Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991 4tf tímum var óvenjulegt að sjá arin á heimilum fólks. Aldís, húsmóðirin á heimilinu, tók þarna árlega á móti fjölda manns af alkunnum myndar- skap og dugnaði. Gleðin var mikil enda fjölskyldan kunn fyrir allt annað en lognmollu. Aldís var þarna allt í öllu, stjórnaði án' hávaða og geislaði af einstakri fegurð, því fáar konur fegurri hefur landið alið. Aldís og Björgvin Schram voru par gæfunnar, gæfu sem ekki alltaf kom fyrirhafnarlaust en gæfu sem þau kunnu að meta. Þau eignuðust sjö einstaklega mannvænleg börn. Aldís átti eflaust stærstan þátt í því uppeldi sem þau hlutu og árang- urinn lét ekki á sér standa. 011 hafa lagt drjúgan skerf til þjóðfé- lagsins og hafa þau ásamt fjölskyld- um sínum auðgað líf foreldra sinna með ræktarsemi og umhyggju. Fjölskyldusamkomunum hefur fækkað með árunum í okkar fjöl- skyldu eins og flestum öðrum. Þó hefur tekist að halda Schramsfagn- aði, eins og við köllum þá, öðru hverju og þau bönd sem við í æsku bundumst fjölskyldunni í Sörla- skjóli hafa aldrei rofnað. Bæði í gleði og sorg höfum við sterklega fundið hvert fyrir annars návist. Kynslóðaskipti hafa orðið undan- farin ár, aðeins tvö barna Ellerts og Magðalenu Schram eftirlifandi, þau Margrét og Björgvin. Afi og amma á Vesturgötu kvöddu fyrir nokkrum árum háöldruð. Nú kveður Aldís okkur, heldur fyrir tímann að okkar mati. Án efa á hún sér góðr- ar heimkomu von. Vonandi tekst okkur að halda uppi merkjum fyrir- myndanna í fjölskyldunni, þótt ekki nema að litlu leyti verði, því þá megum við vel við una. Við vottum elskulegum frænda okkar, Björgvin, og allri fjölskyld- unni innilega samúð okkar. FjóTskyldan frá Jörva Kveðja frá Lionsklúbbi Reykjavíkur Það var hress og kátur hópur, félagar í Lionsklúbbi Reykjavíkur og makar þeirra, sem lagði upp í dagsferð frá Lionsheimilinu 1. maí sl., þrátt fyrir að þoka grúfði sig yfir borgina. Meðal ferðalanganna voru vinir okkar og félagar, Aldís og Björgvín. Fyrsti áningarstaður var Kamba- brún, en þá höfðum við keyrt út úr svarta þoku, og við okkur blasti Suðurlandið bjart og fagurt. Við ferðalangarnir litum björtum aug- um á hinn fagra dag, sem framund- an var. Síðan var haldið í Hvera- gerði, en þar héldum við klúbbfélag- arnir aðalfund okkar, en makarnir fóru í skoðunarferð um Hveragerði. Eftir aðalfundinn var sameigin- legur hádegisverður á Hotel Ork, og var þar glatt á hjalla. Man ég það vel hversu ánægja og vellíðan skein af hinu glaðlega andliti Aldís- ar. Hún hafði á orði við mig að gaman væri að við skyldum endur- vekja vorferðir klúbbsins, en þær höfðu legið niðri um nokkurra ára skeið. Henni fannst að þetta væri vettvangurinn til að kynnast betur og treysta vináttuböndin. Þannig hugsaði hún um klúbbinn okkar. Eftir hinn ánægjulega hádegis- verð var haldið í sumarbústað þeirra feðga Gísla og Leifs í Þrastar- skógi. Þar var yndislegt veður og vordýrðin skartaði sínu fegursta. Skyndilega dró ský fyrir sólu. Aldís veiktist snögglega, en með nútíma tækni gátum við kallað á aðstoð strax. Aldís var flutt í sjúkrabifreið í skyndingu á Landspítalann og með henni fór Björgvin og einn úr okkar hópi. Við hin héldum ferð okkar