Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991
S8^
33
Villimennska í Vesturbæ
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskóiabíó:
I Ijótum Ieik — „State of Grace"
Leikstjóri Phil Joanou. Aðal-
leikendur Ed Harris, Sean
Penn, Gary Oldham, Robin
Wright. Bandarísk. Orion 1990.
Sögusviðið er þekkt úr myndum
einsog West Side Story, hafnar-
hverfið illræmda á Manhattan sem
löngum hefur verið kallað því
geðslega nafni Hell's Kitchen. Og
þykir vel viðeigandi. Hér voru írar
og írskir glæpaforingjar allsráð-
andi en þegar í ljótum leik hefst,
á öndverðum áttunda áratugnum,
eru hinir voldugu, ítölsku mafiosos
að seilast til valda. Sér til fullting-
is hafa þeir valið Flannery-bræð-
urna Jackie (Oldman) og Frankie
(Harris), kolóða morðhunda sem
einskis svífast. Frankie er leiðtogi
hinna írskættuðu glæpamanna
hverfisins, Jackie hans hægri
hönd. Þar skilur með þeim bræð-
rum að Jackie þolir ekki nærveru
ítalanna á sínum heimaslóðum en
Frankie er falur fyrir völd og fé.
Þessum skoðanaágreiningi lyktar
með ósköpum.
Til sögunnar kemur gamall vin-
ur Jackies, Noonan (Penn), og
gengur til liðs við þá bræður. Al-
inn upp í glæpagengjum þessa
Eldhúss vítis er hann tekinn sam-
stundis góður og gildur þó hann
hafi verið á braut í nokkur ár.
Enda sannar hann „kosti" sína
með óhæfuverki í myndarbyrjun.
Hitt vita bræður ekki að Noonan
hefur starfað sem lögreglumaður
í Boston þessi ár og er nú kominn
til að fletta ofanaf undirheimalýð
æskustöðvanna. Þá er ótalin Kat-
hleen (Wright), systir þeirra
Flanneiy-bræðra og gömul vin-
kona Noonans. Og lifir lengi í
gömlum glæðum.
Þessi fráhrindandi og grimma
mynd fjallar fyrst og fremst um
sannkölluð afstyrmi sem drepa sér
til dundurs, ánægju, lífsviðurvær-
is, eða af hrollvekjandi metnaði.
Frankie er manna verstur og til-
finningasnauðastur. Honum er
allsvarnað, svífst einskis til að
tryggja sér brautargengi í fall-
valtri veröld glæpa og illvirkja.
Jackie er illskárri, lúrir á mannleg-
um tilfínningum í þokukenndri til-
veru geðsjúklings. Systirin er illa
farin af vistinni í Vesturbæ og er
að reyna að pota sér áfram á heið-
arlegan hátt „uppi í borg".
Noonan er í lausu lofti, tvöföld
tilvera hans er illa frágengin í
handriti, hann látinn fylgjast með
í fjarlægð frekar en láta til skarar
skríða gegn hinum fyrrverandi
félögum sínum. Samband hans við
Kathleen er einnig einkar ósann-
færandi.
Ramminn utanum þennan rosa-
lýð og voðaverk er ámóta frýnileg-
ur og hæfír efninu og persónunum
með miklum ágætum. Leikstjórn
Joanous er ærið brokkgeng. Hann
er laginn í mörgum stuttum atrið-
um en heildarmyndin er í mílufjar-
lægð uppá tjaldinu, einkum per-
sónurnar. Framvindan er tæpast
nógu drífandi þrátt fyrir harðsoð-
inn efniviðinn og góðar átakasen-
ur. Honum hefur engan veginn
tekist að gera sinn írska Guðföð-
ur. Það skortir mikilleikann. Leik-
hópnum verður ekki um kennt og
enginn er betri en stórleikarinn
Oldman sem er óhugnanlega trú-^
verðugur sem ruglukollurinn
Jackie. Skyggir meira að segja á
hinn eftirtektarverða Harris og
Penn finnur sig ekki sem skyldi í
ólánlegu hlutverki.
Helsti kostur myndarinnar er
þó tvímælalaust öll grimmdin og
miskunnarleysið í þessum nifl-
heimum mannlífsins. Efnið er ljótt
og persónurnar vissulega fráhrind-
andi en á köflum nær Joanou með
hjálp sinna ágætu meðreiðarsveina
(m.a. Morricone) að draga upp svo .
skelfilegar skissur að áhorfandinn'
er fjarri því að vera ósnortinn af
allri villimennskunni.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á eigninni Vatnsenda, Vill., þingl. eigandi Ingimund-
ur B. Garðarsson, fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 21. maí
'91 kl. 14.00.
Uppþoðsbeiðendur eru Stofnlánadeild landþúnaöarins, Ævar Guð-
mundsson hdl. og Jakoþ J. Havsteen hdl.
Sýslumaðurinn í Árnessýslu.
Bæjarfógetinn á Selfossi.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á eigninni Klettahlíö 6, Hveragerði, þingl. eigandi
Ástmundur Höskuldsson, ferfram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 21.
maí '91 kl. 11.00.
