fjölga enn í kórnum, segja þeir félagar og segja að kirkjukórar séu oft í samkeppni við hið öfluga starf karlakóra um að fá karlaraddir. Auk æfinganna hefur söngstjór- inn tekið kórfélaga í einkatíma: -Margir kórfélagar hafa farið í einkatíma og í framhaldi af því hefur Ron tekið nokkra saman og við höfum fundið að slík kennsla hefur skilað sér, segir Gunnar. Skemmtilegt og samþjappað verk Niðri í kjallara, í safnaðarheimili kirkjunnar, sat Gústaf Jóhannes- son orgelleikari með einsöngvurun- um fjórum og fór í gegnum hlut þeirra í Vesperae Solonnes De Con- fessore og áður en þau æfðu með kórnum. Einsöngvararnir eru þau Sigríður Gröndal, sópran, Dúfa S. Einarsdóttir, alt, Þorgeir Andrés- son, tenór og Halldór Vilheimsson, bassi. Þau slógu á léttu nóturnar í spjalli við blaðamann milli þess sem þau glímdu að því er virtist léttilega við nótur Mozarts: -Við erum bara stubbasöngvar- ar, sögðu karlmennirnir, -því hlut- verk okkar eru ekki svo viðamikil en það er sérstaklega só'praninn sem hefur mikið að gera. Mozart hlýtur að hafa þekkt góða sópran- söngkonu! Þau sögðu að þetta verk Moz- arts hefði ekki verið flutt áður í Einsöngvararnir eru (frá vinstri): Sigríður Gröndal, Dúfa S. Ein- arsdóttir, Þorgeir Andrésson og Halldór Vilhelmsson. heild sinni en einn kafli þess, Laud- ate Dominum, er þó oft fluttur og þar nýtur sópraninn sín. Hann ber uppi laglínuna og hefur kórinn í bakgrunni. Þau voru sammála um að verkið væri áhugavert: -Þótt verkið sé ekki iangt eða mikið að vöxtum er það skemmtilegt og samþjappað og eins og alltaf hjá Mozart er alls staðar í verkinu mikið að gerast og kaflarnir eru í raun mjög ólíkir. Verk frá ýmsum tímum Um vérkin þijú er það að segja að Mozart samdi þau ýmist fyrst eða síðast á ferli sínum. Te Deum samdi hann aðeins 14 ára áður en hann hélt til náms á Ítaiíu árið 1770. Vespereae Solennes De Con- fessore er samið á ámnum 1778 til 1789 en það er aftansöngur á hátíð píslarvotta sem ekki voru dýrlingar. Textinn er m.a. fimm Davíðssálmar og voru þeir ávallt fluttir við aftansöng á sunnudögum og öðrum hátíðisdögum. Þykir Mozart í þessu verki hugmyndarík- ur og leitar víða fanga í tækni og hljómsetningu þrátt fyrir knappt form. Ave Verum CorpuS er eitt síðasta verkið sem Mozart samdi, árið 1791. Verkið er fyrir fjórradda kór, strengi og orgel og hefur ver- ið sagt um þessa 46 takta að þeir séu ef til vill tignarlegasta lista- verkið sem hann hafi skapað. jj. Kirkjulista- hátíð hefst laugardag Kirkjulistahátíð ’91 verð- ur sett við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju á laugar- daginn. Hátíðin mun standa tii 1. júní. Setningarathöfnin hefst klukkan 14 á laugardaginn með því að Dr. Hjalti Huga- son, formaður framkvæmda- nefndar hátíðarinnar, setur hátíðina. Dómkórinn, kór Langholtskirkju, Mótettukór Hallgrímskirkju og Camerata Vocala frá Freiburg syngja, hver í sínu lagi og saman. Frumflutt verður hátíðarljóð eftir Matthías Johannessen. Þorsteinn Pálsson, kirkju- málaráðherra og herra Ólafur Skúlason biskup flytja ávörp. Séra Ragnar Fjalar Lárusson flytur bænarorð í lok samkom- unar. Kynnir verður Einar Karl Haraldsson. Síðdegis á morgun, klukkan 17, verða svo Mozarttónleikar í Laugarneskirkju. SmáMál ERU HIN BESTU MÁL Taktu þau fyrir um helgina - með íjölskyldunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.