áfram, þótt áhyggjur væru í hugum allra vegna þessa atviks. Þegar til borgarinnar kom frétt- um við strax að henni liði vel á spítalanum, þess vegna voru það óvænt tíðindi, þegar við fréttum á sunnudeginum 5. maí að hún hefði látist þá um morguninn, þrátt fyrir að við vissum að hún hefði átt við veikindi að stríða undanfarin ár. Við félagarnir þökkum Aldísi ánægjulegar samverustundir á liðn- um árum og allt það sem hún gerði fyrir klúbbinn okkar. Við sendum þér, Björgvin minn, börnum þínum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Gott er að eiga bjartar minning- ar um góða og glæsilega konu. Haukur Leósson Aldís var ein þeirra kvenna sem ger^i móðurhlutverkið göfugast állra starfa. Glæsileg en hógvær, umhyggjusöm og örvandi. Hún hafði sterka nærveru. Þau hjón bjuggu við barnlán, en mest var happið barnanna að eiga slíka móður og Björgvin slíka konu. Við Ellert lásum saman undir stúdentspróf og var þá oft verið í Sörlaskjóli. Mér fannst þá strax og alla tíð að Aldís væri vinur minn; að ég skipti töluverðu máli. Það var góð tilfinning. Sú skýring er gefin á sigurgöngu KR-liðsins hér á árum fyrr, að heima í Sörlaskjóli biðu nýbakaðar pönnukökur eftir kappleiki. Aldrei gat ég sparkað bolta, en fyrir Aldísi held ég hefði getað unnið leik, kannski aleinn. Aldísar er nú saknað en hún skildi eftir sigurlaunin stærstu, minninguna um mikla konu. Ragnar Tómasson KR-ingar minnast frú Aldísar Schram með virðingu og þakklæti. Hún var mikill og dyggur stuðn- ingsmaður félagsins og ávallt reiðu- búin til starfa. Frú Aldís var ekki aðeins eigin- kona og móðir mikilhæfra keppnis- og forystumanna í félaginu, heldur einnig virkur þátttakandi. Hún var m.a. stofandi KR-kvenna og for- maður þess ágæta félagsskapar fyrstu 10 árin, en þá var mótuð markviss stefna, sem hefur verið KR mikill styrkur. Við erum fjölmargir félagarnir sem minnast heimsókna á heimili frú Aldísar. Þar vorum við ætíð velkomnir og allar móttökur voru eins og best verður á kosið. Þar kynntumst við þessari fallegu og glæsilegu konu með bros á vör og blik í auga. Hún var glettin og kát, en undir niðri bjó styrkur og viljafesta og hún hvatti okkur gjarnan til frekari dáða og sigra á knattspyrnuvellinum. Knattspyrnufélag Reykjavíkur færir frú Aldísi Schram þakkir fyr- ir öll hennar góðu störf fyrir félag- ið og sendir fjölskyldu hennar ein- lægar samúðarkveðjur. Sveinn Jónsson, formaður KR. Það var á haustdögum '73 að við komum saman nokkrar konur og hugðumst stofna klúbb fyrir konur, sem voru hættar að keppa í íþrótt- um fyrir KR eða áttu börn, sem æfðu með KR. Það var mikill áhugi á að halda hópinn og láta gott af sér leiða fyrir félagið. En ein var mikilvæg spurning: Hver átti að leiða hópinn? Það kom aðeins eitt nafn til greina, Aldís Schram. Það voru góðar móttökur, sem við feng- um hjá henni er við komum og bárum upp ósk okkar um að hún yrði formaður hópsins. Hún tók þetta að sér, af sinrii alþekktu alúð og trausti, sem henni einni var lag- ið. Heimili þeirra hjóna stóð okkur alltaf opið, hvenær sem við þurftum á því að halda, og þar var einmitt haldinn fyrsti stjórnarfundur KR- kvenná. Hún var formaður okkar í 7 ár, og fórst henni það með miklum ágætum. í dag kveðjum við KR- konur okkar fyrsta formann, með hjartans þakklæti fyrir allt hennar góða framlag okkur til handa. Við sameinumst í innilegri hluttekningu með Björgvini, börnum þeirra, barnabörnum og öllum þeim mörgu, sem elskuðu hana og virtu. Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Með vinsemd og virðingu. KR-konur í dag er til moldar borin móður- systir mín, Aldís Brynjólfsdóttir Schram. Foreldrar hennar voru þau hjónin Brynjólfur Jónsson, Brynj- ólfssonar bónda frá Klauf í Vestur- Landeyjum og Margrét Magnús- dóttir, Magnússonar bónda að Litla-Landi, Ölfusi. Yngst var hún níu systkina, sem öll eru nú látin. Aldísi voru miklar gáfur gefnar. Greind hennar var viðbrugðið og enginn sem henni kynntist efaðist um glöggskyggni hennar og rétt- sýni. Þa var hún ekki aðeins óvenju fögur kona, hún var glæsileg, bæði til orðs og æðis. Sem yngsta systir var hún allra eftirlæti, borin á höndum fjölskyld- unnar og og naut sem barn ástar og framúrskarandi atlætis. Enda átti hún af nógu að taka til að miðla öðrum, er hún óx úr grasi. Umhyggja fyrir öðrum var henni eðlislæg og hugsjónir jafnaðar- stefnunnar drakk hún í sig með móðurmjólkinni, en fj'ölskyldan studdi Alþýðuflokkinn á uppvaxt- arárum hennar og hafði það mikil áhrif á alla lífsskoðun hennar. Auk Sigríður Þorgilsdóttir Kristmanns - Minning Fædd 7. júlí 1904 Dáin 12. maí 1991 í dag kveðjum við kæra vinkonu, Sigríði Þorgilsdóttur Kristmanns, vinkonu, sem var ofurlítið öðruvísi en venjuleg vinkona. Hún var móð- ir tvíburanna Dóru og Nínu, sem eru bekkjarsystur okkar úr Kvenna- skólanum í Reykjavík. Á Kvennaskólaárunum stofnuð- um við nokkrar bekkjarsystur saumaklúbb og þar á meðal voru þær Nína og Dóra. En einn góðan veðurdag máttum við allar, Sigríður móðir þeirra og vinkonurnar í saumaklúbbnum, horfa á eftir þeim til Bandaríkjanna, þar sem þær settust að og eignuðust sínar fjöl- skyldur. Við í saumaklúbbnum sáum okk- ur leik á borði. Til að missa ekki sjónar af þeim systrum, fengum við Sigríði í saumaklúbbinn og þannig gátum við alltaf fengið nýjustu fréttir af þeim og þær af okkur, og þar með var Sigríður, þessi ynd- islega kona, orðin ein af okkur, hún sem gat verið móðir okkar allra að aldri til, en þó urðum við aldrei varar við neitt kynslóðabil. Sigríður fylgdist vel með tíman- um og var svo opin og jákvæð gagn- vart æskunni og flestum nýjungum nútímans. Við, sem þá vorum ungar konur, gátum margt af henni lært og nutum þess að heyra hana segja ríkrar réttlætiskenndar, einkenndi stolt mjög skapferli Aldísar. Um leið og hún krafðist þess að þjóðfé- laginu væri þann veg stjórnað að allir fengju tækifæri til sjálfbjarg- ar, hafnaði hún ölmusum. Hún var alin upp við það , að skömm væri að því að þiggja „af sveit". Arið 1936 giftist Aldís eftirlif- andi manni sínum Björgvin Schram, stórkaupmanni. Með þeim mikla heiðursmanni eignaðist hún sjö börn, sem öll eru á lífi, en þau eru: Bryndís, Ellert, Björgvin, Margrét, Magdalena, Ólafur og Anna Helga. Starfsvettvangur Aldísar var heimili hennar. Og heimilið var hennar stolt. Vandfundið mun það heimili, hvort heldur hérlendis eða erlendis, sem er eins fallegt og glæsilega búið og jafnframt eins hlýtt og