Uppþoðsþeiðendur eru Ævar Guðmundsson hdl., Fjárheimtan hf.,
Sigríður Thorlacius hdl. og Ásgeir Thoroddsen hrl.
Sýslumaðurinn i Árnessýslu.
Bæjarfógetinn.á Selfossi.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á eigninni Laxabraut 19, Þorlákshófn, þingl. eig-
andi Fjörfiskur hf., fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 21. maí
kl. 10.00.
Uppþoðsþeiðendur eru Ævar Guðmundsson hdl., Ásgeir Thoroddsen
hrl., Jón Magnússon hrl., og Jón Kr. Sólnes hrl.
Sýslumaðurinn í Árnessýslu.
Bæjarfógetinn á Selfossi.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, tollstjórans í Reykjavík,
skiptaréttar Reykjavíkur, Vöku hf., Bifreiðageymslunnar hf., og
ýmissa lögmanna, banka og stofnana, verður haldið opinbert upp-
boð á bifreiðum, vinnuvélum o.fl. á Smiðshöfða 1 (Vöku hf.) laugar-
daginn 18. maí 1991 og hefst það kl. 13.30.
Seldar verða væntanlega eftirtaldar bifreiðar:
A-12075 GZ-410 R-19953 R-77437
AB-781 GÞ-210 R-25914 R-77577
AH-494 HB-951 R-26514 S-1755
E-569 HM-011 R-27667 U-5810
FJ-484 HN-027 R-36245 X-673
FO-316 JX-175 R-38747 X-4209
FR-732 KE-137 R-46307 X-4345
FÞ-453 L-2230 R-46887 Y-1295
G-1455 P-1847 R-51784 Y-4093
G-3343 R-8588 R-55721 Ö-4916
G-26654 R-14291 R-59958 Ö-9736
GF-761 R-14531 R-69177 Ö-11623
GJ-236 R-14533
hestakerra fyrir 2 hesta sem er á 4 hjólum.
Greiðsla við hamarshögg.
Auk þess verða væntanlega seldar margar fleiri þifreiðar.
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp-
þoðshaldara eða gjaldkera.
Uppboðshaldarinn í Reykjavik.
AUGLYSINGAR
Nauðungaruppboð
annað og síðara á eftirtöldum eignum fer fram í skrífstofu embættis-
ins, Hörðuvöllum 1:
Miðvikudaginn 22. maí'91 kl. 10.00
Birkilundi, Laugarvatni, þingl. eigandi Laugalax hf.
Uppboðsbeiðendur eru Ari isberg hdl., Jón Kr. Sólnes hrl. og Helgi
V. Jónsson hrl.
Kambahrauni 33, Hveragerði, þingl. eigandi Gunnar H. Jónsson.
Uppboðsbeiðandi er Ari isberg hdl.
Kirkjuferju, Ölfushr., talinn eigandi Guðmundur Baldursson.
Uppboðsbeiðendur eru Jón Magnússon hrl., Ingimundur Einarsson
hdl. og Byggingasjóður ríkisins.
Sýslumaðurinn i Árnessýslu.
Bæjarfógetinn á Selfossi.
TILBOB - UTBOa
BESSASTAÐAHREPPUR
SKRIFSTOFA, BJARNASTÖÐUM SÍMI: 51950
221 BESSASTAÐAHREPPUR
Utboð
Bessastaðahreppur óskar hér með eftir til-
boðum í gatnagerð, lagnir, yfirborðsfrágang
og gerð gangstíga.
Helstu magntölur:
Fyllingar 4000 m3
Malbik 900 rn^
Gangstéttar 180 m2
Jarðvegsskipti í stígum 1100 m3
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu
Stefáns Ólafssonar hf., Borgartúni 20, gegn
5.000,- kr. skilatryggingu.
Tiiboð skulu hafa borist til skrifstofu Bessa-
staðahrepps, Bjamastöðum, Bessastaða-
hreppi, eigi síðar en þriðjudaginn 21. maí
1991 kl. 11.00 f.h. og verða þau þá opnuð
í viðurvist þeirra bjóðenda, sem viðstaddir
kunna að verða.
SiÁLFSTÆÐISFLOKKURIHN
FÉLAGSSTARF
Sjálfstæðisfólk
- Norðurlandi eystra
Fögnum úrslitum kosninganna saman. Mætum í Kaupangi við Mýra-
veg laugardagin 18. maí frá kl. 17.00-19.00. Léttar veitingar.
Allir þeir, som lögðu hönd á plóginn fyrir kosningar, eru velkomnir.
Þingmenn okkar verða á staðnum.
Sjálfstæðisfélógin.
BORGARTÚNI20 105 REYKJAVlK
VERKFRÆÐISTOFA
8TEFANS OtAFSSONAfl HF. frv.
CONSULTINQ ENGINEERS
táöafes
Skrifstofa Sjálfstæðisf lokksins
Sumartími
Frá 15. mai til 15. september verður skrifstofa Sjálfstæðisflokksins
opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga til föstudaga.
Sjálfstæðiskonur
á Sauðárkróki
Fundur verður i Sjálfstæðiskvennafélagi Sauðárkróks þriðjudaginn
21. maí kl. 20.30 i Sæborg.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa á landsþing sjálfstæðiskvenna.
