Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991
---~r~i----------------|----ítSS--
25
Þýskaland:
Pöhl seðlabankasljóri hyggst
láta af embættinu í október
Frankfurt. Reuter.
KARL Otto Pöhl, seðlabankastj órinn þýski, tilkynnti í gær að hann
hygðist láta af embætti í lok október, fjórum árum áður en áætlað
hafði verið. Hann viðurkenndi að hann hefði ekki alltaf verið sam-
mála framkvæmd efnahagssamruna Þýskalands í fyrra en sagði það
af og frá að hann hefði ákveðið að segja af sér vegna efnahags-
stefnu stjórnar Helmuts Kohls kanslara. Ástæða afsagnarinnar
væri sú að hann vildi geta átt meiri tíma með fjölskyldu sinni og
hasla sér völl í einkageiranum eftir opinber embættisstörf í 21 ár.
Pöhl er 61 árs að aldri, hefur
verið seðlabankastjóri í ellefu ár
og var skipaður í embættið til árs-
ins 1995. í starfi sínu hefur hann
framfylgt strangri aðhaldsstefnu
til að halda niðri verðbólgu og við-
halda sterkri stöðu marksins.
Theo Waigel, fjármálaráðherra
Þýskalands, hafði komið á óvart
með því að skýra frá ákvörðun
seðlabankastjórans nokkrum
stundum áður en hann gerði hana
opinbera. Af þeim sökum komst
orðrómur á kreik um að stjórn
Kohls væri óánægð með ákvörðun
Pöhls en því hefur verið haldið fram
að hún sé snoppungur í andlit
Kohls, sem hefur sætt gagnrýni
að undanförnu fyrir að hafa ekki
staðið rétt að sameiningu Þýska-
lands.
Pöhl, sem er jafnaðarmaður, við-
urkenndi að hann væri ekki ánægð-
ur með hvernig staðið var að efna-
hagssamruna Austur- og Vestur-
Þýskalands í júlí í fyrra áður en
ríkin voru sameinuð. „Þrátt fyrir
ýmsa fyrirvara studdum við þessa
pólitísku ákvörðun stjórnarinnar
heilshugar allt frá upphafi og á því
verður engin breyting," bætti hann
þó við. Hann kvaðst ánægður með
að tekist hefði að tryggja stöðug-
leika í peningamálum þrátt fyrir
erfiðleika í kjölfar sameiningarinn-
ar.
Bandaríkjadalur hækkaði nokk-
ur gagnvart markinu við tíðindin í
gær. Markið hélst þó tiltölulega
stöðugt og lét Pöhl svo ummælt
að þetta sýndi að flármálamenn
væru fullvissir um að seðlabankinn
myndi hvergi hvika frá aðhalds-
stefnu sinni í peningamálum.
Tietmeyer líklegasti
eftirmaðurinn
Waigel sagði að eftirmaður
Pöhls yrði tilnefndur á næstu
tveimur vikum. Líklegast er talið
að Hans Tietmeyer verði fyrir val-
inu, en hann á sæti í stjórn seðla-
bankans. Tietmeyer, sem er 59
ára, er kristilegur demókrati og
sagður dyggur stuðningsmaður
Kohls, enda hefur hann verið efna-
hagsráðgjafi kanslarans. Borgar-
skæruliðar í Rauðu herdeildinni
reyndu að ráða Tietmeyer af dög-
um fyrir fund Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins og Alþjóðabankans í Vest-
ur-Berlín árið 1988. Þeir sögðu
hann ábyrgan fyrir hörmungum
milljóna manna í þriðja heiminum.
Ennfremur þykir Helmut Schles-
inger aðstoðarseðlabankastjóri,
sem er 66 ára, koma til greina.
Hann er talsmaður strangs aðhalds
eins og Pöhl og hefur reyndar kast-
ast í kekki með honum og banda-
rískum yfirvöldum, sem hafa sakað
hann um að framfylgja óraunhæfri
stefnu í peningamálum og skirrast
einskis til að halda verðbólgunni í
algjöru lágmarki.
Samstarfið við Kohl gekk illa
Afsögn Pöhls kom dr. Jóhannesi
Nordal, bankastjórá Seðlabanka
íslands, ekki á óvart. „Ég þekki
hann persónulega og hitti hann síð-
ast á mánudag," sagði Jóhannes
þegar Morgunblaðið náði í hann í
Zurich í gær. „Þá voru sögusagnir
um afsögn hans komnar í gang en
hann varðist allra frétta." Jóhannes
sagði að það hefði ríkt spenna í
peningamálum í Þýskalandi undan-
Karl Otto Pöhl
farna mánuði og það hefði eins
verið búist við að Pöhl yrði ekki
út starfstímabil sitt. „Svo að
ákvörðun hans kemur mér ekki á
óvart en ég átti ekki von á henni
svona fljótt.“ Jóhannes sagði að
Pöhl hefði verið sterkur banka-
stjóri en samstarf hans við Kohi
hefði ekki gengiðvel.„Ég á ekki von
á að það verði nein breyting á pen-
ingamálum í Þýskalandi. Tietmey-
er, sem er líklegasti eftirmaður
hans af því að Schlesinger fer að
hætta vegna aldurs, er mjög fær
maður. Hann hefur unnið með
kanslaranum áður og samstarf
þeirra mun væntanlega ganga bet-
ur.“
Fótskemillinn gleymdist
Elísabet II Bretadrottning hefur fengið góðar móttökur í 12 daga
opinberri heimsókn sinni í Bandaríkjunum. Á þriðjudag hyllti George
Bush Bandaríkjaforseti drottningu á grasflötinni fyrir utan Hvíta
húsið og hrósaði henni á hvert reipi. Honum láðist hins vegar að
draga út fótskemil á ræðustólnum áður en drottning flutti svarræðu
sína svo að hljóðnemarnir skyggðu á andlit hennar. Sagt var að í
sjónvarpssendingu frá atburðinum hefði virst sem hún væri með
gasgrímu. Drottning gerði kankvíslega grín að þessu í gær við góð-
ar undirtektir þegar hún hóf ræðu sína á sameiginlegum fundi beggja
þingdeilda Bandaríkjaþings: „Ég vona að þið sjáið mig sæmilega úr
sætum ykkar í dag.“
★ Fallegt og friðsælt ★
Þessi sumarbústaður er til sölu. Góð staðsetning á
fallegum og friðsælum stað við Skorradalsvatn með
útsýni yfir vatnið. Allt skógivaxið. Miklir möguleikar.
Upplýsingar í vinnutíma í síma 621177 og utan vinnu-
tíma 17790 (Haukur).
Nú er TVOFALDUR
l.vinningur
■ draumurinn gæti orftið að veruleika!