þeirra hjóna Aldísar og Björgvins. Það sem einkenndi þó enn frekar, það var sá mikli lífskraftur og gleði er þar réði ríkjum. Þar var ætíð eitthvað að gerast og miðpunktur alls og allra var Aldís. Allir litu til hennar, þyrftu þeir einhvers við, hvort heldur var frá bernskuárum sínum vestur í Dölum. Alla tíð stóð hennar fallega heim- ili okkur opið, og áttum við þar margar gleðistundir, þar sem Sigríður var hrókur alls fagnaðar á heimavelli. Um leið og við „stelpurnar", eins og Sigríður kallaði okkur, kveðjum hana með virðingu og þakklæti, sendum við börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Saumaklubburinn eitthvað efnislegt eða örvunar- og hvatningsorð. Og allt var fúslega látið af hendi með gleði. Aldís hafði einstakt lag á því að laða fram það besta í hverjum og einum. Hún var jákvæð og hafði gott lag á að byggja upp sjálftraust fólks. Af- komendur hennar bera þess glöggt vitni. Þau hjónin Aldís og Björgvin voru mjög félagslynd og tóku mik- inn þátt í því sem var að gerast í umhverfi þeirra og öfluðu sér hvar- vetna mikilla vinsælda. Það fór því ekki hjá því að heimili þeirra var mjög gestkvæmt og gestrisni var þeim í blóð borin. Þar var gott að koma og gott að vera. Undirritðaur er einn þeirra mörgu sem áttu því láni að fagna að njóta gestrisni þeirra hjóna og vináttu. Fæ ég aldr- ei fullþakkað þá tryggð og vinarþel sem þau hjónin hafa sýnt mér og mínum frá því ég fyrst man eftir mér. Ég kveð Aldísi með miklli virð- ingu og eftirsjá og sendi Björgvin og afkomendum mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Þór Guðmundsson t Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, ÞÓRUNN E. CLEMENTZ, lést á uppstigningardag, 9. máí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Þórunn Þorkelsdóttir, Helgi Tómasson, ÞórTómasson, Kristinnn Tómasson, Tómas Helgason, Anna Sigui mundsdóttir, Gunnhildur Þórðardóttir, Þorbjörg Jóh. Gunnarsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR THORODDSEN fyrrv. yfirhaf nsögumaður, Hjarðarhaga 27, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. maí kl. 13.30. Ingveldur B. Thoroddsen, Gígja Thoroddsen, Ólaf ur Thoroddsen, Sólveig Hákonardóttir, Ásta St. Thoroddsen, Bolli Héðinsson og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir o"kkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN KRISTÓFERSSON frá Litla Bergi, Skagaströnd, sem andaðist 9. maí sl., verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 18. maí kl. 14.00. Jarðsett verður í Blönduóskirkjugarði. Teitný Guðmundsdóttir, Guðmundur Sveinsson, Margrét Guðbrandsdóttir, Gunnar Sveinsson, Bára Þorvaldsdóttir, barnaböm og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma, ÁSLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR, Eskihlíð 24, andaðist 3. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Kjartan Jakobsson, Bára Björg Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað Vegna jarðarfarar verður verslunin lokuð frá kl. 13.00-15.00 í dag, föstudaginn 17. maí. Grensáskjör. Lokað Verslunin er lokuð í dag frá kl. 12.00-18.00 vegna jarðarfarar ARNÞÓRS SIGTRYGGSSONAR. Matvörubúðin, Hraunbergi 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.