Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 17
sig við þetta og ég skrifa til dæmis
í vottorðin að börnin séu -son eða
-dóttir en yfirleitt er því breytt á
manntalsskrifstofum hér. Þetta
kemur oft kjánalega út til dæmis
ef drengur er látinn nota föðurnafn
móður sinnar og heitir kannski
Pálmi Pálmadóttir.
Steingrímur Hermannsson og
Poul Schlter sömdu fyrir alllöngu
um að íslendingar skyldu fá að
halda sinni nafnahefð hér en það
hefur eitthvað staðið í dönskum
embættismönnum sem segja að
ekki sé hægt að breyta þessu nema
að greiða fyrir það þijú þúsund
danskar krónur. Það verður fjallað
um málið á fundi samstarfsráðhen-a
Norðurlandanna og vona ég að
þessu verði kippt í lag. Þetta er
óþarfa stífni hjá Dönum og gerir
ekkert annað en að hleypa illu blóði
í fólk og setja blett á annars ágætt
samstarf þjóðanna.
Jónshús
Jónshús heitir Islands-kulturhus
uppá dönsku og er það réttnefni
því þarna fer fram ýmis menningar-
starfsemi en gagngerar endurbætur
hafa nýlega farið fram á Jónshúsi.
— Jónshúsi er náttúrlega fyrst
og fremst ætlað að viðhalda minn-
ingu Jóns forseta Sigurðssonar og
hér eru jafnan sýnir ýmsir munir,
skjöl og myndir sem varpa ljósi á
ævi hans og störf. íslendingafélagið
hefur einnig aðsetur hér og rekur
veitingaaðstöðu, hér er ágætt bóka-
safn og hingað koma flest dagblöð-
in að heiman og ýmis tímarit. Hing-
að koma menn því gjarnan til að
líta í blöð og hitta náungann og
stundum er efnt til dagskrár af ein-
hvetju tagi. Þá er hér í næsta ná-
grenni íbúð fræðimanns og dvelja
hér 3 til 4 menn á ári í nokkra
mánuði í senn.
Verður áfram þörf fyrir íslenskan
prest í Kaupmannahöfn?
— Eg tel engan vafa á því — ég
held að það fjölbreytta starf sem
hann hefur með höndum hafi sýnt
að þörf er á þessari þjónustu og
hana má frekar auka en minnka
eins og ég gat um áðan. En hún á
hins vegar ekki að standa og falla
með þeim presti sem gegnir henni
á hveijum tíma og draumur minn
er að þessi söfnuður standi traust-
um fótum um ókomin ár þó að
prestar komi og fari.
Og hvað hefur helst komið á
óvart hér?
— Það hefur komið skemmtileg-
ast á óvart hversu oft ég hef hitt
fyrrum sóknarbörn. Ég er að hitta
ungt fólk sem var í sumarbúðum
hjá okkur í Holti, fólk sem nú er
að gifta sig, láta skíra börnin sín
eða jafnvel ferma. Mér finnst því
þegar öllu er á botninn hvolft ekki
svo langur vegur frá Holti til Kaup-
mannahafnar.
jt
Utgerð Andra BA:
Samdi um
10 milljónir
ÍSLENSKA úthafsútgerðarfé-
lagið hf., sem gerði út verksmiðj-
utogarann Andra BA við Alaska-
strendur, samdi við sex aðila um
greiðslur á 10 milljóna króna
skuld áður en fyrirtækið var tek-
ið úr gjaldþrotaskiptum á mánu-
daginn.
„Við sömdum við sex aðila um
greiðslur, samtals um tíu milljónir
króna. Stærsta fjárhæðin var skuld
við erlendan aðila vegna símasam-
skipta við skipið og nam það um
50% af upphæðinni," sagði Harald-
ur Haraldsson stjómarformaður ís-
lenska úthafsútgerðarfélagsins hf.
Cterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991
17
Nýjar bækur um
tré og trjárækt
NAMSGAGNASTOFNUN hefur
gefið út tvær bækur um tré og
trjárækt.
Bókin Tré eftir Jón Guðmundsson
er fræðandi þók á léttu máli fyrir
börn á aldrinum 8-11 ára. í bókinni
er m.a. fjallað um það sem er sameig-
inlegt öllum tijám og hvaða hlut-
verki hinir ýmsu' hlutar trésins
gegna, um muninn á lauftijám og
barrtijám og hvernig tré eru ræktuð.
Samtímis er vakin athygli á fegurð
trjáa og notagildi.
Bókin er prýdd fjölda litmynda.
Ljósmyndir eru flestar teknar af
höfundi bókarinnar en teikningar
gerði Jean Posocco. Bókin er 38 blað-
síður.
Eg greini tré eftir Sveinbjöm M.
Njálsson er aðgengilegur greiningar-
lykill um tré og runna. Bókin er eink-
um ætluð nemendum 5.-10. bekkjar
en nýtist öllum þeim sem áhuga hafa
á að læra og þekkja algengustu tré
og runna.
í bókinni eru upplýsingar um
u.þ.b._30 tegundir af tijám og runn-
um á íslandi. Ljósmyndir eru af öllum
tegundum ásamt fjölda skýringa-
mynda. Sigurður Blöndal, Hörður
Kristinsson, Óli E. Sæmundsson og
Kristinn H. Þorsteinsson tóku mynd-
irnar en Eggert Pétursson teiknaði
skýringamyndir. Bókin er 64 blaðs-
íður.
(Fréttatilkynning)
Morgunblaðið/Júlíus
Forseti ísland frú Vigdís Finnbogadóttir, var viðstödd kynningu
bókarinnar. Hér má sjá Sveinbjörn M. Njálsson greina tré með for-
seta.
Lokadagur pantana
er í dag, 17. maí
HEWLETT
PACKARD
*
n *
4r( ö t'
VERÐDÆMI:
Tulip dc 386sx - 20 MHz, 40MB, VGA (s/h)
kr. 122.000,-
Hewlett Packard LaserJet III
með upplausnarauka, kr. 196.000,-
Star LC 20, 9 nála, 180 stafir/sek.,
margar leturgerðir, kr. 18.900,-
Pantanir berist í
síðasta lagi 17. maí
til Agnesar Vilhelmsdóttur hjá
Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7,
sími: 91-26844, fax: 91- 626739
MUNALÁN
V/SA
—---
LUROCAhO
Tölvukaup hf. • Skeifunni 17 • Sími 687220 • Fax 687260