2. Gróðursetning.
3. Skemmtiferð sjálfstæðisfélaganna.
4. Önnur mál.
Konur fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
Akureyri
Fundur um sjávarútvegsmál verður haldinn
í húsnæði flokksins í Kaupangi við Mýraveg
sunnudaginn 20. maí kl. 20.00.
Björn Dagbjartsson, formaður sjávarút-
vegsnefndar Sjálfstæðisflokksins, mætir á
fundinn og flytur erindi.
Vórður FUS.
. ¦-¦¦ .:¦"¦": ¦ ' ¦.:¦¦;:¦ . ¦ .. ./': ¦ ¦ ¦
auqiysmgar
FELAGSLIF
Frá Guöspeki-
fólaginu
InQOnBCtfWll 22.
Askrntwimi
Aðalfundur félagsins verður
haldinn í húsi félagsins í kvöld
kl. 21. Á dagskrá eru venjuleg
aðalfundarstörf.
Sumarskólinn verður settur í
húsi félagsins þann 27. júní og
fram haldiö á Flúðum dagana
28. júni - 1. júli.
Nánar í Mundilfara.
17. maí hátíðarsam-
koma á þjóðhátíðardegi
Norðmanna
17. maifest pá frelsisarmeen,
Kirkjustræti 2, i kveld kl. 20.30.
Spesiolle gjester: Oberstinne
Edle og Johnny Andersen. Veit-
ingar. Söngur á ávarp á norsku.
Verið velkomin.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Almenn samkoma i kvöld kl.
20.30. Ræöumaður David Petts.
Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3S11798 19533
Dagsferðir Ferðafélags-
ins um hvítasunnu
19. maí kl. 13.00: Kollafjörður
- Áffsnes (f jöruferð).
í fjörunni á Álfsnesi ber margt
fyrir augu og hafa veður og vind-
ar mótað klettana á sérkennileg-
an hátt. Tilvalin fjölskylduferð.
Verð kr. 800,-.
20. mai kl. 13.00:
Keilir - Hverínn eini
Keilir er 379 m y.s. og þekktur
fyrir strýtumyndaða lögun. Út-
sýni af Keili er mikið yfir Reykja-
nesskagann og víðar. Létt
ganga. Verð kr. 1.100,-.
22. maí kl. 20.00: Tröllafoss -
Stardalur (kvöldganga)
Brottförfrá Umferðarmiöstöðinni,
austanmegin. Farmiðar viö bíl.
Helgina 24.-26. maí verður ferð
til Vestmannaeyja. Helgarferðir
til Þórsmerkur eru farnar
hverja helgi
Kynnið ykkur sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins. Verð komið á
allar ferðir.
Ferðafélag Islands.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3 &11798 1953T
Góð ferðahelgi
framundan:
Hvítasunnuferðir Ferðafé-
lagsins 17.-20. maí
1. Þórsmörk - Langidalur.
Gistiaðstaða í Skagfjörðsskála
er ein sú besta í óbyggöum.
Ath. rútan verður í Þórsmörk
/fir helgina. Það verður líf og
fjör með fjölbreyttum göngu-
ferðum og kvöldvökum. Sér-
stakur fjölskylduafsláttur. Far-
arstjóri: Hilmar Þór Sigurðsson.
2. Snæfellsnes - Snæfellsjökull.
Jökullinn ,hefur sitt aðdráttarafl
en óteljandi aðrir möguleikar eru
til skoðunar og gönguferða um
þetta dulmagnaða svæði. Farið
verður um svæði norðan Jökuls-
ins m.a. gengið frá Öndverðar-
nesi i Beruvík. Gist á Görðum i
Staðarsveit. Silungsveisla.
Stutt í sundlaug. Matsala á
staðnum. Eyjasigling. Farar-
stjórar: Jóhannes I. Jónsson og
Kristján M. Baldursson.
3. Öræfajökull (Hvannadals-
hnjúkur) - Skaftafell. Þvi ekki
að reyna að sigra hæsta fjall
landsins. Leiðheint í jöklatækni
áður en lagt er upp. Útþúnaðar-
listi á skrifstofunni. Gengin Virk
isjökulsleið, ein besta útsýnis-
leið á jökulinn. Farafstjórar:
Anna Lára Friðriksdóttir og Árni
Birgisson.
4. Skaftafell - Öræfasveit -
Jökulsárlón. Göngu og ókuferð-
ir. M.a. farið um nýju göngu-
brúna á Morsá og gengið í Bæj-
arstaðaskóg og jafnvel í hina
litríku Kjós. Svefnpokagisting
eða tjöld á Hofi. Fararstjóri: Ás-
geir Pálsson. f hvrtasunnuferð-
um ættu allir að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi. Munið
að félagar fá afslátt í helgar-
og lengri ferðirnar; skráið ykkur
í Ferðafélagið. Pantið tfman-
lega. Brottför kl. 20 i allar ferð-
irnar. Símar 19533 og 11798.
Fax: 11765.
Ferðafélag íslands,
ferðir fyrir þig.