Morgunblaðið - 30.05.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 30.05.1991, Síða 1
72 SIÐUR B OVOlUMllIiílílÍíl STOFNAÐ 1913 119. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 30. MAI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Blóðug mótmæli íAddis Ababa Eþíópískur skæruliði hlúir að særðum stjórnarhermanni. Skæruliðar skutu í gær á mörg þúsund manna hóp stuðningsmanna marxistastjórn- arinnar í Addis Ababa er nú hefur verið hrakin frá völdum og féllu nokkrir. Útgöngubann er í borginni en þar eru flestir íbúar af þjóð- flokki Amhara eins og föllnu stjórnarherrarnir. Fólkið hafði gengið um götur, hrópað kröfur um einingu ríkisins og ókvæðisorð um andstæð- inga gömlu stjórnarinnar auk þess sem Bandaríkjamönnum var kennt um ófarir marxista. Að sögn skæru- liðaleiðtoga var skotið á liðsmenn þeirra er svöruðu í sömu mynt. Leiðtogi frelsishreyfíngar héraðsins Eritreu, Issaias Afwarki (innfellda myndin), sagði í gær að þar yrði mynduð bráðabirgðastjórn. íbúarnir fengju að segja hug sinn til krafna hreyfingarinnar, er barist hefur fyrir sjálfstæði Eritreu, í fijálsum kosningum. Varnarmálaráðherrar NATO; Samstarfið aðlagað breyttum aðstæðum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. VARNARMÁLARÁÐHERRAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) boðuðu á fundi sem lauk í Brussel í gær breytingar á uppbygg- ingu hernaðarsamstarfs NATO. I lok fundarins lagði Manfred Wörn- er, framkvæmdastjóri NATO, áherslu á að fyrir dyrum stæðu róttæk- ustu breytingar á bandalaginu frá stofnun þess. Um þær væri full samstaða meðal aðildarríkjanna. Sú endurskoðun á stefnu og starfsað- ferðum NATO sem boðuð var á leiðtogafundi í London á síðasta ári væri langt komin og yrði lögð fyrir leiðtogafund síðar á árinu. Vamarmálaráðherramir urðu sammála um að koma á fót fjölþjóð- legum hraðsveitum innan NATO sem beita mætti innan NATO-svæðisins auk þess sem umtalsverð fækkun yrði í fastaheijum ríkjanna. Manfred Wörner sagði að þróun NATO í framtíðinni réðist að miklu leyti af því hvernig til tækist um þær miklu breytingar sem ættu sér stað í Mið- og Austur-Evrópu. Innan NATO væri mikill áhugi á því að sem bestur árangur næðist í þróuninni til lýðræðis og markaðsbúskapar í þess- um ríkjum. Ljóst væri að Atlants- hafsbandalagið, í krafti varnar- og öryggissamvinnu aðildarríkjanna, væri besta tryggingin fyrir því að ágreiningsmál yrðu leyst eftir frið- samlegum leiðum í Evrópu. Innan NATO væri lögð á það áhersla að aukin samvinna Evrópuríkja innan Vestur-Evrópusambandsins (VES) setti ekki til hliðar þau fimm NATO- ríki í Evrópu sem ekki ættu aðild að VES. Aðspurður kvaðst Wörner ekki trúaður á að Evrópubandalagið kæmi sér upp sérstökum EB-her- deildum í náinni framtíð. Miðausturlönd: Bush setur fram tillögur um takmörkun vígbúnaðar ísraelar leggja áherslu á fækkun hefðbundinna vopna Colorado Springs. Tel Aviv. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti kynnti í gær tillögur um takmörkun vígbúnaðar í Mið- austurlöndum. Markmiðið með þeim er einkum að uppræta gereyðingarvopn í þessum heimshluta og takmarka sölu hefðbundinna vopna þangað. Þó er gert ráð fyrir að hverju ríki sé heimilt að hafa nægilega öflugan her til að verjast árás. ísraelar brugðust varfærnis- lega við þessum hugmyndum í gær. Avi Pazner talsmaður Yitzhaks Shamirs, forsætisráð- herra Israels, sagði nauðsynlegt að stemma stigu við hefðbundn- um vopnum en að öðru leyti ættu stjórnvöld eftir að skoða tillögurnar nánar. Bresk stjórn- völd fögnuðu tillögum Bush í gær. Bush kynnti hið nýja afvopnun- arfrumkvæði í ræðu við útskrift í Háskóla flughersins í Colorado Springs. Bush og ráðgjafar Banda- ríkjastjórnar hafa unnið að tillög- unum samhliða samningaumleitun- um James Bakers utanríkisráð- herra síðan Persaflóastríðinu lauk 28. febrúar síðastliðinn. Helstu þættir tillagna Banda- ríkjaforseta eru þessir: ★ Hvatt er til þess að þau ríki sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og eru jafn- framt fimm helstu vopnaútflytjend- ur heims, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Sovétríkin, hittist fljótlega til þess að setja reglur um takmörkun sölu á hefð- bundnum vopnum og gereyðingar- vopnum. Frakkar hafa boðist til að halda slíkan fund en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. ★ Hætt verði sölu, framleiðslu og prófun landeldflauga á svæðinu með það að markmiði að útrýma slíkum vopnum. ★ Bönnuð verði framleiðsla og kaup á úrani til vopnasmíði. Jafn- framt lúti öll kjarnorkuvinnsla al- þjóðlegum öryggisreglum. ★ Ríki svæðisins eru hvött til að skuldbinda sig til að Ijúka sem fyrst gerð samnings sem leggur bann við efnavopnum. ★ Lagt er til að samningur frá árinu 1972, sem bannar sýklavopn, verði endurbættur. Dick Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, kom í gær til Israels til að kynna hinar nýju hugmyndir. Þaðan fer hann til Kaíró í Egyptalandi. Bandarískir embættismenn sem eru með í för sögðu i samtölum við Reuters- fréttastofuna í gær að búast mætti við andstöðu í Israel en talið er að það sé eina ríkið í Miðausturlöndum sem hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða. Einnig kynnu sum ar- abaríki að bregðast ókvæða við, einkum þau sem vinna nú að upp- byggingu hefðbundins herafla síns. Frekari umræður um varnarstefnu NATO fara fram á fundi utanríkis- ráðherra bandalagsins sem verður í Kaupmannahöfn 6.-7. júní nk. Fyrir hönd Islands sátu fund ráðhérranna Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendi- herra, fastafulltrúi hjá NATO, og Róbert Trausti Árnason, sendiherra og skrifstofustjóri varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Sjá „Viðbúnaði og samsetningu heraflans ... “ á bls. 26. Spánn: Sex farast í tilræði Barcelona. Reuter. SPRENGING varð í búðum spænska þjóðvarðliðsins, Guardia civil, í smáborginni Vic, nálægt Barcelona, í gær. Sex fórust, þar af þrjú börn, og 45 slösuðust. Embættismenn telja að um bílsprengju hafi verið að ræða og gruna ETA, hryðjuverkasveitir baskneskra sjálfstæðissinna, um tilræðið. Börnin voru að leik á skólaleik- velli rétt við búðirnar þegar spreng- ingin sundraði byggingunni svo að útveggirnir einir stóðu uppi. I búðum varðliðsins bjuggu 14 liðsmenn þess með fjölskyldum sínum. Einn mann- anna fórst ásamt eiginkonu sinni og tengdamóður, að sögn yfirvalda. Þau segja að öll málsatvik bendi til þess að hryðjuverkamenn ETA hafi verið að verki en þeir hafa gert sprengju- árásir á margar búðir þjóðvarðliða víða á Spáni. Enginn hafði lýst ábyrgð á hendur sér er síðast fréttist. ETA hefur orðið um 650 manns að bana sl. 23 ár og óttast yfirvöld í Barcelona að samtökin reyni að vekja athygli á sér með hryðjuverk- um í tengslum við Ólympíuleikana er verða í borginni á næsta ári. Nýr formaður þýskra jafn- aðarmanna Eins og búist hefur verið við uncÞ anfarna mánuði var Björn Eng- holm, forsætisráðherra Slésvíkur-Hoitsetalands, í gær kjörinn formaður þýskra jafnaðar- manna. Hlaut hann 458 atkvæði af 470 á flokksþingi sem nú stend- ur yfir í Bremen. A myndinni fagnar Engholm (fyrir miðju) kjöri sínu með Willy Brandt, fyrr- um kanslara, (t.h.) og Hans-Joc- hen Vogel, fráfarandi formanni. Sjá „Geðþekkur lífsnautnamað- ur... “ábls. 27. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.